Tíminn - 13.09.1967, Blaðsíða 7
MTOVIKUDAGUR 13. september 1967
TÍMINN
grein. Auk iþess er Hlíðarfjall
eftirsóttur staður fyrir yngri
og eldri, sem koma þangað
um helgar eða í öðrum frí-
stundum. Þar bregða afar og
jafnrvel ömmur sér á skíði
með 'barnaibörnum sínum og
virðast skemmta sér konung-
lega. Þar divelja og hópar
skólafólks með kennurum sín
um, bæði skólaæska bæjarins
og einnig hópiar annarra skóla
Akureyringar iðka sund í
fcveiimjhituðum laugum á sund-
stað anum í hjarta bæjarins.
Inm er lítil kennslulaug, eink-
um notuð af skólum foæjarins
á vetrum og 3ö metra útilaug,
mikið notuð á sumrin, ásamt
góðu sóLskýli. 'Sund var tölu-
vert iðkað við Eyjiafjörð, áð-
ur en það var orðið algengt í
landinu og þá notast við kalda
ptodla, sem stundum skændu af
frosti um nætur á vorin þegar
sundkennslan fór fram. Og hér
voru góðir sundmenn og mikl-
ir óhrifamenn í þessari íþrótta
grein. Nægir þiar að nefna Lár-
us Rist, sem steypti sér í sjó-
inn í sjóklæðum, afklæddist á
sundinu og svam yfir Eyja-
fjarðarál. Og Ólafur Magnús-
son sundkennari á Akureyri
imin eiga fleiri sundnemendur
en flestir aðrir fslendingar.
Akureyringar áttu því láni að
fagna að eiga volgar vatnsupp-
sprettur nálægt foænum og fyr-
ir forgöngu ungmennafélaga o.
fl. var þetta vatn leitt til sund
laugarinnar og gerir enn sitt
gagn, einnig eftir að sundstað-
urinn var byggður í því formi
sem hann nú er, með sund-
lau'gunum tveim, böðum, bún-
Higsklefum og öðru við hæfi
á sKkum stað.
Sundmennt Akureyringa er
raú orðiin almenn, sem að lík-
um lætur, en sjaldan er af-
reksmanna í þeirri grein get-
ið í seinni tíð og sundið
er ekki ,gnóðins“ í bænum á
síðustu árum en það hlýtur að
breytast. Sundfélagið Óðirin
hefur staðið fyrir sundmótum
hér ó Akureyri og í rauninni
eru tvö önnur sundfélög starf-
andi, en það er Knattspyrnu-
félag Akureyringa og ílþrótta-
félagið Þór, sem bæði hafa
sundið mjög ofarlega á dag-
skrá.
Haukvr Berg Bergvinsson er
sundlaugarforstj. En lengst
hiafa starfað við Sundlaugina,
þau Sigríður Guðmundsdóttir,
og Ingólfur Magnússon hús-
verðir.
Búið er nú að skipuleggja
svæðið við Sundlaugina og
verða þar meðal annars tennis
ve'llir, auk þess sem landið
innan sundlaugargii'ðingiarinn-
ar verður prýtt á marga vegu.
Geta má þess, að sunnan sund-
laugarhússins er útisundlaugin
en norðan þess er Andapoll-
urinn, og má þar einnig sjá
fagurt sund og f jölibreytt.
fþróttahús bæjarins er hátt
á þrítugsaldrinum, fallegt hús
með tveim fimleikasölum, böð-
um, búningsherhergjum og öðr
um þeim búnaði, sem nauð-
synlegur er æfingarstað. En á-
horfendasvæði eru þar engin.
Þetta gamla og góða hús var
byggt af stórhug en fullnægir
nú ekki lengur þeirri þörf bæj
arins, sem það upphaf--
■lega gerði. Frá því klukkan
átta á morgnana til kl. sex á
kvöldin á vetrum er hver
stund notuð til kennslu og æf-
inga fyrir skólana og síðan
taka við æfingar félaga. Áuð-
vitað urðu hin ýmsu félög
hornrekuT, þar sem skólarnir
voru taldir eiga að sitja í fyr-
irrúmi. Hin síðari ár hefur
ekki verið fullnægt lágmarks-
kröfum til íþróttaiðkana skóla
æskunnar. Allir skólar bæjar-
ins nema Menntaskólinn hafia
aðgang að þessu húsi, en hann
notast enn við sitt gamla
íþróttahús.
í vetur var byggt nýtt
iþróttahús, kallað íþrótta-
skemmian. Hún bætir úr
brýnni þörf félaga vegna knatt
leikja af ýmsu tagi o.fl. Þar
er aðal- „íþróttasvæðið" 18x32
metrar og áhorfendasvæði fyr
ir 500 manns. Siðan mun svo
íþróttahöll bæjiarins rísa og
hefur henni verið valinn stað-
ur skammt frá lögreglustöð-
inni nýju. Til gamans má geta
þess, að síðustu árin hafa
farið fram glímumót í íþrótta-
húsinu og samkvæmt því má
ætla, að nokkur áibugi sé vakn-
aður á íslenzku glímunni, sem
liítil rækt hefur verið lögð við
á mörgum undanförnum árum.
í samfoandi við íþróttahús,
sundlaug og fleiri m'annvirki
er rétt að geta þess, að því
einhver nöfn eru nefnd á ann-
að borð, að Ármann Dialmanns
son viann sem áihugamaður og
sem stjórnarfonmaður íþrótta-
bandalags Akureyrar um ára-
tugaskeið og framgangi helztu
íþróttamála bæjarins á þeim
bíma og gerir enn.
íþróttavöllurinn er vinsæl-
asti áhorfendastaðiur Akureyr-
inga og má þar til dœmis nerna
að á síðasta kappleik ÍBA og
KR í knattspyrnu, horfðu á
fjórða þúsund manns a. Segir
það sína sögu um knatt-
spyrnuáhugann. Bæjarbúar
sækja sinn íþróttavöll ekki sér-
lega vel við önnur tækifæri,
þegar frá eru dregin hátíða-
höld 17. j úní ár hvert. íþrótta
völlurinn er knattspyrnu-gres-
völlur með allt að 700 manna
áhorfendastúku og aðstöðu til
frjálsíþrótta. Við völlinn er
töluvert húsnæði, sem byggt
var um leið og stúkan. Eru'
þar búningsklefar böð, snyrt-
ingar, og skrifstofur fyrir
iþrótta- og æskulýðsmál bæj
arins. Austan við þennan góða
grasvöll er minni malarvöllur
þar sem margir kappleikir
yngri aldursflokka fara fram,
og þar er ennfremur haldið
opnu skautasvelli á vetrum,
þegar þess er nokkur kostur og
er það einn vinsælasti og
bezt sótti skemmtistaður barna
og unglinga, og þar sjást einn
ig öldungar á skautum.
Þegar talað er um íþrótta-
völl á Akureyri, er átt v:ð
knattspyrnuvöllinn og það,
sem honum tilheyrir. Niðri a
Oddeyri er allstór malarvallur,
sem reynt verður í haust að
gera nothæfan. Auk þess eru
svo íþróttafélögin KA og
Þór búin að fá úthlutað hjá
bænum löndum fyrir íþróta-
velli og heimili fyrir sína
starfsemi. KA fær land ofan-
vert við bæinn, en Þór í Glerár
hverfi. Þá má ekki gleyma
hinum litlu grasvöllum á ýms
um opnum svæðum í bæn-
um, þar sem yngsta kynslóðin
æfir knattspyrnu og aðra
knattleiki og ílþróttir, bæði
drengir og telpur. Forstöðu
maður fþróttavalllarins er
Ilreinn Óskavsson.
Golfklúbfour Akureyrar hef-
ur fengið nýtt land til um-
ráða hjá yfirvöldum bæjar-
ins. Er það á Jaðri, fögrum
stað með miklum möguleik-
um til meiri fegrunar. Þar er
9-iholu' völlur en fyrirhugað
er að þar verði 18-iholu-völlur
á næsta ári. Golfíþróttin vinn
ur á í höfuðstað Norðurlands.
Framhald á bls. 16
X--
■ S
Togbraut viS „Strompinn í Hlíðarfjalli.
(Ljósm.: E.D.)
■
Sundlaug Akureyrar
(Ljósm.: E.D.)
t' IÉÉ
Frá Skíðahótelinu í Hlfðarfialli.
djósm.: E.D.)