Alþýðublaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 5. september 1987
EKKI
STJÖRNMÁLA-
STEFNA
AÐ VERA
KONA
— segir María
Rodrígues-Jon-
as, fram-
kvœmdastjóri
A Iþjóöakvenna-
samtaka sósíal-
ista, sem harm-
ar það að
Kvennalistinn
skuli vera til
„Sem konu og sósíaldemókrat finnst mér sárt að horfa upp á það, að konur þurfi að stofna stjórnmálasamtök
um málefni sín,“ segir María Rodrígues-Jonas, framkvæmdastjóri Socialist International Women.
María Rodríguez —
Jonas er fram-
kvœmdastjóri
Alþjóðkvenna-
samtaka sósíalista
(Socialist Interna-
tional Women).
Hreyfingin er hluti af
alþjóðahreyfingu
sósíalista og hefur
fulltrúa í 52 þjóð-
löndum. Islensku
aðildarsamtökin eru
Samband Alþýðu-
flokkskvenna. Maria
Rodríguez — Jonas
dvaldi nokkra daga í
vikunni á íslandi og
spjallaði meðal
annars við Alþýðu-
blaðið.
„Alþjóðakvennahreyfing sósíal-
ista var 80 ára fyrir tveimur vik-
um,“ segir Maria. „Hreyfingin varð
til árið 1907 að undirlagi Klöru
Zetkin. Þann 17. ágúst þetta ár,
söfnuðust 58 fulltrúar kvenna frá
þjóðlöndum víða um heim í Stutt-
gart og ákváðu að stofna formlega
kvennadeild innan alþjóðasamtaka
sósíalista. Klara Zetkin frá Þýska-
landi var kosin formaður samtak-
anna og gegndi því starfi til 1917. í
byrjun barðist hreyfingin fyrir póli-
tískum rétti kvenna, m.a. kosninga-
rétti en hafði einnig á dagskrá sinni
önnur málefni eins og friðar- og af-
vopnunarmál.“
40 milljón
kvennaatkvœði
í dag eru aðilarsamtök alþjóða-
hreyfingarinnar fyrst og fremst
sósíaldemókratísk kvennasamtök.
Þau berjast fyrir jafnrétti kynjanna
um allan heim en einkum hafa mál-
efni kvenna í þróunarlöndunum
verið á dagskrá samtakanna.
Haldnir eru tveir stjórnarfundir
samtakanna árlega og fjórir fram-
kvæmdastjórnarfundir á ári þar
sem starfið er skipulagt. Alþjóðleg-
ir aðalfundir eru haldnir á þriggja
ára fresti og var sá síðasti haldinn í
Lima, höfuðborg Perú, i fyrra.
Næsti aðalfundur verður í Sviþjóð
árið 1989 en þá á sænski Sósíal-
demókrataflokkurinn aldar-
afmæli.
Maria segir að um 40 milljón at-
kvæði kvenna um heim allan séu á
bak við alþjóðasamtök sósíalista.
„Aðalhlutverk samtakanna í dag,
er að viðhalda hlutverki sínu í ljósi
sögunnar, skiptast á skoðunum og
nýta reynslu kvenna. Ennfremur að
leggja fram fjölmargar hugmyndir
að lausnum á ýmsum vandamálum
kvenna, koma konum á framfæri í
stjórnmálum og í atvinnulífi og efla
alþjóðleg samskipti kvenna. Við
leggjum á það áherslu að ræða mál-
in og taka ákvarðanir út frá því. Við
vinnum að áætlanagerð mörg ár
fram í tímann,“ segir Maria
Rodríguez — Jonas.
Tilheyri
verkalýðshreyfingu
En hvernig líst framkvæmda-
stjóra Alþjóðakvennasamtaka
sósíalista á jafnréttisbaráttuna á ís-
landi?
„Mér hefur verið sagt að ísland
sé mjög íhaldssamt þjóðfélag,“ seg-
ir María. „Alla vega segja karlmenn
mér það, sem ég hef hitt hérna á ís-
landi,“ bætir hún við og glottir.
„Mér sýnast fáar konur vera á þingi
að fulltrúum Kvennalistans sleppt-
um. En stofnun Kvennalistans er
haldföst vísbending um óánægju
kvenna hvernig haldið er á stjórn-
málum á Islandi og bendir enn-
fremur til þess að konur hafi ekki
átt auðvelt uppdráttar innan ann-
arra íslenskra stjórnmálaflokka.“
— Hvað finnst þér um Kvenna-
listann?
„Mér finnst sárt sem konu og
sósíaldemókrat að horfa upp á það,
að konur þurfi að stofna flokk um
málefni sín. Að vera kona er ekki
pólítískt grógramm. Það er ekki
stjórmálastefna að vera kona. Ég
get ekki séð sjálfan mig í þannig
ílokki eða þess háttar samtökum.
Ég tilheyri sósíalískri verkalýðs-
hreyfingu. Ef ég vil berjast fyrir
réttlæti í heiminum verð ég að berj-
ast innan hreyfingarinnar, innan
míns flokks. Þær leiðir að konur
stofni eigin stjórnmálaflokk eru
rómantískar og tilfinningalegar
lausnir. Þannig lít ég á málin.“
Konan öðruvísi
pólítíkus
— En hvað um konur og stjórn-
mál almennt?
„Ég held að konur taki þátt í
stjórnmálum vegna þess að þær sjái
veröldina með öðrum augum en
karlmenn og vilji breyta heiminum
með öðrum meðölum. Kringum-
stæður kvenna; aðstæður þeirra
eiga einnig mikinn þátt í ákvörðun
kvenna að beita sér í stjórnmál-
um. . . Ofbeldi og óréttlæti hefur
önnur áhrif á konur en karlmenn.
Konur eru einnig opnari fyrir
praktískum hliðum lífsins en karl-
menn. Karlmenn hugsa ekki um
skort á dagheimilum eða lágum
launum verkakvenna, svo ég taki
dæmi. Þeir hafa hreinlega ekki
áhuga á slíkum málum. Þeir hugsa
miklu meira um valdabaráttu og
pólítíst slagsmál. Hinn stjórnmála-
legi heimur karla er allt öðruvísi en
kvenna. Konur trúa ekki á valda-
kerfi. Þær hafa ekki áhuga á valda-
stöðum valdsins vegna eða upp-
hefðarinnar vegna. Konur taka
mun ábyrgari afstöðu til stjórnmála
en karlmenn. Ef kona er kjörin á
þing eða tekur að sér ábyrgðarstöðu
í pólítísku starfi, hugsar hún fyrst
og fremst um ábyrgðina og það að
skila góðri vinnu. Henni er efst í
huga að standa undir þeirri ábyrgð
sem henni hefur verið treyst fyrir.
Karlmenn hugsa fyrst og fremst um
hina pólítísku upphefð sem þeir
verða aðnjótandi, ábyrgðin og hag-
ur umbjóðendanna kemur númer
tvö.“
Ungar konur vantar
— Hvað um framtíðarmál
alþjóðasamtakanna?
„Á dagskránni eru ýmis þemu
sem rædd verða á ýmsum alþjóð-
legum ráðtefnum. Kastljós okkar
hefur einkum beinst að ungum
konum og framtíðinni. Við höfum
nokkrar áhyggjur af því að ungar
konur sýna samtökum okkar minni
áhuga en áður. Við viljum auglýsa
starf okkar betur og höfða meira til
yngri kvenna, bæði varðandi al-
þjóðleg samtök okkar og eins varð-
andi einstaka sósíaldemókratíska
flokka í ýmsum þjóðlöndum. Þá
höfum við lagt mikla vinnu í ,að
undirbúa fjölþætta starfsemi sem
tengist konum og þróunarhjálp.
Við viljum herða eftirlit með að
þróunaraðstoð ýmissa landa nýtist
konum í þróunarlöndum sem best,
en mikil brögð eru að því að kon-
urnar verði útundan þar sem þróun-
araðstoð er annars vegar. Þá höfum
við hugað mikið að konum í iðnaði,
kjörum þeirra og vinnuaðstæðum.
Einnig vinnum við að mannrétt-
indamálum.“
Tilraunir á konum
— Eru einhver sérstök málefni
sem þú hefur persónulegan áhuga á
öðru fremur?
„Já, ég hef persónulega mikinn
áhuga á að ræða málefni eins og of-
beldi gegn börnum, og þá á ég bæði
við líkamlegt ofbeldi og kynferðis-
lega misnotkun á börnum, svo og
barnaklám. En einnig vil ég beita
mér fyrir því að gert verði átak til að
aðstoða heimilislaus börn um heim
allan, svonefnd götubörn. Þá hef ég
hug á að beita mér fyrir umræðum
á alþjóðlegum vettvangi um gervi-
frjóvgun; að lagalegar og siðfræði-
legar hliðar málsins verði kannað-
ar. Þetta eru viðkvæm og flókin
mál og snúa bæði að konunni
sjálfri sem móður, og stundum til-
raunadýri í læknisfræðilegu skyni,
en einnig að svonefndum „glasa-
börnum“ og rétti þeirra til foreldra.
Einkum er ástandið í þriðja heimin-
um slæmt hvað þetta varðar. Þar
eru gerðar tilraunir á konum í því
skyni að efla gervifrjógvanir án
þess að konunum sé ljóst hvaða af-
leiðingar slíkar tilraunir hafa en
þetta er ekki tæmandi listi. Það eru
fjölmörg önnur málefni sem og sem
konur um heim allan vilja berjast
fyrir,“ segir Maria Rodrígues —
Jonas, framkvæmdastjóri AI-
þjóðakvennasamtaka sósíalista.
—IM