Alþýðublaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 19
Laugardagur 5. september 1987
19
Borgara-
flokkur
í Árnes-
sýslu og
A-Skaft.
Þriðjudaginn 25. ágúst sl. var
haldinn stofnfundur Félags Borg-i
araflokksins í Árnessýslu, Hvera-
gerði og Selfossi — í Inghóli á Sel-
fossi.
Fundurinn var mjög vel sóttur og
ríkti einhugur og baráttuvilji meðal
fundarmanna um þá undirbúnings-
vinnu og málefnaumræðu, sem nú
fer fram um allt land á vegum
Borgaraflokksins.
Fyrstu stjórn félagsins skipa:
Skúli B. Árnason, Selfossi, formað-
ur. Guðmundur Sigurðsson, Þor-
lákshöfn, Friðrik Sigurðsson,
Hveragerði, Sigurjón Bjarnason,
Eyrarbakka, Erna Halldórsdóttir,
Stokkseyri, Már Ingólfsson, Sel-
fossi, Oddgeir Ottesen, Hveragerði,
Atli Lilliendahl, Villingaholts-
hreppi, Magnús Sigurðsson, Ölfus-
hreppi, Þuríður Haraldsdóttir, Sel-
fossi, Óli Haukur Sveinsson,
Grímsneshreppi.
Á fundinum fluttu þingmenn
Borgaraflokksins ræður og ávörp,
þeir Júlíus Sólnes, alþm. í Reykja-
neskjördæmi, Óli Þ. Guðbjartsson,
alþm. í Suðurlandskjördæmi,
Hreggviður Jónsson, alþm. í
Reykjaneskjördæmi, Ingi Björn
Albertsson, alþm. í Vesturlands-
kjördæmi og Benedikt Bogason,
fyrsti varaþingmaður Borgara-
flokksins í Reykjavík.
Ágæt þátttaka var í almennum
umræðum og sýndi hún að mikil
þörf er fyrir ákveðna en málefna-
lega afstöðu Borgaraflokksins í
stjórnarandstöðu.
Fram kom, að Borgaraflokkur-
inn mun innan tíðar opna viðtals-
og félagsaðstöðu að Eyrarvegi 9 á
Selfossi. Sími verður 2219.
Stofnfundur Félags Borgara-
flokksins í Austur-Skaftafellssýslu
og syðstu hreppum Suður-Múla-
sýslu var haldinn í Höfn í Horna-
firði, laugardaginn 29. ágúst sl.
Alþingismennirnir Hreggviður
Jónsson úr Reykjaneskjördæmi og
Óli Þ. Guðbjartsson úr Suðurlands-
kjördæmi mættu á fundinum og
ræddu stjórnmálaviðhorfið.
í fyrstu stjórn félagsins var
kjörin:
Einar J. Þórólfsson formaður,
Elma Þórarinsdóttir, Skúli ísleifs-
son, Sigríður Birgisdóttir og Sigríð-
ur Jóhannesdóttir.
Einskonar um-
sókn um bjart-
sýnisverðlaun?
Tveir ungir leikhúsfræðingar,
Ragnheiður Ásgeirsdóttir og
Sigríður Gunnarsdóttir, hyggj-
ast nú setja Galdra-Loft á svið í
París í haust og hafa sent út bréf
til ýmissa íslenskra fyrirtækja,
þar sem farið er fram á styrk til
verksins. Það vekur athygli að
kostnaðaráætlunin hljóðar upp
á nærri 1200 þúsund krónur en
„bjartsýnisáætlun“ um miða-
sölu gerir ráð fyrir innan við 100
þúsund fyrir seldan aðgang að
13 sýningum, eða einhvers stað-
ar vel innan við 10 þúsund á
hverja sýningu.
REYKJKMIKURBORG |fl
Acucteui Stikáa Mr
Þjónustuíbúðir
aldraðra Dalbraut 27
Okkur vantar gott starfsfólk til starfa í eftirtalin
störf:
ELDHÚS — vinnutími 8-14 virka daga og aðra
hverja helgi.
RÆSTING — vinnutími 8-12 eða 13-17.
HEIMILISHJÁLP — vinnutími 8-16, hlutastarf
kemur til greina.
ÞVOTTAHUS — í hlutastarf 75% og í 100% starf.
VAKTIR — næturvakt 70% starf, morgun-, kvöld-
og helgarvaktir 100%.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377.
III REYKJMJIKURBORG III
V Acucmvi Stödíci J
Útideildin í Reykjavík
Við í Útideild erum að leita að karlmanni, til að
sinna leitar- og vettvangsstarfi meðal barna og
unglingaí Reykjavík. Um erað ræðatæplega70%
starf í dag- og kvöldvinnu.
Æskilegt erað viðkomandi hafi menntun áfélags-
og/eða uppeldissviði, t.d. félagsráðgjafar, kenn-
arar, uppeldisfræðingar o.fi.
Nánari upplýsingar um starfið eru gefnar í síma
20365 og 621611 milli kl. 13—17 virka daga.
Umsóknarfrestur er til 14. september.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,5. hæð á sér-
stökum eyðublöðum sem þar fást.
VARAHLUTAÚRVALIÐ
ER HJÁ OKKUR
Kúlutengi:
Verð kr. 1.380,-
Verð kr. 2.150,-
Dráttarkúlur
Verð kr. 680,-
Hjólkoppar
12-13-14.
Verð kr. 2.950 (4 i setti).
Vatnsdælur.
Verð frá kr. 1.210,-
Plastbretti fyrir kerrur.
12". Verð kr. 490,-
13-14". Verð kr. 860,-
Hliðarlistar
í settum og
metratali.
Verð frá kr. 1.270,
Vatnslásar
Verð frá kr. 310,-
Drifliðir v/hjól.
Verð kr. 3.700,-
ALLT I BILINN