Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1967næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Tíminn - 13.09.1967, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.09.1967, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 13. september 1967 <3 14 TÍMINN FÁLKINN Framhald af bls. 3 ekki verið til að dreifa, og sízt er útgefandi frá svo fámennu landi á í hlut. Miá geta þess að mesta upplag hljómplötu sem Fálkinn hefur gefið út er 3. þús. eintök. Forstjóri E.M.L L.G .Wood afihenti Haraldi Ólafssyni silf- urplötuna við hátíðlega athöfn í dag. Sagði hann í ræðu sem hann flutti við það tækifæri að fyrirtæki hans væri stolt af að afhenda þessa viðurkenn- ingiu. Það gæti kannski iitið undarlega út að silfurplatan færi til íslands, þar sem ekki væri að búast við að um nein metsöluupplög af einstökum hljómplötum seldust þar en aftur á móti hafi fyrirtæki hans séð um prentun og út- gáfu á fjölmörgum íslenzkum tónverkum fyrir Fálkann og væri um einstæða menningar- starfsemi að ræða af hálfiu ísl. fyrirtækis, sem varla ætti sinn líka. Haraldur Ólafsson hefur um 40 ára skeið skipt við fyrir- tækið, sem að vísu hefur ekki starfað undir þessu nafni all- an þann tíma, og gefjijð út ná- lega 1500 íslenzk tónverk, Ijóð og leikrit á því tímabili. Sagði mr. Woöd, að stundum hafi forráðamönnum fyrirtækisins sýnzt Haraldur full bjartsýnn á útgáfu íslenzkra verka á hljómplötum, en þeir tímar væru löngu liðnir -’að þeir drægu í , efa réttmæti þess að gefa út þau verk sem Harald- ur vildi gefa út hiverju.' sinni. Að lokum gat forstjórinn þess að silfurdiskurinn væri veitt- ur þeim sem mest gerðu íyrir hljómplötuútgáfuna, og væri Haraldur og fyrirtœki' hans Fálkinn vel að veitmg- unni komin. Að lokinni viðtöku silfur- disksins þakkaði Haraldur heið «urinn og þakkaði jafnframt langa og góða samvinnu við E.M.I. og ekki sízt fyrrverandi forstjóra þc'ss mr. H.S.Thomas, KENNARAR Kennara vantar að barna og unglingaskóla Hólma víkur. Ódýrt húsnæði fyrir hendi. Upplýsingar gefur skólastjóri í dag,i síma 17601 milli kl. 5 og 7 og eftir fimmtudag í síma 23, Hólmavík. Skólanefnd- ÞAKKARÁVÖRP Hjartans þakkir til allra þeirra, sem heiðruðu mig og glöddu með gjöfum, skeytum og blómiim í tilefni af sjö- tugsafmæli mínu 5. sept. s. 1. og gerðu mér þessi tíma- mót ógleymanleg. Guð blessi ykkur öll. Hjörleifur Sigurbergsson. Innilegustu þakkir færi ég öllum nær og fjær, er glöddu mig á sjötugs afmæli minu*þ. 19. ágúst s. 1., með góðum gjöfum, skeytum og hlýjum óskum. Guðs blessun fylgi ykkur ölium. *' Jakob Sigiirjónsson, Glaumbæ, Langadal. Móðir okkar. Guðný Benediktsdóftir frá íragerði á Stokkseyri andaðist á Sjúkrahúsi Selfoss 11. þ. m. Börn og tengdabörn. Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Eiríks Ármannssonar Guðný Þórarinsdóttir, Þóra Kristín Eirfksdóttir, Tómas Árnason og dóttursynir. Innilega þökkum við öllum þeim fjær og nær, sem á einn eða annan hátt hafa auðsýnt okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, Jónasar Steinssonar bónda, Signýjarstöðum. Ennfremur þökkum við starfsfólki við sjúkrahúsið á Akranesi. Erna Pálsdóttir og börn. Steinn Ásmundsson. sem hlaut hina islenzku Fálka- orðoi fyrdr nokkrum árum fyrir skerfi sinn til útbreiðslu og út- gáfustarfsemi á fslenzkum tón- verkum. Afihending silfurdisksins fór fram í Átthagasal Hótel Sögu og voru margir gestir viðstadd ir athöfnina. Meðal þeirra voru menntamálaráðiherra, helztu tónlistarfrömuðir landsins og fleiri gestir. Geta má þess að E.M.I. er nokkurs konar dótturfyrirtæki hljómplötufyrirtækjanna Ool- umbia og His M:asters Voice, en um fyrstu útgáfu Fálkans á ísl. plötu' sá Oolumbia komu á markað 1926 og voru meðal þeirra plötur með Pétri Jóns- syni, Eggert Stefánssyni, Sig- urði Birkis og Blsu Sigfúss, sem sungu lög eftir íslenzka höfunda. Plötuútgáfur sem Fálkinn hefur borið kostnað af eru eft- irfarandi tónverk sem E.'M. I. hefur gefið út: 78 rpm. 280 stk. ca. 600 lög. 48 rpm. plöt- ur. 340 stk. 33'/2 30 lög, eða samtals um 1300 lög. VERKSTJÓRAR Framhald af bls. 1 en sú tryggingarupphæð var ný- lega hækkuð upp í hálfa milljón. Magnús sagði, að öll tryggingar- upphæðip greiddist við dauðsfall vegna slyss í starfi og eins ef um 100% örorku væri að ræða, en síðan greiðist hlutfallslega minna eftir því sem örorkan er minni. Sagði Magnús, að tryggingar sem þessar færu nú mjög í vöxt, enda byðu tryggingarfélögin mjög góð kjör, þegar um slíkar hóptrygging ar væri að ræða. Myndi notkun þessara hóptrygginga vafalaust fara í vöxt í framtíðinni. BARDAGAR Framhals af bls. 1. mál Kínverjar segja, að í átökun um kafi 36 kínverskir hermenn fallið og Indverjar segjast einnig hafa misst allmarga menn. Mótmæláaðgerðir voru utan við indverska sendiráðið í Peking í dag, en í nágrenni við sendiráðið voru herbílar fullir af vopnuðum hermönnum til að varna því að að- gerðirnar gengju of langt. Er talið að kinverska stjórnin vilji ekki að hafnar verði meiriiháttar mótmæla aðgerðir gegn Indverjum. PRESTAR Framnais at bls. 1. Sýslumenn fengju greiddan emh- ættiskostnað samkvæmt reikn- ingi. Taka þyrfti tillit til, hvar prestar væru á landinu, hve stór prestaköllin væru, hve miklar vegalengdir væru innan presta- kallana o.s.frv. Hann sagði, að heimilisvitjun væri stór liður hjá sumum prest- um, en alls ekki mætti sá góði siður, að sóknarbörn heimsæktu prestana heim til þeirra, leggjast niður. Þýðingarmikil tengsl sköp uðust á milli prestanna og sókn- arbarnanna með slíkum heim- sóknum. Kvað hann einn prest hafa tjáð sér, að hann hefði fengið allt að 1700 — sautján hundruð — slík- ar heimsóknir á ári, og hefði það alltaf einhvern kostnað í för með sér. Það drægi sig saman. Þá nefndi hann, að prestarnir þyrftu að greiða ljós og hita að ógleymdum símanum á prestsetrun um. Séra Grimur sagði, að prestur, sem keypti sér bil, byndi sér þung an bagga, en bíllaus prestur í sveit og í kaupstað væri illa sett- ur. í niðurlagi ræðu sinnar sagði séra Grímur, að alltaf væri sagt, að öll mál prestanna væru1 í deigl unni. Alltaf væri snúið sér að kirkjunni, þegar ríkisvaldið ætl- aði að spara, og nú hefði heyrzt, að leggja ætti jafnvel niður em- bættisbústaði presta í þéttbýlinu. — Við verðum að þagga niður í þeim mönnum, sem alltaf nota prestastéttina sem grýiu,. og alltaf nefna prestastéttina og kirkjuna, þegar talað er um að spara, — sagði Grímur að lokum. Að loknu framsöguerindinu hóf ust fjörugar umræður, og mun mesta athygli hafa vakið lýsing séra Halldórs Gunnarssonar, sem brautskráðist úr Guðfrœðideild- inni í vor, og hefur nú setzt að á Holti undir Eyjafjöllum. Lýsti hann erfiðleikum ungs prests, sem væri að koma sér fyrir í sveit með tvær hendur tómar í leku og köldu prestslbúsi. Sagði Halldór, að nauðsynlegt væri að gríþa til einihverra náðstafania til að bæta þetta ófremdarástand varðandi embættiskostnað presta, og varpaði því fram, hvort ekki væri bezt fyrir presta að neita að taka við kaupinu sínu til að leggja áherzlu á ástandið og fá úr- lausn mála. Aðrir, sem tóku til miáls, voru Sigurður Pálsson, vígslubiskup, Ágúst Þorvaldsson, alþingismað ur, sem hvatti prestana til sam- stöðu um þetta hagsmunamál þeirra, svo þeir mættu halda reisn sinni og virðingu og til þess, að hægt væri að taka mál prestana fyrir frá öðrum vett- vangi. Þá tóku til máls séra Bragi Friðriksson, Steinþór Gests son, alþingismaður, séra Bragi Benediktsson. og séra Sigurjón Einarsson. Samþykkti fundurinn síðan á lyktun til stjórnar Prestafélags íslands um embættiskostnað presta. Aðalfundur Prestafélags Suður- lands hófst í morgun, og lauk í dag með altarisgöngu. Kirkju- kvenfélag Selfoss bauð fundar- mönnum til hádiegisverðar að Hótel Selfoss í dag. f stjórn Prestafélags S.uður- lands voru kjörnir séra Ingólfur Ástmarsson, formaður, séra Bragi Benediktsson, séra Ólafur Skúla- son, og í varastjórn séra Guð- mundur Óli Ólafsson og séra Bjarni Sigurðsson. Séra Sigurður Pálsson, vígslu- biskup, baðst eindregið undan endurkosningu í stjórn eftir margra ára formennsku. SKAÐABÆTUR F>-amhald af bls. 1 að ég ætti bótakröfu á hend ur bænum upp á ca. 90—110 þúsund krónur. Ég sendi bæn um þetta og óskaði eftir við- ræðum við ráðamenn um sam- komulag, og fékk það svar, að þeir vildu ekkert við mig tala. Þannig stendur málið. — Verður þá um málshöfð- un að ræða af þinni hálfu? — Ég hef ekki tekið ákvörð un um það ennþá. — Hvað kom helzt fram í álitsgerðinni? — í henni kom m.a. fram, að bærinn hafði, að áliti lög- fræðingsins gerzt brotlegur við brunavarnalögin. Það kom lika fram þar, að samkvæmt rann- sókn á brunanum í Setbergi hafi komið í ljós, að Garða- hreppur hafi gerzt stórlega brotlegur við brunavarnarlög- in — hafi ekki komið sér upp slökkviliði — en ákæruvaldið væri heldur íhaldssamt á að refsa opinberum aðilum. Það kom skýrt í þeirri rannsóía, sem var mjög ítarleg og var lögð fyrir. Saksóknara ríkisins að í fyrsta lagi taldi hann ekk- ert við mínar gjörðir að at- huga, og í öðru lagi kom fram, að Garðahreppur hafði ekki komið sér upp slökkviliði, eins og hreppnum ber samkvæmt lögum né heldur gert nokk- urn samning um slökkvilið, og hefðu þar með brotið bruna- varnarlögin. í álitsgerðinni mat hann síðan bóta- og miskakröfu, sem ég ætti á hendur bænum, í samrsemi við aðra dóma, og taldi þær nema 90—110 þús- und krónum. TOLLAHÆKK- ANIR k ÍS- FISKIIEBE- Samkvæmt frétt frá NTB hef- ur vesturþýzka stjórnin mótmælt tollaliækkunum á ísfiski, sem stjórnarnefnd Efnalhagsbandalags Evrópu hefur ákveðið að gilda skuli þar í landi. Vestur-þýzka stjómin segir, að stjórnamefndin hafi ákveðið hærri tolla á mikil vægum fisktegundum, en Vestur Þjóðverjar hafi óskað eftir og minnkað innflutningskvóta. Þá er tekið fram að þessar aðgerðir geti skaðað viðskipti við önnur lönd, sem ekki eru aðilar að EBE og þá sérstaklega ísland. Þá er sagt í orðsendingu vest ur-þýzku stj'órnarinnar að löndin innan Efnaihagsbandalagsins sóu ekki fær um að útvega það fisk magn eða fisktegundir, sem Þjóð verjar þurfa á að halda, og geti þessi ráðstöfun leitt til verð hækkana á þýzkum markaði. Það munu einkum Frakkar og Belgar, sem hag hafa af því að hækkaðir séu tollar á fiski frá löndum utan Efnahagsbandalags- ins, en vafasamt er, að þessar þjóð ir geti aflað þes magns af um ræddri vöru, sem Þjóðverjar þarfn ast. Þá er vafasamt, að stjóm Efnahagsbandal. geri sér grein fyr ir, hve illa þessi tollahækkun bitnar á löndum utan bandalagsins og þá sérstaklega íslandi. Mun þessi ákvörðun koma vestur-þýzku stjórninni mjög á óvart og hefur hún enda áfríað ákvörðuninni. Bú- ast mátti við hækkun á tollun fisks til EBE-landanna, en ekki svo snemma sem raun ber vitni og ekki heldur að tollurinn yrði svo hár í byrjun. Vestur-Þjóðverjar hafa gefið íslendingum yfirlýsingu þess efnis, að tollar á fiski verði ekki hækkaðir í bráð. en virðast engu hafa fengið að ráða um þetta efni, enda hefur stjórnin þar í landi áfría þessari vákvörðun. Hendrik Sv Björnsson, ambassa dor mun n. k. fimtudag ganga á fund eins af stjórnarnefndarmönn um EBE, og gera grein fyrir af- stöðu íslenzkra stjómarvalda, og óska eftir, að tollar á ísfiski til Þýzkalands verði afnumdir. rRULOFUNARHRINGAR afgreiddir samdægurs. Sendum um allfr land. — H A L L DÓR Skólavörðustíg 2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 207. Tölublað (13.09.1967)
https://timarit.is/issue/244566

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

207. Tölublað (13.09.1967)

Aðgerðir: