Alþýðublaðið - 04.06.1988, Síða 14
14
' - 4. * i'jy w.
I:ajgartrsgar4:farirt988'
ÍÞRÓTTIR
Umsjón:
Þorlákur Helgason
Preben Elkjær
JanHeintze
Michael Laudrup
Kim Vilfort
PerFrimann
John Eriksen
John Sivebæk
IvanNielsen
John Helt
SorenBusk
S0ren Lerby
LarsOlsen
Flemming Povlsen
Klaus Berggreen
Bj0rn Kristensen
John Jensen
Troels Rasmussen
Peter Schmeichel
Sepp Piontek
JesperOIsen
Morten Olsen
Danska landsliðið í úrslit Evrópukeppninnar valið:
GÖMLU MENNIRNIR ÓMISSANDI
„Veröum viö ekki fyrir
óhappi og leikmenn leika á
toppi, þá veröum viö næstum
því eins sterkir og í Evrópu-
keppninni 1984 og í heims-
meistarakeppninni 1986,“
segir þjálfari danska lands-
liðsins, Sepp Piontek. Pion-
tek er umdeildur en engum
blandast hugur um að
danska landsliðið í fótbolta
er eitthvert það allra
skemmtilegasta í Evrópu í
dag, og árangur liðsins und-
anfarin ár leyfir fólki að halda
að enn geti liðið leikið vel.
„Gömlu mennirnir" eins og
Preben Elkjær og Michael
Laudrup eru ómissandi, og
danskir ætlast til þess að
þeir leiki sama leikinn og
undanfarin ár. Elkjær verður
að öllum likindum allra
fremst á vellinum og mun
hrella markverðina ef að lík-
um lætur.
Piontek þjálfari segir að
hraði ráði miklu um val ein-
staklinga i landsliðið. Meiðsli
hrjá leikmenn eins og Elkjær
og Morten Olsen, en þegar
Piontek var spurður að því
hvað hann geröi ef lækninum
tekst ekki að koma þeim á ról
fyrir keppnina, svaraði hann
um hæl: „Þá verður að reka
lækninn."
Jesper Olsen sem leikur
með Manchester United kom
inn í hópinn á síðasta snún-
ingi. Iþróttafréttaritarar í
Danmörku hafa gagnrýnt það
val og telja Jesper ekkert er-
indi eiga, hann komist til að
mynda ekki lengur í aðallið
United. Piontek sagðist velja
Jesper í liðið m.a. vegna
þess að hann ætti það til að
gera eitthvað óvanalegt á
veliinum.
Fyrsti leikur Dananna verð-
ur gegn Spánverjum 11. júní,
en í spænska liðinu eru 8 af
20 leikmönnum frá Real
Madrid.
Það er næsta vist að ís-
iendingar fylgjast með
Evrópukeppninni. Bjarni og
félagar senda marga leiki
beint heim í stofu.