Alþýðublaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 18
18
Laugardagur 5. september 1987
Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, skrifar
Kynvilla og
kristindómur
Enn hafa menn hvatt sér hljóðs
og látið frá sér heyra um málefni
kynvillinga og kristinna. í þetta
sinn er það Óttar Guðmundsson yf-
irlæknir, sem reiðir hátt til höggs.
Margir þverbrestir eru í málflutn-
ingi Óttars og mundi það vera til að
æra óstöðugan að reyna að elta ólar
við þá alla. En hér skal farið nokkr-
um orðum um örfáa.
Óttar segir: „Samkvæmt þessum
boðberum kristinnar trúar, sem að
ofan eru nefndir eiga þessir vinir
mínir ekkert erindi meðal kristinna
því að „kynvilla er myrkur en krist-
indómurinn ljós“ eins og Gunnar
Þorsteinsson kemst að orði“.
Kristindómurinn
er Ijós
Hér er hrapallegur misskilningur
á ferðinni hjá Óttari. Ég hef hvergi
lesið það í þessari umfjöllun að
kynvillingar eigi ekki erindi meðal
kristinna manna, heldur þvert á
móti. Okkur er Ijós sú gífurlega sál-
arneyð og barátta á sér stað innra
með þeim sem eru bundnir af þessu
fári. Okkur er ljós sú dimma myrk-
ursins sem herjar á þessa menn og
við viljum hjálpa þeim. Kristin trú
er til hjálpar þeim sem situr í myrkri
og skugga dauðans og Kristur réttir
þessum mönnum gegnumstungna
hendi sína til hjálpar. Ekki til að
klappa þeim á bakið og segja „ailt
í lagi“, heldur til að hjálpa þessum
mönnum út úr þessu myrkri og
voða inn í ljós. Þessir menn eiga svo
sannarlega erindi að krossi Jesú
Krists til að taka á móti lausn og
lækningu'. Við fætur krossins eru
allir jafnir og syndin og skömmin er
ljós í fari allra manna, við ofurbirtu
eilífðarinnar, í sáramerkjum Jesú
Krists.
Kynvillingar hafa snúist til betri
vegar fyrir kraft trúarinnar, á sama
hátt og þeir sern plagaðir eru af öðr-
Gunnar Þorsteinsson,
forstöðumaður Kross-
ins, hefur lesið grein
Óttars Guðmunds-
sonar yfirlœknis í Al-
þýðublaðinu þ. 22.
ágúst sl. um samkyn-
hneigð, sértrúarhópa
og kristni. Gunnar er
á öndverðum meiði
við Ottar og álítur að
kynvilla sé synd gegn
fullkomnum vilja
Guðs með sköpun, og
leiði að lokum til
fjötra.
um syndum. Kynvillingar eiga svo
sannarlega erindi á vit kristninnar
og Jesús dó ekki síður fyrir syndir
þeirra, en okkar hinna.
Óttar nefnir kynvillingana „vini“
sína og er það vel, en ég vil benda á
að þeir eiga annan vin sem aldrei
mun bregðast þeim og hann stað-
festi kærleika sinn í þeirra garð með
því að deyja fyrir þá. Þau vinarsár
sem því koma fram í orði Guðs í
garð kynvillinga eru vel meint.
Kynvilla er myrkur
Margir hafa velt fyrir sér orsök-
um kynvillunnar. Margir færustu
vísindamenn hafa ieitað orsaka, en
benda þeim á kross Jesú Krists.
Óttar leiðir getum að því að kyn-
villa sé runnin undan rifjum Guðs
og sé hluti af sköpunarverkinu
vegna þess að „homminn og lesban
geta ekki að gert“. Slíkt tal er last-
mæli gegn orði Guðs og öndvert við
hina heilnæmu kenningu. Ritning-
in segir: „Enginn má segja, er hann
verður fyrir freistingu: „Guð freist-
ar mín“. Guð getur eigi orðið fyrir
freistingu af hinu illa, enda freistar
hann sjálfur einskis manns. Það er
eigin girnd, sem freistar sérhvers
manns og dregur hann og tælir.
Þegar girndin síðan er orðin þung-
uð, elur hún synd, og þegar syndin
sannleika sem henni er trúað fyrir.
Kirkjan á að endurspegla vilja
Guðs til samtíðar sinnar, jafnvel þó
um sé að ræða „vonda og hórsama
kynslóð“.
Enn segir í Óttarsguðspjalli:
„Homosexualismi er ekki synd“.
Þessi fullyrðing er í algjöru trássi
við orð Guðs. Orðið kennir mjög
skorinort að hér er um synd að
ræða. Synd sem ber að fjalla um
eins og aðrar syndir hins fallna
manns. Synd sem hreinsast í blóði
lambsins.
Útskúfun
Óttar leiðir getum að því að hinir
,,Það er eitt íþessari umrœðu sem ber að undirstrika
með rauðu, og erþað sú staðreynd að Jesús frelsar lýð
sinn frá syndum hans. Hann frelsar ekki í syndinni,
hann frelsarfrá syndinni. “
ekki fundið. Það er þó ljóst að kyn-
villa á sér ekki Iíffræðilegar skýr-
ingar. Kynvilla er þó staðreynd og
virðist vera einskorðuð við mann-
skepnuna.
Guð segir í orði sínu að kynvilla
sé synd, sem Ieiði að Iokum til
fjötra eins og reyndar öll önnur
synd. Kynvilla er synd gegn full-
komnum vilja Guðs með sköpun
sína. Guð hefur skapað manninn
og kallað hann til hins góða, fagra
og fullkomna. Kynvilla stefnir
fjarri öllum slíkum markmiðum.
Óttar lýsir í grein sinni ástandi
kynvillinga og drykkjusjúklinga,
sem hann umgengst, og er það
ófögur lýsing. Menn eru fullir af
sektarkennd, sjálfsásökun og skorti
á sjálfsvirðingu. Þetta er lýsing á
ástandi manna sem eru í ranglætis-
fjötri, manna sem syndin hefur náð
tökum á og hún vill ekki sleppa sínu
heljartaki fyrr en í lengstu lög.
Besta hjálpin til handa slíkum er að
er orðin fullþroskuð, fæðir hún
dauða.“
Nýtt guðspjall
Kristur þurfti að verja mikla af
tíma sínum hér á jörðu til að vanda
um við fræðimenn og farísea. Þá,
sem rangsnéru orði Guðs og vildu
hafa kenninguna eftir eigin höfði
eða blönduðu hana mannasetning-
um. í þessa gryfju hefur Óttar fallið
og er [Dar í félagsskap þeirra er stóðu
að samþykkt síðustu prestastefnu.
Við skulum skoða dæmi um Ótt-
arsguðspjall Guðmundssonar.
Hann segir: „Ég er ákaflega
ánægður með samþykktir presta-
stefnunnar og finnst þær sýna að ís-
Ienskir prestar lifa í raunveruleikan-
um og sníða kirkjuna að samtíð
sinni.“ Gera menn sér ekki grein
fyrir því, að það er ekki hlutverk
kirkjunnar að sniða sig eftir samtíð
sinni. Hlutverk kirkjunnar er öllu
fremur að sníða samtíðina að þeim
„bókstafstrúuðu" séu að dæma
meðbræður okkar til eilífrar út-
skúfunar. Hér hafa staðreyndir
snúist við. Það sem við viljum
leggja áherslu á er að hinn syndugi
maður verður að láta af synd sinni
og gera iðrun. Menn verða að losna
undan þeim dómi sem syndin getur
af sér. Það er ekki hægt nema að
menn kannist við ástand sitt.
Þeir sem hvetja menn til að lifa
áfram í synd sinni og halda því fram
að synd sé ekki synd, eru viljandi
eða óviljandi að ýta mönnum í út-
skúfun. Slíkt tal ýtir undir andvara-
leysi og hindrar menn í að leita
lausnar.
Það verður ekki nógsamlega
undirstrikað, að Guð elskar alla
menn. Hann elskar með eilífum
kærleika og hann setur engin skil-
yrði, en ef við viljum fá að lifa í
þessum kærleika og njóta hans að
eilífu, verðum við að snúa baki við
syndinni.
Ég vil hvetja menn til að leita fyr-
irgefningar Guðs. Þeir sem eru í
hjartakvöl og sálarstríði, það er
lausn að finna í fyrirgefningu Jesú
Krists.
Frelsi frá syndinni
„Blóð Jesú, sonar hans, hreinsar
oss af allri synd“. Það er undra-
kraftur í blóði Drottins. Með því að
játa sína synd og koma að fótum
frelsarans, geta menn höndlað hlut-
deild í lind sem aldrei þrýtur. Þar er
kraft að finna sem brýtur allar viðj-
ar holds og heims.
Það er eitt í þessari umræðu, sem
ber að undirstrika með rauðu og er
það sú staðreynd að Jesús frelsar
lýð sinn frá syndum hans. Hann
frelsar ekki í syndinni, hann frelsar
frá syndinni. í krafti trúarinnar er
hægt að höndla sigur, farsæld og
frið.
Það er hræðilegt að horfa upp á
fjölda manns stríða í einsemd við
öfl sem þeir ráða ekki við, á sama
tíma og lausnin er fyrir hendi og
það án endurgjalds.
Það moldviðri sem þyrlað hefur
verið upp í þessari umræðu, kann ef
til vill að skyggja á kjarna málsins,
en hann er einfaldlega sá hvort
frelsið sé í syndinni eða frá synd-
inni.
Ritningin er mjög ótvíræð í þvi
efni. Þegar við höldum því fram, að
Guð frelsi lýð sinn frá syndum
þeirra, byggjum við alfarið á orði
Guðs.
Það dýrmætasta sem við eigum,
er sannleikur fagnaðarerindisins og
það er mikið óheillaverk að breiða
yfir þau sannindi.
Ef til vill eiga þessi orð vel við
sem lokaorð, en það er meistarinn
sjálfur sem talar: „Vei yður, þér lög-
vitringar! Þér hafið tekið brott lykil
þekkingarinnar. Sjálfir hafið þér
ekki gengið inn, og þeim hafið þér
varnað, sem inn vildu ganga.“
Gunnar Þorsteinsson