Alþýðublaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 30. desember 1987 BÓKMENNTIR Einar Ólafsson skrifar KYNSLÓD Á BESTA ALDRI „En það er okkur kannski ofurlitil huggun, þessari næstum miðaldra 68-kynslóð, að æska okkar skyldi þó verða sögulegt viðfangsefni en ekki bara stök endurminning hvers og eins,“ skrifar Einar Ólafsson m.a. I um- fjöllun sinni um bók þeirra Gests Guðmundssonar (sem hér sést halda á mótmælendaspjaldi) og Kristínar Olafsdóttur. Gestur Guðmundsson og Kristín Ólafsdóttir 68 — hugarflug úr viðjum vanans Tákn 1987. Það er alltaf verið að tala um 68-kynslóöina. Þjóðsagan segir að mikið hafi gengið á fyrir henni, hún hafi ekki allt- af verið foreldrum sinum til sóma, en eftir á að hyggja þykir hún heldur hallærisleg. Hún mun enn vera á sveimi í mannheimi, en fer næsta lít- ið fyrir henni. Þess vegna er nú farið að kalla hana týndu kynslóðina. Og fólk um fert- ugt sem er farið aó hafa áhyggjur af unglingunum sín- um í harðsoðnum neyslu- heiminum klípur sjálft sig og spyr: Er ég hér eða ekki? Hippar — huglæg uppreisn Mörgum þykir þessi upp- reisn, sem kennd er við 1968, skilja lítið eftir sig. Þetta var uppreisn, mjög víðtæk upp- reisn, og stúdentauppreisnin úti á götunum var aöeins einn stuttur þáttur hennar. Að miklum hluta var þetta sú uppreisn æskunnar sem allt- af er að endurtaka sig, en nú ollu einhverjar aðstæður því að hún varð víðtækari og beindist enn frekar en fyrr gegn þvi hugarfari, lífsvenj- um og gildismati sem kapíta- lisminn hafði skapað. Hún stefndi að sumu leyti út fyrir samfélagið, hipparnir sögðu sig úr lögum viö það og reyndu að lifa utan við kapítaliskt hagkerfi. En þegar þeir þurftu að fara að afla sér matar lentu þeir í stöðu smá- borgarans á frumstæðu stigi sem handverksmenn eða smákaupmenn, stundum fíkniefnasalar. Takmörkuð áhrif þessarar uppreisnar gegn lífsvenjum og gildismati er auðvitað bara staðfesting á því sem Karl Marx sagði hundrað árum fyrr, að hinn efnislegi þáttur ráði mestu. Efnahags- kerfi hins borgaralega samfé- lags stóð of traustum fótum til þess að uþpreisn hefði djúptæk og varanleg áhrif. Þó má ekki vanmeta hana. Á sinn lítt ígrundaða hátt beindist hún gegn því að maðurinn yrði leiksoppur hagkerfis og valdastofnana. í rauninni einkenndist hún á margan hátt af sósíalískum og anarkistískum sjónarmið- um sem höfðu dottið upp fyr- ir í þeirri efnahagslegu bar- áttu sem verkalýðshreyfingin og sósíalískir flokkar höföu háð undanfarna áratugi bæði i austri og vestri. Byltingin bíður Mörgum var Ijóst að borg- aralegt samfélag stæði af sér þessa hippisku uppreisn og við hlið hippahreyfingarinnar myndaðist byltingarhreyfing. En það voru engar aðstæður til sósíalískrar byltingar. Eftir að 68-uppreisnin var liðin hjá í sinni margvislegu mynd, flestir stúdentarnir teknir aft- ur til við nám sitt, hipparnir orðnir rólegir smáborgarar og verkalýðurinn að mestu ósnortin nema sums staðar í Frakklandi og á Ítalíu, stóö þessi nýja byltingarhreyfing eftir. Þá var eðlilegt að bylt- ingarsinnarnir færu að huga að hugmyndafræðinni og skipuleggja samtök sin til að lifa af. Pólitískt reynsluleysi, hugmyndafræðilegt óöryggi og ofmat á möguleikum sín- um eru meginástæðan fyrir að byltingarhreyfingin greind- ist i smáhópa sem gjarnan lognuðust út af eftir ófrjótt krap sín á milli. Ahrif hippahreyfingarinnar og byltingarhreyfingarinnar er erfitt að meta og áhrif hinnar síðarnefndu fer ef til vill ekki sist eftir hvernig liðs- menn hennar vinna úr reynslu sinni. En árin um og eftir 1968 einkenndust ekki bara af óraunsærri huglægri uppreisn og byltingarbaráttu heldur líka umbótabaráttu, sem vissulega bar nokkurn árangur. Á Islandi, eins og víðast annars staðar, eru það einkum kvennahreyfingin og námsmannahreyfingin sem geta státað að slíkum áþreif- anlegum árangri enda um- bótabaráttan einkum háð þar, en annars má einkum sjá árangur af Víetnamhreyfing- unni og friöarhreyfingum og umhverfisverndarhreyfingum sem má segja að spretti upp úr eða eflist í kjölfar ’68. Og í öllum þessum hreyfingum voru liðsmenn byltingarhreyf- ingarinnar auðvitað mjög virkir. Sagan skráð Það er búið að segja svo margt misgáfulegt um 68-kynslóðina að undanförnu að mann hefur stundum lang- að til að leggja orð í belg. En nú er komin út heil bók um allt þetta. Það er mikill kost- ur viö bók þeirra Kristínar Ólafsdóttur og Gests Guð- mundssonar að þau reyna að grafast fyrir um ástæður þessara hræringa og lýsa þeim í sinni víðtækustu mynd. Þetta er ekkert á- hlaupaverk og ekki við því að búast að öllu séu gerð full- komin skil innan ramma þessarar bókar. Þau rekja menningarlegan aðdraganda þessara atburða allvel, en efnahagslegum fé- lagslegum og pólitískum for- sendum mætti gera itarlegri skil, enda held ég að þar megi einkum leita skýringa á því hvers vegna þessi upp- reisn risti ekki dýpra eða hafði varanlegri og djúptæk- ari áhrif en raun ber vitni og einnig hvers vegna hún skildi eftir það sem eftir stendur. En þó er ekki sanngjarnt að krefjast þess, enda er þessi bók ekki fræðileg greining heldur fyrst og fremst frá- sögn og lýsing, mjög svo læsileg. Sá heppni hlýtur ferð til Vínarborgar ísafoldarprentsmiðja hefur gefið út bækling til kynning- ar á starfsemi sinni á 110. starfsári sínu og er hann 16 síður. Rakin er saga fyrirtæk- isins, starfsemi í nútið og fyr- irhugaðar breytingar. Bæklingi ísafoldar er dreift inn á hvert heimili á landinu og er hver bæklingur númer- aður. Handhafi eins bæklings I fyrstu köflum bókarinnar er rakin þróun rokk-, popþ-, og utangarðsmenningar eink- um í Bandaríkjunum, siðan sagt frá hippahreyfingunni og stúdentauppreisnunum. Hvað þær varöar er augunum einkum beint að Frakklandi og nokkuð að Ítalíu en stúd- entauppreisnin í Bandaríkjun- um að mestu látin liggja milli hluta. Þetta er reyndar ekki óeðlilegt þegar þarf að tak- marka sig því að þótt hin menningarlegu áhrif hafi komið frá Bandaríkjunum komu hin pólitísku áhrif hing- að fyrst og fremst frá Evrópu. Fyrir þessu eru ef til vill að mörgu leyti einfaldar skýring- ar en væri samt gaman að skoða það nánar. 68 á íslandi En meginhluti bókarinnar fjallar um atburðina á íslandi, hlýtur vinning, vikuferð fyrir tvo til Vlnarborgar á vegum ferðaskrifstofunnar Faranda og aðgöngumiða á hina þekktu nýárstónleika þar. Vinningsnúmerið verður birt í öllum dagblöðum. Nýjar Margrétar- bækur Fjölvaútgáfan hefur nýlega gefið út tvær Margrétar-bæk- ur í barnabókaflokki sem kall- poppið og rokkið, listir, námsmannahreyfinguna, rauðsokkahreyfinguna, bylt- ingarhreyfinguna og „villta vinstrið" og þann visi að hippahreyfingu sem hérvar að finna. Saga hvers þessara þátta hefur aldrei verið skrif- uð og hér er auðvitað ekki sögð endanleg saga þeirra, en við fáum hér ágætt yfirlit yfir alla þessa þætti og sam- hengið milli þeirra. Þetta er auövitað sá hlut bókarinnar sem mest ástæða er til að fjalla um á gagnrýninn hátt. Það verður því miður ekki gert svo vit sé í á þeim stutta tíma sem mér er gefinn til að skrifa þessa umsögn. Það yrði ekki annað en sparðatín- ingur sem væri óvirðing við höfundana sem hafa þó skil- að ágætu verki innan þess ramma sem þeim er settur eða hafa sett sér. En það er full ástæða til að fjallað verði itarlegar um hana eða einstaka þætti hennar þegar amstur jólaföstunnar er liðið, ekki af því að bókin sé slæm, heldur af því að hér er verið að segja sögu sem ekki hefur verið skráð áður og er um margt óljós af því að skipu- lega rannsókn vantar. Og ekki síður vegna pólitískrar og menningarlegrar þýðingar þessarar sögu. 68-kynslóðin var fólk sem upplifði æsku sína mjög sterkt og gerði uppreisn gegn þeim gildum sem ríktu meðal þeirra sem voru mið- aldra og þaðan af eldri. Sum- ir sögðu — kannski i gamni, en öllu gamni fylgir nokkur alvara — að þeir gætu ekki hugsað sér að verða eldri en þrítugir. Maður skyldi því ætla að þeim þyki það hart þegar æska þeirra er orðin sögulegt viðfangsefni. En það er okkur kannski ofurlítil huggun, þessari næstum miðaldra 68-kynslóð, að æska okkar skyldi þó verða sögulegt viðfangsefni en ekki bara stök endurminning hvers og eins. Þó held ég að þrátt fyrir allt skilji 68-kyn- slóðin eftir sig sögu sem er lærdómsrík og bar jafnvel einhvern árangur. Og svo er þessi kynslóð reyndar enn á besta aldri og kannski ekki öll orðin að óvirkum kerfis- þrælum eða vonsviknum fylli- byttum og dópistum. ast Keðjubækurnar. Nýju bækurnar tvær heita „Mar- grét f Dýragarðinum" og „Margrét í Hljómskálagarðin- um“. Höfundur Margrétar-bók- anna er Gilbert Delehaye en eru teiknaðar af Marcel Marlier. Þessar tvær nýjustu Mar- grétar-bækur segja frá heim- sókn söguhetjunnar í dýra- garð og hinsvegar leikvöll og skrúðgarð með margvísleg- um leiktækjum. Hvor bók er 24 bls. Þorsteinn Thoraren- sen þýddi, en gefið er út í samstarfi við Casterman-út- gáfuna í Tournai í Belgíu. BÓKAFRÉ TTIR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.