Alþýðublaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 8
Laugardagur 5. september 1987
.Ofvitinn gekk í þrjú leikár í röð, og sumir héldu að ég hafi verið orðinn ofviti í daglegu lífi. Það er alls ekki rétt,“ segir Emil Gunnar Guðmundsson leikari.
Emil Gunnar Guðmundsson, leikari:
VIÐ LÁSUM UÓTU
ÆVINTÝRIN LÍKA
Allir muna eftir Em-
il Gunnari Guð-
mundssyni í hlut-
verki Ofvitans í
Iðnó fyrir nokkrum
árum. En hvað hef-
ur á daga hans drif-
ið síðan? Alþýðu-
hlaðið kom að máli
við Emil Gunnar og
innti hann frétta af
sjálfum sér.
„Saltzburg er mikil súkkulaðiborg og tónlistarborg. Þar hjálpaði ég gömlu
fólki með garðana sína.“
„Ég er um þessar mundir að fara
að gefa út barnaefni á kassettum
sem eru lesnar sögur og ævintýri
eftir H.C. Andersen. Útgefandi er
Litla leikhúsið, en það er nýstofnað
félag sem er enn sem komið er
nokkuð óráðin gáta, en ef við hugs-
um stórt þá gerist meira í framtíð-
inni. Þessi kassettuútgáfa er fyrsta
verkefni félagsins. Þau ævintýri
sem verða á þessari fyrstu kassettu
eru Snigillinn og rósaviðurinn,
Brellni drengurinn, Ljóti andar-
unginn, Fegursta rós heimsins og
Prinsessan á bauninni. Þessi fyrsta
kassetta verður einskonar próf-
raun, þannig að ef að vel gengur þá
koma fleiri. Þessi kassetta verður
tekin upp í Hljóðrita og verður
mjög vönduð. Draumurinn er sem
sagt að gefa út fleiri. “
— Hverjir eru aðstandendur
Litla leikhússins?
„Það er dálítið á huldu ennþá,
ekki endanlega ljóst, en það verður
gott fólk, — leikhúsfólk allt saman.
Þessi leikhússtofnun er svo nýtil-
komin að við erum ekki farin að
velta fyrir okkur neinni leikhús-
starfsemi enn sem komið er og
svona hugmyndir verða fyrst til yfir
kaffibolla og síðan byrja menn að
þreifa sig áfram. Svo er bara að
vona að boltinn rúlli. Þeir sem
koma til með að starfa með Litla
leikhúsinu verður sennilega leik-
húsfólk sem hefur frí frá annarri
starfsemi. Sjálfsagt kemur fólk og
fer allt eftir því sem verkefnin sjálf
bjóða uppá. Annars er þetta svo
skammt á veg komið að ég á erfitt
með að ræða það núna.
En í sambandi við kassettuútgáf-
una þá hlusta krakkar miklu meira
en fólk gerir sér grein fyrir og hafa
kannski miklu meira gaman af að
hlusta heldur en að sitja alltaf fyrir
framan sjónvarpið. Ef þú ert ein-