Alþýðublaðið - 04.06.1988, Qupperneq 7
Laugardagur 4. júní 1988
7
Óskar Vigfússon íAlþýðublaðsviðtali
Þjóðina alla
á hlutaskipti
Oskar Vigfússon
hefur verið formaður
SJómannasambands
Islands í rúman áratug.
„Ég heffengið lífs-
reynsluna á áþrcifan-
legan hátt í gegnum sjó-
mennskuna, lífsreynslu
sem allir ganga sem
betur fer ekki i gegnum
— eins og sjóslys, sem
hefur sett mark sitt á
mig, “ segir Óskar Vig-
fússon, formaður Sjó-
mannafélagsins.
Oskar bjargaðist við
illan leik er vélskipið
Edda fórst í Grundar-
firði 1953. 9 sjómenn
fórust með skipinu en 8
var bjargað. Oskar var
einn þeirra. Hann slas-
aðist illa á fœti, hlaut
varanlegt örkuml.
„Það var sjálfgert eft-
ir aðgerð, sem ég varð
að gangast undir síðar,
að ég varð að fara í
land, “ segir Oskar.
* x 4»!
Viðtal :
Þorlákur Helgason
Maður gleymir því
aldrei
— Slysið líður þér aldrei
úr minni?
„Nei maður gleymir því
aldrei að horfa á félaga sína
deyja gg heyja sjálfur dauða-
sfríð. Ég tel ekki að það hafi
brennimerkt mig þannig að
ég sé neikvæður út í einn
eða annan. Sumir hafa
kannski látið að því liggja að
starf mitt sem formaður í sjó-
mannasamtökum og að ég
hafi kosið aö berjast fyrir fé-
laga mína á sjónum, sé af-
leiðing af upplifuninni viö
sjóslysið. Svo er ekki, en
þetta er kapítuli sem maður
hefur lengst af ekki látið
neitt uppi um. Að sjálfsögðu
er slíkt áfall sálrænt áfall.“
— Þú kærir þig ekki um
að tala um slysið?
„Nei, ég vil það ekki.“
— Situr það ekki í þér
þannig aö þú viljir enn frekar
benda á aðstæður þær sem
sjómenn búa við?
„Ju, sem formaður í sam-
bandinu legg ég mikla
áherslu á öryggismál sjó-
manna. Mér finnst þjóðin
sýna því lítinn skilning að
það þurfi að leggja meira á
sig til að forða slysum á sjó.
Slysum hefur fjölgað gífur-
lega, sem er furðulegt með
bættum aðbúnaði manna og
aukinni tækni. Slysatíðni er
hæst í sjómennsku af öllum
atvinnugreinum og blóðtakan
í mannslífum á sjónum er
meiri en Bandaríkjamenn
máttu þola í Víetnamsstrió-
inu. Þessu gleymum við.“
— Hver er ástæða þess
að slysum fjölgar?
„Sjómenn hafa i gegnum
tíðina þurft að berjast hat-
rammri baráttu fyrir sinum
kjörum, en sú barátta hefur
verið skrykkjótt.og menn hafa
gripió til ýmissa ráða til að
halda uppi tekjum — m.a.
með því að fækka mannskap
um borð í skipunum. Ég álít
að þetta sé það versta sem
menn hafi gripiö til, vegna
þess að færri um borð þýðir
meiri hreyfingu og menn
þurfa að beina athyglinni að
fleiru en einum hlut á sama
tíma. Allt þetta kallar á aukna
slysahættu."
— Hverjir hafa barist fyrir
fækkuninni?
„Sjómenn sjálfir, því mið-
ur.“
Fór á mis við
uppeldi barnanna
„Menn fara ekki á sjóinn
nema því aðeins að þeir eigi
von á góðum tekjum. Það er
ekkert sældarbrauð að vera
fjarri sinni fjölskyldu dögum
og vikum saman ár eftir ár.
Ég veit það til daemis með
mig sem dæmi. Ég tel mig
hafa farið á mis við uppeldi
minna barna. Ég var sjómað-
ur, kom í land kannski í 24
tíma og út aftur. Ég missti
algjörlega af æsku minna
barna.“
— Ertu sár að hafa ekki
getað notið samvista með
börnunum sem skyldi?
„Það er erfitt að koma orð-
um að því, en enginn veit
hvað átt hefur fyrr en misst
hefur. Manni finnst einhvern
veginn að maður hafi misst
af ákveðnu timabili ævi-
skeiðsins. í dag er ég að upp-
lifa þetta með því að um-
gangast barnabörnin og fylgj-
ast með þeim i uppvextinum.
Kannski er það sárabót fyrir
það sem ég fór á mis við
með mínum börnum.
Ósjálfrátt verður manni
hugsað til þess hvert þessi
þjóð er að fara með því að
byggja dagheimili á hverju
götuhorni. Ég spyr mig hvar á
að ala upp börnin í framtið-
inni, hvar er fjölskyldan í
þjóðfélaginu?"
— Er ekki þörf á dagvist-
un vegna þess að allir vinna
úti?