Alþýðublaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 5. september 1987 3 Áfengisflutningar til landsins: Sjötíu milljóna gróði af útboði Flutningskostnaður lækkaði skyndilega um 60—70% þegar fariö var aö bjóöa flutningana út. Áður var miðað við taxta skipafélaganna og ríkinu veittur smávægilegur afsláttur. Ríkið græðir 70 miHjónir á þessu ári á þvi að bjóða út flutninga á áfengi og tóbaki til landsins. Þetta er annað árið í röð sem þessir flutn- ingar hafa veriö boðnir út og þessir flutningar kosta nú minna en einn þriðja af því sem þeir kostuðu áður. I fyrra spöruðust 60% flutnings- kostnaðarins eftir útboð. Það eru Eimskipafélag íslands og Skipadeild sambandsins sem annast þessa flutninga og hafa nú verið undirritaðir samningar við þessa aðila að undangengnu útboði. Allt þangað til í fyrra var miðað við gildandi taxta skipafélaganna, sem veittu síðan afslátt eða endur- greiðslu einu sinni á ári, oftast á bil- inu 4-5%. Þegar gripið var til þess ráðs að bjóða flutningana út í fyrra, brá svo við að flutningskostnaður- inn lækkaði um 60% og þegar flutningarnir voru nú boðnir út í annað sinn, hljóðuðu tilboðin upp á 30% af gildandi taxta. Ef flutningsgjöld væru tekin samkvæmt taxta myndi kostnaður- inn við flutningana vera um 100 milljónir á ári. Á þessum tveimur árum sparar ríkið því um 130 mill- jónir króna á núgildandi verðlagi, með því einu að bjóða flutningana út. Sjálfsagt mætti einnig reikna út hverju íslenskir skattborgarar hafa tapað gegnum árin á því að greiða skipafélögunum uppsett verð. Flutningarnir skiptast þannig milli skipafélaganna tveggja, að Eimskipafélagið flytur allt áfengi frá Evrópulöndunum, en það eru um tveir þriðju hlutar allra flutn- inganna. Skipadeild sambandsins flytur áfengi og tóbak frá Ameríku, um þriðjung flutninganna. Rifja má upp í þessu sambandi að fyrr á þessu ári urðu blaðaskrif um afsláttargreiðslur vegna áfeng- isflutninga sem runnu í vasa Al- berts Guðmundssonar, eða til heildverslunar hans, eftir atvikum. Þannig virðist sem hluti af ,þeim fjárhæðum sem ríkið greiddi fyrir þessa flutninga hafi ekki komið skipafélögum til góða, heldur runn- ið í vasa einstakra umboðsmanna. Launasprenging 1. október? „Ég hlýt að verða að treysta því að Vinnuveitendasambandið meti það, að hér hefur verið góður bati í efnahagslifinu og forsendur snúist að ýmsu leyti okkur í hag,“ sagði Ásmundur Stefánsson forseti Al- þýðusambandsins í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Fyrir þann 1. október verður launanefnd aðila vinnumarkaðarins að vera búin að leggja mat á það hve mikið vísitölu- hækkun 1. september skili sér í launaumslögin. Fulltrúi Alþýðu- sambandsins hefur oddaatkvæði í launanefndinni. Ásmundur segir að forsendur liggi ekki fyrir og því ekki hægt að segja til um prósentu- hækkun. Fyrr í sumar taldi Ás- mundur að hækkunin gæti orðið um 7,5%, en í samtali við Alþýðu- blaðið í gær vildi hann ekki tjá sig um málið þar sem ekki hefði borist upplýsingar um vísitöluhækkun- ina. Að mati Ásmundar hefur launa- skrið að undanförnu fyrst og fremst skilað sér í efri launaflokkana. „Það hefur berlega komið í ljós að budda atvinnurekenda er mun laus- ari þegar kemur að þeim hæst laun- aðri,“ segir Ásmundur. Hann segir ennfremur að ekki hafi verið vilji á öðrum vígstöðvum að fylgja þeirri stefnumörkun desembersamning- anna að veita þeim tekjulægri for- gang. Hann vill hins vegar ekki að svo stöddu leggja mat á kröfugerð- ina fyrir komandi kjarasamninga og segir málið á vettvangi samband- anna innan ASÍ. Ásmundur segir ennfremur ekki tímabært að segja til um hvort farin verði leið dreifðra kjarasamninga að þessu sinnli. í gær þingaði sérstök kröfugerð- arnefnd á vegum Verkamannasam- bandsins. Á morgun verður síðan stór fundur á vegum sambandsins til að móta endanlega kröfur, áður en gengið verður til fyrstu viðræðna á þriðjudag. Frá landsfundi um slysavarnir I gær. A-mynd: Róbert. hvert dauðsfall Tíunda Tíunda hvert dauðsfall á íslandi sl. áratug hefur verið af völdum slysa. Sjóslys og umferðarslys eru stærstu slysaflokkarnir og tvö af hverjum hundrað dauðsföllum heyra undir hvorn flokk. Þetta kom m.a. fram í ræðu Jóns Sigurðssonar dómsmálaráðherra á landsfundi um slysavarnir í gær. Jón boðaði átak í slysavörnum er slys hvað varðar börn og unglinga og sagði það sorglega staðreynd að á sama tíma og slysum færi fækkandi í þessum aldurshópum í nágranna- löndunum fjölgaði þeim hérlendis. Ræðan birtist í heild á bls. 13. Lífeyrissjóðasamböndin og Húsnæðisstofnun: Rammasamningur loks í augsýn — Samningsuppkast til skoðunar yfir helgina. — Gæti tekið 2—3 vikur að semja við hvern og einn sjóð, eftir að samkomulag hefur tekist við sjóðasamböndin. Ut- gáfa lánsloforða hefst ekki fyrr en samningar berast Húsnæðisstofnun. Enn er hnútur í viðræðum full- trúa ríkisins og lífeyrissjóðasam- bandanna um vexti á skuldabréfum sem sjóðirnir kaupa af Húsnæðis- stofnun ríkisins. I vikunni settust aðilar niður með það í huga að Ijúka samningum, en þá komu á ný upp vandamál sem tengjast vöxtun- um. Samningsaðilar hafa samn- ingsgrunn til skoðunar yfir helgina og hafa ákveðið að hittast aftur á mánudag. Bjartsýni ríkir um að hægt verði að undirrita samkomu- lag í næstu viku. Komið hefur fram að rætt hefur verið um að allt að 7% vexti á skuldabréfunum. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins vefst enn fyrir stjórnvöldum hvernig bregðast skuli við þeirri vaxtapró- sentu, sem að óbreyttu hefur áhrif til hækkunar húsnæðislánavaxta. I síðustu samningum var samkomu- lag um 6,25% vexti og útlánsvext- irnir eru í dag 3,5%. Samningarnir nú eru um kjör á skuldabréfum á árunum 1988, ’89 og ’90. Þótt samkomulag takist í næstu viku milli fulltrúa ríkisins og sjóða- sambandanna, getur tekið a.m.k. 2 vikur að ná samkomulagi við hverja og eina sjóðsstjórn í landinu. Eftir að samkomulag verður undirritað við sjóðasamböndin verður upp- kast að samningi sent til sjóðstjórn- anna til undirskrifta. Reynslan sýn- ir að tekið getur 2-3 vikur að ná þeim samningum saman. Húsnæð- isstofnun hreyfir ekki við útgáfu lánsloforða fyrr en samningar ber- ast stofnuninni. Húsnæðisstofnun hefur ekki gefið út lánsloforð siðan 13. mars í vor. Væntanlegir íbúða- kaupendur verða og enn að bíða 2-3 vikur þrátt fyrir rammasamninga við sjóðasamböndin. UTSALA Allt að 50% afsláttur. lalam Grensásvegi 13 sími 91-83577. Dúkaland Grensásvegi 13 ' sími 91-83430 Hjá okkur ná gæðin í gegn,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.