Alþýðublaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 30. desember 1987 INNLENDUR FRÉTTAANNÁLL Mikið um verkföll Strax i byrjun ársins 1987 skullu yfir nokkur verkföll. Undirmenn á farskipum hófu verkfall 5. janúar og lauk því ekki fyrr en 16. janúar. Var þá orðið allslæmt ástand á ýms- um stöðum, fiskbirgðir vorú komnar í þrot þannig að mikil hætta var á að íslendingar misstu viðskipti við erlendar þjóðir. Alþingi var kallað sam- an 12. janúar og var þá m. a. íhugað að setja lög til að af- létta verkfalli. Til þess þurfti þó ekki að koma. Hið íslenska kennarafélag samþykkti 4. febrúar að und- irbúa allsherjaratkvæða- greiðslu um verkfall sem hefjast átti 16. mars. Samn- ingaviðræður hófust upp úr því og vonuðust menn fram- an af aö ekki þyrfti til verk- falls að grípa. Samningar náðust ekki og hófst því boð- að verkfall á miðnætti 16. mars. í kjölfar þess boðuðu fleiri félög verkfall þ. á m. BSRB, hin ýmsu félög í sjúkrahúsgeiranum, fóstrur, félagsráðgjafar o. fl. Kennara- deilan leystist ekki fyrr en aðfaranótt 30. mars og hafði þá staöið í tvær vikur. Skóla- starf komst í samt lag og var í mörgum skólum kennt í páskafríi og um helgar. Háskólamenntaðir hjúkrun- arfræðingar hófu verkfall 19. mars. Strax sama dag Var far- ið að rýma landlæknis- og lyflæknisdeild á Landspítala. Eftir þvi sem á leið verkfallið komst á neyöarástand í spítölunum, fjölmargir sjúkl- ingar voru sendir heim og hlutu bæði þeirog aðstand- endur þeirra af því mikil óþægindi. 1. apríl tóku upp- sagnir hjá ríkisspítölum gildi og voru það yfir þrjú hundruð manns sem sögðu upp. Búist var við algjöru neyðarástandi á spítölum og hefði svo oröiö ef starfsmenn hefðu ekki samþykkt að fresta uppsögn- unum í þrjá daga. Póltiík Kosningabaráttan hófst strax á nýju ári og í þetta sinn voru þær þann 25. apríl. Jafnframt var lögfest að hér eftir skyldu kosningar alltaf fara fram aðra helgi f maí. Kosningabaráttan fór ekki átakalaust fram frekar nú en endranær og þegar upp var staðið höfðu tveir stjórnmála- flokkanna klofnað, nýr flokk- urstofnaður, Borgaraflokkur og fram kom eitt sérframboð. Framsóknarflokkurinn í Norð- urlandi-eystra klofnaði end- anlega á fundi á Hótel KEA 17. mars er Páll Pétursson, formaður þingflokks Fram- sóknar neitaði að taka við bréfi frá stuðningsmönnum Stefáns Valgeirssonar. Þrátt fyrir tilraunir Steingríms Her- mannssonar að koma á sátt- um milli Stefánsmanna og þingflokksins og fór því Stefán Valgeirsson fram með sérframboð í alþingiskosn- ingunum. Um miðjan mars var Albert Guðmundsson ásakaður um meint skattsvik. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæö- isflokksins kallaði til sögu- legs blaðamannafundar í Al- þingishúsinu eftirað Helgar- pósturinn hafði skrifað um hin meintu skattsvik og út- skýrði mál Alberts. Albert var þá staddur erlendis og hlaut Þorsteinn nokkrar ákúrur fyrir fundinn. Nokkrum dögum síðarympraði Þorsteinn á því I sjónvarpsviðtali að Albert gæti ekki orðið aftur ráðherra Sjálfstæðisflokksins og urðu þau ummæli endanlega til þess aö Albert tiuðmunds- son sagði af sér ráðherra- dómi og sagði sig úr Sjálf- stæðisflokknum og stuðn- ingsmenn hans undir forystu dóttur hans, Helenu stofnuðu Borgaraflokkinn. Þegar að kosningum kom var þessi nýi flokkur því aðeins búin að starfa í mánuð en kom samt sjö mönnum inn á þing. Sum- ir létu þó í veðri vaka að meirihluti kjósenda Bogara- flokksins hafi látið stjórnast af tilfinningum. Úrslit kosninganna urðu óvenjuleg, svo ekki sé meira sagt, Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur töpuðu miklu fylgi og eftir kosning- arnar 25. apríl hafði Sjálf- stæðisflokkurinn minnkað fylgi sitt um tæp 12%. For- ystuhlutverk flokksins var því ekki lengur sjálfsagt i ís- lenskum stjórnmálum. Al- þýðuflokkurinn gat hrósað sigri því nú var hann orðinn, í fyrsta sinn, stærri en Alþýðu- bandalagið. Steingrímur Her- mannsson mátti fagna per- sónulegum sigri og Fram- sóknarflokkurinn naut í heild góðs af því. Kvennalistinn tvöfaldaði þingkvennatölu sina og sérframboð Stefáns Valgeirssonar bar þann árangur að hann komst inn á þing. Svo virtist að kjósendur hefðu sett spurningarmerki við það flokkakerfi sem ráðið hafði ríkjum á íslandi fram að þessu því aðeins tveir að gömlu flokkunum gátu unað kosningaúrslitunum en fylk- ingar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubandalagsins riðluð- ust eftirminnilega. Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar missti meiri- hluta sinn á þingi í kosning- unum og baðst hann því lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Ekkert nýtt stjórnar- mynstur var sjálfgefið og sat því ríkisstjórn Steingrims enn um hríð, að forminu til. Mönnum var Ijóst að til þess að ná meirihluta á Al- þingi þyrfti að koma meira til en tveir flokkar. Steingrímur Hermannsson fékk fyrstur umboð til stjórnarmyndunar í hendur. Ekki tókst honum að mynda stjórn og gekk því á fund forseta 13. mai og skil- aði af sér umboðinu. Næsti umboðsmaður var Þorsteinn Pálsson en þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir tókst honum ekki heldur að mynda stjórn. 4. júní hófust loks formlegar stjórnarmyndunarviðræður Alþýðuflokks, Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks undir verkstjórn Jóns Bald- vins Hannibalssonar. Oft virt- ist ætla að bregða til beggja vona en allt kom fyrir ekki, 29. júní skilaði formaður Al- þýðuflokksins af sér umboð- inu. Átti þá aðeins eftir að reka smiðshöggið á myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðis-, Framsóknar- og Alþýðuflokks og kom það í hlut Þorsteins Pálssonar að Ijúka því verki í byrjun júlí komust flokkarnir að samkomulagi og ný þriggja flokka ríkisstjórn var í höfn. Ríkisstjórnin tók nú strax til starfa en heldur þykir ágreiningur um hin ýmsu mál vera í hærri kantin- um. Um miðjan desember biðu um 23 frumvörp af- greiðslu og i stað hins hefð- bundins mánaða leyfis er þingmenn hafa ængið um jól, var þingað á milli jóla og nýárs til að koma sem flest- um frumvörpum í gegn fyrir áramót. Helginaö.—8. nóvember Umsjón: Sigríður Þrúður Stefánsdóttir Ný rikisstjórn Alþýöuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var mynduð i júlibyrjun eftir krappan menúett. í kosningunum í apríl fékk Alþýðu- flokkurinn undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar 15,2% og varð i fyrsta skipti stærri en Alþýðubandalagið. Albert Guðmundsson sagði af sér ráðherradómi og gekk úr Sjálf- stæðisflokknum og stofnaði Borgaraflokkinn ásamt stuön- ingsmönnum sínum. Utvegsbankinn gekk hvorki til SÍS eöa KR-ingana því Jón Sigurösson viðskiptaráðherra kippti sölu hlutabréfa ríkisins í bankanum til baka í desember. fór fram kosning um formann Alþýðubandalagsins og það voru þau Ólafur Ragnar Grímsson og Sigríður Stefánsdóttir sem bitust um formannssætið. Fyrir landsfundinn var mik- ið stríð milli frambjóðend- anna tveggja og stuðnings- manna þeirra og var erfitt að sjá fyrir hvor hefði betur. Þau voru bæði sigurviss og lýstu því ósjaldan yfir. Kosninga- dagurinn rann upp, 7. nóvem- ber, og í herbúðum, bæði Ólafs og Sigríöar ríkti mikil spenna. Þegar upp var staðið var það Ólafur Ragnar sem hreppti hið eftirsótta for- mannssæti. Atkvæðamunur- inn varð meiri en búist var við, hlutföllin urðu u.þ.b. 60 á mót 40 Ólafi í vil. Eldsvoðar Allmikill eldur kom upp í húsi Lystadúns þann 12. maí. Allt tiltækt skökkvilið var kallað til en ekki tókst þó að bjarga húsinu né innviði þess. Er eldurinn kom upp var fólk við vinnu inni í hús- inu en , því tókst að bjarga áöur en húsið varð alelda. Öll tæki og vélar eyðilögðust og tjónið nam þvi tugum millj- óna króna. Mikil eiturgufa myndaðist í lofti og var nærliggjandi göt- um því lokað meðan ástandið var sem verst. Einnig var mikil hætta á að húsið hryndi til grunna og var öllum mein- aður aðgangur i húsið sólar- hring á eftir. Upptök elds- voðans voru ekki að fullu kunn en eigandi Lystadúns, Kristján Sigmundsson lands- liðskappi, rakti þau þó til svampskurðtækja sem neista, en eldurinn kom upp þar sem verið var að ganga frá dýnum. Þrátt fyrir þetta lagði Lystadún ekki ekki upp laup- ana heldur hóf fljótlega starf- semi sína í nýju leiguhús- næöi um miðjan maí. Annar stórbruni varð í Kópavogi þegar Málning hf. brann til kaldra kola 13. júlí. Eldsupptök voru á neðstu hæð hússins en breiddist síðan út á svipstundu. í húsinu fór fram öll fram- leiðsla Málningar hf. auk þess sem þar var hráefna- lager, skrifstofur og mötu- neyti. Mesta eldhættan var vegna hráefna er lágu á lagernum. Þau voru mjög eldfim enda fór það svo að þakið á lagernum var það fyrsta sem hrundi. Reykurinn sem kom frá eldinum var eitraóur og þvf mjög hættulegur og vegna þess var slökkvistarfið erfitt. Allt sem brunnið gat brann og var tjónið metið á um 80 milljónir króna. Natófundur í Reykjavík Utanríkisráðherra Atlants- hafsbandalagsrikjanna hélt fund í Reykjavík jjann 11. júní. Fundurinn var haldinn í Háskólabíói og lauk daginn eftir. Fyrir fundinn bundu menn vonir við að ráðherrarn- ir gætu náð samkomulagi um brottflutning Evrópueldflaug- anna. Sú von brást ekki því á fundinum náöist munnlegt samkomulag um að veita ' Ronald Reagan vilyrði fyrir því að halda áfram samninga- viðræðum við Sovétmenn um upprætingu meðaldrægra og skammdrægra kjarnorku- flauga í Evrópu. í byrjun októ- ber kom í Ijós að kostnaður vegna fundarins var um 35

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.