Alþýðublaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 18
18 Miðvikudagur 30. desember 1987 TONLIST Eiríkur Stephensen skrifar VANDAÐUR EINLEIKUR Kammersveit Reykjavíkur hefur árlega lífgað uppá svartasta skammdegið með veglegum jólatónleikum. Þessir skammdegistónleikar voru að þessu sinni helgaðir ítölsku tónskáldunum og haldnir í Áskirkju. Fluttir voru fimm konsertar, og þar af fjórir einleikskonsertar. Vivaldi skipaði stærsta sess á tónleikunum, með tvo konserta. Annar var konsert í C-dúr fyrir tvo trompeta, strengi og continuo, hinn var konsert í a-moll fyrir fagott, strengi og continuo. Trompet- konsert Vivaldis var fluttur af Lárusi Sveinssyni og Ásgeiri H. Steingrímssyni á tvo piccaló trompeta. Konsertinn er einn af þessum hátíðlegu trompetkonsertum, og sam- hljómur trompetanna kom þessu vel til skila þrátt fyrir að stíll þeirra sé gjörólíkur. Fagott konsert Vivaldis var glæsilega fluttur af Rúnari H. Vilbergssyni. Rúnar er ekki lengur bara efnilegur fagott- leikari heldur mjög góður „Gullmoli tónleikanna var gitar- konsert ettir M. Giuliani sem Arnaldur Arnarson gítarleikari (að neúán) lék yfirvegaú og tal- lega. Trompetkonsert Vivaldis (til hægri) var fluttur af Lárusi Sveinssyni (lengst til hægri) og Ásgeiri H. Steingrímssyni og kom samhljómur trompetanna verkinu vel til skila,“ skrifar Eirikur Stephensen m. a. í um- fjöllun sinni um jólatónleika Kammersveitar Reykjavíkur. hljóðfæraleikari, bæði hvað varðar tækni og túlkun. Fiðlukonsert Tartini var leið- inlegasta verk tónleikanna, bæði fannst mér tónsmlðin lítt áhugaverð og flutningur kammersveitarinnar illa gerð- ur. Laufey Sigurðardóttir sþil- aði einleik í þessum konsert og lék hún oft vel en það vantaði mikið upp á samspil- ið. Konsert í A-dúr fyrir gítar og strengi, eftir M. Giuliani, var gullmoli tónleikanna, Arnaldur Arnarson gítarleik- ari lék þennan gítarkonsert mjög yfirvegað og fallega og veikir gítarhljómar, sem oft vilja kafna í sterkum fiðlu- hljómum skiluöu sér vel í gegn. Síðasta verk tónleik- anna var Jólakonsert Man- fredini sem var afskaplega hægur og þunglamalegur og virtist ekki njóta sín sem skyldi. Tónleikarnir í heild voru góðir, enda var leikur einleikaranna vandaður en hljómsveitin virkaði frekar illa æfð. HELMÚT Á MÓTORHJÓLI ER KLASSI Drap mann með skóflu, s/h draumur. Púff, þá eru þessi jól liðin, liðin tið og heyra nú sögunni til. Landinn búinn að renna steikinni, Ijúffengri, niður og væntanlega búinn að henda pappírnum utan af gjöfunum glæsilegur i tunnuna. Sóun. Islensk plötuútgáfa, sem eitt sinn stóð á veikum brauðfót- um hefur sjaldan eða aldrei verið líflegri en einmitt nú í ár. Flestir hafa reynt eftir fremsta megni að vera með í „flóðinu" en ekki hafa allir árangur sem erfiði og gæði og magn fara alls ekki saman í þessum efnum eins og svo mörgu öðru. Allskonar plötur hafa verið gefnar út; popplötur, rokk- plötur, þjóðlagaplötur, trúar- plötur og fleira mætti telja upp. Þetta er lítil plata, lítil og sæt plata frá tríói sem kemur frá Kópavogi. Trió þetta heitir þvi óvenjulega en skemmti- lega nafni s/h draumur. Plat- an heitir enn óvenjulegra nafni, drap mann með skóflu. Hrollvekjandi titill sem vekur með manni óhugnanlegar myndir. Þegar lesendur hafa fengið nafnið á plötunni uppgefið ætti aö vera auðvelt fyrir þá að gera sér í hugarlund hverskonar plata er hér á ferðinni. Jú, þetta er hrá og óhefluð plata sem inniheldur lögin, Helmút á mótorhjóli, Bimbirimbirimbamm og Eyði- mörk. Fyrsta og eina lagið á hlið eitt, Helmút á mótorhjóli er nokkurs konar sambland af uppreisnar og frelsissöng hins leðurklædda Helmúts sem er búinn að fá sig full- saddan af ástandinu og keyr- ir út i buskann á sjóðheitu mótorhjólinu. Þetta lag er með þungum takti þar sem gott samspil Gunnars bassa- leikara og Birgis trommuleik- ara ásamt hvössum og skær- um gitarleik Guðjóns leggj- ast á eitt og gera lag þetta eitt af eftirminnilegri lögum ársins. Fjölbreytt útsetning og skemmtilegur söngur hjálpa líka til. Vinkona min sagði við mig að Helmút á mótorhjóli væri alveg eins og lög ættu að vera. Ég er henni fyllilega sammála. Helmút er klassi. Lögin á hlið tvö eru mun styttri og af annarri gerð en Helmút. Fyrra lagið heitri Bimbirimbirimbamm og fjall- ar um útskúfaðan dreng í sjálfsmorðshugleiðingum; „En nú heng ég bar’undir pústinu og geri ekki neitt sé sjálfan mig í pústinu ég er Ijótur eins og djöfull en það gerir ekkert til því guð gaf okkur Hófí.“ (Bimbirimbirimbamm) Þetta er hratt og stutt lag í ætt við pönk. Hratt og hrátt. Síöara lagið á hlið tvö heitir svo Eyðimörk. Lag um firr- ingu nútímalífsins, firringu hraðans, lífsgæðakapphlaup- ið. Aðeins þeir hörðustu lifa af: „Það er ekkert mál að skríða yfir eyðimörk ef þú veist af bar að leiðarlokum og barinn er stór og Ijósin skína og barinn er stór og Ijósin skína ef þú skríður hratt þá verður allt í fína.“ (Eyði- mörk) Hlið þessi (nr. 2) er eins konar afturhvarf til þeirrar tónlistar byltingar sem átti sér stað hér á landi í kringum 1980 þegar hljómsveitir eins og Vonbrigði, Fræbbblarnir og Sjálfsfróun voru og hétu. Maður hélt að svona hlutir væru ekki gerðir lengur, en með þessari plötu hefur hljómsveitin s/h draumur sannað að svo er ekki. Drap mann með skóflu er konfekt- moli fyrir aödáendur neðan- jarðartónlistar og Ijós í myrkrinu. Dreymi ykkur vel. Gunnar H. Ársælsson Stúdentar frá Hamrahlíð Laugardaginn 19. desem- ber brautskráðust frá Menntaskólanum við Hamra- hlíö 74 stúdentar. Við braut- skráninguna söng kór skól- ans að vanda undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og strokkvartetfélaga í kórnum flutti jólalög. en kórinn átti tuttugu ára afmæli nú í haust og minntist þess með veg- legum tónleikum í skólanum 22. nóvember sl. Hæsta einkunn á stúd- entsprófi hlaut Ragnheiður Þórarinsdóttir, stúdent af náttúrufræðibraut. I ræðu sinni minnti rektor á að ekki hefur enn verið reist íþróttahús við skólann. Einnig minnti hann á vanda fatlaðra nemenda í hjólastól, sem alltaf eru nokkrir við skólann, en þeir komast ekki leiðar sinnar um allan skól- ann, m. a. hvorki á bókasafn, skrifstofu né kennarastofu. Yoga - heimspeki Vasaútgáfan hefurgefið út bókina „Yoga-heimspeki“ eftir Ramacharaka í þýðingu Steinunnar Briem. Hér er um endurútgáfu að ræða á verki sem guðspekingar telja eitt undirstöðuatriði austrænnar dulspeki. Kom það fyrst út á íslensku fyrir 26 árum og er löngu uppselt og ófáanlegt. í bókinni Yoga-heimspeki er fjallað í víðri sýn um ýmis helstu undirstöðuatriði dul- spekinnar, svo sem þrískipt- ingu mannsins í líkamlega, hugræna og andlega eðlis- þætti. Þar eru útskýrð ýmis dularfull fyrirbæri eins og fjarhrif, dulskyggni, mannlegt segulafl, dulrænar lækningar og hið svokallaða lífsafl (prana). Hinirólíku þættir dulspek- innar og tilveruhugmyndir hinnar austrænu speki eru hér útskýrðir í 14 fyrirlestr- um, sem kallast Fræðastund- ir. Bókin er 192 bls., prentuð í Prentstofu G. Benediktsson- ar, en Friðrika Geirsdóttir gerði kápuskreytingu. Stofnun Sigurðar Nordals: DR. ÚLFAR BRAGASON RÁÐINN FORSTÖÐU- MAÐUR Stjórn Stofnunar Sigurðar Nordals hefur ráðið dr. Úlfar Bragason forstöðumann stofnunarinnar frá og með 1. janúar n.k. Úlfar Bragason er fæddur árið 1949. Hann lauk B.A.- -prófi í íslensku og sagnfræði frá Háskóla íslands árið 1973, magister-prófi i almennum bókmenntum frá Oslóarhá- skóla 1979 og doktorsprófi í norrænum bókmenntum frá Kaliforniuháskólanum í Berkley 1986. Úlfar hefur kennt við framhaldsskóla, verið stundakennari við Kaliforníuháskóla i Berkley 1983-1984 og gistiprófessor í norsku og forníslensku við Chicagoháskóla 1986-1987. Doktorsritgerð hans fjallar um frásagnarlist í Sturlungu. Aðrir umsækjendur um stöðuna voru Ásdís Egils- dóttir cand.mag., Eirikur Hreinn Finnbogason cand. magn. og Gísli Sigurðsson M.Phil.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.