Alþýðublaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 30. maí 1987 það er nú svo að það ber alltaf dá- lítið á því að það er reynt að halda göllum leyndum fyrir okkur. Hvað var það í þessu tilfelli? í þessu tilfelli var það að raðhús voru sett í vitlausa hæð af arkitekt. Síðan kemur það fram á byggingar stigi og arkitekt og verkfræðingur hjá Gunnari Torfasyni fóru að reyna að leysa þetta. Þeir lögðu prýðisvinnu í það og leystu vand- ann, ef hefði verið farið eftir því. Þetta var hins vegar bara milli bygg- ingameistarans og þeirra. Þeir létu okkur ekkert vita. Svo var bara hent inn hérna einhverjum járnateikn- ingum sem erfitt var að lesa úr hvað hefði verið gert, nema með mikilli yfirlegu. Þeir hefðu náttúrlega í fyrsta Iagi átt að láta okkur vita svo við hefðum getað haft eftirlit með þessu. Nú í öðru lagi, ef þeir vildu ekki gera það, sem er náttúrlega mikill trúnaðarbrestur, þá hefðu þeir a.m.k. átt að fylgja því eftir að farið væri eftir því sem þeir höfðu sagt fyrir. Það var hins vegar ekki gert nema að hluta og þess vegna eru þessi hús eins og þau eru í dag. Gunrtar Torfason talar um að ,Júskararnir“ sem hann nefnirsvo, séu kannski um 20 talsins og allir vel þekktir hjá byggingarfulltrúa- embcettinu. Kannast þú eitthvað við þetta. Ég segi að þetta geti ekki staðist og þetta er ákaflega mikil einföldun á þessu mikla máli. Ég held miklu frekar, að margir geri allt of mikið til að spara. Margir fara á milli manna til að koma þóknuninni nið- ur og ég held að það séu miklu fremur undirboð sem valda þessu. Það er allt of algengt að menn láti sig engu skipta hvernig teikningarn- ar eru, bara ef þær eru nógu ódýrar. Þess vegna kann að vera ákveðinn hópur manna sem leggur of litla vinnu í þetta. Sem betur fer eru flestir þessara manna í einfaldari húsabyggingum, einbýlishúsabyggingum, sem er miklu auðveldara að sjá hvernig eru gerðar. Sem betur fer er það nú þannig, eins og reyndar hefur kom- ið fram í þessari skýrslu, að flestir eru svo vel að sér að þeir geta með- höndlað þessa Ióðréttu krafta sem við köllum svo. Það eru hins vegar láréttu kraftarnir, sem eru vanda- málið. Þá er um að ræða vindálag og jarðskjálftaálag, sem yfirleitt þarf ekki mikið að hugsa um með venjuleg íbúðarhús. Það kemur fyrst þegar hús verða hærri. Það hafa greinilega ekki allir næga reynslu eða menntun. til að með- höndla þessa þætti. Ég held að í þessu efni þurfi ráðherra að gera miklu strangari kröfur. Þú ert að segja að nú séu menn með réttindi til að hanna t.d. burð- arþol, sem ekki hafa þekkingu til að geta gert það rétt? Sem ekki hafa þekkingu. Já, það má orða það þannig. Og þá reynslu sem er nauðsynleg. Og hér komum við aftur inn á menntun þessara stétta. Hún er orðin sérhæfðari og má vara sig á því t.d. að setja alla byggingarverkfræðinga undir einn hatt. Þeir taka sérgreinar í sínu námi. í skýrslu þeirrar nefndar sem ráð- herra skipaði til að fjalla um þessi mál á sínum tíma og skilaði af sér í fyrra og ég átti sæti í, var komið inn á að það þurfi breyttar kröfur. Nú eru niðurstöður hinnar skýrslunnar, þeirrar sem er nýkom- in fram, einn stór skandall að segja má og að sumu leyti erskýrslan tals- verður áfellisdómur yfir þessu em- bœtti og þvístarfi sem hér er unnið. Hvernig metur þú þína persónulegu ábyrgð? Hefur þú til dœmis hugleitt að hcetta — segja starfinu lausu? Það hefur hvarflað að mér. Ég er nú kominn á þann aldur að ég get farið á eftirlaun. Mín ábyrgð sem yfirmanns stofnunarinnar, er mikil. Því er ekkert að leyna að ég tek á mig réttmæta gagnrýni. En ég get sagt það og ég hef áður látið hafa það eftir mér í blöðum að ég tek þessa skýrslu með fyrirvara. Nú er skýrslan unnin þannig að það er ekki hægt að draga af henni neinar ályktanir um ástand bygg- inga á svœðinu almennt. Úrtakið er alls ekki handahófskennt, heldur eru að stærstum hluta valdar bygg- ingar sem menn vissu fyrirfram að væri ábótavant. Það er alveg rétt. Þetta er einn þátturinn. Það eru meira að segja í þessari skýrslu byggingar sem eru í byggingu og hafa verið stöðvaðar af okkur. Við vorum áðan að tala um það hversu embættið er undirmannað og þú sagðist verða ánægður ef starfsmannafjöldinn yrði tvöfald- aður. Þú hefur líka sagst bera mikla ábyrgð. Ef við drögum þetta tvennt saman, þá langar mig að spyrja hvort þú hafir á þínum starfstíma gert einhverjar virkilegar atlögur til þess að fá það fjármagn sem stofn- unin þarfnast og nægilega margar stöðuheimi/dir. Ég hef gert allt of lítið af því. Það held ég að megi fyrst og fremst ásaka mig fyrir — að gera ekki borgaryfirvöldum þetta betur ljóst. Ert þú of „loyal“ embœttis- maður? Ég er kannski af gamla skólan- um. Þess vegna er maður kannski að vinna stundum dag og nótt til þess að geta verið með sæmilega samvisku. Ég er sennilega ekki þannig gerður að eg eigi gott með að gera sífelldar kröfur til annarra. Þegar maður fer að hugsa um þetta núna, þá sé ég að ég hefði átt að vera miklu harðari. Það hefur verið þannig frá gamalli tíð að fé til framkvæmda hefur alltaf setið fyrir. Eftirlit hefur ekki verið talið eins nauðsynlegt. Munu þín viðbrögð gagnvart þessari skýrslu og umræðunni í kjölfarið verða á þá lundað þú farir að gera harðari kröfur til borgar- innar um að fá peninga og mann- skap til að þetta embætti geti sinnt sínum störfum? Nú hefur náðst samkomulag um það í borgarráði að fá verkfræði- stofur úti í bæ, það var talað þarna um fjóra aðila, til þess að fara reikningslega yfir teikningar. Það hefur hins vegar lítið borið á góma að fara að auka mannskap hér veru- lega. Ég held að maður þurfi aðeins að átta sig betur á hlutunum áður en hægt er að svara því. Ég vil þó leggja áherslu á það sem ég sagði áðan, að stofnunin er mjög undir- mönnuð. Ég myndi gera mig ánægðan með tvödöldun. Þú sagðir áðan að þú tækir þessa margumtöluðu skýrslu með fyrir- vara. Við vorum búnir að minnast á að úrtakið sé ekki þannig fram- kvœmt að skýrslan gefi neina ákveðna mynd af ástandinu al- mennt. En þú hefur fleira við skýrsluna að athuga. Já. Ég get nú raunar fullyrt að ástandið er almennt ekki eins og ástand þessara húsa sem um er fjall- að í skýrslunni. Svo er, eins og borgarverkfræð- ingur hefur reyndar minnst á í blaðaviðtölum, um að ræða önnur gildi í útreikningum skýrslunnar, heldur en notuð hafa verið hér. Skilin á milli jarðskjálftasvæða hafa verið talin liggja um Kópa- vogslækinn og samkvæmt því þarf tvöfalt meiri styrkleika gagnvart láréttum kröftum t.d. í Hafnarfirði og á Reykjanesinu, en hér í Reykja- vík. í skýrslunni er hins vegar notað meðaltal af þessum tveim gildum í útreikningum, þannig að húsin þurfa 50% meiri styrk til að stand- ast kröfur skýrslugerðarmannanna heldur þær kröfur sem hér eru al- mennt gerðar. Auk þess finnst mér skýrslan yfirleitt skrifuð í hálfgerðum æsi- fréttastíl og í henni er að finna óná- kvæmni sem gefur tilefni til mis- skilnings og ég veit um dæmi þess að efnisatriði í henni hafa verið misskilin. Við hér höfum heldur ekki fengið að sjá þessa útreikninga og þegar við vorum boðaðir á blaðamanna- fundinn þar sem skýrslan var kynnt, höfðum við ekki einu sinni fengið eintak af henni. Þú varst ekki á þessum blaða- mannafundi. Nei, ég neitaði að mæta. Ég sá ekki að það hefði neina þýðingu, þar sem ég hafði ekki fengið að sjá neina útreikninga og var því ekki í aðstöðu til að gagnrýna niðurstöð- urnar eða svara fyrir mig á nokkurn hátt. Það var auðvitað vítavert að við skyldum ekki hafa verið búnir að fá þessa útreikninga í hendurnar, sagði Gunnar Sigurðsson bygginga- fulltrúi áður en hann fylgdi mér niður stigann til að læsa útidyrun- um á eftir mér. Hamborg A sem-in flyst SSsswS h^ð eru rokktónleikar eða ball etBýning. Arnarflug býður upp á alls tonar pakkafórðir I þe^ bandSölusStofunaokkar. - í áætlunarflugi Arnarflugs Amsterdam Þessi Ijúfa heimsborg er í uppá- haldi hjá öllum sem hafa heim- sótt hana. Það er sérstaklega gaman og gott að versla í Amsterdam, þar er meira úrval af frábaerum matstöðum en í flestum öðrum borgum og skemmtanalífið er fjölbreytt og létt. Engin flughöfn í heiminum býður upp á betri og auðveldari tengiflugsmöguleika en Schip- hol í Amsterdam. ^mARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477 Zurich borain hTiT c'Turicn stæ^ta y par i landi. Mennínnar «TTotZerJ TÍmi e/nstak,ega9vaPndaðar verlT Zunct, stendur, fögm Þega® etóð ^/ivarvetna v/ð fO'ösama da„ og TfrlegjjoT

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.