Alþýðublaðið - 31.03.1988, Page 6
6
Fimmtudagur 31. mars 1988
að kristin kirkja eigi að vera
nokkurs konar innkaupa-
stofnun, heldur að vera trú
sjálfri sér og túlka boðskap-
inn á máli sem er skiljanlegt
samtíðinni og raunhæft.
Kirkjan þarf ekki að breyta
boðskap sínum til að þókn-
ast fólki á einhvern innkaupa-
lista.“
Maríu Magdalenu að ganga
að gröfinni og sjá að hann er
risinn upp. Þarna er mér gef-
in stór von. Ég held að fólk
sé almennt tilbúið að hlusta
á þennan boðskaþ. En þá
komum við aftur að því sem
Sigurður var að segja: Höfum
við túlkað þennan boðskap
þannig að fólk skilji hann?“
Sigurður: „Ef kirkjan
„þOþpar sig upp“ er hún
endanlega búin að bíða skip-
brot. þegarvið tölum um að
kirkjan þurfi að túlka boð-
skaþinn svo að fólk skilji,
erum við að tala um að fólk
skynji boðskapinn og segi
með sjálfu sér: Þetta er mín
reynsla, þetta er ég. Þetta er
túlkað til dýptar þannig að
fólk finnur sjálft sig í boð-
skapnum."
— Vill fólk hlusta á boð-
skapinn nema hann sé i auð-
meltanlegu formi líkt og fjöl-
rniðlar láta núna?
Hanna María: „Ég held
það. Líf er andstæða dauð-
ans, þjáningarinnar. Þess
vegna held ég t.d. að páska-
boðskapurinn sé mjög skilj-
anlegur þeim sem vilja heyra
og það þarf ekkert að færa
hann í einfaldan búning. Boð-
skaþurinn um lífið á ekki síst
erindi í dag til fólks, sem tal-
ar um að það hafi ekki tíma
eða orku til að lifa og sinna
því djúpa sem fólk kallar lífs-
gildi. Fólk hrópar á meira til
að styrkja sig og gefa sér
kraft til að stoppa sig af. Mér
finnst páskaboðskapurinn
vera í þeim dúr að hann
hvetji mann til að staldra við.
Ég upþlifi sjálf svo sterkt
þennan atburð þegar Maria
Magdalena kemur hinn fyrsta
páskamorgun að gröfinni,
þegar sólin var að rísa. Þessi
kona sem var forsmáð af
samfélaginu. Ég hlakka til
páskanna vegna þess að ég
uþplifi svo sterkt reynslu
Hver er ég?
Sigurður: „Við erum alltaf
tilbúin að hlusta á boðskap
um nýtt líf og að vissu leyti
eru pólitískar hreyfingar að
því. Kvenfrelsið er dæmi þar
um. Hins vegar geta félags-
legar eða pólitískar hreyfing-
ar aldrei komið i stað hinnar
kirkjulegu trúar eins og boð-
skapur páskanna hljóðar, því
að þær svara aldrei hinum
hinstu spurningum. Og það
er á þvi sem félagslegar eða
pólitískar hreyfingar steyta á
steini. Þær ná aldrei að svara
þvi hver er ég, til hvers er ég,
og hvers má ég vænta?"
— Hvers vegna geta þær
ekki svarað þessum grund-
vallarspurningum?
Siguröur: „Hér komum við
inn á hina trúarlegu vídd.
Kvennalistar geta ekki meira
en fleytt kerlingar á vatninu.
Þær ná ekki að kafa djúpt
vegna þess að þær skortir
hina kirkjulegu vídd til að
svara spurningum. Það sem
kirkjuna vantar í dag er að
koma til móts við þessar
spurningar og svara þeim á
raunhæfan hátt.“
Allt líf er hráefni
Sigurður: „Það getur eng-
inn maður lifað hamingju-
sömu lífi endanlega nema
hafa trúarlega túlkun. Sú
túlkun er með vissu í þjóðar-
hefðinni, sem við þurfum að
túlka á nýjan hátt.“
Við þurfum að efla þjóðmenn-
inguna en vera um leið
framúrstefnuleg
Hanna María: „Við megun
heldur ekki gleyma því að
unga fólkið í dag upplifir
Kirkjan á að vera trú sjálfri
ser og
máli
túlka boðskapinn
er samtíðinni
a
sem
skiljanlegt og raunhæft
virkilega átök milli lífs og
dauða. Spurning er hvemig
geta krakkarnir sagt frá sinni
tilveru, og hvernig get ég orð-
að minar tilfinningar þannig
að við náum saman.“
Sigurður: „Allt líf er hráefni
og lífshamingja einstaklings
felst í úrlausninni sem efni-
viðurinn kallar á. í fortíð voru
sömu átök sem unglingurinn
upplifir í dag, en það er
spurning um þann ramma
sem við gjörum, svo að hin
félagslegu og tilfinningalegu
boð komist til skila. Við þurf-
um að efla þjóðmenninguna
en vera um leið framúrstefnu-
leg. Það þýðir ekkert að vera
konservatlfur. Við verðum
alltaf að vera með augun á
framtíðinni. Hvað getum við
gert?“
Hanna Maria: „Þetta er
dæmigerð kristin lífsskoð-
un.“
Stimpilstofnun í
kringum stóratburði
Hanna Maria: „Það má ekki
líta neikvæðum augum á
þjóðmenninguna. Hverein-
staklingur er mótaður af
sinni fortíð, ekki bara af upp-
eldinu heldur líka af öldun-
um, þannig að við tökum allt-
af fortíðina inn í framtíðina."
— Er hlutverk kirkjunnar
aö færa vonina um líf jafn
mikilvægt í dag og það var
áður?
Hanna María: „Það hefur
aldrei verið jafn veigamikið
og nú.“
Sigurður: „Ég held að fólk
sé að trúvæðast mjög í dag.
Menn finna að hin plástíska
menning dugar ekki sálinni.
Þó að alls konar skoðanir
séu uppi taka menn á trúar-
legan hátt á málum. Þegar
við vorum að alast upp var
„trúarlíf" vinstri stefna. Trúar-
líf fer vaxandi, en það er
spurning hvort við kirkju-
menn og prestar heyrum þá
köllun sem kirkjan ætti að
fylgja. Ég held að það sé
stóra synd kirkjunnar, að
henni hættirtil að vera
stimpilstofnun í kringum
stóratburði lífsins og verða
afgreiðslustofnun eins og
Póstur og sími. Er kirkjan til-
búin að kafa til dýptar og
andæfa og vera raunverulega
salt í samfélaginu?"
Hanna María: „Prestar
gegna líka öðru mikilvægu
hlutverki sem gleymist þegar
kirkjan er gagnrýnd og það er
að hún er tengiiiður og vett-
vangur þar sem fólk getur
náð sarnan."
Efla líf
Siguröur: „Mér finnst safn-
aðarstarf blómstra mjög i
þeim söfnuðum sem virki-
lega takast á við nútíma sam-
félag. Starfið stóreflist víða,
sem er ævintýralega spenn-
andi, en því miður er það
ekki nærri nógu víða. Eg er
ekki síst gagnrýninn á starfið
I kirkjunni fyrir það að ég hef
sjálfur brugóist og ekki verið
nógu vakandi gagnvart þeim
hræringum sem eru í samfé-
laginu. Það er svo auðvelt að
falla fyrir því hlutverki sem
flestir setja prestinn I og
verða þar með stikkfrí. Prest-
ar eiga ekki að leyfa fólki að
setja sig á stall.
Okkar kirkjuhugmynd þarf
að breytast mjög róttækt.
Presturinn þarf að hverfa
sem þessi hefðbundni sókn-
arprestur og starfsemi kirkj-
unnar þarf að verða meiri
grasrótarhreyfing. Presturinn
þarf að vera hvati til að fólk
komi til starfa og kirkjurnar
þurfa að iöa af alls konar lífi.
Það þarf að stórefla alla leik-
mannastarfsemi. Nú hiilir
undir það að söfnuðirnir
verði miklu betur stæðir fjár-
hagslega og það má ekki
verja þeim peningum aðeins
steinsteypu, heldur í að efla
Iff með þvl m.a. að ráða
starfsmenn til kirknanna til
að sinnaýmsum málaflokk-
um og kirkjurnar þurfa að
vera vettvangur þar sem ólík-
ar skoðanir geta þrifist, þar
sem hægt er að ræða mál
sem brennur á fólki.“
í