Alþýðublaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 7
Miövikudagur 30. desember 1987 7 LEIKLIST Ingólfur Margeirsson skrifar Þjóðleikhúsið: Vesalingarnir (Les Misérables) Söngleikur eftir Alain Boublil og Claude- Michel Schönberg. Byggt á samnefndri skáldsögu Victors Hugo. Tónlist: Claude-Michel Schönberg. íslensk þýðing: Böðvar Guömundsson. Hljómsveitarstjóri: Sæbjörn Jónsson. Æfingastjóri tónlistar: Agnes Löve. Hljóðsetning: Jonathan Deans/Autograph. Dansspor: Ingibjörg Björnsdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikmynd og búningar: Karl Aspelund. Leikstjóri: Benedikt Árnason. Hvaö kemur tveimur Frökkum til aö gera söngleik úr skáldsögu Viktors Hugo „Vesalingunum"? Svar: Áhrif frá Jesus Christ Superstar. Áriö 1972 sá franski laga- og textahöfundurinn Alain Boubil Jesus Christ Superstar á Broadway í New York og varð heill- aöur. Hann hafði samband viö Claude- Michel Schönberg tónskáld og þeir félagar settust niður og sömdu söng- leik um frönsku stjórnarbyltinguna sem hét La Revolution Francaise. Verkiö náöi geysimiklum vinsældum i Frakklandi þegar viö frumsýningu 1973 og brátt sneru félagarnir sér aó nýju viðfangsefni „Les Miserables" eöa Vesalingum Viktors Hugo. Verkiö var fyrst gefið út á tveimur hljóm- plötum 1980 og frumsýnt síöar á árinu og varö strax geysilega vinsælt. Rúmu ári síðar heyrði breski leiksýninga framleiðandinn Cameron Mackintosh plötuna og þar meö var verkið komiö yfirtil Bretlands í leikstjórn hins fræga Trevor Nunn sem fékk John Caird í lið meö sér en þeir höföu gert garðinn frægan meö uppsetningunni á Nicholas Nickleby ásamt The Royal Shakespeare Company. Gamla liðinu var smalaö saman á ný og frum- sýningin átti sér staö í Barbican- leikhúsinu veturinn 1985. Síöan hefur verkiö flogið um heim allan og meðal annars hafnað í Þjóöleikhúsinu á íslandi. Rokkópera Undirritaöur sá sýninguna í London fyrir tæpum tveimur árum og leyfió mér að segja þaö strax: Sýningin i Þjóðleikhúsinu gaf þeirri bresku lítið eftir og var betri á köflum. Þjóðleik- húsiö hefur valið aö fara i bresku sporin og tekist að „kópíera" bresku sýninguna í smáatriöum, bæöi hvaö varðar búninga, leiktjöld, sviðsmynd, lýsingu og föröun, og ekki get ég betur séö en stööur og látbragö sé beint frá London. En þetta er góð eftirlíking og meö boölegri leikhús- verkum sem sést hafa á sviöi Þjóðleik- hússins í langan tíma. Vesalingarnir eru að forminu ópera; allur textinn er sunginn og þáttaskiptingin hefö- bundin. Tónlistin er hins vegar þessi „Söngleikarar Þjóðleikhússins komast mjög vel frá þessari frumraun og sumir svo vel að undrun sœtir, “ skrif- ar Ingólfur Margeirsson m.a. um uppfœrslu Þjóðleikhússins á Vesalingunum. Hiti og þungi leiksins hvílir á þeim Jóhanni Sigurðssyni (að ofan sem lögregluforinginn Javert) og Agli Ólafssyni (til hliðar sem stroku- fanginn Jean Valjean) STÓRSIGUR ÞJÓÐLEIKHÚSSINS blanda rokktónlistar og íburðarmikillar hljómsveitartónlistar sem einkennir svo mjög nútímasöngleiki. Útkoman er lagleg söngtónlist, nokkuð marg- breytileg en þó samstæð í heild. Syngjandi leikarar Söngvararnir eru leikarar en ekki söngvarar og þar af leiðandi er dálitiö villandi aö tala um Vesalingana sem óperu. Söngleikarar Þjóöleikhússins komast hins vegar mjög vel frá þess- ari frumraun og sumir svo vel aó undr- un sætir. Hver heföi til aö mynda ímyndað sér aö þaö leyndist stór- söngvari í Jóhanni Sigurðssyni? Og hverjum hefði dottiö í hug aö Örn Árnason sem aöallega hefur fengist viö gamanhlutverk, syngi eins og þaulvanur óperusöngvari á sviöi? Og þannig mætti lengi áfram telja. Hljóö- nematækni er beitt viö sýninguna sem bæöi er kostur og löstur. Kostur að því leytinu til aö raddirnar veröa sterkari og áferðarmeiri en löstur vegna þess aö raddirnar fara nokkuð ójafnt um salinn og stundum er erfitt aö greina hinar ágætu textaþýöingar Böðvars Guðmundssonar. Ástardrama og þjóðfélagsádeila Vesalingarnir fjalla um fangann Jean Valjean sem hefurverið í þræla- búðum í 19 ár fyrir smávægilegt brot i æsku og sleppt gegn skilorói sem hann rýfur og tekur upp nafniö Monsieur Madeleine og kemst til metorða sem verksmiöjustjóri og borgarstjóri í Montreuil-sur-Mer. Hann tekur að sér litla stúlku Cosette þegar fátæk móóir hennar deyr og elur upp sem dóttursína. En hinn langi armur laganna hefurekki gleymt Jean Valje- an. Hinn grimmi embættismaður, lögreglustjórinn Javert, hundeltir Jean gegnum söguna og ber fundum þeirra öðru hverju saman án þess að Javert nái aö handsama fyrrum fanga. Inn i söguna fléttast fjöldi persóna og samtímaatburðir í Frakklandi á nítj- ándu öld, götuuppreisnir í París og byltingartilraun námsmanna og verka- manna og síðast en ekki sist er sagan og leikverkið lýsing á bágum kjörum og neyð hinnar undirokuðu alþýöu — vesalinganna — á þessum tímum. Leikverkið endursegir hina epísku skáldsögu Viktors Hugo af mikilli ná- kvæmni. Skáldverkið sem er eitt af há- punktum rómantísku skáldsögunnar á nítjándu öldinni er I senn dramatisk ástar- og spennusaga, þjóöfélags- ádeila og samtimaheimild. Allir þessir þættir sögunnar eru varöveittir í sviös- verkinu og við bætist tónlist og söngur sem gerir Vesalingana einkar heppilega sem leikhúsverk. Á heimsmœlikvarða Egill Ólafsson leikur og syngur titil- hlutverkió Jean Valjean af mikilli list og innlifun og hefur örugg tök á persónunni allan timann. I nokkrum atriðum sýnir Egill nýjar hliöar á sér sem söngvari og vex viö hverja nýja þraut. Jóhann Sigurðsson leikari kemur mjög á óvart i hlutverki Javerts, fyrst og fremst vegna hinnar miklu söng- raddar sem hann býr yfir. Leikurinn er einnig óaðfinnanlegur, öruggur og ógnvekjandi í senn. Meö túlkun sinni á Javert hefur Jóhann Sigurösson fest sig í sessi sem einn af okkar fremstu dramatísku leikurum. Sigurður Sigurjónsson er óborgan- legur sem þrjóturinn Thénardier, enda grínleikari af Guðs náö. Lilja Þóris- dóttir er einnig kostuleg sem kerla hans og allur samleikur þeirra öruggur og samstíga. Sverrir Guðjónsson leikur og syngur námsmanninn Maríus. Sverrir er gamalreyndur söngvari þótt ungur sé aö árum og syngur af mikilli fágun og öryggi auk þess sem hann skilar af sér góöum leik. Ragnheiður Steindórsdóttir á sann- færandi leik í hinu melódramatiska hlutverki Fantine og syngur þaö óaö- finnanlega. Edda Heiðrún Bachman er öndvegis söngkona og leikari en einhvern veg- inn fannst mér hún ekki njóta sín í gervi Cosette og dálitió „út úr karakter" eins og sagt er á leikhús- máli. Sigrún Waage sem leikur Eponine, keppinaut Cosette um ástir Mariusar, syngur hlutverk sitt af mikilli prýöi og kemur líkt og margir aörir leikarar verulega á óvart meö söngrödd sinni. Aðalsteinn Bergdal söng eins og atvinnusöngvari í hlutverki Enjolras og sömu sögu er að segja um flestalla aöra leikara sýningarinnar og yröi of langt mál að telja þá alla upp. En samanlagt leika og syngja ofantaldir leikarar og sögvarar svo og aðrir sviósleikarar Vesalinganna á heims- mælikvarða. Natni og þekking Benedikt Árnason er hagvanur leik- húsmaður og leikstjóri og skilar af sér afbragðs handbragöi í leikstjórn Vesa- linganna. Þó svo aö um „kópíeraöa" sýningu sé aö ræöa, eru öll atriði sýn- ingarinnar unnin af natni og þekkingu. Og sömu sögu er að segja af leik- mynd og búningum Karis Aspelund. Agnes Löve á heiðurinn af ætingar- stjórn tónlistar og hefur tekist aö gera hió ótrúlega; að breyta þorra leikara Þjóöleikhússins í syngjandi engla. Sæbjörn Jónsson hljómsveitarstjóri hélt vel utan um hljómsveitina en sennilega hefði hún þurft eilítiö meiri æfingartíma fyrir frumsýningu. Hins vegar er ég viss um að leikurinn þétt- ist á hverri sýningu á Vesalingunum. Og þær eiga eftir aö vera margar eftir þennan stórsigur Þjóöleikhússins á uppfærslu þessa mikla nútímasöng- leiks.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.