Alþýðublaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 1
Sigurður Snœvar hjá Þjóðhagsstofnun: HÓPAR MED YFIR 300 ÞÚSUND KRÓNUR Á MÁNUDI — Tífaldur launamunur kemur okkur ekki á óvart, segir Þröstur Ólafsson framkvœmdastjóri Dagsbrúnar. Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Dagsbrunar: „Ég held að launa- munurinn sé á bilinu 40 þúsund tii 400 þúsund krónur á mánuði. Laun yfir 300 þúsund krón- ur á mánuði eru ekki óalgeng á íslandi í dag. Sigurður Snævar hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun telur að hópur manna í þjóðfélaginu hafi þessar tekjur. Og þaðan af hærri. Heimildir Alþýðu- blaðsins herma að í þessum milljóna flokki séu forstjórar, viðskiptafræðingar hjá einka- fyrirtækjum, endurskoðend- um, læknar, tannlæknar og fleiri hópar. Allt bendir til þess að launamunur sé mikill I þjóð- félaginu þó að ekki veröi full- yrt að hann hafi aukist á síð- ustu árum. Sigurður Snævar tjáði blaðinu að þegar verð- bólgan varð mest hér á árun- um 1983—1984 hafi launa- munurekki aukist, en tölur um siðustu ár liggi enn ekki fyrir. Þjóðartekjur Islendinga eru taldar hafa aukist um 9,3% á þessu ári. íslendingar eru í hæsta flokki tekna og búa fáar þjóðir að meiri tekjum. Enginn veit hvernig þessar tekjur skiptast niður á fjöl- skyldur og einstaklinga í landinu. Þó er Ijóst að meðal- tekjur 1987 á hvern einstakl- ing sem á annað borð hefur haft tekjur á árinu eru um 700 þúsund krónur. 148 þús- und manns teljast hafa haft launatekjur á árinu 1987. Samkvæmt upplýsingum Sigurðar Snævars hagfræð- ings hjá Þjóðhagstofnun hafa eiginmenn haft að meðaltali 1100 þúsund króna árstekjur en eiginkonur 400 þúsund krónur. Vitað er að atvinnu- þátttaka er misjöfn, og er ekki tekið tillit til þess í þessum tölum. Mánaðarlaun félaga í ASÍ voru á miðju ári um 65 þús- und krónur að því er Sigurður Jóhannesson hjá Kjararann- sóknarnefnd tjáði Alþýöu- blaðinu. Sjómenn eru ekki með í úrtaki Kjararannsóknar- nefndar. „Þessi launamunur kemur okkur í verkalýðshreyfingunni ekki á óvart,“ sagöi Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Dagsbrúnar i viðtali við Al- þýðublaðið. „Ég held að launamunurinn sé á bilinu 40 þúsund til 400 þúsund. Það eru til laun sem eru 400 þús- und krónur á mánuði. Það er alveg klárt.“ Kvótafrumvarpið EKKI ÚTILOKAD AÐ SAMKOMULAG TAKIST Þingfundir standa að líkindum fram að hádegi á gamlársdag, þannig að ólík- legt er að allir þingmenn af landshyggðinni komist heim til sin á gamlárskvöld. í gærkvöldi var óljóst um afgreiöslu mála á þinginu fyrir áramót. Stjórnarflokkarnir leggja höfuðáherslu á að fá söluskattsfrumvarpiö afgreitt, en litiö miöaöi i gær. Hins veg- ar virtist ekki útilokað aö sam- komulag næöist um kvóta- frumvarpið. Aö ööru leyti stóð allt fast. Á fundi i gærmorgun gerðu | stjórnarflokkarnirog stjórnar- andstaöan með sér samKomu- lag um að slíta fundi í neöri deild klukkan fjögur. Það virð- ist eina samkomulagið sem tekist hefur á milli stjórnar og stjórnarandstöðu í þeim miklu önnum sem verið hafa í þing- inu síðustu vikur. Sjávarútvegsnefnd og fjár- hags- og viðskiptanefnd neðri deildar voru aö störfum í gær- kvöldi og talið var að fundir stæðu fram eftir kvöldi. Ef að líkum lætur verða þingfundir fram á hádegi á gamlársdag. Þing verður síðan kallað saman 4.janúar. K0NUR TIL SÖLU? 6 SB HMM ÆRA INNLENDUR STEFÁNS FRÉTTA- JÓHANNS ANNÁLL '87 13 4-5 HHHBDBHnni

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.