Alþýðublaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 22

Alþýðublaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 22
22 Ekkert glasnost á Kúbu Castró er ekki hrifinn afhugmyndum Gorbatjovs um efnahagsumbœtur. Á Kúbu hafa ýmsar tilslakanir verið dregnar til baka, því að þœr þykja vera dulbúinn kapítalismi. Fidel Castro, leiðtogi Kúbu- manna spyrnir við fótum gagnvart þeim umbótum sem eru í bígerð þessa dagana í kommúnustarikjun- um. A sama tíma og markaðsbú- skapur hefur verið tekinn upp að nokkru leyti í Sovétríkjunum og öðrum austur-evrópskum löndum undir forystu Mikhail Gorbatjovs, hefur á Kúbu aftur verið horfið til efnahagslegra umbóta sem byggjast á hugmyndafræði frá því í hylting- unni. „Menn hafa alltaf kallað okkur fylgihnött frá Sovétríkjunum og nú er sagt að við munum fylgja dæmi Rússanna" sagði Castró afundinn í viðtali við brasilíska blaðamenn ný- lega. Castró hefur boðað að reynt verði að fylla upp í þær glufur sem hafa myndast í áætlunarbúskapinn sem stjórn hans innleiddi, því að þær tilslakanir sem gerðar hafi ver- ið, hafi reynst „dulbúinn kapítal- ismi“. Kreppuástand í efnahagsmálum Nú þegar herferð þessi er hafin, er landið í alvarlegustu efnahags- kreppu síðan í byltingunni 1959. Gjaldeyristekjur Kúbu, sem Castró hefur kallað Akkillesarhæl landsins, hafa dregist saman um helming á síðasta ári og Sovétríkin hafa neitað að auka fjárhagsstuðn- ing sinn, sem var ærinn fyrir. Embættismenn á Kúbu hafa lýst því yfir að efnahagur landsins sé í svipuðum erfiðleikum og önnur þriðja heirns lönd eiga við að glíma. Verð á hráefni hefur fallið, einnig verð á sykri, sem er þýðingarmesta útflutningsafurð Kúbumanna. Ennfremur hefur óhagstætt veð- urfar skaðað sykuruppskeruna í ár svo að Kúba hefur orðið að kaupa sykur frá öðrum löndum til að geta staðið við sölusamninga sína við austurblokkina. Þá hefur lækkandi verð á heims- markaðnum einnig komið illa við Kúbu, enda þótt olíuframleiðsla sé lítil í landinu. Mikill hluti gjaldeyr- istekna landsins kemur frá endur- sölu á olíu sem flutt er inn.frá Sovét- ríkjunum. Agi og erfiðir tímar Castró sagði á flokksþinginu í desember í fyrra að tilgangur hinn- ar nýju kreppu-efnahagsstefnu væri að breyta lifnaðarháttum Kúbumanna í grundvallaratriðum. Tilgangurinn er ekki einungis að koma á betri aga, heldur einnig að fá landsmenn til að gera sér Ijóst að erfiðir tímar fara í hönd. Vestrænir diplómatar og aðrir sem til þekkja, túlka aðgerðir Castrós sem tilraun til að endur- vekja baráttuandann frá því á 7. áratugnum. „Allt sem við fengum áorkað í byltingunni, getum við þakkað bar- áttuandanum. Með peningavaldi hefði ekkert slíkt getað gerstþ sagði forsetinn, sem nú er orðinn sextug- ur og hefur verið leiðtogi Iands síns í 28 ár, þegar hann ræddi við há- skólastúdenta nýlega. Tilslakanir misnotaðar Kúbanska stjórnin hefur leyft markaðsbúskap innan vissra tak- marka frá því laust fyrir 1980, en þær tilslakanir hafa að sögn yfir- valda verið misnotaðar. Margir Kúbumenn fengu leyfi til að nýta sér verkþekkingu sína og vinna sér inn peninga aukalega að vinnutíma loknum. Þessi starfsemi olli árekstrum við hið opinbera hagkerfi. Þegar möguleikarnir opnuðust til að byggja og versla með húsnæði, komst þegar blóm- Iegur einkarekstur á laggirnar, sem mjög fáir höfðu hagnað af. Ein- staka bændur hafa líka hagnast vel á því að fá leyfi til að selja á frjáls- um markaði búvörur umfram framleiðslukvótann, eftir því sem yfirvöld segja. Þetta var ekki tilgangurinn hjá Castró. Hann hefur kvartað yfir því Fidel Castró: „Menn hafa kallað okkur fylgihnött Sovétríkjanna... nú eigum við að gera eins og Rúss- arnir.“ að margir Kúbanir hafi framið þá synd að „reyna að auðgast á ann- arra kostnað“. Braskið og spillingin breiddist út. Þess vegna ákvað stjórnin að aftur yrði snúið til hins hreinræktaða markaðsbúskapar. Ríkisstjórnin setti bann við brask- inu og ríkið kaupir nú byggingar og umframframleiðslu bænda. Sovét neitar frekari fjárstuðningi Þrátt fyrir efnahagserfiðleika Kúbu, sem hafa í för með sér mik- inn niðurskurð á innfluttum varn- ingi, hafa Sovétmenn lýst því yfir að ekki verði um frekari fjárstuðning frá þeim að ræða, eftir því sem kúb- anskur embættismaður hefur tjáð fréttastofu Reuters. Stuðningur Sovétmanna hefur undanfarið tryggt Kúbu árlegan hagvöxt upp á 1-2% og allmiklar fé- lagslegar umbætur. Ekki hefur heyrst um það talað að stuðningur við umbótatillögur Gorbatjovs hafi verið sett sem skilyrði fyrir aukinni aðstoð. Kúbanskir embættismenn sögðu nýlega í viðtali við spænska dag- blaðið „E1 Pais“ að hin nýja efna- hagspólitík landsins væri engan veginn merki um afturhald og stirðnun, fremur um varkárni og vissan fyrirvara gagnvart umbóta- stefnu Gorbatjovs í Sovétríkjunum. Sjáum hverju fram vindur í viðtalinu við „E1 Pais“ segir vara-utanríkisráðherrann, Jose Raul Viera m.a.: „Efnahagsumbæt- ur í einu sósíalísku landi verða að skoðast sem sameiginleg reynsla þeirra sem með völdin fara í þeim öllum. Sú reynsla sem fæst í Sovét- ríkjunum, föðurlandi sósíalismans, er þung á metunum. En það er jafn- víst að hvert einstakt land hefur sín sérkenni sem taka verður tillit til. Við hvorki getum né viljum taka það upp í blindni sem gerist í öðrum sósíalistaríkjum. Við getum ein- ungis valið úr það sem er til hags- bóta fyrir alla. Kreppuáætlun Kubustjórnar fel- ur m.a. í sér hækkun á rafmagns- verði, hækkun á fargjöldum sam- göngutækja hins opinbera og kvótaútdeilingu á ýmiss konar framleiðslu og niðurfellingu ýmissa hlunninda starfsfólks á vinnustöð- um. Útsendingar sjónvarpsstöðv- anna tveggja verða styttar. Kúbanskir embættismenn segja að landsmenn, sem eru rúmlega 10 milljónir, skilji þörfina á aðhalds- aðgerðum stjórnarinnar og styðji þær. Vestrænir efnahagssérfræðingar telja að andstaða Castrós við aukið frelsi í efnahagsmálum muni aðeins auka á efnahagsvandann og spá því að þvergirðingur hans muni leiða til óróleika á vinnumarkaðnum og í landinu öllu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.