Alþýðublaðið - 04.06.1988, Page 4
4
pfcau&araatauraM’il'gés
ÍIHIIIIIilflllll
Útgefandi: R'art hf
Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson
Umsjónarmaður
helgaríilaðs: Þorlákur Helgason
Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir, Ómar
Friðriksson, og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir.
Dreifingarstjóri: Þórdís ÞórisdóttiT
Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866. ,
‘ Dreifingarsimi um helgar: 18490
Áskriftargjald 700 kr. ámánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virkadaga, 60
kr. um helgar.
EKKI N0G AÐ MINNAST
SJÓMANNASTÉTTARINNAR
EINA STUND
Skúla Guðmundssyni atvinnumálaráðherra mæltist svo
á sjómannadaginn fyrir 50 árum, er hann var fyrst haldinn
hátíðlegur á íslandi: „Það er ekki nóg að minnast sjó-
mannastéttarinnar eina stund úr einum degi“. í dag hálfri
öld síðar er ástæða til að minnast þessara orða. Það er
ekki nóg að flagga í tilefni dagsins. Þjóðin er minnt á hlut
sjómannastéttarinnar ár inn og ár út. Afkoma okkar er
undirsjávarfangi komin. Verði breytingariaflaeðaámörk-
uðum eru samstundis komin boð inn í efnahagskerfið. Að-
eins um 5af hundraði allravinnustunda í landinu eru í fisk-
veiðum, en af þessum 7 þúsund ársverkum og tíu þúsund-
um í fiskvinnslu ræðst velgengni þjóðarinnar.
Nú kann einhverjum að þykja þröngur sjóndeildarhringur-
inn og tekið undir með einni stétt manna. Þjóðin sé eitt.
Verðmætin verði ekki til með einum saman fiskveiðunum
og vinnslu afurða. Samstillingu hugar og handa þurfi til
um landsbyggð alla og meðal allra þegna. Undir þaó verð-
ur tekið en við megum þá ekki gleyma því að eitt skal yfir
alla ganga. Óskar Vigfússon formaður Sjómannafélags-
ins víkurað þessu í viðtali við Alþýðublaðið í dag. „Þjóðin
þarf öll að vera á hlutaskiptum", segir Óskar. Þegar tekjur
sjómanna hafa aukist vegna góðs afla og hagstæðs verðs
á mörkuðum, hafa allar aðrar stéttir manna talið sig eiga
tilkall til stærri bita af þjóðarkökunni. Hins vegar hefur
það lögmál ekki gilt þegar illa árar. Þá hafa sjómenn orðið
að taka á sig skellinn. Þeir eru eina stétt manna í landinu
þar sem afkoman er algjörlega bundin því sem er til skipt-
anna. Við hin höfum getað komist upp með að krefjast
hærri launa án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort
sú krafasé í einhverju samhengi við raunveruleikann. „Við
sjómenn höfum ekkert að fela“, segir Óskar Vigfússon.
Þegar afli kemur á land getur hver sem er séð hvað er til
skiptanna. Hver hlutur háseta verður, bátsmanna, stýri-
manns, kokks og skipstjóra. Meira er ekki til skiptanna en
verðmætin segjatil um. Það er því skiljanlegt að formaður
Sjómannasambandsins telji þjóðinni hollt að hugsa um
hlutaskiptin — og ekki bara á sjómannadaginn.
Því miður hafa sjómenn gripið til hálfgerðra örþrifaráða
til að viðhalda óbreyttu kaupi sínu. Óskar Vigfússon víkur
að öryggismálum sjómanna í kjölfar þess að sífellt fækkar
í áhöfn áskipum. Með minni mannskap þarf í fleiri horn að
líta samtímis fyrir hvern og einn. Það hefur stórlega aukið
slysahættu. Það hefur ekki dregið úr slysum á sjó með
aukinni tækni og betri aðbúnaði. Undirtektir þær sem
slysavarnaskóli sjómanna hefur fengið meðal sjómanna
sjálfra er góðs viti, en öryggi sjómanna og þeirra sem
vinna áhættusöm störf er mál okkar allra. Ef það er vegna
þess að sjómenn eru of fáir um borð sem slysum fjölgar,
eins og Óskar Vigfússon fullyrðir, hlýtur það að veraalvar-
legur hlutur, sem ekki er hægt að leiða hjá.
„Hetjur hafsins" afla þjóðinni vista svo að hún komist af.
Þó aó sjómennskunni fylgi ekki lengur sami dýrðarljómi
og áður, krefst sjómennskan áræðis og atorku sem fyrr-
um. Fiskveiðar verður væntanlega heldur ekki hægt að
stundaán þess að sjómaðurinn sé langdvölum fjarri fjöl-
skyldu. Kröfurum betramannlíf, meiri þægindi og lífskjör,
mætatakmörkum, þegar litiðertil sjómannsfjölskyldunn-
ar. Faðirinn fer að miklu leyti á mis við uppeldi barnanna
og nýturekki þeirrastundasem eru öllum kærastar, innan
um sína nánustu. Við skulum heldur ekki gleyma þessari
„mannlegu" hlið sjómennskunnar á sjálfan sjómanna-
daginn innan um fagurt tal um djörfung og dug happa-
sællar sjómannastéttar.
Sjómannadagur
í 50 ár
Vigdís Finnbogadóttir Forseti íslands heimsótti gesti í
dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfiröi í tilefni
hátíöahaldanna