Alþýðublaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 15
Laugardagur 5. september 1987 NýjastaskáldsagaSaul Bellow, ertrúlegaein bestaheimild um llf I Bandaríkjunum, sem völ er á í dag. RAUNSÆISSTEFNA ÁRIÐ1987 Þrátt fyrir frönsku nútímaskáldsöguna, bókmenntirnar frá Suður-Ameríku, og allar umræður um þær, virðist raunsæisstefna vera yfirgnæfandi í heims- bókmenntum. Þá er ekki átt við raunsæisstefnu ákveðinna tímabila eöa ákveðinna rithöfunda eins og Flaubert, Balzac, Dickens eða Dreiser. Þar er átt við þroskaðri raunsæisstefnu í anda Saul Bellow, Philip Roth og John Updike. Hvernig er sú þroskaða raunsæisstefna? Hin nýja skáldsaga Saul Bellow, „More die of heartbreak“ (fleiri dcyja úr brostnu hjarta) er gott dæmi um þessa nýju raunsæis- stefnu. Ekki að hún sé endilega besta bók hans, en einhvern veginn koma Nóbelsverðlaunin upp í hug- ann við lestur hennar. Bókin segir frá samskiptum Benn Crader og Kenneth Trachtenberg frænda hans, sem jafnframt er sögumaður. Benn Crader er grasa- fræðingur og sérgrein hans er sér- stök jurt sem eingöngu lifir á Antarkis. Kenneth sem ólst upp í menningarborginni París kýs að flytja til Bandaríkjanna til að geta verið samvistum við frænda sinn grasafræðinginn, og eiga við hann „þungavigtar-samtöl.“ Kenneth dáir þennan frænda sinn og telur hann búa yfir yfirnáttúrlegum hæfileikum svo sem að sjá ýmislegt sem aðrir sjá ekki. Kenneth vill allt til vinna að kynnast þessari óþekktu veröld. Eftir að hafa verið ekkjumaður í mörg ár, giftir grasafræðingurinn sig skyndilega ungri konu. Þetta finnst Kenneth vera svik við sam- band þeirra frænda. Hann fylgist með hvernig hjónabandið kemur frændanum í vanda, sem ógnar hin- um yfirnáttúrlegu hæfileikum hans. Giftingin vekur líka undrun Kenneths. Hvað sér hún við hann (og öfugt)? Síðan kemur í Ijós að fjölskylda nýju konunnar ætlar að notfæra sér Benn Crader í undirför- ulu valdatafli, þar sem vinningur- inn er milljónir dollara. Kynferðisleg heimskupör Efnisþráður bókarinnar er, eins og í mörgum fyrri bókum Bellows, hin kynferðislegu heimskupör sem fólk gerir vegna ógnarvalds kyn- hvatarinnar, hvernig ástin úrkynj- ast og endar sem dýrkun á kynfær- unum. Bókiníjallar líka um þá von að mönnum takist að þíða ísklump- inn sem sögumaður segir vera í brjóstum okkar allra, og að sjá meira en augað sér. Atburðarás hefur aldrei verið sterka hlið Bellows, og söguþráður- inn er ekki nýr. Verkið er ekki svo æsispennandi að lesandinn geti ekki slitið sig frá því. Það er fyrst og fremst frásagnarhátturinn sem ger- ir bókina svo góða, þessi látlausi mannkærleikur sem skín í gegn, og gefur stílnum svo frumlega áferð. Sagan einkennist af röð tilviljana og tilvitnana, sem verða allt að því „surrealistískar“ líkingar og höf- undur notfærir sér, allt frá Charlie Chaplin og Ed Sullivan til vöðva- búntsins Arnold Schwarzenegger og hins kynheita afa Stravinskis. Lesandinn lendir inn í allskonar uppákomum, smá fyrirlestra um mannlega hrösun, um innyfli mannsins, um kvikmynd Alfred Hitchcoks „Psycho,“ um samband- ið milli hrollvekju sýninga og sálar- kreppu í einkalífinu. Ennfremur um mikilvæga þýðingu dýragarða í heimi skilnaðarbarna, skriffinsku- þjóðfélag sem hittir ekki í mark, og hvort það að sofa á gólfinu eins og Japanir gera framkalli áhugaverð- ari drauma. Skáldsagan kiknar dálitið undan smásmugulegum lýsingum, á t.d. nýjum matstöðum, umhverfi sund- laugar við spilavíti, samkvæmilslíf- inu á Long Island, hefðbundnum hótelum í Japan, innanhússkreyt- ingum á heimilum auðugra (þykkt- in á baðhandklæðum!) og fata- fellusýningum. Engum lætur eins vel að lýsa fráleitum staðreyndum í veruleika nútímans og Saul Bellow. Vangaveltur um þjóðfélagið Merkilegast og raunar kjalfesta í raunsæi Bellows er hin fastmótaða og greindarlega skoðun hans á nú- tíma þjóðfélagi. Hann minnist á samkeppnina í flugsamgöngum, hlutverk háskólanna í dag, á sjúkraþjónustu, hvað það sé já- kvætt að kunna skil á franskri menningu þegar tekið er á móti rík- isleiðtogum frá Vestur-Afríku, svindlara í þriðja heiminum, Sovét- Rússland sem sé vanþróuð Banda- ríki, Beirut sem samnefnara fyrir borgir heimsins í dag, framúrstefnu í húsagerðarlist, matvælaskort í heiminum, hinar mörgu og mis- jöfnu útgáfur á slysinu við Chappa- quiddick, hina miklu þýðingu full- komins líkama í nútíma þjóðfélagi, upplýsingaflæðið, sem sé dulbúin smekkleysu-afþreying. (Kitsch) Svo eitthvað sé nefnt! En það eru líka víðari sjónarmið i „more die of heartbreak.“ í bók- inni er lögð áhersla á mikilvægi jurtalífs og grasafræði, sem er sér- grein Benn Crader. Jurtalíf er gert leyndardómsfullt. Sögumaður líkir saman jurtinni einstöku í Antartika og hinni hægu þroskaframför mannsins. Jurtin lifir nánast frosin og fær næringu úr andrúmsloftinu, og með því að nýta til hins ítrasta þær fáu sólarstundir sem koma á einni öld. í bókinni kennir dapurleika yfir því hve dýrkeypt það er fyrir mann- kynið að búa í kraftmiklu nútíma þjóðfélagi, dapurleika yfir heimi, sem hefur glatað sálu sinni. Fleiri deyja úr brostnu hjarta (t.d. ástarsorg) en úr geislavirkni, eða af- leiðingum hennar. Sögumaður bókarinnar er há- skólakennari í rússneskum bók- menntum, í samhengi þess eru ýms- ar vangaveltur og tilvitnanir í bók- menntir í Rússlandi og annarra þjóða bókmenntir. Sérstaklega er vakin athygli á Balzac og William Blake. Sögu- maður heldur því fram að bók- menntir eigi að vera leiðarljós í líf- inu. Hefði frændinn lesið sinn Balzac betur hefði hann kannske losnað við að lenda í sínu vonlausa ástarævintýri! I hinni víðu raunsæisstefnu Saul Bellows gætir oftast hins leyndar- dómsfulla, þess sem flesta langar að vita og sjá en fæstum tekst. Dul- spekibók um lífsins tré er grafin í jörðu undir hæsta skýjakljúfnum í Chicago. Bellow kemur kannski ekki „adrenalininu“ á fleygiferð hjá les- endum þessarar bókar, en hann stingur á ýmsum bólum ádrepu- laust á þann mannlega hátt að það hlýtur að vekja lesendur til um- hugsunar. (Arþeiderbladet)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.