Alþýðublaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 13
Laugardagur 5. september 1987
13
»■
Tilboð óskast í að reisa og fullgera Ibúðar- og að-
stöðuhús fyrirveiðimálastofnun ri'kisins á Hólum
í Hjaltadal.
Húsiðertveggjahæða, flatarmál alls290 m2. Inni-
falið í verkinu er allt er þarf til að skila bygging-
unni tilbúinni til notkunar, þar með talin lögun
lóðar.
Verkinu sé lokið eigi síðar en 1. júlí 1988.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg-
artúni 7, Reykjavík, og hjá Fjölhönnun, Sauðár-
króki, gegn 5.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 22.
sept. 1987 kl. 11.30.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
Borgartuni 7, sími 25844
REYKJMJÍKURBORG
Acuc&w Stödu*
Jón Sigurðsson
dómsmálaráðherra
árs. Hin nýju umferðarlög og þetta
átak ættu saman að vera tæki til að
breyta umferðinni til batnaðar svo
að um munar. í dómsmálaráðu-
neytinu er nú verið að skipa nefnd
til að leggja á ráðin um þetta þjóð-
arátak. Tillaga um sérstaka fjár-
veitingu til þessa verkefnis verður í
frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta
ár.
Ég hef hér mest rætt umferðar-
slys og varnir gegn þeim enda er það
sú tegund slysa sem einkum varðar
mitt ráðuneyti. Gleggri upplýsingar
um tíðni og orsakir slysa yfirleitt
eru nauðsynlegar til að efla megi
virkar slysavarnir, en þær eru í
reynd mikilvæg heilsuvernd. Ef til
vill er helst framfaravon í heilbrigð-
ismálum á þessu sviði, sem þó ligg-
ur að verulegu leyti utan verksviðs
og ábyrgðar heilbrigðiskerfisins í
venjulegum skilningi.
Ég óska þátttakendum á þessum
landsfundi um slysavarnir velfarn-
aðar og læt í ljós þá von, að fundar-
störfin leiði til virkari slysavarna og
fækkunar slysa í leik og starfi — á Jón Sigurðsson, dómsmálaráðherra flytur ræðu slna á landsfundinum.
sjó og landi. A- mynd: Róbert.
Virkar slysavarnir
—Ávarp á landsfundi um slysavarnir 4. september 1987
'pá.
7
Viltu rólegan tíma?
Eða v//tu eróbihk með teygjum?
J5B á flpkkinn fyrir þig.
Hýtt! tlýttl
Teygju — þrek — jazz.
Eidfjörugir tímar með
léttri iass-sveiflu.
Allir geta veríð meo.
Ath! Ath!
Lokaðir flokkar.
Pantið tímanlega fyrir
vetramámskeiðin.
Hýjar perur í öllum lömpum.
J5B
Viðfangsefni þessa landsfundar
um slysavarnir er mjög mikilvægt.
Öflugar slysavarnir koma hverri
fjölskyldu, hverju mannsbarni, í
þessu landi til góða.
Dánarorsakir hafa lengi verið
skráðar hér á landi og gefa upplýs-
ingar um útbreiðslu og breytingar á
sjúkdómum og slysum, sem valda
dauða. Einfaldar dánartölur taka
þó ekki tillit til þess á hvaða aldri
einstaklingur deyr. Flestir, sem
deyja úr hjarta- og æðasjúkdómum
og krabbameini, eru aldraðir, en
meirihluti þeirra sem deyja af völd-
um slysa, er ungt fólk.
Á síðasta áratug var tíunda hvert
dauðsfall hér á landi af völdum
slysa. Sjóslys og drukknanir voru
um 2% og umferðarslys um 2°/o af
öllum dánarorsöökum á þessum ár-
um. Sjóslys voru mun algengari
fyrr á öldinni, en með stofnun
Slysavarnafélags íslands urðu
straumhvörf.
Banaslys í umferðinni náðu há-
marki upp úr 1970 en þá voru þau
13 á ári á hverja 100 þúsund íbúa.
Undanfarin ár hefir þessi tala verið
um 10. Sé miðað við bifreiðaeign
hefir banaslysum í umferð fækkað
úr 12 á ári á hverja tíu þúsund bíla
upp úr 1950 í 2 á síðustu árum.
Banaslys í umferðinni hér á landi
virðast nú ámóta tíð og á öðrum
Norðurlöndum, hvor aðferðin sem
notuð er til samanburðarins.
Fjöldi látinna í umferðarslysum
segir þó alls ekki alla sögu. Talið er
að á þriðja þúsund manns slasist ár-
lega í umferðarslysum og sé frá
vinnu í lengri eða skemmri tíma.
Sumir hljóta varanleg örkuml. Um-
ferðarslysin valda fjölda fólks and-
legum og líkamlegum þjáningum,
sem ekki er hægt að bæta. Kostnað-
ur heilbrigðiskerfisins vegna þess-
ara slysa er geysimikill.
Það er sorgleg staðreynd að slys á
börnum og unglingum eru algeng-
ari hér á landi en í flestum nálægum
löndum og hefur farið fjölgandi. Á
sama tíma fer þeim fækkandi hjá
nágrannaþjóðum. Hér verðum við
að taka okkur á.
Á sviði dómsmálaráðuneytisins
annast landhelgisgæslan þýðingar-
mikil störf við slysavarnir og björg-
un. Þá gegna lögreglan, bifreiðaeft-
irlitið og umferðarráð mjög þýð-
ingarmiklu hlutverki við slysavarn-
ir, sérstaklega í sambandi við um-
ferðina. Auk þess koma þar við
sögu ýmsir aðrir aðilar, svo sem
Slysavarnafélag Islands og trygg-
ingafélögin.
Á síðasta þingi voru samþykkt ný
umferðarlög, sem taka gildi 1. mars
á næsta ári. í þessum lögum eru
ýmis nýmæli, sem er ætlað að bæta
umferðina, gera hana greiðari og
öruggari. Lögunum munu fylgja
ýmsar reglugerðir um nánari fram-
kvæmd þeirra og er nú verið að
semja þær.
Enda þótt banaslysum í umferð-
inni hafi ekki fjölgað undanfarin ár
er ljóst, að fleiri farartæki og aukin
umferð auka hættu á umferðarslys-
um. Kanna þarf betur orsakir um-
ferðarslysa, svo að menn finni rétt-
ar leiðir til að fækka þeim og draga
úr afleiðingum þeirra.
Hvers konar fræðslustarf skiptir
hér miklu máli. Lögreglan, heil-
brigðisþjónustan og skólarnir
þurfa að taka höndum saman um
þessa fræðslu. Á þessum haustdög-
um, þegar skólar eru að byrja, er
einna brýnast að tryggja öryggi
barnanna í umferðinni.
Við lok síðasta þings var sam-
þykkt þingsályktun um þjóðarátak
til að auka öryggi í umferðinni.
Átakið á að hefjast í byrjun næsta
Kvarnaborg, nýtt dagvistarheimili
í Ártúnsholti
óskar eftir fóstrum í heilar og hálfar stöður 15.
sept. n.k.
Upplýsingar veitir forstöðumaður, Margrét Peter-
sen, I síma 27277.
ávallt / fararbroddi
Mörgun-,dag-ogkvöldtÍmar
Suðurveri, sími 83730 Hraunbergi, sími 79988