Alþýðublaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 17
Laugardagur 5. september 1987 17 SJÓNVARP Erfidrykkja Jóakims breytist i lífsglaða veislu þar sem líkið verður miðpunktur gleðinnar. Brasilísk sjónvarpsmynd um að rífa sig úr viðjum vanans: Hæglátur fjölskyldufaðir gerist drykkjurútur og flagari Mjög eftirminnileg og vel gerð sjónvarps- mynd frá Brasilíu er á skerminum á mánu- dagskvöldið. Það er myndin Quinnas Berro d’Agua sem hlotið hefur þýðing- una Þorstláti Quincas og dauðinn sem segir frá því þegar hœglát- ur og reglusamur fjölskyldufaðir sem komin er á efri ár, snýr gjörsamlega við blaðinu og fer að lifa lífinu og nœr fögnuð- urinn út yfir gröf og dauða. Lífinu snúið við Myndin fjallar um embættis- manninn Jóakim Soares da Cunha, sem er fyrirmyndarfaðir með hvítt um hálsinn. Hann vinnur reglu- bundna vinnu og er eins og góðir fjölskyldufeður eiga að vera. Skyndilega einn daginn ákveður hann að snúa baki við reglusömu og viðburðasnauðu lífi. Hann gerist drykkjuhrútur hinn versti, kvenna- flagari og lifimaður sem fjölskyld- an snýr fljótlega baki við í algjörri skelfingu við umbreytingu manns- ins. Jóakim gamli gefur hins vegar fjölskyldunni langt nef og heldur áfram drykkjulífi sínu á götum Salvador í fylkinu Bahia í Norð- austur Brasilíu. Lík á fyllerí Jóakim fer með öðrum í hund- ana, en þetta líf á vel við hann, því nóg er um vín, fjárhættuspil og fal- ar konur sem Jóakim telur vera kjarna lífsins eftir að hafa eytt æv- inni í reglusemi og bindindi. Að lokum verður hið ljúfa líf Jóakim ofviða og hann gefur upp öndina í hreysi í fátækrahverfi. Hins vegar hefur hin sterka lífs- nautn hans og óður til lífsins verið það magnþrunginn síðasta lífsspöl- Þorstláti Quincas og dauðinn Sjónvarp, mánu- daginn 7. september kl. 22.05. inn, að vinir hans neita að Jóakim sé dauður. Þeir ákveða því að taka Iíkið með sér á síðasta fullið, og það er aldeilis gleðskapur í lagi, því líkið kemst ekki aðeins á eftirminnilegt fyllerí, heldur tekur þátt í fjár- hættuspilum og rekkir hjá gleði- konum. Og eiginlega er enginn alveg viss um að líkið sé lík. Draumur að veruleika Rithöfundurinn Jorge Amado, sem hefur ritað margar skáldsögur og sumar hverjar þekktar um allan heim, eins og Dona Flor og hinir tveir eiginmenn hennar, skrifaði þessa sögu árið 1959 og hefur hún verið þýdd á fjölmörg tungumál. Amado hefur sagt í blaðaviðtali að Jóakim sé „möguleiki mannsins að gera drauma sína að veruleika og ákveða eigin örlög. Jóakim vildi lifa ákveðnu lífi en gerði það en kaus að lifa öðru. Árum saman var hann bundinn niður, kúgaður og kæfður, en hann hafði yfir að ráða þeim rétta styrk að lokum til að brjótast úr viðjum vanans og lifa því Iífi sem hann hafði alltaf óskað sér.“ Leikstjóri myndarinnar heitir Walter Avancini og með aðalhlut- verkin fara Paulo Gracindo og Dina Sfat. Alþýðublaðið mælir sérstak- Iega með þessari mynd. Það er hins vegar ekki víst að allir séu á sama máli og Jóakim hvernig rífa beri sig úr viðjum vanans. Austuríski leikarinn Fritz Muliar leikur góðadátann Sveik með mikl- um tilþrifum í samnefndum myndaflokki ( 13 þáttum. Góði dátinn Sveik Sjónvarp, mánu- daginn 7. sept. kl. 20.40. GÓÐI DÁTINN SVEIK Austurískur myndaflokkur í 13 þáttum Góðá dátann Sveik þekkja flestallir ís- lendingar, enda sígild skáldsaga frá Tékkóslóvakíu sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir all- mörgum árum. Skáld- sagan er eftir hinn heimsfrœga höfund Jaroslav Hasek og segir frá œvintýrum góða dátans Sveik í stríðinu; hárbeitt ádeila á stríðsrekstur og valdboð. Nú hafa ævintýri dátans verið fest á filmu. Sjónvarpið býður upp á austurískan myndaflokk í þrettán þáttum í leikstjórn Wolfgang Liebeneiner. Með aðalhlutverkið fer leikarinn Fritz Muliar en aðrir leikarar í aðalhlutverkum eru Brigitte Swoboda og Heinz Maracek. Góður leikur Saga Haseks af góða dátanum Sveik hefur löngum verið álitin ein af klassískum skáldsögum þessarar aldar. Fritz Muliar sem leikur Sveik í myndaflokknum þykir hafa verið óvenjuvel valinn í hlutverkið, því bæði er hann líkur Sveik í útliti eins og honum er lýst í skáldsögunni og þar að auki hefur hann náð hinum sérstæða húmor Sveiks, sem felst ekki síst í glettinni undirgefni, þar sem undirsátinn hefur ávallt á réttu að standa og gerir yfirmennina að fíflum án þess að hægt sé að festa á það fingur. Þetta gerir Sveik ekki síst gegnum óendanlega margar sögur sem hann segir í tíma og ótíma. Muliar hefur mikla þekk- ingu á þeim tímum sem sagan gerist á og hin austuríska arfleifð er ekki langt undan í túlkun hans. Tímalaust tákn Hundasölumaðurinn Sveik, þjóðhetja tékknesku þjóðarinnar hefur að sjálfsögðu náð langt út fyrir heimaland sitt hvað vinsældir snertir. Ekki að furða, því Sveik er holdgervingur hins venjulega manns sem gerir uppreisn gegn kerfinu með því einu að vilja lifa stríðið af. Sveik er tímalaust tákn fyrir meðalmanninn sem aðlaðar sig að hverju sem er; blanda af und- irsátanum og uppreisnarseggnum. Með því að taka hverja skipun bók- staflega og hlýða öllum fyrirskip- unum sýnir góði dátinn Sveik her- þjónustu, stríðsrekstur, kerfiskalla og möppudýr, í réttu ljósi. Boð- skapur sögunnar eru engu minni í dag en á þeim tímum þegar Góði dátinn Sveik var skrifaður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.