Alþýðublaðið - 22.12.1987, Side 14

Alþýðublaðið - 22.12.1987, Side 14
14 Þriöjudagur 22. desember 1987 FRÉTTASKÝRING Kristján Þorvaldsson skrifar Hálfgert ófremdar- ástand hefur ríkt á Al- þingi síðustu daga fyrir jól. Stjórnarandstaðan hefur haldið uppi mál- þófi og nokkuð hefur borið á sundurlyndi hjá stjórnarliðum sem óspart skila sérálitum í nefndum þingsins. Menn velta því fyrir sér hvernig standi á því, að sá einkennilega staða skuli komin upp að máttlaus stjórnarand- staða haldi ríkisstjórn- inni í skrúfstykki þegar fyrst reynir á fyrir al- vöru að koma málum í gegnum þingið. Að verulegu leyti hlýtur það að skrifast á reikning Þorsteins Pálssonar for- sœtisráðherra, að ekki skuli betur hafa tekist til við verkstjórnina. Lítil sáttfýsi Um helgina var reynt aö ná samkomulagi á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um aö Ijúka þinghaldi fyrir jól. Ríkis- stjórnin óskaöi eftir sérstök- um fundi með fulltrúum stjórnarandstöðunnar og bauö aö endurgreiða hluta af söluskatti á fisk og fresta af- greiðslu frumvarps um verka- skiptingu ríkis og sveitarfé- laga. Við þetta tilboð vildi stjórnarandstaðan ekki una og lagði fram gagntilboð um að ríkisstjórnin hætti við af- nám undanþága á matvörur og skuldbindi sig til að grípa ekki til gengisfellingar eða efnahagsráðstafana með bráðabirgðalögum í þinghléi. Ekkert samkomulag náðist í þessum viðræðum, þannig að útlitið er svart fyrir ríkis- stjórnina sem sökum tíma- pressu er sett I skrúfstykki stjórnarandstöðunnar, sem hingað til hefur ekki þótt sína mikil tilþrif, eða vera lík- leg til afreka. Við rfkisstjórninni blasir þvl sú staðreynd að þurfa að velja og hafna, gera upp á milli þeirra fjölmörgu frum- varpa sem bíða afgreiðslu Al- þingis. Sýnt er að þingfundir dagana þrjá á milli jóla og ný- árs geta ekki „bjargað" nema hluta frumvarpanna í gegn fyrir áramót. í gær reyndu formenn þingflokkanna til þrautar að ná samkomulagi, en án árangurs. Borgaraflokkurinn spillti Stjórnarþingmaður sem Al- þýðublaðið talaði við sagði að í viðræðunum um helgina hefði verið útlit fyrir að sam- komulag tækist við stjórnar- andstöðu um afgreiðslu þing- mála fyrir jól. Að hans mati spillti Borgaraflokkurinn öðr- um fremur fyrir samkomu- lagi. Þingmaðurinn sagði að komið hefði í Ijós reynslu- leysi borgaraflokksmanna. Ólíkt þingmönnum hinna stjórnarandstöðuflokkanna, Alþýðubandalags og Kvenna- lista, hefðu þeir ekki verið til- búnir að viðurkenna þingleg- ar hefðir og semja um mál. — Það hlýtur að skrifast að verulegu leyti á reikning Þorsteins Pálssonar forsœtisráðherra, að ekki skuli betur hafa tekist til við skipulag og framsetningu mála á Alþingi, segir m.a. í fréttaskýringunni. Þingmenn voru því ekki beint léttir í lund í gær. Hjá stjórn- og stjórnarandstöðu var stál í stál og allir flokkar voru meira og minna klofnir I afstöðu til kvótafrumvarps- ins. Núgildandi lög um stjórn fiskveiða falla úr gildi um áramót og mörgum þing- mönnum óar við þá tilhugs- un, að núverandi fiskveiði- stefna verði framlengd um einhverja mánuði. í gær virt- ist hins vegar sem Halldór Ásgrímsson héldi enn í það haldreipi að hóta framleng- ingu, þvi ekki hafði komið sérstakt sáttaboð frá honum þrátt fyrir þær miklu ógöngur sem málið var komið (. Þing- menn sem Alþýðublaöið ræddi við í gær voru því sér- staklega gagnrýnir á vinnu- brögð sjávarútvegsráðherra. Ábyrgð forsætisráðherra Stjórnarandstaðan gagn- rýnir auðvitað ríkisstjórnina fyrir að skapa ófremdar- ástand á Alþingi með því að leggja fram aragrúa flókinna frumvarpa á síðustu dögum fyrir venjulegt jólaleyfi þing- manna. Þessi gagnrýni á að flestra mati rétt á sér. Frum- vörp sem bíða afgreiðslu eru sannarlega flókin og þurfa vandaða meðferð, undir öll- um kringumstæðum. Ríkis- stjórnin á sér hins vegar nokkrar málsbætur, því litill tími hefur verið til undirbún- ings vegna þess hversu stjórnarmyndun tókst seint. Ennfremur geta stjórnarflokk- arnir auðveldlega bent á óá- byrga afstöðu stjórnarand- stöðunnar, sem heldur uppi málþófi í þinginu og er ekki reiðubúin til samninga um mál. Þessar skýringar eru hins vegar ekki alhlitar. Menn hljóta t. d. að spyrja sig hvernig standi á þvi að nokkr- um dögum fyrir jól skuli máttlaus stjórnarandstaðan vera farin að skipa rikis- stjórninni fyrir verkum, vegna timaskorts. Léleg verkstjórn svarar ef- laust að einhverju leyti þess- ari spurningu. Það hlýtur að skrifast á reikning Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra að ekki skuli hafa betur tek- ist til um skipulag og fram- setningu mála i þinginu. Það skrifast ennfremur á reikning verkstjórans í ríkisstjórninni að ennþá skuli stjórnarþing- menn koma hlaupandi í bakið á ríkisstjórninni með sérálit i hinum og þessum málum, á sama tíma og stjórnarand- staðan heldur uppi sífelldu málþófi. Staðgreiðslan númer eitt Fyrirhugaöar skattkerfis- breytingar eru líkast til þær róttækustu sem gerðar hafa verið allt frá þvi á fyrstu árum Viðreisnar. Þjóðin bíðuröll eftir staðgreiðslunni og stór hópur hefur þegar skilað skattkortum inn til launa- greiðenda. Það veröur því ekki aftur snúið með stað- greiðslukerfið þrátt fyrir mál- þóf stjórnarandstöðunnar. Spurningin er hins vegar hvort málið fái eðlilega þing- lega meðferð eða hvort gripið verði til setningu bráða- birgðalaga. Áður en af því verður hefur rikisstjórnin þann möguleika að sam- þykkja einstaka lagagreinar, þótt staðgreiðslufrumvarpið sjálft og fylgifrumvörp þess renni ekki í gegn fyrir áramót. Hrossakaup á lokamínútu Staðgreiðslan verður því algjört forgangsmál, en önn- ur mál þarf ríkisstjórnin aö vega og meta blákalt að- þrengd stjórnarandstæðing- um. Albert og aðrir leiðtogar stjórnarandstöðu höfðu bolt- ann sín megin í gær og munu að líkindum hafa hann fram yfir jólin. Þá er hins veg- ar ekki útlokað að það muni brá af stjórarandstöðunni og ráðrúm gefist til hrossa- kaupa. í gær var talið liklegt að þing yrði ekki bara kallað saman á milli jóla og nýjárs heldur þyrfti einnig að halda þingfundi strax eftir áramót- in. Þingmenn sem Alþýðu- blaðið talaði við sögðu lík- legt að þing kæmi saman 4. janúar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.