Alþýðublaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 30. desember 1987 17 MINNING manns að heiman á kontór- inn lá um Bröttubrekku, sleðabrekku okkar krakkanna í hverfinu. Ég minnist þess að við fylgdumst með þessum hávaxna manni þegar hann skundaði upp eða ofan brekkuna og þá var gert stutt hlé á sleðaferðum, rétt meðan yfirvaldið fór hjá. Mér er i barnsminni þegar Guðmundur fór á fundi á heimili foreldra minna. Erindið var skattamál en þeir áttu saman sæti í yfirskatta- nefnd umdæmisins Guð- mundur í. og faðir minn. Stór hluti af starfi nefndarinnar fór fram í ytri stofunni á heimili foreldra minna. Þar á meðal þeir fundir flestir, þegar kærur voru teknar fyrir og úrskurðaðar. Ég man að föður mínum þótti gott að vinna með Guðmundi og úr- skurðirnir afdráttarlausir og vel_ rökstuddir. í nokkra áratugi fylgdist ég síðan með Guðmundi og stjórnmálavafstri hans úr fjar- lægð, af blöðum og öðrum fjölmiðlum, stundum reyndar gloppótt vegna námsdvalar minnar erlendis. Eftir að Guðmundur kom heim frá sendiherrastörfum erlendis endurnýjuðum við kynnin. Ég komst að raun um að pólitískur áhugi Guð- mundar í. var óbreyttur og það bar ósjaldan við að við röbbuðum saman um það sem efst var á baugi hverju sinni. Slikar stundir þóttu mér ánægjulegar og ég leyfi mér að ætla, að svo hafi einnig verið um Guðmund. Kann ég honum sérstakar þakkir fyrir þessi kynni. Guðmundar í. verður vafa- laust fyrst og fremst minnst sem áhrifaríks stjórnmála- manns og embættismanns. Rökfastur, beinskeyttur og einarður málflutningur voru einkenni hans, hvort heldur var á sviði stjórnmálanna, við lögfræðistörf, ellegar í þeim embættum sem hann gegndi. Þessum einkennum Guðmundar í. kynntist ég nokkuð, en aðrir þó vafalaust betur. Ég mun þó ekki síður minnast hlýleika, umhyggju og kímni, sem ég fann svo glöggt í fari Guðmundar. Guðmundur kvæntist eftir- lifandi konu sinni Rósu Ingólfsdóttur hinn 19. sept. 1942. Ég held að síst sé of djúpt í árinni tekið þótt ég segi að þau hafi verið ein- staklega samhent og sam- rýmd. Varla hefur svo annars þeirra veriö getið að ekki væri á hitt minnst. Á mínum heimaslóðum var ævinlega talað um Rósu og Guðmund í sömu andránni. Ég og fjölskylda mín flytj- um Rósu, sonum, tengda- dætrum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur um leið og við kveðjum Guð- mund í. með þakklæti fyrir ágæta samferð. Kjartan Jóhannsson t Guðmundur í. Guðmunds- son var einn þeirra stjórn- málamanna, sem mest áhrif höfðu hér á landi aldarfjórð- unginn frá upphafi heims- styrjaldarinnar til 1965. Hann stóð ekki alveg i fremstu röð flokksleiðtoganna, en var þar rétt fyrir aftan og þungur á metum sem ráðgjafi, er mót- uð var sú stefna, sem þjóðin fylgdi. Störf hans gefa vís- bendingu: lögfræðingur, sýslumaður, alþingismaður, utanríkisráðherra. Loks var hann sendiherra íslands hátt á annan áratug. Eftir að Guðmundur tók lagapróf 1934, gerðist hann fulltrúi í málaflutningsstofu Stefáns Jóhanns Stefánsson- ar, og munu kynni hans af Stefáni vafalaust hafa haft nokkur áhrif á, hvert hugur hins unga lögfræðings beindist. Aðeins tveim árum síðar var honum, 27 ára göml- um, falið það vandaverk að vera formaður í nefnd, sem samdi nýja vinnulöggjöf, er lengi dugði. Er vart til erfiðari eða mikilvægari löggjöf, enda vinnu- og stéttafriöur í veði. Guðmundur var lengi manna fróðastur um þau efni. í kosningunum 1942 var Guðmundur í framboði í Gull- bringu- og Kjósarsýslu og náði kjöri, liðlega þrítugur að aldri. Hann var raunar ættað- ur af Suðurnesjum, en það var talið hafa greitt götu hans, að hann hafði unnið mikilsvægt hagsmunamál fyrir sjósóknara þar syðra fyr- ir rétti. Það var ekki eina skipti, sem sérkunnátta hans á lögfræðilegri hlið hags- munabaráttunnar kom að gagni fyrir umbjóðendur Al- þýðuflokksins. Veigamesta verkefni Guð- mundar átti þó eftir að verða á sviði utanríkismála. Hann var sem þingmaður Suður- nesja nákunnugur varnarmál- unum, og hafði setið í varnar- málanefnd. Hann varð utan- ríkisráðherra í ríkisstjórn Hermanns Jónassonar 1956, hélt því verkefni og var fjár- málaráðherra að auki í hinni sögulegu minnihlutastjórn Emils Jónssonar, og síðan áfram í Viðreisnarstjórninni til 1965. Gegndi Guðmundur þessu ráðherraembætti í 9 ár, og átti hann mikinn þátt i að móta þá stefnu ( öryggis- og utanríkismálum, sem Lýð- veldið hefur farsællega fylgt í 40 ár. Reyndi þar ekki aðeins á frábærar gáfur Guðmundar og reynslu í stjórnmálunum, heldur og festu hans og málafylgju. Svo áttu þessi mál huga hans, að hann gerðist sendiherra íslands, er honum fannst rétt að draga sig út úr pólitíkinni. Sat hann sem slíkur í London, Was- hington, Stokkhólmi og Brus- sel og reyndist virðulegur og myndarlegur fulltrúi landsins í mörgum höfuðborgum og alþjóðastofnunum. Löng reynsla er fyrir því, að skarpgáfaðir lögfræðinar eru sterkir liðsmenn á sviði stjórnmálanna, og er Guð- mundur glöggt dæmi þess. Þeir kostir nutu sín einnig vel í frumskógi varnarmálanna, meðferð utanríkismála al- mennt og siöast en ekki síst í landhelgisdeilunum. Það var mikill styrkur að slíkum félaga í þingflokki, eins og félagar hans á 25 þingum geta best dæmt um. Alþýðuflokkurinn á Guð- mundi miklaskuld að gjalda fyrir starf hans varðandi inn- viði flokksins og við að móta í lagaform ýmis hugsjónamál, til dæmis á sviði vinnumála, verkamannabústaða, sjúkra- tryggingaog mörgum fleiri. Hinir yngri félagar Guðmund- ar í stjórnmálunum minnast hans sem glaðlynds og góðs félaga, sem margt vissi og góð ráð gat gefið. Sá aldarfjóróungur, sem Guðmundur í. Guðmundsson var virkastur í stjórnmálafor- ustunni, er eitt sögulegasta tímabil í lífi þjóðarinnar. Þá var það styrkur að eiga víð- sýna menn en fasta fyrir, kletta sem báran ekki braut. Benedikt Gröndal t Þegar Guðmundur ívars- son Guðmundsson er kvadd- ur kemur margt upp i huga þeirra sem lengi áttu þess kost að starfa meö honum, en svo varð um marga Suður- nesjamenn. Guðmundur var fæddur í Hafnarfirði 19. júlí 1909. For- eldrar hans voru Guðmundur Magnússon skipstjóri og kona hans Margrét Guö- mundsdóttir. Guðmundur lauk prófi í lögfræði 1934. Meöan hann var við nám fór hann á sild- veiðar með föður sínum á sumrin og kynntist því af eig- in raun kjörum sjómanna sem hann siðar átti svo eftir að starfa mikið fyrir, sem og verkamenn. Hér verður að- eins vikið að fáu einu. Fljót- lega eftir að námi lauk varð Guðmundur lögfræðingur Al- þýðusambands Islands og í því starfi markaói hann djúp spor sem standa óhögguð enn í dag. Guðmundur varð formaður milliþinganefndar sem undirbjó lögin um stétt- arfélög og vinnudeilur 1937—38. Lög þessi voru mjög umde'ild í upphafi, eink- anlega af kommúnistum, sem réðust óvægilega að Guðmundi vegna þessara „þrælalaga" eins og þeir köll- uðu lögin í upphafi. En lögin standa óbreytt ennþá og þótt nokkrar tilraunir hafi verið gerðar til þess að breyta þeim hefur það ekki tekizt. Fyrst og fremst fyrir harða andstöðu arftaka kommún- istaflokksins, sem ekki hafa mátt heyra minnst á nokkrar breytingar þessara laga, sem þeir á sínum tíma rægðu Guðmund mest fyrir. Mikil og margvísleg störf hlóðust fljótt á Guömund, mörg tengd félagsmálum og velferð alþýðumanna og síð- ar mál tengd utanríkismálum sem urðu hans aðalstarf lengst ævinnar. Fyrstu almenn kynni af Guðmundi hér á Suöurnesj- um voru þau að hann tók að sér að sækja svokallað „premíumál" 1940 fyrir sjó- menn í Keflavíkurhreppi. I samningum við útvegsmenn var ákveðið að velja mætti um „prerníu" aflaverðlaun, sem þá voru kr. 1.75 fyrir hvert skippund, eða hluta- skipti. í vertlðarbyrjun var séð fram á miklar hækkanir og þá ákvað verkalýðsfélagið að allir skyldu taka hluta- skipti. Þessu mótmæltu út- gerðarmenn og gerðu al- mennt baksamninga við skipshafnir sínar um að vera upp á „premíu". Mál þetta vann Guðmundur frækilega og færði það sjómönnum I Keflavík og Njarívík nær 80 þúsund krónur sem skipt var jafnt á alla. Þetta var mikið fé, þvi þá var krónan, króna. „Premía" á hæstu bátum náði tæpast 2000 krónum yfir vertiðina. Vorið 1942 þegar velja skyldi frambjóðanda fyr- ir Álþýðuflokkinn til alþingis- kosninga í Gullbringu- og Kjósarsýslu var Guðmundur einróma valinn og komst á þing sem landskjörinn, fyrst- ur alþýðuflokksmanna fyrir kjördæmið eins og það var þá. Þetta þótti mikill sigur því fram að þeim tíma þótti nánast Guðlast að kjósa ann- an en Ólaf Thors hér um slóðir. Guðmundur var þing- maöur okkar að undantekn- um árunum 1949—53 til árs- ins 1965 þegar hann lét af þingmennsku og gerðist sendiherra. Guðmundur varð utanríkisráðherra 24. júlí 1956 og gengdi því starfi til 31. ágúst 1965. Sýslumaður I Gullbringu-og Kjósarsýslu og bæjarfógeti I Hafnarfirði varð Guðmundur árið 1945. Oft gustaði um Guðmund einkanlega þó I sambandi við vestræna samvinnu og varn- armál sem oft var deilt hart um. í þeim málum sem öðr- um hafði Guömundur hreinar og klárar skoðanir. Vegna þeirra varð hann oft fyrir óvægilegri gagnrýni og per- sónulegu nlði sem óhjá- kvæmilega snertu hann og alla fjölskyldu hans djúpt á stundum, þótt ekki flíkaði hann því. Alla tíð stóð Guð- mundur fast á íslenzkum málstað og með reisn sem aflaði honum virðingar vlða um lönd. Það kom f hlut Guð- mundar sem utanríkisráð- herra meira en nokkurs annars að marka störf og stefnu I baráttunni fyrir út- færslu fiskveiðilögsögunnar. Sem þingmaður okkar kom hann fjölda mála I höfn. Hann útvegaði fyrstu pening- ana til þess að steypa Reykjanesbrautina, hans verk sem við njótum góðs af enn I dag. Það var gott að vinna með Guðmundi, hann var fljótur til ákvarðanatöku og fádæma framsýnn svo sem dæmin sanna. í einkalífinu var Guðmund- ur mikill gæfumaður 19. september 1942 giftist hann eftirlifandi konu sinni Rósu Ingólfsdóttur. Heimili þeirra var einstaklega fallegt og aðlaðandi, hlýjan geislaði á móti þeim, sem þar komu og ekki gat farið fram hjá manni hversu innilegt samband þeirravar. Þau eignuðust fimm drengi, en einn lézt ungur. Nú þegar leiðir skilja vilj- um viö þakka Guðmundi órofa tryggð og vináttu frá þvi fyrst hann hóf störf fyrir Suðurnesjamenn. Minningin um hreinskiptinn og góðan dreng mun lengi lifa. Rósu og afkomendum þeirra sendum við samúðar- kveðjur. Guð geymi þau og styrki. Ólafur Björnsson, Ragnar Guðleifsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.