Alþýðublaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 2
2 Miövikudagur 30. desember 1987 MÞYÐUBLM9 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri Valdimar Jóhannesson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaður helgarblaðs: Þorlákur Helgason Blaðamenn: Haukur Hólm, Ingibjörg Árnadóttir og Sigrlður Þrúður Stefánsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarslminn er 681866. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 kr. um helgar. KVOTAFRUMVARP í KLÍPU Kvótafrumvarp Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráö- herra er komið í klípu. Frumvarpið er lent í tímahraki milli deilda Alþingis og Ijóst er að það verður ekki afgreitt fyrir áramót þegar núverandi lög um stjórnun fiskveiða renna úr gildi. Það er fyrst og fremst vegna óhagganleika og stirðbusaháttarsjávarútvegsráðherraað frumvarpið hefur nú strandað og næst ekki á flot fyrir áramót. Bæði stjórn- arliðar og stjórnarandstaóan hafa krafist gagngerra breytinga á frumvarpinu; að breyta eða fella úr gildi 10. grein frumvarpsins sem fjallar um smábátana. Við bætist að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi eru mjög ósammála frumvarpi Halldórs Ásgrímssonar. Frumvarp Halldórs Ásgrímssonar um stjórnun fiskveiða er raunasaga. Það er raunasaga vegna þess að þaó felur ekki í sér þá nýbreytni sem krefst við breyttar aðstæður í sjávarútvegi en tekur mið af gamla frumvarpinu og svo- nefndu viðmiðunarárum í byrjun hluta þessa áratugar. Við gerð stjórnarsáttmálans í sumar var sérstaklega fjallað um skipun stjórnarnefndar sem endurskoðaði fiskveiði- stefnuna. Sú nefnd varskipuð en lagði aldrei fram neinar afgerandi breytingar við gamla frumvarpið. Þetta mátt- leysi nefndarinnar nýtti sjávarútvegsráðherra sér til að leggja fram frumvarp sitt sem f meginatriðum var gamla frumvarpið um stjórnun fiskveiða óbreytt. Við þá af- greiðslu gat Alþýðuflokkurinn ekki sætt sig og knúði fram nokkrar grundvallarbreytingar á frumvarpinu. Alþýðu- flokkurinn gat ekki sætt sig við ríkjandi lénsskipulag sjávarauðlindanna þar sem hafinu í kringum ísland og þeim fengsælu veiðisvæðum sem þar liggja væri skipt með reglustrikuákvörðun ráðuneyta og embættismanna. Auðlindir hafsins tilheyra öllum landsmönnum. Kvóta- kerfið sem upphaflega var sett til verndunar fiskistofnum hefur fengið allt annað hlutverk í dag og skiptir byggða- lögum í forréttindasvæði og ölmususvæði, skipstjórum i kvótakonunga og kvótakotunga, í kvótaflaggskip og kvótadalla. Eitt af aðalstefnumálum Alþýðuflokksins fékk því framgengt þrátt fyrir hótanir Framsóknarflokksins og sjávarútvegsráðherra um stjórnarslit að samþykktar voru þrjár breytingartillögur við frumvarp Halldórs Ásgríms- sonar. í fyrsta lagi kom inn í lagatextann að fiskistofnarnir væru eign þjóðarinnar allrar, í öðru lagi að ákveðin væri nefnd sem mótaði framtíðarstefnu í fiskveiðistjórnun og mótaði tillögur um breytingar á lögunum og gildistíma þeirra eftir því sem tilefni er til, meðal annars kanna áhrif laganna á afkomu og hagkvæmni I sjávarútvegi og skyn- samlegri nýtingu fiskistofna. Nefndinni bereinnig að at- huga tilhögun veiðiheimilda, meðal annars heimilda sem ekki séu bundnarvið skip. í þriðja lagi tókst Alþýðuflokkn- um að fá inn I staðnað frumvarp sjávarútvegsráðherra ákvæði um heimild til þess að færa aflamark milli skipa sömu útgerðareðaskipasem gerðeru út frásömu verstöð eftir því sem hlutaðeigandi útgerðaraðilar koma sér saman um. En þrátt fyrir ný ákvæði Alþýóuflokksins var Ijóst að þau ein nægðu ekki til að flikka upp á þessa gömlu skjólflík Framsóknarflokksins. Það var Ijóst frá upphafi að frumvarp Halldórs Ásgrímssonar um stjórnun fiskveiða sem gengur vanalega undir heitinu kvótafrumvarpið, var það gallað að mikill styrr myndi standa um það í þingsöl- um. Alþýðublaðið kallaði þetta plagg sjávarútvegsráð- herra „frumvarp stöðnunar" I leiðara sem birtist I blaðinu í lok nóvember. í Ijós hefur komið að það er réttnefni. FRÉTTIR URBÆTUR I SJUKRA- HÚSMÁLUM Á ÍSAFIRDI — fjármálaráðherra heimilt að ábyrgjast lán sem kann að verða tekið á næsta ári vegna byggingar sjúkrahússins á ísafirði. Þar með hillir undir að starfsemi verði hœtt í gamla sjúkrahúsinu. Samkvæmt fjárlagafrum- varpinu veröur fjármálaráð- herra heimilt að ábyrgjast með einfaldri ábyrgð lán sem kann að verða tekið á næsta ári vegna byggingar sjúkra- hússins á ísafirði. Lánið á að fara til búnaðar- og tækja- kaupa i þeim tilgangi að flýta fyrir þvi að legudeild sjúkra- hússins verði tekin í notkun og starfsemi hætt í gamla sjúkrahúsinu. Liö þessa efnis var bætt inn í 6. grein, heimildargrein fjárlagafrumvarpsins, sam- kvæmt breytingartillögu fjár- veitingarnefndar. Ríkissjóður mun endurgreiða lánið á fjár- lögum 1989-1991. Ástand gamla Fjórðungs- sjúkrahússins á ísafirði hefur um árabil þótt óviðunandi. Þar hafa 32-35 sjúklingar ver- iö vistaðir á tveimur hæðum (. lyftulausu húsi. Starfsfólkið ’ hefur þurft að bera sjúklinga á höndum sér milli hæða. Skolherbergin hafa þótt illa þefjandi og engir fataskápar eru á 12 sjúkrastofum. Slysa- skipti- og göngudeildarstofa ásamt biðstofu eru inni á miðri bráðlegudeild. Sfmstöð- in er ónýt. Þannig er gamla sjúkrahús- inu m.a. lýst í umfjöllun í Al- þýðublaðinu í lok október, sem vakti mikla athygli. Hluti af starfsemi sjúkra- hússins er fluttur i nýju bygg- inguna, en fyrsta skóflu- stungan var tekin við hátíð- lega athöfn 1975. Með heimildinni í fjárlagafrum- varpinu er vonast til að hægt verði að taka ( notkun legu- deild nýja sjúkrahússins. Þar með yrði starfsemi að öllu hætt í gamla sjúkrahúsinu. I gær afhenti Grétar Þorsteinsson, formaður T. R., forsvarsmönnum Steintaks viðurkenningu fyrir aðbúnað starfsmanna. A—mynd/Róbert. Trésmiðafélag Reykjavikur: STEINTAK VERDLAUNAÐ FYRIR G0ÐAN AÐDUNAD — Aðbúnaður á vinnustöðunum er víða óviðunandi að mati Grétars Þorsteinssonar formanns T.R. í gær veitti Trésmiðafélag Reykjavíkur fyrirtækinu Steintak hf. viðurkenningu fyrir góðan aðbúnað starfs- manna á vinnustað. Þetta er í þriðja sinn sem Trésmiðafé- lagið veitir viðurkenningu af þessu tagi. Að sögn Grétars Þorsteinssonar, formanns T.R., voru nokkur fyrirtæki skoðuð eftir að ábendingar höfðu verið gefnar. „Það kom í Ijós að vinnustaðirnir hjá Steintak voru bestir, að þeim frátöldum sem þegar hafa fengið viðurkenningu, en þeir hafa staðið sig mjög vel og viðhaldið góðum aðbúnaði,“ sagði Grétar. Aðbúnaður almennt á vinnustöðum f byggingariön- aði er hins vegar sorgarsaga, að mati Grétars. „Að vísu er undantekning ef aðbúnaður er ekki sæmilega viðunandi hjá stærri vinnustöðunum, en á þeim smærri hefur að- búnaður Ktið breyst síðustu áratugi." Grétar sagðist binda vonir við þá breytingu sem orðið hefur á viðhorfum félags- manna í T.R. Hann sagði að þeir hefðu sig meira frammi á vinnustöðum um að aðstaða Við afgreiðslu á fjárlaga- frunvarpinu var samþykkt breytingartillaga frá mennta- málanefnd sem fól í sér tölu- verða hækkun á heiðurslaun- um listamanna. Heiðurslaun- in verða 7,5 milljónir í stað 6,9. Upphæðin skiptist jafnt á milli 15 listamanna. Á fjárlögum þessa árs voru 16 listamenn ( heiðurslauna- flokknum, en einn þeirra Snorri Hjartarson lést f lok slðasta árs. væri í lagi. „Það er auðvitað hneyksli fyrir hverja atvinnu- grein ef ekki er búið þokka- lega að starfsmönnum," sagði Grétar Þorsteinsson. Þeir sem fá úthlutað lista- mannalaunum samkvæmt fjárlögum 1988 eru: Árni Kristjánsson, Finnur Jóns- son, Guðmundur Daníelsson, Halldór Laxness, Hannes Pétursson, Indriði i. Þor- steinsson, Jóhann Briem, Jón Nordal, Jón úr Vör, María Markan, Matthlas Johannes- sen, Ólafur Jóhann Sigurðs- son, Stefán íslandi, Svavar Guðnason og Valur Gíslason. Alþingi HEIÐURSLAUNIN HÆKKUÐ Fimmtán listamenn fá 500 þúsund hver.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.