Tíminn - 13.09.1967, Blaðsíða 3
./
MIÐVHCUDAGUll 13. september 1967
TIMKNN
Fálkinn hlýtur siUurJisk EMI
ÍSLAND VANN
FB-Rjeykjavík, þriðjudag.
13. umferð er nú lokið á Evr-
ópumeistaramótinu í bridge, og
sigruðu íslendingar þar Finna
með 8-0 og voru þar með komnir
í 7. sæti. í kvöld áttu fslendingar
að spila við Dani. í leiknum við
Finna höfðu íslendingar allan tím
ann yfir. Fyrri hálfleik iauk með
50:20, en lokatölur urðu 113-37.
Efstir eru ítalir með 83. 2. Engl
72, 3. Svíþjóð 67, 4. Frakkl. 66,
5.—6. Sviss 6'5 og Noregur 65, 7.
ísland 63, 8. Holland 59, 9.—10.
'Belgía og Spánn 53.
Úrslit 13. umferðar: Spánn 0,
Noregur 8, Engl. 8, írl. 0, Líbanon
0, Ítalía 8, fsrael 0, Svíþjóð 8,
ísl. 8, Finnl. 0, Sviss 5, Danm. 3,
Holl. 5, Frakkl. 3, Portúgal 7,
'Grikkl. 1, Tékkósl. 4, Belgía 4,
'Þýzkal. 0, Póll. 8.
Fra blaðamannafundinum i Þjoðleikhusinu i gær. Fra vlnstrl eru a myndlnnt: Pall P. Palsson, hljomsveitar-
stjóri, Benedikt Árnason, leikstjóri, Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri, Gunnar Eyjólfsson, leikari og
Jón Leifs, tónskáld. Tímamynd: GE.
GALDRA-L0FTUR FRUM-
SÝNDUR Á SUNNUDAG
ALSHERJARVERKFALL
OG VOPNAHLÉ í ADEN
ES-Reykjavík, þriðjudag.
Fyrsta frumsýning í Þjóðleik-
húsinu á þessu leikári verður
hinn 17. þ.m. en þá verður frum-
sýnt hið gamalkunna leikrit Jó-
hanns Sigurjónssonar, Galdra-
Loftur. Tónlist Jóns Leifs verður
flutt með leiknum í fyrsta skipti,
en aðalhlutverkið, Galdra-Loft,
leikur Gunnar Eyjólfsson.
—■ Þetta er æskudrama, og ég
býst við, að það hafi einna mest
álhrif á unglinga á aldrinum 15—
16 ára, sagði Jón Leifs um leik-
ritið á fundi, sem Þjóðleikhúsið
hélt með fréttamönnum í dag.
Tónlist hans við leikinn var sam-
in fyrir um það bil 50 árum,
en hún hefur aldrei verið flutt
iss§ því fyrr, en hins vegar flutti
Siafóníuhljómsveit ísiands hana í
HasKólabíói fyrir nokkrum ár'im,
og vakti sá flutningur mikla og
verðskuldaða athygli. Hinn 17. þ.
m. hefst einnig norræn tónlistar-
ihátíð hér í Reykjavík, og verður
tónlistin flutt af 40 manna hljóm-
sveit á frumsýningunni af því til-
efni, en á síðari sýningum verð-
ur hún flutt af segulbandi. Tek-
ur sýning leiksins hálfan þriðja
tíma að meðtöldu hléi.
Aiuk titilhlutverksins, sem
Gunnar Eyjólfsson leikur, fer
Kristbjörg Kjeld með hlutverk
Steinunnar. Aðrir helztu leikend-
ur eru Valur Gíslason, sem ieik-
ur ráðsmanninn, Margrét Guð-
munösdóttir, sem leikur Dísu, Er-
lingur Gíslason, sem leikur Ólaf,
og Árni Tryggvason, sem leikur
blinda manninn. Fleiri leikarar
fara og með smærri hlutverk í
leiknum. Leikstjóri er Benedikt
Árnason, en segja má, að hon-
um sé málið skylt, því að höf-
undurinn, Jóhann Sigurjónsson,
er afaibróðir hans. Leikmyndir eru
eftir Gunnar Bjarnason, Láius
Ingólfsson hefur gert búninga-
teikningar, og hljómlistarflutn
ingi stjórnar Páll P. Pálsson.
Þetta mun vera í fimmta skiptið,
sem leikihús höfuðstaðarins sýna
Gaklra-Loft, og fjórir kunnir og
mikilhæfir leikarar hafa glímt við
þetta erfiða og jafnframt eftir-
sótta hlutverk. Fyrst mun leik-
urinn hafa verið sýndur hjá Leik-
félagi Reykjavíkur hinn 26. des.
1914, og lék þá Jens Waage titil-
'hlutverkið, en Stefanía Guð-
mundsdóttir fór með hlutverk
Steinunnar. Var leikurinn síðan
sýndur aftur nokkrum sinnum ár-
ið 1916 með sömu leikurum. Næst
sýndi L.R. leikinn árið 1933, og
fór þá Indriði Waage með aðal-
hlutverkið, en Soffia Guðlaugs
dóttir lék Steinunni. Næst var
leikritið sýnt árið 1948 hjá L.R.
en í það skiptið var Loftur leik-
inn af kornungum leikara, sem
nýlegar hafði lokið löngu leik-
námi í Englandi. Var það Gunn-
ar Eyjólfsson. en Steinúnni lék
'þá Regína Þórðardóttir. Loks
sýndi L.R. leikinn árið 1956 með
Gísla Ilalldórssyni og Ernu Sig-
urleifsdóttur í hlutverkum Lofts
og Steinunnar. ,
Á sýningum Þjóðleikihússins í
vetur fer Gunnar Eyjólfsson í
þriðja skipti með hlutverk Lofts
á sviði, því að auk þess sem hann
lék hann hjá L.R. árið 1948, fór
hann einnig með hlutverkið hjá
Lei'kfélagi Akureyrar, sem sýndi
leikinn fyrir þremur árum við
metaðsókn.
'NTB-Aden, þriðjudag.
Bretar hafa í dag yfirgefið her-
stöðina í Litlu Aden, sem er 40
km. vestan við Aden, og afhent
her Suður-Arabíu herstöðina. í
Aden hefur verið komið á vopna-
hléi á milli þjóðernissinnahreyfing
anna NLF og Flosey, en jafnframt
er þar 24 klukkustunda allsherj-
arverkfasl.
Bretar yfirgáfu herstöðina í
Litlu-Aden eftir að þjóðernissinn-
ar höfðu gert árás á brezka varð;
stöð og drepið einn hermann. I
Vandamál
ungra mæðra
Landsfundur ísl. barnavernd-
arfélaga sem haldinn er annað
hvert ár, hefst á fimmtudaginn
14. þ.m. í Tjarnarbúð. Erindi
verða flutt og umræður hafðar um
ýmis vandamál í sambandi við
sambúð unglinga og uppeldi
ungra barna.
Á fimmtudag kl. 2. e.h. flytur
Jónas Bjarnason læknir erindi:
Ungar verðandi mæður. Sama dag
kl. 3 e. h. flytur dr. Björn Björns
son erindi: Trúlofunarsamibúð og
samfelagsleg áhrif hennar.
Á föstudaginn kl. 2 e.h. flytur
Vilborg Dagbjartsdóttir kennari
erindi: Uppeldishlutverk og at-
vinnuþörf mæðra.
Sama dag kl. 3 e.h. flytur GuC-
rún Erlendsdóttir lögfræðing-
ur erindi: Að gefa barn sitt.
Fyrirspurnir og umræður verða
á eftir hverju erindi.
Á föstudagskvöld kl. 8.30 hefst
lokasamkoma landsfundar í há-
tíðasal háskólans.
Ruth Magnússon syngur við
undirleik Guðrúnar Kristinsdótt
ur. Páll Ásgeirsson læknir flytur
fyrirlestur: Taugaveikluð börn og
þjóðifólagið.
Litlu-Aden hefur NLF-hreyfingin
verið mjög sterk og fáni hennar
var dreginn að húni þar við brott-
för Breta. Brottför Bretanna var
í samræmi við ákvörðunina um að
allt brezkt herlið verði á brott
frá . Suður-Arabíu fyrir 9. janúar
næst komandi.
Þjóðernissinnahreyfingarnar, sem
undanfarið hafa barizt innbyrðis,
gerðu vopnahlé í dag fyrir milli-
göngu suður-araibískra herforingja
eftir langar samningaumleitanir.
Allsherjarverkifall er í Aden að
frumkvæði NLF-hreyfingarinnar,
sem vill sýna, að hún geti gengizt
fyrir víðtækara verkfalli en því
sem hin hreyfingin gekkst fyrir
í síðustu viku.
Danskur listmál
ari heldur sína
fyrstu sýningu á
íslandi
OÓ'Reykjavík, þriðjudag.
Ungur danskur listmálari,
Jörgen Buch, opnar sína
fyrstu sjálfstæðu sýningu í
Ásmundarsal á fimmtudag.
Sýnir hann þar 15 olíumál-
verk og 7 teikningar. Mynd-
irnar eru allar frá íslandi.
Jörgen Budh er 23 ára
gamall og kom fyrst til ís-
lands fyrir þrem árum. síð-
an og þá með hópi skóla-
systkina sinna úr Konung-
lega listáháskólanum í Kaup
mannahöfn. Nú er hann kom
inn í sína þriðju heimsókn
til landsins til að halda sína
fyrstu listsýningu og eru
þar eingöngu myndir frá ís-
landi. Á sýningunni eru alls
22 myndir. Eru þær frá
Pramhaid á bls. 15
FINNLAND
OÓ-Reykjavík, þriðjudag.
Haraldur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Fálkans h.f. í
Reykjavík hlaut í dag þá
æðstu viðurkenningu, sem
hljómplötuútgefandi getur hlot
ið. Forstjóri E.M.I. sem er
stærsta hljóinplötuútgáfufyrir-
tæki í lieimi veitti Haraldi
silfurplötu fyrir útgáfu ís-
lenzkra laga, Ijóða og leikrita.
Eftir því sem við bezt vitum
er Haraldur eini hljómplötu-
útgefandinn sem hlotið hefur
slíkan heiður.
Eins og hljómplötuunnend-
ur sjálfsagt vita hljóta þeir
einir gulldisk plötuút"ereml:i
sem selja hljómplötur í 1
millj úpplagi 'Kon.a t.-k k: aðr
ír til greina en vinsælustu
dægurlagasöngvarar og svo
náttúrlega Bítlar. Silft-rdiskur
inn er veittur þeim sem kom-
ast næst þessum ofur vinsæin
skemmtikröftum í sölu ein-
stakra hljómplatna. En þegar
íslendingur á í hlut getur upp
lagi einstakra hljómplatna
Framhalrl á bls 14 ™