Alþýðublaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 30. desember 1987 FRÉTTASKÝRING □ Haukur Holm skrifar - wm Mikið er sótt um dvalar- leyti fyrir konur frá Austur- löndum og jafnvel virðist sem karlinn er sæki um leyf- ið og konan sem ætlar að flytja hafi ekki sést áður. Dvalarleyfi er synjað, sé útlit fyrir að þannig sé málum far- ið. Ekki er krafist læknis- skoðunar af þessum konum eins og gert er með börn frá þessum heimshluta. Borgar- læknir telur þó að þess þurfi. Töluverður aldursmunur er stundum á karlinum og kon- unni. Framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs telur það lýsa mikilli einmanakennd, þurfi fólk að leita sér að maka í pöntunarlista. Kvennalistinn hyggst beita sér fyrir því að það fólk sem hingað flyst, eigi visan stuðningsaðila sem upplýsi viðkomandi um réttindi sin. Eins og flestum er áreiðan- lega kunnugt hefur makaleit íslendinga beinst i sífellt meiri mæli í austurátt, og þá einkum til Filippseyja og Thailands. Það sem einkennir þessa makaleit þó, er að hún virðist að svo til öllu leyti miðast við leit karla að kon- um. Tvær leiðir eru farnar í þessum efnum. Önnur er sú að karlar fari í sumarfrí til Thailands, sem virðist nú verða sifellt vinsælli ferða- mannastaður i huga okkar, og kynnist þar konum sem þeir síðan vilja fá hingað norður til sín. Jafnvel að þeir hafi farið gagngert til þessa fjarlæga lands til að finna konu. Enda hefur austræn fegurð löngum heillað marg- an manninn hér á landi. Hin leiðin sem farin er, sést daglega í einkamála- dálki DV. Þar má lesa að til séu listar með allt að þrjú þúsund nöfnum (þar af nokk- ur hundruð íslenskum) fólks sem hefur áhuga á að kynn- ast manni. Svo virðist sem karlar noti þessa þjónustu mest því ein auglýsingin sem birst hefur oft segir að að- eins ný nöfn ísl. og erl. KVENNA séu á þeirri skrá. Karl Jóhannsson hjá Út- lendingaeftirlitínu sagði i samtali við Alþýðublaðið í gær að mikið væri sótt um leyfi til að flytja inn konur frá Asiu og færi þeim óskum fjölgandi og einnig að tölu- vert bæri á því að viökom- andi aðilar hafi aldrei sést áður, heldur virtist sem til kynnanna hafi verið stofnað f gegnum umræddan lista. Þeim málum ervísað til dómsmálaráðuneytisins sem úrskurðar í þeim. Ekki veitt leyfi þekkist fólk ekki fyrir Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingaeftirlitinu komu á síðasta ári 63 manns frá Filippseyjum hingað til lands, en fyrstu ellefu mán- uöi þessa árs voru þeir 112. Frá Thailandi komu á árinu ’86 25 manns, en 1. des. ’87 voru þeir orðnir 36. Þessar tölur segja einungis til um hve margir komu til landsins frá þessum löndum, en ekki hver aukningin er í flutningi hingað. Þorsteinn Geirsson ráðu- neytisstjóri í dómsmálaráðu-’ neytinu sagði f samtali við Alþýðublaðið að reglan hér væri sú sama og í Danmörku að ef fólkið hefur ekki sést áður að þá er beiðni um land- vistarleyfi synjað. „Ef það er Ijóst að sú manneskja sem hingað vill flytjast hefur aldrei séð þá þersónu sem hún segist ætla að giftast, þá er því synjað". Sagði hann að ekki hafi mörg slík mál komið upp, en þó hafi þau sést. Yfirleitt væru þetta kon- ur sem sótt væri um dvalar- leyfi fyrir af því fólki sem kemur frá t.d. Thailandi og Filippseyjum, en þó væri það ekki einhlítt. Viðkomandi aðilar þyrftu að geta sannað að þau hafi kynnst erlendis og taldi hann að hægt væri að sanna hvort sú væri reyndin. Ef það tækist ekki teldist kunningsskapurinn ekki sannaðurog því fengist ekki dvalarleyfi. Varðandi það hvort mikið af þessum kynn- um milli íslendinga og aust- urlandabúa hafi þróast í gegnum framangreinda lista kvaðst hann ekki geta dæmt um það. „En það er ekki fær leið“. Yfirleitt væru það konur sem sótt væri um dvalarleyfi fyrir af því fólki sem kemu/ frá t.d. Thailandi og Filipþs- eyjum. Skiptar skoðanir um þörf Iæknisskoðunar Eins og Alþýðublaðið sagði frá í gær þurfa þær konur sem hingað flytjast frá Asíu ekki að gangast undir neina sérstaka læknisrann- sókn, þótt það þyki nauðsyn- legt með þau börn sem frá þessum heimshluta koma. Sagði Ólafur Ólafsson landlæknir að ekki væri kraf- ist af einstaklingum sem hingað koma að þeir gangist undir læknisskoðun, nema um hópa sé að ræða eða fólk sem sækir um atvinnuleyfi. Gat hann þess að töluvert hafi orðið vart við orma í inn- yflum hjá konum frá þessum slóðum. Skúli G. Johnsen borgar- læknir sagði í þeirri sömu frétt að hann teldi að við ætt- um að krefjast þess að fólk hlítti þeim ströngu reglum sem eru hér á landi t.d. varð- andi berkla, enda séu þeir Sifellt fleiri konur frá framandi menningarsvæðum flytjast til ís- lands. En hvernig tekst þeim að aðlagast breyttum háttum? mjög algengir í þessum heimshluta. „Það er eðlilegt að fólk sem hingað kemur til lengri dvalar sé látið gangast undir skoðun með tilliti til smitnæmra sjúkdóma”, sagði Skúli G. Johnsen. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins eru þess mörg dæmi að karlar sem sæki um dvalarleyfi fyrir konur frá Thailandi og Filippseyjum séu janfvel komnir yfir sextugt, en konurnar rétt rúmlega tvítugar. Skyldur íslensks þjóðfélags Þessar konur koma frá svo gjörólíku menningarsvæði að gera má ráð fyrir því að þær lendi í einhverjum vandræð- um með að aðlagast nýjum og breyttum aðstæðum. Flutningur á nýjan stað getur oft verið erfiður, en svo mikil breyting og hér um ræðir hlýtur að krefjast mikils af þessum einstaklingum. Þessar konur eru aldar upp við þá hugsun að þær eigi aö vera manni sínum undirgefn- ar og talað hefur verið um hver staða þeirra sé þegar eiginmaðurinn hefurhugsan- lega fengið nóg og hún þarf að standa á eigin fótum í framandi umhverfi. Þorsteinn Geirsson sagði að þessi mál væru svo nýtilkomin að engin vitneskja væri komin um skilnaðartíðni í þessum hjónaböndum. „Sé um stórfelldan inn- flutning á fólki frá ólíku menningarsvæði að ræða, finnst mér aö íslenska þjóð- félagið hafi ákveðnar skyldur gagnvart því fólki“, sagöi Elsa Þorkelsdóttir framkvæmda- stjóri Jafnréttisráðs í samtali við blaðið. Kynna þyrfti þess- um konum hvaða réttindi þær hafa og ýmsar upplýs- ingar sem þeim eru nauðsyn- legar. Varðandi það hvort fólk væri að kynnast í gegnum lista að væri það rétt sýndi það ákveðna einmanaleika- mynd sem fylgdi gjarnan stórborgum. Skiptar skoðanir væru um hvort þessar konur væru „keyptar”, en ef sú væri raunin þá lýsti það samskipt- um hins vestræna heims gagnvart þriðja heiminum. Guðrún Agnarsdóttir alþingismaður Kvennalistans sagði að þær hafi rætt þessi mál í sínum hópi og hyggist þær beita sér fyrir því að þeir sem flytji hingað til lands, hvort sem það er vegna gift- ingar eða annars, eigi vísan upplýsingaaðila sem kynni þeim réttindi sín og eigi greiðan aðgang varðandi að- stoð ef með þarf. Þá er einnig ríkjandi það sjónarmið hjá mörgum að við íslendingar eigum að vernda okkar kynstofn eins og fram- ast er unnt og ekki blanda gjörólíkum kynþáttum saman við hann. Samkvæmt heim- ildum blaðsins er reynslan sú með það fólk sem kemur frá austurlöndum almennt að fyrir hvern einstakling sem hingað giftist verði innan ára- tugar fluttir hingað 8—9 ætt- ingjar þess. Hvert sem álit fólks kann að vera á slíkum innflutningi er Ijóst að hann er orðinn staðreynd sem ekki verður neitað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.