Alþýðublaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 21
Laugardagur 30. maí 1987 21 Samvinnubankinn NÝTT SPARI- VELTU- KERFI — fyrir námsfólk Frá 1. júní nk. gefur Samvinnu- bankinn námsfólki og þeim sem hyggja á nám, kost á nýju spari- veltukerfi undir nafninu Skóla- velta. Við gerð Skólaveltunnar var leit- ast við að haga skilmálum þannig að hún hentaði þörfum námsfólks við flestar aðstæður og var sérstök áhersla lögð á sveigjanleika í regl- um um endurgreiðslu lána. Ætti Skólavelta t.d. að henta vel þeim sem bíða eftir námslánum. Starfsfólk bankans verður sér- staklega vakandi yfir viðbrögðum við Skólaveltunni svo að gera megi á henni breytingar í Ijósi þeirrar reynslu. Eftirfarandi er úr bæklingi Samvinnubankans um Skólavelt- una: Skólavelta Ef þú ert í námi eða hyggur á nám, getur þú gert við okkur skrif- legan samning um sparnað á Skóla- bók og unnið þér inn lánsréttindi. Sparnaður Þú ákveður aðeins í hve langan tíma þú vilt spara og lágmark og há- mark upphæðar i hverri viku eða mánuði. Sparnaðartimabil má þó aldrei vera styttra en tveir mánuðir. Innlánskjör Sparnaðurinn er bundinn á Skólabókinni þar til viku eftir að sparnaðartímabilinu lýkur. Eftir þann tíma er frjálst að taka út að vild. Skólabókin ber háa vexti, nú 15% sem eru jafnháir og á 3 mán- aða bundnum reikningum hjá okk- ur. Lánsréttindi Að loknu sparnaðartímabili, skuldbindum við okkur til að lána þér eða forráðamanni þínum, allt að jafnhárri upphæð og þú hefur sparað. Þennan rétt átt þú frá ein- um mánuði í allt að níu mánuði frá lokum sparnaðar, þótt þú hafir tek- ið út innstæðuna. Uppsöfnun Þér er líka heimilt að safna sam- an lánsréttindum yfir allt að þrjú sparnaðartímabil og ávinna þér þannig aukin réttindi. Eina skilyrð- ið fyrir því, er að ekki líði lengri tími en níu mánuðir milli sparnað- artímabila. Lánskjör Lánstíminn er mjög sveigjanleg- ur, sem gæti hentað þér, hvort sem þú hyggst greiða lánið af væntan- legu námsláni, af tekjum næsta sumars eða á annan hátt. Þú berð fram þínar óskir og við gerum okk- ar besta til að uppfylla þær. Af láninu greiðir þú sömu vexti og af almennum skuldabréfum hjá okkur. Flensborgarskólanum var slitið föstudaginn 22. maí s.l. og voru þá brautskráðir 45 stúdentar frá skól- anum. Óvenjugott veður var þenn- an dag og var skólaslitaathöfnin af þeim sökum flutt út á Hamarinn og fór þar fram undir berum himni. Bestum námsárangri náðu Þur- íður Stefánsdóttir og Rakel Kristj- ánsdóttir, sem báðar brautskráðust af náttúrufræðabraut eftir að hafa stundað nám í öldungadeild skól- ans. Við skólaslitin söng Kór Flens- borgarskóla undir stjórn Hrafn- hildar Blomsterberg. Skólameist- ari, Kristján Bersi Olafsson, flutti skólaslitaræðu, afhenti einkunnir og bækur í viðurkenningarskyni fyrir góðan námsárangur. Einnig tók til máls Gunnar Markússon fyrrverandi skólastjóri og færði skólanum myndarlega peningagjöf til bókakaupa frá 50 ára gagnfræð- ingum. Stúdentar frá Flensborgarskóla. * Flensborgarskóli: 45 stúdentar brautskráðir Þegar við leggjum grunn að framtíðinni notum við aðeins bestu byggingarefni SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS FRAMLEIÐIR: Portlandsement í venjulega steinsteypu. Hraðsement í steypu sem verður að harðna hratt. Blöndusement í steypu sem má harðna hægt en verður að vera þétt og endingargóð. (Sér- staklega ætlað í stíflur, brýr og hafnarmann- virki, en einnig í múrhúð). STYRKLEIKI: Portlandsementið er framleitt í samræmi við íslenskan sementsstaðal IST9. Styrkleiki sem- ents er aðaleiginleiki þess. Styrkleiki íslensks Portlandsements: Styrkleiki kg/sm2 eftir 3 daga 7daga 28 daga Portlandsement 250 350 500 Lágmarkskrafa IST9 175 250 350 GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR FYRIR HÚSBYGGJENDUR: - Það er ekki alltaf hægt að treysta því að steinsteypa sé gallalaus. Látið því kunnáttu- menn framleiða og meðhöndla steypuna. - íslenska sementið er blandað varnarefnum gegn alkalíhvörfum, sölt steypuefni eða salt steypuvatn getur ónýtt þessa vörn. Hvers konar önnur óhreinindi, svo sem sýrur og fínefni í steypuefnum, geta valdið skemmd- um í steinsteypunni. - Sparið vatnið í steypuna. Hver lítri vatns fram yfir það sem nauðsynlegfer, rýrir end- ingu hennar. \ - Gerið steypuna þjála, þannig að hún þjappist vel í mótin. Varist þó að nota méira vatn en steypuframleiðandinn gefur upp. - Hlífið nýrri steypu við örri kólnun og útþurrk- un. Sláið ekki frá mótum of snemma og ein- angrið opna fleti. Annars getur steypan enst verr vegna sprungumyndana. - Leitið ávallt ráðgjafar hjá sérfræðingum ef þið ætlið að byggja hús eða önnur mannvirki úr steinsteypu. Betri ending bætir fljótt þann kostnað. SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.