Alþýðublaðið - 22.12.1987, Qupperneq 18

Alþýðublaðið - 22.12.1987, Qupperneq 18
18 Þriðjudagur 22. desember 1987 Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir nóvembermánuð 1987, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 28. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbót- ar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. janúar. Fjármálaráðuneytið, 18. desember 1987. Akraneskaupstaður, Tæknideild. Auglýsing um deiliskipulag á Akranesi. Svæði milli Dalbrautarog Þjóðbraut- ar. Skv. ákvörðun skipulagsstjórnar með vísan til 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er lýst eftir athuga- semdum við tillögu að deiliskipulagi svæðis milli Dalbrautar og Þjóðbrautar, Akranesi. Svæðið af- markast af Dalbraut að norðanverðu, Esjubraut að austanverðu, Þjóöbraut að sunnanverðu og Stillholti að vestanverðu. Svæðið er ætlað undir iðnað, verslun og skrifstofur, og opinbera þjónustu. Teikningar, ásamt greinargerð og skilmálum liggja frammi á Tæknideild Akraneskaupstaðar Kirkju- braut 28, 2. hæð, frá og með mánudeginum 28. desember, 1987 til föstudagsins 19. febrúar 1988. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu vera skrifleg- arog berast bæjartæknifræðingi Akraneskaupstað- ar fyrir 26 febrúar, 1988 Þeirsem okm gera atnug, semdir við tillöguna innan tiitekins frests teljast samþykkja hana. Bæjartæknifræðingur. Blóðbankinn sendir öllum blóðgjöfum og velunnurum sínum bestu jóla- og nýársóskir með þakklæti fyrir hjálpina á und- anförnum árum. Jólabingó Skrifstofa Alþýðuflokksins verður með glæsileg- asta bingó ársins í glæsilegasta samkomuhúsi landsins, Hótel íslandi, við Ármúla þriðjudaginn 29. desember kl. 20.00. Aðalvinningur verður splunkuný LANCIA bifreið, að auki veróur fjöldi heimilistækja í vinninga. Nánar auglýst síðar. Takið þennan dag frá á almanakinu. Skrifstofa Alþýöuflokksins. Jólakrataplata Skrifstofa Alþýðuflokksins selur nú jólalagasafnið „Gleðileg jól“ með 24 lögum sem eru flutt af mörg- um góðum söngvurum svo sem Björgvini Halldórs- syni, Þuríði Sigurðardóttir og Þóri Baldurssyni. Lögin eru til á kasettu eða tveimur plötum í umslagi. Verðið er kr. 1.000.-. Hringið eða komið. Við tökum vísa og eurocard. SMÁFRÉTTIR Frá Bloomington Indiana Næstkomandi sunnudag, 27. desember, verður djassað í Heita pottinum eins og endranær og eru þetta síð- ustu tónleikarnir á þessu ári. Tónleikarnir eru i Duus-húsi hefjast kl. 21.30 og nefnast „Frá Bloomington Indianá'. Það er Sigurður Flosason, altósaxófón, sem mætir á svæðið og skemmtir áhorf- endum ásamt hrynsveit. Skáldsaga Matthiasar Johannessen. Sól á heimsenda Matthias Johannessen sendir nú frá sér alllanga sögu sem hann nefnir „Sól á heimsenda." Eirikur Hreinn Finnbogason ritar aftan á kápu bókarinnarog segir m. a. Aðalperónurnar eru hann, hún og drengurinn. Sagan gerist á ferðalagi án þess að vera ferðasaga. Hún er hugsuð sem minningar hans. Drengurinn er t. a. m. á ýmsum aldri í sögunni, hún eiginkona og móðir. Sagan er umfram allt glíma hans við sjálfan sig og imyndanir sín- ar á þessu lífsferöalagi með þau sér við hlið.’ „Sól á heimsendá’ er 135 bls. að stærð. Prentuð og bundinn í Prentverki Akra- ness en það er Almenna bókafélagið sem gefur bók- ina út. Styrkir til háskólanáms í Danmörku Dönsk stjórnvöld bjóóa fram fjóra styrki handa íslendingum til háskólanáms í Danmörku námsáriö 1988-89. Styrkirnireru ætlaö- ir þeim sem komnireru nokkuö áleiðis í háskólanámi og eru mið- aðir við 9 mánaða námsdvöl en til greina kemur að skipta þeim ef henta þykir. Styrkfjárhæðin er áætluð um 3.720 d.kr. á mánuði. Umsóknum um styrkina skal komið til menntamálaráðuneytis- ins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 25. janúar n.k., á sérstök- um eyðublöðum, sem þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt meðmælum. Menntamálaráðuneytið 18. desember 1987. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hafnar- stjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboöum í eftirtalin verk: 1. Kleppsbakki — lenging. Gerð hafnarbakka. Verkið er fólgiö í rekstri á stálþili í 141 m langan bakka og 23 m langan gafl, bindingu og stögum þils og fyllingu bak við þil. Helstu magntölur: 1. Rekstur stálþils alls 165 m. 2. Uppsetningu stagbita. 3. Uppsetning akkerisstagaog akkerisplatna, 86 stk. 4. Fylling: 24.000 m3 2. Kleppsbakki — lenging. Kantbiii og kranabraut. Verkiö er fólgiö í rekstri á steyptum staurum undir kranabraut, byggingu kranabrautar og kants á hafnarbakka, uppsetningu kranaspora, lagningu vatns-og frárennslislagnasvoog lagning ídráttar- röra fyrir raflagnir. Helstu magntölur: 1. Rekstur á steyptum staurum, lengd 12—17 m, alls 123 stk. 2. Mótafletir 2200 m2. 3. Steypumagn 800 m3. 4. Járnmagn 80 tonn. 5. Regnvatnslögn 500 m. 6. Vatnslagnir 150 m. 7. ídráttarrör 1000 m. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavik, þriðjudaginn 22. desember, - gegn kr. 15.000, — skilatryggingu fyrir hvort verk um sig. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 26. janúar 1988, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik Er númerið á bœklingi vinningshafa ÍSAFOLDAR. Handhafi þess bœklings hlýtur vikuferð fyrir 1vo til Vínarborgar ásamt aðgöngumiðum að hinum þekktu nýárstónleikum, allt með ferðaskrifstofunni FARANDA. Handhafi bœklingsins er beðinn um að hafa samband við skrifstofu ÍSAFOLDAR í síma 17165 í síðasta lagi mánudaginn 28. desember n.k., því ferðin hefst miðvikudaginn 30. desember. DRGREHfllílG /i / = Ilsí’ ttépnt l\!or$ s Bm er skmttatium skanmt... £ FREDERICK FORSYTH TlAin&AKI RÉGINE DEFORGES 1'IARÍA MAltiRÉT 1877 ÍSAFOLD 1987

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.