Tíminn - 13.09.1967, Blaðsíða 9
9
MIÐVIKUDAGUR 13. september 1967
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórartnn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indrlði
G Þorsteinsson Fulltrúl ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu-
húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af.
greiðslusími 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur,
sinu 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán tnnanlands — t
lausasölu kr 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA b. t
FSotið sofandi
Rúm tuttugu ár eru síðan núgildandi fræðslulöggjöf
var sett, og á þeim tíma hefur orðið gerbreyting á ís-
lenzku þjóðlífi og viðhorfum til framtíðarinnar og einnig
umbylting í ýmsum efnum uppeldisvísinda og skólamála
í nágrannalöndum. íslenzka fræðslulcggjöfin frá 1946
var að ýmsu leyti tilraunaverk, svo sem skipting miHi
barna- og unglingastigs, og eðlilegt hefði verið, að ýmsar
breytingar væru á henni gerðar á fárra ára fresti, og
raunar ætti það nú að liggja öllum í augum uppi, að
sífelld endurskoðun fræðslulaga og skólamála studd
skólarannsóknum þarf að eiga sér stað. Eigi að síður
markaði þessi fræðslulöggjöf tímamót í fræðslumálum
þjóðarinnar og fól í sér skilyrði til framfara 1 þessum
málum, ef hún hefði verið framkvæmd eins og línur henn
ar lágu. Á því hefur hins vegar orðið misbrestur, og þessi
löggjöf er hvergi nærri komin til framkvæmda enn, þó
að hún sé í mörgum greinum orðm alveg úrelt.
Skólamál dreifbýlisins eru t. d. enn alltof víða svo að
segja á sama stigi og fyrir tuttugu árum og svara nú marg
falt verr nauðsyn og kröfum tímans en þá. í ýmsum bæj-
um, einkum þar sem fjölgun er mest, hefur ríkt vandræða
ástand með þrísetnum skólum og námsskrá ekki full-
nægt. Ríkið hefur hvergi nærri lagt af mörkum það fé,
sem til ess þurfti að reisa nauðsynleg skólamannvirki,
og oft og einatt hin síðustu ár verið dregið af þeim fram-
lögum. Engir nýir héraðss'kólar hafa verið stofnaðir, hlut
fall stúdentafjölgunar hefur orðið sifelít óhagstæðara í
samanburði við nágrannaþjóðir, og henni- beinlínis haldið
niðri með óheppilegum og úreltum prófaðgerðum.
Af öllu þessu leiðir, að margir þeir menn, sem gerzt
þekkja þessi mál, halda því fram, að fullkomið öngþveiti
ríki nú í íslenzkum skólamálum, og fræðslukerfið sé í
slíkri upplausn, að þjóðinni stafi mikil hætta af, og með
hverju árinu, sem þannig líður, verði það ófærara um
að uppfylla menntunarkröfur tímans. Þetta kemur til
dæmis glöggt fram í mjög athyglisverðum umræðum
nokkurra ungra menntamanna í nýju hefti af tímaritinu
Samvinnan, og þær greinar ættu sem flestir að lesa.
Mestri furðu gegnir, að síðasta áratuginn skuli ekki
hafa komizt á yfirgripsmikil og samræmd endurskoðun
fræðslulöggjafarinnar. Hvað eftir annað hafa kröfur um
það verið bornar ram, bæði á Alþingi og utan þess. Fram-
sóknarmenn hafa til dæmis flutt tillögur um það á þingi
margoft hin síðustu ár, en stjórnarvöld aldrei fengizt til
að taka á þeim málum. Einhverjir tilburðir munu þó eiga
sér stað hin síðustu missiri, en allt er of laust í reipum
til þess að árangurs sé að vænta. Eiginlega veit enginn,
hyað verið er að gera, helzt hefur heyrzt, að einn só að
athuga barnaskólastigið, annar gagnfræðastigið, þriðji
stúdentsstigið hver í sínu pokahorni, en um samræmda
endurskoðun með fræðilegri könnun, skólarannsóknum
og samvinnu margra aðila undir stjórn einnar nefndar er
ekki að ræða.
Öllu þessu aðgerðarleysi og fálmi er aðeins hægt að
lýsa með orðtakinu um að fljóta sofandi að feigðarósi.
Það er sú eina einkunn, sem hægt er að gefa yfirstjórn
fræðslumála hin síðari ár. í meira en helming gildistíma
núverandi fræðslulaga hefur sami ráðherra, Gylfi Þ. Gísla
son, farið með menntamál, einmitt þann tíma, sem ann-
markarnir hafa verið augljósastir og endurskoðunarþörf-
in brýnust. Öngþveiti það, sem skapazt hefur, er ekki
góð reynslueinkunn um forystu hans í íslenzkum skóla-
málum, þó að öll ríkisstjórnin, sem setið hefur í átta ár,
eigi þar sinn sektarhlut með honum.
TIMINN
ERLENT YFIRLIT
Veröur ekki þörf fyrir Atlants-
hafsbandalagið eftir 1969?
Bandalagsins er þörf meðan ekki hefur fengizt annað betra öryggiskerfi.
PAUL HENRI SPAAK var einn aSalhvatama’öur að stofnun Nato og
framkvæmdastjóri þess og helzti talsmaSur um langt skeiS.
AÐ VONUM er nú farið að
ræða um íþað í vaxandi mæili,
hver verði framtíð Atlantshafs-
bandalagsins eftir 1969, en eft-
ir þann tíma geta þátttökurík-
in sagt sig úr bandalaginu
hvenær, sem þeim þóknast.
Margir halda því fram, að upp-
iausnarmerki séu nú sjáanleg
innan Nato og færa margt til.
De Gaulle hafi dregið Frakka
úr hinu hernaðarlega sam-
starfi. Flest þátttökuríkin, þar
á meðal Vestur-I>ýzkaland, hafi
dregið úr framlögum sinum til
hermála og þar með beint og
óbeint úr framlögum sínum til
varna bandalagsins. Síðast, en
ekki sízt sé svo að nefna það,
að óttinn við árás Sovétríkj-
anna hafi minnkað stórlega í
Vestur-Evrópu, en raunverulega
var það sá ótti, sem hleypti
Nato af stokkunum á seinustu
valdaárum Stalíns.
Það hefur átt sinn þátt í því
að draga úr þessum ótta, að
mikill fjandskapur hefur ris-
ið milli Rússa og Kínverja.
Meðan sá fjandskapur helzt,
er það ólíklegt að Rússar leggi
í sókn til vesturs, því að þeir
gætu þá fengið Kínverja í bak
ið.
VISSULEGA er hér um þró-
un að ræða, sem hefur ger-
breytt aðstæðunum frá því,
sem þær voru fyrir tæpum
tuttugu árum, þegar Nato var
stofnað. Þá var Vestur-Evrópa
enn mjög veik eftir styrjöld-
ina og ríkin þar gátu hæglega
orðið sterkasta ríkinu að bráð
eitt af öðru, ef þau tækju ekki
höndum saman og nytu til-
styrks Bandaríkjanna. Ýmsir
héldu því fram þá, að stofnun
Nato yrði til að auka viðsjárn-
ar milli austurs og vesturs, en
það hefur síður en svo orðið
Þvert á móti hefur dregið úr
spennunni milli austurs og
vesturs í Evrópu og má vafa-
lítið framar öðru þakka það
þvi hernaðarlega jafnvægi,
sem Atlantshafsbandalagið og
Varsjárbandalagið hafa skapað
í álfunni.
Samkvæmt þessari reynslu,
virðist það vera grundvallar-
atriði fyrir áframhaldandi bata
í sambúð austurs og vesturs í
Evrópu, að þetta hemaðarlega
jafnvægi haldist. Ef Nato leyst-
ist upp, er hætt við, að þetta
jafnvægi raskist. Það gæti orð
ið til þess, ef t. d. nýr Stalín
hæfist til valda í Sovétríkjun-
um, að sami leikurinn byrjaði
aftur í Evrópu og eftir síðari
heimsstyrjöldina áður en Nato
kom til sögunnar. Eftir slíku á-
standi munu þjóðir Vestur-
Evrópu ekki óska. Þetta sjónar
mið mun ráða mestu um það,
að þær munu viðhalda Nato
eftir 1969 eða á meðan þær
telja það nauðsynlegt til trygg
ingar hernaðarlegu jafnvægi í
álfunni.
Hitt má hins vegar telja vist,
að Nato verður starfrækt á
ýmsan hátt öðru vísi en áður.
Hernaðartæknin hefur tekið
miklum breytingum. Líklegt er
t. d. að Bandaríkin dragi mjög
úr herliði sínu í Vestur-Þýzka
landi, án þess þó að vestur-
þýzki herinn verði aukinn.
Þetta mun m. a. byggjast á
því, að Bandaríkin telji sig
geta loftflutt her til Evrópu
með litlum fyrirvara.
SAMKVÆMT því, sem hér hef
ur verið rakið, mun það verða
meginverkefni NATO eftir 1969
að viðhalda hernaðarlegu iaín-
>/ægi 1 Evrópu til að skapa
grundvöll fyrir áframhalaandi
batnandi sambúð milli ausiurs
og vesturs Þennan grundvól!
þarf að noca til að Koma a því
samstarfi Evrópuríkja. að hin
tvö hernaðarbandalög verði ó-
pörf. Þá fyrst, þegar slíkt sam-
starf hefur tekizt, er með réttu
nægt að segja, að NATO sé
orðið óþarft sem hernaðarbaoda
lag.
Við því má búast, ab það geti
cekið sinn tima að koma á slíku
samstarfi. Ýmsir haia látið sér
detta í hug, að það væri fyrsta
skref : þá átt, að boðað yrði til
sérstakrai öryggisráðstefnu
Svrópuríkja. Vel ma vera, að
lítili árangur næðist i fyrstu ai
slikri ráðstefnu. En með kenm
rær\ ísinn brotinn og umræð-
ur um þessi mál hafnar.
Garnalt orðtæki segir að>hálfn
að sé ”erk þá hafið er.
MEÐAL foringja kommúnista
í Austur-Evrópu, ber nokkuð á
oeirri óskhyggju. að NATO sé
að leysast upp. Slík öryggisráð
steína myndi að líkindum’leiða
i ijós, að vestrænu þjóðirnar
myndu ekki leysa upp varnar-
samtök sín, nema þær ættu að g
veija annað jafnöruggt og
betra. Slik ráðstefna myndi
sennilega einnig leiða það ó-
tvírætt í ljós, að það er einnig
ósbhyggja stjómmálamanna í
vestri, að Varsjárbandalagið sé
að leysast upp. Vilji menn ekki
búa við tvö hernaðarbandalög
í Evrópu-, verður að leita sam
eiginlega að öðrum leiðum til
að tryggja frið og jafnvægi í
álfunni.
Bæði i austri og vestri þurfa
menn að gera sér ljóst, að upp-
ausn þessara tveggja banda-
laga er ekki æskileg, nema áð- |
ur sé búið að koma á öðru sam- 6
eiginlegu kerfi til a? tryggja
friðinn. Það mynd t. d. vafa-
taust afleiðing af upplausn
NATO, að Vestur-Þjóðverjar
teldu sig nauðbeygða til að
afla sér kjarnorkuvopna. Ekki
myndi það bæta friðarhorfur í
Evrópu. Upplausn Varsjár-
bandalagsins myndi gera Rússa
miklu torti-yggnari og jafnvel
greiða fyrir valdatöku nýs Stal
ins þar. Þess vegna væri það
síður en svo ávinningur að
leggja þessi bandalög niður áð-
ur en búið væri að ná samkomu
iagi um öryggiskerfi er gæti
tekið við af þeim. Tímann nú
á að nota til þess að leita sam-
eiginlega að því, ef hægt er.
Þ. Þ.