Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1967næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Tíminn - 13.09.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.09.1967, Blaðsíða 8
MIÐVÍKUDAGUR 13. september 1967 TÍMINN Tómas Guðberg Hjaltason lögregluþjónn Einn af félögum okkar og skáta bræðrum, Tómas Guðlberg Hjalta- son, lögregluþjón, lézt af slysför- um 6. þ.m. aðeins 29 ára að al/lri. Með honum er fallinn fró einn af okkar beztu og traustustu vin- t;m. Fréttin um lát hans var vin- um hans og kunningjum mikið reiðarslag og fáir hefðu getað orð ið ókkur meiri harmdauði. En svona er lífið því miður otft órétt- látt. Skyndilega verðum við þess vísari, að einn af okkar beztu vinum er horfinn. Lífi hans er lokið, — hann er farinn heim. Við verðum að viðurkenna að hann er horfinn ásjónum okkar og að við sjáum hann ekki aftur, fyrr en fundum okkar ber saman hinum meginj en þá vitum við, að tekið verður á móti okkur af gamalkunnum hressileik og glað- værð. En minningin um hinn horfna vin mun aldrei Mða úr hugum okkar. Slíkir menn, sem Tómas heitinn var, eru ekki á hverju strái. Tómas gekk snemma í skáta- hreyfinguna og gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir Skátafélag Reykjavíkur allt fram til siíðustu stundar. Voru stönf hans jafnan unnin af óeigingirni, dugnaði og elju. Tómas heitinn var með allra vinsælustu mönnum, svo vinsæll, að allir sóttust eftir vináttu hans og félagsskap. Hann var, eins og sagt er, hvers manns hugljúfi. Tómas var fédagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík og lengi einn af forystumönnum þar. Atti hann sæti í sveitarráði sveitarinnar um árabil og þekktu hann allir, sem að björgunarmálum vinna. Hann var traustur maður, harðduglegur og baráttuglaður. Þrekmaður var hann mikill og einn af þeim mönnum, sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna, ef hann vissi, að einhver þunfti hjálpar með. Var hann þó ávallt rósemin sjálf, og sást honum aldrei bregða, hversu slæmar, sem horfur og að- stæður voru, þeir menn eiga gott, sem búa yfir jafn mikilli hugar- ró og Tómas heitinn bjó yfir. Enda var svo, að jafnan var leitað tii Tómasar er gera þurfti út leið- angra til björgunarstarfa. Var þá sama hvort beiðnin kom á virkum degi eða rúmhelgum, að nóttu til eða degi, Tómas var ávallt við- hiiínn Það eru vafalaust fáir, sem hafa tekið jafn virkan þátt í björg unarstörfum og Tómas heitinn gerði, þar var hann ávallt fram- arlega í flokki. Á síðari árum var Tómas einnig félagi í Björgunar- sveit Ingólfs og gegndi þar stöðu varaformanns. Tómas heitinn lézt í starfi, því starfi, sem hann mat svo mikils lögreglu- og hjálparstarfinu. Hann var einn af reyndustu mönnum í umferðardeild lögregl- unnar. Hann var réttsýnn maður, góður maður. Skarð hans verður seint fyllt. Svo er sagt, að þeir sem guðirnir elska, deyi ungir. A það ekki einmitt við um Tómas Guðberg Hjaltason? Er ekki ein- mitt dæmigert fyrir mann eins og Tómas að deyja í blóma lífs síns og fullu starfi, sem hann unni sér sjaldan hvlldar í? Það er ástkær vinur okkar og félagi, sem við fylgjum tii grafar f dag. Eftirlifandi eiginkonu hans, foreldrum og systkinum og öðr- um vandamönnum, færum við okk ar innilegustu samúðarkveðjur. f vissu um endurfundi síðar, kveðjum við þig kæri vinur, og þökkum þér samveruna og fá- dærna góð kynni. Vertu sæll, guð varðveiti þig, kæri félagi og skátatoróðir. Félagar úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík. f í dag fer fram útför Tómasar G. Hjaltasonar lögregluþjóns, sem lézt af slysförum hinn 6. septem- toer síðastliðinn. Tómas Guðberg Hjaltason var fæddur í Reykjavík hinn 12. marz 1938, sonur hjónanna Valnýjar Tómasdóttur og Hjalta Gunnlaugs sonar verkstjóra. Tómas Guðtoerg hóf störf í lög- regluliði Reykjiavíkur, hinn 1. fetorúar 1964, og starfaði lengst af við umferðarde-ild lögreglunnar, aðallega á bifhjóli. Áður en Tóm- as hóf störf í lögreglunni, hafði hann verið starfsmaður Landsíma Íslands og bifreiðaverkstæðis Eg- ils Vilhjálmssonar, en Tórnas var bifvélavirki og lauk prófi í þeirri grein árið 1960. Tómas varð -ungur skáti og starfaði mikið í þeirra röð-um og var félagi í Hjiálparsveit skáta. Ennfremur var hann í Björgunar- sveitinni Ingólfur og alltaf boð- inn og búinn til að veita aðstoð og hjálp, hvar og hvenær sem til hans var leitað. Hann var félags- lynd-ur maður og áhugasamur um velgengni þeirra mála, sem hann helgaði a-llar sínar tómstundir, slysavarnir og hjálparstarfsemi. Hann var einn þeirra manna, sem nútíma þjóðfélag á mikið að þakka fyrir óeigingjörn störf í þágu al- mennings. Lögreglumannsstarf sitt innti hann af hendi mjög far sællega og var vihsæll jafnt if starfsbræðrum sem borgurum. Tómas lauk prófi frá Lögreglu- skóla ríkisins, hinn 10. maí s. 1. Auk þess hafði hann lokið prófi frá skóla dönsku almannavarn- anna. Hinn 15. ógúst 1964, kvæntist bann Guðnýju Maríu Finnsdóttur, og áttu þau iheimili hjá foreldr um Tómasar. Við félagar Tómasar í lögregl unni í Reykjavík þökkum honum samstarfið og samveruna, og eigin konu hans, foreldrum, systkini,m og öðr-um ættingjum og vinum, sendd ég innilegar samúðarkveðj- ur. Bjarki Elíasson. t S.l. fimmtudag barst mér sú hörmulega fregn til Sto-kkhólms, að vinur minn og félagi, Tómas Hjaltason, lögregluþjónn,, hefði látizt í umferðarslysi kvöldinu áður. Andlátsfregnin kiom yfir mig sem reiðarslag. Það er erfitt að sœtta sig við, að svo ungur m-aður í blóm-a lífsins skuli vera kallaður brott, þegar framtíðin, björt og fögur virðist blasa við. Tom-mi — eins og við félagar hans kölluðum hann, var í hópi okkar 12 félaga, sem mynduðum með okk-ur samtök á s. 1. vetri um að rei-sa o-kkur hús. Marg-ir okkar voru hikandi við að leggja í svo stóra framkvæmd, en við vorum svo heppnir, að einn félagi okkar hikaði aldrei og lét sér ekki erfið- leikana fyrir brjósti brenna, en það v-ar Tomrni. Með dugnaði sín- -um og óskertu viljaþreki smitaði hann o-kk-ur hina, enda voru fram kvæmdir ekki langt komnar, er við völd-um hann til forystu. Eftir það þurfti enginn okkar að efast lengur. Flestir okkar höfðu kynnzt ihonum í skátastarfinu og vissu, að Tornmi hafði óvenjulegt starfs- þrek og óbilandi kjark. Hann vann traust og vináttu allra, sem kynnt- us-t h-onum. Fyrir hönd okkar félaganna færi ég honum með þessum fátæk legu orðum þakkir fyrir samvinnu, tryggð og vináttu. Eiginkonu, for- eldrum og systkinum votta ég mína innilegustu samúð. Minning- in um góðan dreng lifir í hugum okkar allra. Pétur Sveinbjarnarson. f Ó, þá náð að eiga Jesúm einkavin í hverri þra-ut . . . Tómas Hjaltason lögregluþjónn lézt hér í Reykjavík s. 1. miðviku- dag. Við félagar hans í umferðar- deildinni eigum erfitt með að trúa þvi að hann Tómas komi aldrei til starfa með okkur oftar. Við eigum erfitt með að trúa því, að hann, með sitt ljúfa geð, með sína hlýleg-u og glaðlegu framkomu, hann, sem allt vildi fyrir alla gera, við eigum erfitt með að trúa því að hann sé horfinn úr okkar hópi. Það skarð veðrur aldrei fyllt. Þessi fáu og fótæklegu orð eiga ekki að vera nein ævisaga, til þess bre-stur okkur þekkingu. Þetta eiga aðeins að vera fáein kveðiu- orð til h-orfins vinar og félaga. Tómas fæddist hér í Reykjavik 12. marz árið 1938, sonur hjon- anna Hjalta Gunnlaugssonar og Valnýjar Tómasdóttur. Hann hóf nám í bifvélavirkjun á verkstæði Egils Vilhjálmssonar og lauk því námi. Að því loknu hóf hann störí hjá Land-síma íslands og vann þar við uppsetningu loftneta og eftir- lit með þeim. í febrúarmánuði ár- ið 1964 hóf svo Tóm-as störf hjá embætti lögreglustjórans í Reykia vík. Lengst af síðan hefur hrnn svó unnið hjá -umferðardeildinm, á bifhjóli og við þau skyldustörf sín lézt hann. Þann 15. ágúst 1964 kvæntist Tómas eftirHfandi eiginkonu sinni, Suðnýju Maríu Finnsdóttur og er að henni og öllum han-s ættmenn- um og vinum kveðinn sár harm-ur við fráfall hans. Tómas var ákaflega vinmargur maður, enda einstakt ljúfmenni í allri framkomu. Sem lögreglumað- ur átti hann mjög gott með að umgangast fólk, þ-að gerði hans létta geð og glaðlega framkoma og hjólpfýsi, sem Tómasi var svo ríkt’í tolóð borin. f skátahreyfing-unni var Tómas rnjög virkur þátttakandi, enda fram-arlega í þeirri starfsemi allri. Einnig var hann félagi í Björgun- arsveitinni In-gólfi og varaformað- ur þar og sýnir það giöggt, hversu mikið traust félagar hans þar báru til hans. Það m-á með sanni segja, að Tómias hafi tileinkað sér orðin „ávallt viðbúinn“. Hann var ætíð boðinn og búinn til hvers sem var og hvenær sem var. Hann taldi ekki eftir sér að vinn-a hin erfiðustu störf hjá lögreglunni, sem oft verður að vinna sín störf við slæmar aðstæður. Öll þau störf voru unnin með sömu glað- legu og prúðmannlegu framkom- unni, sem honum var svo eigin- leg, alltaf. Tommi minn, við fé- lagar þínir í umferðardeildinni söknum þín sárt. Við eigutn á bak að sjá traustum vini og félaga, sem hverfur okkur í blóma Mfs- ins og á svo margt ógert. Eitt eig- um við þó, sem aldrei verður frá okkur tekið, en það er minningin um þig og á hana mun aldre-i nokk ur skuggi falla. Kjonunni þinni, foreldrum og systkinum þínum, Nínu' og Dossa, vottum við Okkar dýpstu samúð og biðjum Guð almáttugan , að veita þeim styrk í þeirra djúpu sorg. Far þú í friði friður guðs þig biessi. Félagar í umferðardeild. t Kveðja frá S.V.F.Í. „Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað Vinur aftanisólar sértu. Sonur morgunroðans vertu.“ Þessar látlausu og fallegu Ijóð- línur verða mér efst í huga, þeg- ar ég á skilnaðarstund rifja upp fcynni okkar, sameiginleg áhuga- mól og samstarf. Hún m-un seint mást úr h-uga mínum myndin af hinum yfirlitsbjarta æskumanoi, dagfarsprúðum og drenglunduð- um, sem ávallt var reiðubúinn að leggja málefnum Slysavarnafé- lagsins lið, hv-enær sem til hans var leitað, hvort heldur var við samæfingu björgunarsveita á ör- æf-um uppi, á annesjum úti, eða við tilsögn og fræðslu á námskeið um félagsins. Alltaf var tí-mi af- lögu og aldrei talin eftir mörg spor og mikil fyrirhöfn. Þegar Tómas hafði lofað að takast á hendur einhvern starfa fyrir fé lagið, þá vdssu allir að vel yrði á málum haldið. Hann frestaði því aldrei til morguns, sem hægt væri að ljúka í dag. Það var skap- höfn hans, skyldurækni og virð- ing fyrir stundvísi orða og at- hafna, sem vörðuðu veginn. Þegar Slysavarnafélaginu var boðið að senda fulltrúa á nám- skeið f Almannavörnum, sem hald ið var i Danmörku vorið 1966, valdist Tómas til þeirrar ferðar. Á því námskeiði kynntist hann ákveðnu og fastmótuð-u kerfi í skyndihjálp, sem síðan átti hug hans allan. Honum var það mikið kappsmál, að þetta kennslukerfi yrði tekið u-pp hér á landi. os þá um leið nauðsyn þess að sam ræma sjónarmið hinna ýmsu fé- lagasamtaka, sem hefðu þessa fræðslu innan sinna vébanda. Það var Tómasi því mikið fagn aðarefni, þegar úrlausn þessa máls sveigðist til þess vegar, sem hann helzt kaus. Þess verður heldur ekki langt að bíða, að þetta á- hugamál hans verði að veruleika. O-g það var samhljóða álit allra, sem til þekktu, að giftusamlega hefði til tekizt með val Tómasar til þessarar náms og kýnningar- ferðar. Hann sýndi það svo sann- arlega, að hann var þessa trausts verður og kunni að meta það tra-ust, sem honum hafði verið sýnt. Þess gætár oft í hópi ungra manna, að dómar eru felldir oft á tíðum yfirvegunarMtið, og að greint sé á um leiðir til úrlausn- ar hinna ýmsu mála. Það er ekki nema eðlilegt, að sitt sýnist hverj um meðal kappsfullra og fram- sækinna ungmenna. En þá er líka nauðsynlegt fyr- ir þann, sem til f-orustunnar hef- ur valizt, að geta samræmt hin ýmsu sjónarmið og s-ætt til sam- eiginlegra átaka og farsæls ár- angurs. Þennan kost átti Tómas í ríkum mæli, og er því of-ur-skilj- anlegt, að hann skylidi ávallt hafa verið í fremstu röðum vaskra pilta í Hjálparsveit skáta og Björgunarsveit Ingólfs. Megi báð- ar þessar sveitir eiga sem flesta liðsmenn lika Tómasi. Þá er mannval í Mði beggja. Pélagar Tómasar í Ingólfi hafa stofnað styrktarsjóð hjá Slysa- vamafélagi fslands, sem ber nafn hans. Markmið þessa sjóðs verður að styrkja áhu'gasama meðlimi björgunarsveitarinnar til náms og kynningarferða í því, er sérstak- lega varðar hjálpar- og björgun- arstörf og þá. helzt á því sviði, er honum var hugstæðast. Á þennan hátt vilja þeir minn- ast félagans góða og ljúfa, og votta honum virðingu og þakkir fyrir þá miklu vinnu, alúð og vinsemd, sem einkenndu öll haus störf í þeirra hópi. Slysavarnafélag íslands kveð- ur þennan trausta og góða liðs- mann og þakkar honum marg- h-áttuð störf. Syrgjandi ástvinum sendir félagið dýpstu samúðar- kveðjur og biður Guð að styrlga þau' við hin þungbæru þáttasiúl. ,Par þú í friði, friður Guðs þig blessi." . —góði, glaðlyndi og tryggi vinvr. Hannes Þ. Hafsteín. | Aðstoðarmælinga menn óskast til starfa í Straums- vík. Gott tækifæri fyrir þá sem áhuga hafa á að öðlast þjálfun í mælingum i sam- nandi við byggingafram- kvæmdir Þjalfun í að lesa teikningar æskileg. Upplýsingar í síma 52485

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 207. Tölublað (13.09.1967)
https://timarit.is/issue/244566

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

207. Tölublað (13.09.1967)

Aðgerðir: