Alþýðublaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 5. september 1967 Hver er ábyrgur þegar dýr flík kemur skemmd úr hreinsun? EKKI ÉG Segir Eigandi efnalaugarinnar EKKIÉG segir seljandinn EKKI ÉG segja Neytendasamtökin Þessi grein er saga um rúskinnsjakka sem settur var í hreinsun í efnalaug og kom ónýt- ur til baka. Eigandi efnalaugarinnar kenndi seljanda um slœm gœði. Búðareig- andinn sagði ekki ég. Flíkin endaði hjá Neytendasamtökun- um, sem eru að drukkna í málum, og liggur þar enn. Jakk- inn ónýti hefur enn ekki fengist greiddur. Neytandinn situr uppi með ónýta flík og allir benda hver á annan. Alþýðublaðið kann- aði söguna sem er eitt þeirra mýmörgu mála sem daglega eiga sér stað í þjóðfélagi okkar og þar sem neytandinn situr eftir með sárt ennið. „Jakkinn kom svo til ónýtur úr hreinsun,“ sagði Helga Kristjáns- dóttir um rúskinnsjakka sem hún fékk í jólagjöf um síðustu jól. Hún talaði við eiganda efnalaugarinnar, en hann vísaði á seljanda jakkans. Seljandi taldi ábyrgðina ekki liggja hjá sér og endaði rúskinnsjakkinn hjá Neytendasamtökunum. Þá kom eigandi efnalaugarinnar inn í dæm- ið og fór með jakkann til Danmerk- ur og lét líta á hann þar. Helga var ekki ánægð með þá meðhöndlun, og nú liggur flíkin hjá Neytenda- samtökunum aftur og til hefur staðið lengi að senda hann til Sví- þjóðar í rannsókn. Máttlaus neytendasamtök Skýringin á því að ekki er enn bú- ið að senda hann til Svíþjóðar segja Neytendasamtökin vera fólgna í því, að dýrt sé að senda hann þang- að, kostnaðurinn komi jafnvel til með að lenda á Helgu sjálfri — hún taki áhættu með því að senda jakk- ann út. Helga Kristjánsdóttir, er sem von er orðin langþreytt á seinagangin- um og stendur uppi með spurning- una um hver sé í raun ábyrgur fyrir skemmdunum á jakkanum. „Mér finnst að Neytendasamtök- in og efnalaugareigandinn hefðu átt að standa saman í þessu máli. Það benda allir hver á annan og enginn virðist vera ábyrgur fyrir þessu. Mér finnst líka að sérhvert land eigi rétt á því að hafa sterk og góð Neytendasamtök og það er auðséð að hérlendis þarf ríkið að styðja við bakið á samtökunum. Eftir það sem ég er búin að ganga í gegnum sést að Neytendasamtökin þurfa mikið á aðstoð að halda, og ég vona að fleiri séu mér sammála um það,“ sagði Helga. Neytendasamtökin bera við skorti á mannafla og fjárskorti, þegar þau eru spurð um seinagang- inn, enda eru ekki nema um fimm þúsund manns af landinu öllu, sem eru félagar í samtökunum. Það kann að virðast furðulegt, þegar um hag allra neytenda er að ræða. Sterk efni Alþýðublaðið hafði samband við Elísabetu Þorgeirsdóttur, í kvört- unarþjónustu Neytendasamtak- anna, og spurði hana hvað neytend- ur gerðu þegar þeir yrðu fyrir því, að flík kæmi skemmd úr hreinsun? „Þannig mál koma oft hingað og þá er reynt að miðla málum. Reynt er einnig að komast að því, hvort ekki hafi verið gert rétt í hreinsun- inni, t.d. hvort of sterk efni hafa verið notuð. Ef t.d. blettur er í flík- inni og fólk vill láta hreinsa hann úr, eru jafnvel sterkari efni notuð til þess að ná honum úr og þá sést kannski mismunur á litnum. Stund- um segir hreinsunin að galli sé í efn- inu og vísar á seljanda flíkurinnar. Elísabet var spurð að því, hver réttur neytanda í slíku tilfelli væri, og sagði hún að stundum væri aug- ljóst mál að flíkin hefði skemmst í hreinsun og eigendur efnalauganna væru þá skaðabótaskyldir. Væri um galla í efni að ræða, væri haft sam- band við seljanda eða framleið- anda, en oft væri erfitt að segja til um hvort um galla eða skemmd væri að ræða af völdum hreinsunar. Neytendasamtökin hefðu enga að- stöðu til að greina skemmdir og galla og því væri stundum leitað til Iðntæknistofnunar, en úrskurður hennar væri ekki afgerandi. Réttindi Hún sagði vafamál, hvort allir efnalaugareigendur hefðu tilskilin réttindi og væru sérhæfðir í starfi. „Það virðist vera, að nánast hver sem er geti gengið inn af götunni og stofnað efnalaug. Við vitum um einn aðila sem lærði erlendis og hef- ur réttindi til þess að reka efna- laug,“ sagði hún. Elísabet sagði að hún vissi ekki hvaða sérhæfingu þeir hefðu í efna- laug þeirri sem Helga lét hreinsa jakka sinn, en jakkinn hefði „í þessu tilfelli komið mjög illa far- inn“ eins og hún orðaði það. Elísabet hefur orðið vitni að því, að fólk fær bletti í föt, fer með þau í hreinsun og fær þau jafnvel enn verri til baka. í raun sé það efna- laugin sem eyðileggi flíkina með hreinsuninni. Loforð séu gefin um að allt í lagi sé að hreinsa flíkina, það sé ekkert mál, og svo sé ekki kannast við neitt þegar fólk beri fram kvörtun. Skýringuna sé ef- laust að finna í notkun of sterkra hreinsiefna, og sérstaklega sé víða pottur brotinn í hreinsun á leðri og rúskinni. Þegar mál af þessu tagi koma upp, eru flestir eigendur efnalauga reiðubúnir til að semja og koma málum i lag, að sögn Elísabetu. „Ég vona að hægt verði að koma á góðri samvinnu,“ segir hún. Dómnefnd? Guðsteinn V. Guðmundsson, sem starfar hjá Neytendasamtök- unum, segir að á hinum Norður- löndunum sé allt gert fyrir neytend- ur, réttur þeirra sé virtur að fullu þar, en „ekki hér“ segir hann. Einn starfsmaður geti engan veginn sinnt öllum þeim málum sem upp koma hér, og núna séu þeir með um 3000 mál á skrá, þar af nokkur mál á efnalaug þar sem Helga skipti við, auk margra annarra. Guðsteinn sagði að ekki væri önnur leið fær, en að fá dómnefnd til að skera úr um mál Helgu Kristjánsdóttur. Eig- andi efnalaugarinnar vilji bíða eftir úrskurði frá Svíþjóð og vilji sé fyrir hendi hjá honum til að gera allt sem í hans valdi stendur til að bæta Helgu skaðann, verði niðurstaðan á þann veginn. „Það eru vondir viðskiptahættir, þegar efnalaugareigendur vísa allt- af ábyrgðinni yfir á seljandann. Þá er barnalegt af þeim að hafa ekki tryggingu gegn skemmdum, sem þeir kunna að valda á fatnaði, þeir firra sig ábyrgð með því. Rök þeirra eru ekkert nema útúrsnúningar og dónaskapur" segir Guðsteinn V. Guðmundsson, hjá Neytendasam- tökunum. Hann sagði jafnframt, að samskiptin þeirra við efnalaugar væru margra ára höfuðverkur. Reynt var ítrekað að ná tali af eig- anda efnalaugarinnar, sem Helga skipti við, til að fá nánari upplýs- ingar, — en án árangurs. I undirbúningi er að efnalaugar- eigendur og Neytendasamtökin setji á fót sameiginlega kvörtunar- nefnd, sem skipuð verði einum að- ila frá efnalaugareigendum og ein- um frá Neytendasamtökunum, — og hafa Neytendasamtökin sent bréf þess efnis til Félags ef nalaugar- eigenda. Ellnborg Kristln Kristjánsdóttir skrifar Engin trygging Alþýðublaðið leitaði til Magnús- ar Kristjánssonar, eiganda efna- laugarinnar Bjargar á Háaleitis- braut, og spurði hann fyrst hvað gert væri, þegar neytandi yrði fyrir því, að dýr flík stórskemmdist við hreinsun. Magnús sagði að ef einhver ágreiningur væri um það hvort flík- in hefði skemmst við hreinsun, eða verið skemmd áður, vísaði hann á Neytendasamtökin. „Þar vega þeir og meta skemmdirnar, og ef í ljós kemur að ekki er um að ræða skemmd af okkar hálfu, er farið í framleiðanda." Aðspurður hvort ekki væri trygg- ing fyrir slíkum skemmdum, sagði Magnús að ekki hefði verið hægt að fá slíka tryggingu, „ekki tekist svo báðir aðilar séu ánægðir," sagði hann. Magnús var einnig spurður hvort viðskiptavinir væru látnir vita fyrir- fram, að ekki væri tekin ábyrgð á fatnaðinum, og þá sérstaklega dýr- um og vönduðum fatnaði, t.d. skinnafatnaði. Hann svaraði því til, að þeir fengju mikið af skinnavörum og væru þeir með sérstakar vélar til að hreinsa þær. „Hver einasti við- skiptavinur er varaður við þegar hann kemur, og er sérstakur stimp- ill settur á miðann. Einmitt núna er mikið um fatnað sem er mjög erfið- ur í meðferð, efnin misjöfn að gæð- um og oft er blandað saman skinni og öðru efni, sem gerir það að verk- um að erfitt getur verið að hreinsa flíkina svo vel fari. “ Magnús sagði að nú væri komið nýtt hreinsiefni á markaðinn, sem notað er í vélarnar og er ætlað fyrir viðkvæman fatnað og fatnað úr gerviefnum. „Ef við værum með gömlu hreinsiefnin, gætum við ekki hreinsað margt af þeim fatnaði sem er á markaðnum í dag.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.