Alþýðublaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 9
Laugardagur 5. september 1987 9 göngu að hlusta, þá geturðu notað hugmyndarflugið miklu meira heldur en ef þú ert mataður með myndinni líka. Það er þetta hug- myndarflug sem þarf að styrkja hjá börnum. í fyrravetur og einnig í hitteð- fyrra var ég aðeins viðloðandi út- varpsefni fyrir börn. Ég tók að mér barnatíma í mánuð sem samanstóð aðallega af sögulestri og skrifaði þá reyndar sjálfur litla framhaldssögu eða kennslusögu sem ég svo las upp. Þessi saga var mikið byggð upp á „effectum“ eða hljóðum. Þetta var ævintýri um dreng sem gekk um í tilverunni og kynntist hljóðfærun- um í gegnum þá persónu sem er að vinna með hljóðfærin og spila á þau. Þetta var tilraun til þess að gefa börnum innsýn í heim hljóð- færanna í gegnum sögu, þó þannig að sagan yrði dálítið spennandi. Þetta fannst mér mjög gaman að vinna og þannig hefur þetta smátt og smátt þróast. Á þessar kassettur veljum við ekki endilega öll fallegustu ævin- týrin. Öll lásum við líka ljótu ævin- týrin um Hans og Grétu og fleira. Ókkur fannst þau kannski voðaleg og hræðileg en ef til vill eru þau ævintýri ekki síður uppbyggileg og örugglega meira uppbyggileg en all- ar hasarmyndirnar og fjöldamorð- in í sjónvarpinu. Lífið er nú einu sinni þannig að það er ekki alltaf dans á rósum. Börnin þurfa því smám saman að kynnast því líka sem kannski endar ekki alltaf vel. Á kassettunni verður efnið þannig séð blandað. Á hinn bóginn verðum við að passa okkur á að gera þetta ekki of svart. Vissulega vantar samfellda út- gáfu á kassettum fyrir börn, en kannski er sú skýring til að hlutirnir hafa fram að þessu ekki gengið upp peningalega. “ — En hvenœr byrjaðir þú leik- listarnámið? „Ég var við nám í Leiklistarskóla íslands 1974—1978. Fyrsta hlut- verkið var í leikriti Jökuls Jakobs- sonar Sonur skóarans og dóttir bakarans í Þjóðleikhúsinu og á sama tíma byrjaði ég að leika með Alþýðuleikhúsinu í Vatnsberanum, en það er barnaleikrit eftir Herdísi Egilsdóttur. Og næsta leikár tók of- vitinn við.“ Ofvitinn og þroskinn — Hvað gekk Ofvitinn lengi? „Hann var sýndur í þrjú leikár í röð og sýningar urðu alls 196 held ég. Sumir halda að ég hafi verið orðinn ofviti í daglegu lífi á þessu öllu, en það er alls ekki rétt. En þetta var þreytandi á tímabili, fólk vildi helst ekki tala um annað en ég vildi allra helst tala um allt annað! Það bar mest á þessu þegar ég fór á danshús, þar er fólk opnara og spurði mig mikið um Ofvitann og ég var stundum þreyttur á því. En fyrst og fremst var þetta mjög skemmtilegt og heilmikil reynsla að leika svona margar sýningar. Reyndar gekk Vatnsberinn líka mjög vel og sýningar á honum urðu alls 113 talsins og sýningar á Syni skóarans urðu tæplega 50, þannig að þetta voru allt sýningar sem gengu mjög vel. Þannig fékk ég fljótt þessa rútínureynslu: Sem sagt að missa ekki niður sýningu, reyna að halda sýningunni og jafnvel alltaf að byggja ofaná og reyna að hafa sýninguna alltaf ferska. Þeir sem sáu fyrstu sýninguna hafa þá vonandi séð einhverja þróun á síð- ustu sýningu. Talsverðar mannabreytingar urðu í Ofvitanum á þeim þremur leikárum sem hann var sýndur og það gaf manni oft dálítið púst. Þá kom eitthvað nýtt og ferskt inn í sýninguna. Aðalsteinn Bergdal tók við af Kjartani Ragnarssyni og Sig- rún Edda Björnsdóttir tók við Elsku-hlutverkinu af Lilju Þóris- dóttur þannig að það var alltaf eitt- hvað að gerast sem hressti upp á sýninguna." — Hvað tók svo við að loknum Ofvitanum? „Þá lék ég í „Að sjá til þín mað- ur“ eftir Kreutz. Sú sýning fór fyrir brjóstið á mörgum, fólk var kannski ekki alveg tilbúið til þess að sitja undir þessari sýningu, en hún gekk vel líka samt sem áður. Ég held við höfum sýnt þetta leikrit um þrjátíu sinnum og það er mjög gott með þessa tegund af leikritum. Ég starfaði í Iðnó í fjögur ár og þá voru sýnd leikrit eins og Hassið hennar mömmu eftir Daríó Fó, en það var sýnt í Austurbæjarbíói og Irlandskortið sem Eyvindur Er- lendsson leikstýrði. “ 77/ Þýskalands — Hvenær tekur þú þér svo frí frá leikhúsinu? „1983 langaði mig til þess að fá frí og labbaði mig inn á þýska bóka- safnið og athugaði hvort ég ætti kannski möguleika á að komast í skóla. Þá kom í ljós að til var styrk- ur þar til þess að læra þýsku sem að ég fékk og ég fór síðan út til Berlín- ar og þar var ég í sjö eða átta mán- uði. Til að byrja með var ég í þýsku- námi en svo fór ég að vinna al- menna vinnu, fyrst í Berlín en svo færði ég mig niður til Saltzburg þar sem ég vann við garðyrkju. Ég not- aði líka tækifærið og skoðaði mig um. En þetta var allt svört vinna sem ég vann og var aldrei gefin upp til skatts. Saltzburg er mikil súkkulaðiborg og tónlistarborg eða Mótzartborg. Þar var ég að hjálpa gömlu fólki við garðana sína. Ég var að reyta arf- ann og hjálpa til við að klippa tré og þess háttar. Þetta var ekki vel borg- að, en nóg til þess að ég gat stund- um tekið mér frí og farið i viku eða hálfan mánuð og skoðað nágrenn- ið, en til þess var líka leikurinn gerð- ur. “, — Og hvernig gekk að lœra þýskuna? „Ég lærði mest eftir að ég kom út úr skolanum, því að það voru mest útlendingar í þessum skólum og flestir voru að stauta sig í gegnum sagnirnar og byrja í þessu, þannig að ég komst ekki langt þar. Þess vegna varð maður að grípa til ensku til að halda uppi samræðum! En það var sem sagt ekki fyrr en ég var kominn út úr skólanum og farinn að vinna sem ég fór að læra eitthvað í þýsku.“ Leikstjórn hjá áhugamönnum — Og svo kemurðu heim. „Já, fyrsta árið eftir að ég kom heim aftur var ég að leikstýra úti á landi. í Vestmannaeyjum og á Varmalandi í Borgarfirði og síðan hef ég sett upp sýningar hjá áhuga- leikhúsum alltaf af og til. Ég hef mjög gaman að því. Það er vinna sem gefur manni mjög mikið, sér- staklega í upphafi á meðan þetta er ferskt, en svo er eins og maður þurfi frí á milli. Ég held að ég gæti ekki eingöngu snúið mér að því, þ.e. far- ið beint úr einni uppsetningu yfir í aðra. Þetta er skemmtilegast og ferskast á meðan að það er gefandi fyrir mig líka. Þá eru allir að kasta einhverjum hugmyndum og boltum á milli, en þegar þetta fer að verða rútína þá verður það ekki eins gef- andi. Maður er mikið að segja og kenna alltaf sama grunninn, því að hjá áhugaleikhúsunum er leikstjór- inn mikið með fólk sem aldrei hefur stigið á svið áður þannig að það get- ur verið dálítið þreytandi til lengd- ar. Það þarf að taka sér frí inn á milli. Svo var ég að leika í Kjallaraleik- húsinu 1986 í „Reykjavíkursögum Ástu.“ Það var sýning sem gekk mjög vel og var sérstaklega góð. Einnig náði ég að kynnast því að fara upp í Húsnæðismálastjórn og sækja um lán, taka við því og láta það í hendurnar á öðrum, sem sagt kaupa mér íbúð.“ Leikhús og kjölbátur — En leiklistin. Þú ert byrjaður að leika aftur, er það ekki? „Ég var í Þjóðleikhúsinu í fyrra í Aurasálinni eftir Moliére og Upp- reisninni á ísafirði eftir Ragnar Arnalds. Og svo núna í haust þá liggur fyrir þetta verkefni að lesa inn á snældur fyrir börnin. Og draumurinn í framtíðinni er að halda áfram á þessari braut og svo auðvitað að komast á kjölbát, en það finnst mér sérstaklega spenn- andi!“ Við hefjum starfsemina með rómantískum argentínskum tangó. Stutt, hnitmiðað námskeið (7,—12. sept.), kennari: Charles Leuthold frá Sviss. Morgun- og hádegistimar í leikfimi, teygjuleikfimi og dansleikfimi fyrir konur og karla hefjast einnig 7. sept. Aðrir timar hefjast 14. sept. Aðal kennari vetrarins er Bandaríkjamaðurinn Cle’ H. Douglas. KRAMHÚSIÐ býður fjölbreytt úrval vandaðra námskeiða. lett — afrocarabianjass dé H. Douglas'. nútímadans Kennari. Leikræn tjáning fyt KennaijrS/grj^ Rokk’n’ Roll. Kennari: Didda Rokk. Leikfimi fSardsdótt'r Flichardsdóttir, Kennari: Gestakennari Kramhússins: Cle’ H. Douglas Menntun: Ballett: Boston Ballet Theater. - Royal Ballet, Montreal. Modern: Boston Ballet Theater. - Horton Technique, Alvin Ailey Dance Center New York. Graham Technique, Gramham School of Modern Dance, New York. Jass: Fred Benjamin - New York. Harlem School of Dance, New York. La Choreographique Jazz de Paris. Afro: Jamaica National Dance Theater, Jamaica. - Trinidad New Dance Studio, New York. Yarburough Dance Theater, Haiti. Innritun hafin! Pantiö strax! Símar 15103 og 17860 Dans og leiksmiðja v/Bergstaðastræti

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.