Alþýðublaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 30. desember 1987 5 milljónir króna og fjármála- ráðherra þurfti þvl að skrifa upp á aukafjárveitingu sem þessu nam. Stærsti kostnaðarliðurinn var löggæsla en aðrir liðir fólust I gistingu og húsa- leigu. Áætlaður kostnaður var um 28 milljónir og fór þvl 7 milljónir fram yfir áætlun. „Kók“ Ávana- og f(kniefnalögregl- an í Reykjavlk gerði upptækt eitt mesta magn af Kókaíni frá upphafi, 17. október. Um var að ræða 450 gr. og voru það brasillsk hjón sem höfðu efnið í fórum sinum. Talið var að hjónin hefðu komið með efnið frá Luxemborg og haft með sér i farangrinum. Þau höfðu dvalið um nokkurn tima á höfuðborgarsvæðinu en slðan einn dag í Hvera- gerði er lögreglan lagði hald á þau. Brasillsku hjónin voru strax sett I gæsluvarðhald en konunni var slepþt nokkru síöar. Kjötleitin mikla Mikil leit var gerð um miðj- an október að 700 tonnum af kindakjöti sem ekki komu fram við umfangsmikla birgðatalningu sem afurða- deildir Landsbankans, Búnaðarbankans og Sam- vinnubankans gerðu I sam- einingu. Kjötið reyndist vera 1700 tonn en ekki 2387 tonn eins og áætlun búvörusamn- ings gerði ráð fyrir. Fram- leiðsluráó landbúnaðarins og framkvæmdastjóri búvöru- deildar SÍS töldu óhikað að kjötið ætti eftir að koma I leitirnar, sem og það gerði þvl eftir mikla leit kom loks kjötið I leitirnar, það er að segja þaö var aldrei týnt. Sambandið og húsakaup Um miðjan september keypti rikissjóður húseignir og lóðir Sambands (slenskra samvinnufélaga viö Sölvhóls- götu og Lindargötu. Sam- bandshúsiö mun verða notað undir starfssemi Stjórnarráðs íslands, en hún er dreifö viða um borg. Eftir kaupin voru miklar llk- ur á að samkomulag tækist um kaup Sambandsins á Smárahvammslandi ( Kópa- vogi undir starfssemi slna, og það varð úr þann 9. októ- ber. Ekki flutti Sambandið þó höfuöstöðvar slnar I Kóþa- vog, eins og margir höfðu ætlað, heldur festu kaup á eignarhluta Ögurvlkur hf. út úr hlutafélaginu Kirkjusandur hf. Fiskvinnsla leggst þvi nið- ur á Kirkjussandi og I stað hennar koma höfuðstöðvar Sambandsins. Forsvarsmenn I bæjar- stjórn Kóþavogs lýstu yfir miklum vonbrigðum vegna þess þvl þó að Sambands- menn hefðu engu lofaö hafði bæjarstjórn Kóþavogs verið farin að gæla við þá hug- mynd að með tilkomu Sam- bandsins I kauþstaðinn myndu tekjur hans aukast að miklum mun. Flugstöð Leifs Eiríkssonar Nýja flugstööin, Flugstöð Leifs Eirlkssonar, var vlgð af forseta íslands, Vigdlsi Finn- bogadóttur, þann 14. aprll. Fjöldi gesta, bæði erlendra og innlendra, voru viöstaddir vlgsluna. Með tilkomu nýju flugstöðvarinnar voru mörkuð tlmamót bæöi hvað varðar aðkomu farþega að landinu og svo var byggingin talin marka tlmamót I sögu (slenskrar byggingarlistar. En er á leið kom I Ijós að Leifsstöö var I raun ekki tll- búin til notkunar. Allt það sem snéri að farþegum var jú til sóma en starfsfólkiö mátti vinna við slæma aðstöðu. Flugstöð Leifs Eirikssonar var vigð þann 14. april — 11 dögum fyrir kosningar — og bakreikningurinn kom sið- ar á árinu og hljóðaði upp á 871 milljón króna. Sumsstaðar var ekkert loft- ræstikerfi og margt versl- unarfólk var óánægt meö að- stöðuna. Benslnleiðslurnar I Leifsstöð voru heldurekki til- búnar til notkunar og var þvl eldsneyti ekið I bllum til flug- vélanna. í byrjun seþtember kom svo I Ijós hve kostnaður við flugstöðina var glfurlegur. Samanburður við byggingu nýlegrar flugstöðvar I Harris- burg I Bandarlkjunum sýndi að Leifsstöð kostaöi nær helmingi meira á fermetrann. Fermetrinn I Harrisburg kost- aði um 71.660 Isl. kr. en 113.880 Isl. kr. I Leifsstöð. Að ósk fjármálaráðherra tók nú Rikisendurskoðun að rannsaka byggingarkostnað flugstöóvarinnar. Að lokinni rannsókn kom I Ijós að kostnaður haföi fariö um 870 milljónir framyfir áætlun. Aö viðbættum fjármagnskostn- aði, kostnaöi vegna listaverka utan húss o.fl. varö mismun- urinn 1.049 milljónir króna. Stefán Jóhann í nóvember kom fram i frétt Rlkisútvarpsins að bandarlskar skýrslur sýndu að Stefán JÓhann Stefáns- son, forsætisráðherra 1947—49 hefði unnið meö bandarlsku leyniþjónustunni CIA. Komu þessar upplýsing- ar fram I skjölum sem norsk- ur sagnfræðingur, Dag Tangen, aflaði sér úr skjala- safni Harry Trumans, banda- rikjaforseta, að sögn fréttarit- ara útvarþsins I Oslo. Atti Stefán Jóhann m.a. að vera þeirrar skoðunar að þörf væri á að fá hingað bandarlskt herliö, til að kveða niður hugsanlega upþreisn Rikissjóöur keypti á árinu húseignir SÍS við Sölvhólsgötu og Lindargötu — SÍS þóttist flytja i Smárahvammslandiö i Kópavogi — en kom aftan að öllum með því að kaupa húseignir og lóðir Kirkjusands i Reykjavík. Um miðjan október var gerð mikil leita af 700 tonnum af kindakjöti sem ekki komu fram við birgðatalningu afurðadeilda þriggja banka. „kommúnista.“ Nokkru seinna, eða þann 13. nóvember boðaði Stein- grlmur Hermannsson, utan- rlkisráðherra, til blaðamanna- fundar þar sem hann greindi frá skýrslum íslenska sendi- ráðsins I Oslo. Þar sagði að að sögn Tangens sé hvergi minnst á Stefán Jóhann, en hins vegar hafi hann séð bréf I Truman-safninu þar sem fram komi að SJS, forsætis- ráðherra, hafi verið „Contact" maður Bandarikjanna á ís- landi. Sagði Steingrimur mál- inu hér með lokið nema að sendiráð íslands myndi fylgja þessu ettir í Washington. Ríkisútvarpiö dró frétt slna til baka og baðst afsökunar á henni. r Utvegsbanki Fyrrverandi viðskiptaráð- herra auglýsti, áður en hann lét af embætti, hlutabréf til sölu I Útvegsbankanum. Auglýsti hann bréfi'n tvisvar og lengi vel bjuggust menn við að einhverjir sjávarútvegs- menn keyptu hlutabréfin. Það varð þó ekki og öllum á óvart bauð Samband (slenskra samvinnufélaga um miðjan ágúst I hlutabréfin. Gerði Sambandið bindandi kauptil- boð i 67% af heildarhlutafé bankans á grundvelli útboðs ríkisins. Nokkrum dögum seinna var ráðherra afhent nýtt til- boð og stóðu að því 33 aðilar undir forystu Kristjáns Ragnarssonar formanns LÍÚ. Það tilboð var nokkru hærra, eða 760 milljónir. Hófst nú mikill styr um bankann og þaö var Ijóst að stjórnarsamstarfið var I hættu hvort sem ráðherra tæki tilboði SÍS eða hinna svokölluðu KR-inga. Sam- bandsmenn voru með lægra tilboð en töldu sig eiga rétt á kaupunum því þeir hefðu boðið í hlutabréfin sam- kvæmt skilmálum og höfðu auk þess borgað fyrstu greiðslu. En viðskiptaráöherra gerði ekki upp hug sinn og I desember hætti hann við að selja hlutabréfin. Sagði ráð- herra að þau yrðu boðin til sölu á ný þegar fyrir lægi mat á eiginfjárstöðu við stofnun hlutafélagsbankans og eftir aö fyrsti arsreikning- ur Útvegabanka íslands h.f. hefði verió lagður fram. Ráðhúsið í Tjörninni Verðlaun voru afhent i samkeppninni um byggingu ráðhúss, I Borgarleikhúsinu. þann 12. júní. Fyrstu verðlaun hlutu tveir ungir arkitektar þau Margrét Harðardóttir og Steve Christe. Ráðhúsinu var ætlaö að rlsa við hornið á Vonarstræti og Tjarnargötu. 1. október samþykkti borgarstjórn að ráðhúsið yrði byggt og skyldi byggingunni Ijúka innan tveggja ára. Margir voru þó andvfgir bygg- ingunni og þá sérstaklega staösetningunni Menn ótt- uðust að I(fríki Tjarnarinnar yrði hætt ef fariö væri að byggja þarna hús. Stofnuö •voru þvl óformleg samtök sem beittu sér fyrir verndun Tjarnarinnar. Samtökin voru algjörlega ópólitlsk og höfðu þann eina tilgang að vernda Tjörninaog llfrlki hennar. Kjörorö samtakanna var „Tjörnin lifi.“ Héldu samtökin útifund 15. nóvember og mættu allt að þrjú þúsund manns á hann. Þrátt fyrir mótmælafund þennan og alla þá umræðu sem ráðhúsið hefur hlotið hefur borgarstjóri, Davlð Oddsson, lýst þvl yfir að ekkert komi I veg fyrir að ráð- húsið verði I Tjörninni, þ.e.a.s. á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.