Alþýðublaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 2
2
Laugardagur 12. mars 1988
LÍTILRÆÐI
Flosi ólafsson
skrifar
AF HAGNÝTU MINNISLEYSI
Bragakaffi, þad hressir
— en ekki uppá minnið
(Kaffitíðindi)
Þaö er alltaf frekar óþægilegt þegar veriö
er aö fara ofaní saumana á umsvifum at-
hafnamanna, sérstaklegaef feimnismál eru
dregin fram í dagsljósiö, innanhússmál sem
maður kærir sig ekkert um aö veröa vitni aö
frekar en ástarleikjum í heimahúsum.
Oft eru góðir og grandvarir menn settir í
sviðsljósiðog látnirsvarafyrirhvaö þeirhafi
nú verið aö basla og sýsla síóustu mánuði,
ár og jafnvel áratugi.
Þessi hnýsni almennings, fréttamanna
og jafnvel dómstóla væri óbærileg ef skap-
ari himins og jaröar heföi ekki búiö svo um
hnútana aö athafnamenn sem ná árangri
hafa einn höfuðkost.
Þeir veröa alveg ótrúlega gleymnir þegar
á þarf aö halda.
Ekki veit ég af hverju mér dettur þetta í
hug þessadagana, eða kannske erég búinn
aö gleyma því.
Eg er nefnilega alveg ofboöslega gleym-
inn.
Mér lífsins ómögulegt aö muna hvaö
hann heitir hagfræðingurinn......hagfræö-
ingurinn sem skrifaði bókina........bókina
hérna...hvað hét hún nú aftur..... „Practical
Amnesia in Buissness".....(Hagnýtt minnis-
leysi í viðskiptum)...hann kom hérna í
haust....muniði....alveg þrælgóöur. Talaöi
um þaö í sjónvarpiö sem máli skiptir í
rekstri fyrirtækja..æ hvaö hét hann nú
aftur..... Hann var einmitt meö kenninguna
um aö menn ættu aö aðlaga sig breyttum
kringumstæöum. Þaö væri númer eitt.
Halda ekki áfram að strögla í gamla farinu
þegar greiöfærari leiöir væru um allar
trissur.
Þetta hlýtur aö koma..... þaö var ekki
Maison Rouge, ekki Hannes Hólmsteinn,
Parkison né Bjarni Bragi. Og þaö var áreió-
anlega ekki Hayek eöa Friedman og ekki var
þaö Adam Smith, því hann er löngu dauð-
ur.....Ég kem þessu bara ekki fyrir mig.
Hvaö um þaó, ég man ekki alveg hvaö
maðurinn hét...ég held hann hafi veriö....nei
annars ég man þaö ekki..ég man að ég hitti
hann, þó getur þaö verið misminni og ég
man ekki hvaö okkur fór á milii. Ef hann
heldur einhverju sérstöku fram í þeim efn-
um misminnir hann áreiöanlega....o.s.frv....
Þetta er að vera gleyminn og svona
gleyminn er ég og alveg í rusli útaf því
Þaö er lítiö gaman aö vera dálkahöfundur
og munaekki nokkurn skapaöan hlut. Bara
öllu stolið úr manni. Og þetta verður allt
þeim mun undarlegra þegar hugsaö er til
þess að til eru mætir menn og ærukærir
sem telja minnisleysiö ekki bara höfuðkost,
heldur líka lífsnauðsyn.
Þetta eru oftar en hitt menn sem hafa
völd, mannaforráð og mikiö umleikis.
Ég held aö þaö sé kennt í Samvinnuskól-
anum — þó man ég það ekki alveg fyrir víst
— að góöur stjórnandi þurfi aö vera: Djarfur,
hagsýnn og gleyminn.
Og þaö er hárrétt einsog dæmin sanna.
Ef íslensk verslunar og viöskiptasaga
væri til ófölsuð kæmi það raunar í Ijós aö úr
jarðvegi minnisleysisins hafa sprottið mörg
ótrúlegablómleg fyrirtæki, eðaeins og mál-
tækiö segir:
— Gleymska um stund gefur gull í mund.
Æöi oft kemur þaó fyrir, þegar mikil við-
skiptaumsvif eru dregin fram í dagsljósið,
aö þá missa aðstandendur, einn eóa fleiri
minnið, stundum í vikur, stundum í mánuöi
og venjulega þartil búiö er aö koma málum
á þurrt.
Menn fara bara í „blackout“ einsog þaö
var kallaó áður en maöur varó þorstaheftur,
hrista sig svo, eins og þeir séu aö standa
uppúrfylleríi og muna þáflest annaö en þaö
sem máli skiptir.
Stundum missa menn minniö þegar pen-
ingar týnast, stundum þegar peningar finn-
ast, stundum þegar peningar finnast ekki,
eöa týnast ekki.
Margur stálminnugur og ærukær at-
hafnamaðurinn hefur, í gegnum tíðina,
oröið gersamlega minnislaus þegar bók-
hald, olía, kaffi eöa peningar hafa veriö á
dagskrá annaðhvort í fjölmiðlum eöa fyrir
dómstólum.
Stálminnugir menn hafa jafnvel orðið
minnislausirútaf samningum um launakjör.
Óminnishegrinn þrumir samt ekki yfir
þessu ágæta fólki, nema rétt á meðan veriö
er aö rannsaka hvort launin hafi nú verið
einsog um var samiö, eöa einhverjar til-
færslur á fiski, kaffi, olíu nú eöa peningum,
sem betur fer.
Þegar svo allt er um garö gengið halda
allir áfram aö vera fínir menn, jafnvel ennþá
fínni en áður.
Sjúkdómurinn er meira aö segja talinn
heldrimannakvilli, einsog „podagra11 (þvag-
sýrugigt) og heitir á latínu „amnesia
temporalis" (tímabundið minnisleysi).
Hverjir hafa, gegnum tíðina veriö haldnir
þessum ósköpum, á viðkvæmum augna-
blikum, er úr mér stolið. Ef til vill man ís-
lenska þjóöin þaö. En mér er ekki nokkur
leið aö muna hverja minnisleysið hrjáir
mest þessa dagana.
Þar meö er þaó orðin gæfa mín, hvaö ég
ergleyminn, því ef ég færi aö rifja þetta upp,
yröi Alþýðublaðið gert upptækt, ég rekinn
og settur í fangelsi fyrir þaó aö muna þaó
sem, lögum samkvæmt á aö vera „gleymt
og grafið".
Dæmin sanna aö þaó getur veriö vissara
aö gleyma jafnvel því sem maður man, svo
blettur falli ekki á þá sem til hagsældar og
blessunarfyrirblómleg fyrirtæki og þjóöina
alla verða aö gleyma því sem óráðlegt er aö
muna í augnablikinu.
Minnumst þess sem stendur í Filipíbréf-
inu 3. kapítula 14.-15. versi:
— Eitt gjöri eg, eg gleymi því sem ad baki
er, en seilist eftir því sem fyrir framan er og
keppi þannig að markinu, til verðlaunanna.
Þetta hugarfar skulum vér allir hafa, sem
fullkomnir erum.
Bon Giomo
- við erum byrjuð að œfa ítölskuna, fyrir áœtlunarflugið
til Mílanó.