Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1967næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Tíminn - 13.09.1967, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.09.1967, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 13. september 1967 TÍMINN Líkamlegt atgjörvi er ætíð í EieiHrl haft hér á landi Erlingur Davíðsson skrifar um iþróttamálefni á Akureyri Grettir synti til lands úr Drangey og Skarpihéðinn hljóp yfir Markarfljót. Þessa er enn minnzt og fjölda annarra af- reka forfeðranna. Fimi manna og hreysti hefur alla tíð ver- ið mjög á lofti. haldið og svo er enn. Skráðar Iheimildir um hin ýmsu afrek, eldri og yngri, hleypir heilibrigðum mönnum kappi í kinn, og líkamlegt at- gjörfi hefur ætíð verið í ihá- vegium haft með okkar þióð. En nú eru' ípróttavellirnir, sundlaugarnar, skíðabrekk- urnar og leikfimishúsin vett- vang'ur þeirra afreka, sem mest eru umtöiuð og í letur færð. Naumast verður íslenzkt dagblað opnað svo, að ekki gefi að líta skrá yfir iþrótta- getu manna og kvenna. En hin ýmsu afrek, sem lífið sjálft kallar fram og stundum eru unnin á fágætan og írækileg- an hátt, falla of oft i gley.nsku vegna þess, að enginn er nær- staddur með skeiðklukku eða mælisnúru. Einnig vegna þess að hin ýmsu mælitæki íþrótta leikvanganna eru þar gagns- laus, því þau mæla ekki snar- ræði hugans, hugdirfsku eða andlegt þolgæði manna á úr- slitastundu. Iþróttir nútímans eru við það miðaðar, að gera hvern einstakling hæfari en ella, að takast á við vandamál lífsins. Heilbrigð sál í hraustum lík ama, er kjörorðið og skal engri rýrð á það kastað, né hvernig að er unnið. íþróttirn ar eru líka dægradvöl, sem virðist flestu nauðsynlegra á síðustu tímum, og þær svara kalli hinna ungu um útrás orkunnar, af því baráttan fyr- ir daglegu brauði er frá þeira tekin að verulegu leyti. Vera má, að ég í leynum hugans minnist stöku sinnum orða gamals atorkumanns, sem ég var hjá um skeið. Hann sagði, að það væri lélegt líf ungum mönnum, að þurfa að búa sér til aðstöðu til áreynslu í stað þess að vinna. En ef lífið er samt sem áður svona lélegt, eru iþróttirnar nauðsynleg uppbót. Og þessi uppbót verð ur eftir því mikilvægari, sem meira er hugleiddur vandi upp eldis og hinir mörgu „afvegir“ sem freista ungmenna og illa launa þeim, sem þar ganga. En 'hvað sem þessum vauga- veltum iíður, er það viíst, að í nútíma þjóðfélagi er áher?!a lögð á góða og fjölbreytta í- þróttaaðstöðu á hverjum stað og þjóðfélagið hefur sett sín- ar reglur um lágmarkskunn- áttu í sumum íþróttagreinum, svo sem sundi. Lítum nú á höfuðstað Norðurlands, Akur- eyri í þessu efni og rifjum upp hvað forystumenn bæjar- ins hafa gert fyrir æskuna á íþróttasviðinu í sínum bæ. Forsjónina ber þó fyrst að nefna í þessu sambandi, því að hún hefur t.d. Iagt til betri aðstöðu til að sigla bátum á Bollinum en á nokkrum öðr- um stað. Og hún gaf okkur Hiíðarfjall, með öllum sínum fjölbreyttu skíðabrekkum og mi'kinn snjó löngum þar efra, ennfremur , skautasvell, lang- 'tímum saman, mörg og falleg fjöll til að freista fjallgöngu- rnanna og síðast en ekki sízt mildari veðráttu en víða ann- ars staðar, svo að auðveídara er að stunda hvers konar útiíþrótt ir sumar og vetur. En ekki skal það heldur vianmetið, 'hvað bæjaryfirvöld- in hafa vel gert einkum í þvi að koma til móts við félög og einstaklinga um bætta fþrótta- aðstöðu, fremur en að ganga á undan, enda verður fé og framkvæmdir að haldast í hendur að vissu marki. Einu sinni starfaði á Akur- eyri svokallað Ferðamáiafélag sem athugaði möguleika á því að örva straum ferðamanna til bæjarins. Að frumkvæði þess var Skíðahótelið í Hlíðarfjalli reist. Stofnviðir þess stórhýsis sem eru raunar úr gamla sjúkra húsinu á Akureyri, reyndust ófúnir og þess umkomnir að vera burðarásar hinnar miklu og glæsilegu byggingar í fjall- inu. Enginn vegur, ekkert raf- magn, enginn sími og ekkert fjármagn var fyrir hendi, þeg- ar ráðizt var í þetta fyrirtæki. Samt reis Skíðahótelið, varð fögur bygging, fyrst eingöngu ætluð skíðafólki yfir vetur- inn, sem einskonar skiðaskóli en er nú opið hótel allt árið, mikið sótt bæði sumar og vet- ur. Þar ræður ríkjum Frí- mann Helgason hótelstjóri, sn kona hans, Karolína Guð- mundsdóttir, er landskunn í skíðaíþróttinni og fer sem fugl flygi uppi í fjöllunum. Hinir bjartsýnu menn, og meðal þeirra má nefna Her- mann Stefánsson, trúðu þvi að landið í nágrenni Staða- hótelsins mundi vinna hylli þeirra manna, sem skíðatþrótt unna og þeim varð sanrar lega a? trú sinni. Hlíðarfj?!: og Skíðahótelið þar á sinn þátt í því að Akureyri er nu landsmiðstöð vetraríþrótcanna Og þar hefur Magnús Guð- mundsson, Akureyri vérið að þjálfa þá skíðamenn, sem búa sig undir það að taka þátt í vetrar-Ólympíuleikunum í Frakklandi næsta vetur. Snjór Hermann Sigtryggsson æskulýðs fulltrúi. inn er að visu ekki mikill, en á skíðum voru kapparnir uw mánaðamótin ágúst-septem- ber á landsliðsæfingu. Magnús verður landsliðsþjiálfari þessa hóps næsta vetur. Akureyrarbær hefur Skíða- hótelið á sinni könnu, en Skíðaráðið hefur komið upp sinni aðstöðu lengra uppi í fjiallinu, við „Strompinn“. Tvær togbrautir auðvelda fólki ánægjulega dvöl í eigu' hótelsins og Skíðaráðsins. Og enn heldiur þróamin áfram. Fyrst skíðaskáli, nú opið hótel togbrautir og lýst skíðasvæði. Og ekki var staðar numið við þann áfanga, því nú er verið að setja upp mjög fullkomna skíðalyftu, sem er stólalyfta og verður væntanlega tilhúin snemma í vetur. Flutnings- geta hennar er 500 manns á klukkustund og flytur hún fólkið um 1000 metra vega- lengd frá Skíðahótelinu upp í fjall. Hæðarmismunur á þeirri leið er 200 metrar. Skíðabrekkurnar, sem um er að velja þegar upp er komið, eru mjög heppilegar fyrir allan almenning, með halla einn á móti fimm. Þar fynr ofan, þar sem togbraut Skíða- ráðsins er, hallar landinu meira eða einn á mótj þrem- ur. Frá náttúrunnar hendi er þetta skíðaland í heild mjög skemmtilegt og gefur hverjum og einum möguleika. Nú væri ekki úr vegi að bera fram þá spurningu, hvort hin ágæta aðstaða til skíða- iðkana í Hlíðarfjalli bæri mik- inn árangur. Þeirri spurningu má hiklaust svara játandi. Nú eru að koma fram margir á gætir skíðamenn og „breidd- in“ er mikil í þessari fþrótta- Akureyringar fjölmenna jafnan á íþróttavöllinn þegar knattspyrna fer þar fram. > ^ s ' " Wí •. ‘tf p » SJVS S % N .............. S .S« V"' SSSS s ''"■í'W"" '\' SSSS'SSS^SSS . ‘t S' .'SS^SSSSSSSSSSS-s s íþróttahúslð fyrlr miðju og Hlíðarfjall í baksýn. (Ljósm.:- E.O.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 207. Tölublað (13.09.1967)
https://timarit.is/issue/244566

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

207. Tölublað (13.09.1967)

Aðgerðir: