Alþýðublaðið - 04.06.1988, Page 18

Alþýðublaðið - 04.06.1988, Page 18
Laugardagur 4. júnf 1988 18 Sóknarfélagar Sumarferð Sóknar verður farin 1.-3. júlí n.k. í Þórs- mörk. Gist verður í skálum Austurleiða I Húsadal. Þátttakatilkynnist skrifstofu félagsins í síma681150 fyrir 24. júní n.k. Ferðanefndin * C 2 REYKHOLT titi Tilboð óskast í að fullgera 1. hæð, einangrun og lagnir í kjallara og 2. hæð í húsi A, mötuneytishúsi, í Reykholti í Borgarfirði. Flatarmál 1.hæðarer598m2enhússinsallsum 1600 m2. Einangrun útveggja er um 620 m2 og múrhúðun útveggja um 250 m2. Verkinu í heild skal lokið fyrir 1. júní 1989, en hluta verksins fyrir 1. september 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Borg- artúni 7, Reykjavík, til og með 10. júní 1988 gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 21. júní 1988 kl. 14.00. mii j nTTTrrp; IWi Frá Borgarskipulagi — Kynningar íþróttasvæði Fylkis í Árbæ Stækkun grasvalla. Teikningar og greinargerð eru til sýnis í Árseli og á Borgarskipulagi frá mánudegi 6. júní til 13. júní. Verslunarmiðstöð í Grafarvogi Teikningar ásamt greinargerð verða kynntar í Gunn- laugsbúð við Fjallkonuveg áopnunartímaverslunar- innar frá mánudegi 6. júní til 27. júní 1988. Þeir sem vilja koma athugasemdum eða ábending- um á framfæri geri það innan auglýsts kynningar- tímatil Borgarskipulags, Borgartúni 3, sími 26102. r «fi/ RÍKISÚTVARPIÐ Starfslaun Ríkisútvarpsins til höfunda útvarps- og sjónvarpsefnis Ríkisútvarpið auglýsir starfslaun til höfundar eða höfunda til að vinna að verkum til frumflutnings í Ríkisútvarpinu, hljóðvarpi eða sjónvarpi. Starfslaunum geta fylgt ókeypis afnot af íbúð Ríkisútvarpsins í Skjaldarvík í Eyjafirði. Starfslaun eru veitt til 6 mánaða hið lengsta og fylgja þau mánaðarlaunum skv. 2. þrepi 140 Ifl. í kjarasamningum Bandalags háskólamanna og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Umsóknum ásamt greinargerð um fyrirhuguð viðfangsefni skal skilað til skrifstofu útvarps- stjóra, Efstaleiti 1, Reykjavik, fyrir 3. júlí nk. Þar eru ennfremur veittar nánari upplýsingar um starfslaunin, Drögum úr hraöa KA- -ökum af skynsemi! Framh. af bls. 17 - „Byrjaðir... Haraldur Kristjánsson i Hafnarfjaröarhötn. Myndir Róbert. lengdur og endurnýjaður á Akureyri. Þessar breytingar tókust vel, en svo gerðist það þegar togarinn er í sínum þriðja túr eftir breytingarnar að eldur brýst út og varð tog- arinn hálfónýtur. Þetta varð okkur mikið áfall, þar sem við misstum mikið hráefni frá vinnslunni, sem við hefðum annars fengið á árinu 1986 og 9 mánuði ársins 1987, en all- an þennan tima var okkur ekki heimilt að nýta kvóta Sjóla,“ segir Haraldur. 65 millj. kr ajlaverð- mœti í þrem veiði- ferðum í beinu framhaldi af bruna Sjóla gerði Sjólastöðin samn- ing í Flekkefjord um smíði á frystitogara, sem síðan varð nýi Sjóli og ári síðar buðu Norðmennirnir smíðasamn- ing á öðrum togara það er Haraldi Kristjánssyni. Hann kom til landsins i lok mars og eftir aðeins þrjár veiði- ferðir er aflaverðmæti hans 65 milljónir króna. Lánveiting úr Fiskveiða- sjóði vegna smíða á Haraldi Kristjánssyni hefurvaldið nokkrum deilum. Lánið var ekki samþykkt fyrr en s.l. mánudag og sumir stjórnar- menn Fiskveiðasjóðs voru ekki samþykkir lánaveiting- unni. Við spurðum Harald hvort þeir feðgar hefðu ekki tekið mikla áhættu, þegar þeir sömdu um smíðina á Haraldi Kristjánssyni án þess að hafa fyrst leitað eftir láni hjá Fiskveiðasjóði. „Vissulega tókum við þarna mikla áhættu, meðal annars þar sem fjármögnun á skipinu lá ekki fyrir og á þessum tíma lá ekki fyrir hvaða togari myndi hverfa úr rekstri með tilkomu nýja tog- arans. Hinsvegar vorum við aldrei hræddir um að við fengjum ekki lán til kaup- anna á Haraldi Kristjánssyni, þar sem við vissum að við myndum uppfylla öll skilyröi þegar þar að kæmi. Stað- reyndin er að smíðasamning- urinn á Haraldi Kristjánssyni hefði aldrei orðið jafn hag- stæður og raun ber vitni, ef fyrst hefði verið sótt um lán til Fiskveiðasjóðs og óvíst hvort að af kaupunum hefði þá orðið. Nú við keyptum svo skut- togarann Karlsefni á síðasta ári og gerðum hann út þar til Haraldur Kristjánsson kom til landsins. Endurnýjun á Karls- efni hefði leyft kaup á nýju 65 metra skipi, en ekki 56 metra eins og Haraldur Krist- jánsson er. Nýi togarinn hefði því mátt vera 9 metrum lengri og það er því ekki alltaf verið að stækka flotann, þótt hann sé endurnýjaður." Karlsefni ér nú á sölulista og hafa margar fyrirspurnir borist um hann erlendis frá. Af gamla Sjóla er það að frétta, að skipt var um stálið sem eyðilagðist í brunanum. Var það gert i Póllandi. Togar- inn liggur nú í Noregi óinn- réttaður og án tækja og bún- aðar. Eins og Karlsefni er togarinn á sölulista, en Har- aldur segir að þeir Sjóla- stöðvarmenn séu vongóðir um að selja hann til Ástralfu. Fyrirtæki í SA-Ástralíu, sem á 27 skiD vill kaupa gamla Sjóla og bíður i reynd aðeins eftir innflutningsleyfi stjórn- valda. Ekki hrœddur við þessar fjárfestingar Þeir eru fjölmargir sem hafa sagt að Sjólastöðin geti aldrei staðið undir þeim miklu fjárfestingum, sem fyrirtækið hefur lagt í sið- ustu árin. En hvað segir Har- aldur Jónsson um það? „Ég er aldeilis ekkert hræddur um að þessar miklu fjárfestingar í nýjum skipum verði okkur ofviða. Eigið fé í þeim er allnokkuö, þótt láns- fé sé mikið, þá hefur okkar rekstur gengið það vel, að við höfum getað farið i fjárfest- ingar. Verð á nýju togurunum er lika einstaklega hagstætt. Hvor togari um sig kostaði rúmar 300 milljónir kr„ en ef samið væri um smíði á svona skipum nú, væri smíðasamn- ingurinn eflaust 150 til 200 millj. kr. hærri.“ Frystihúsin endurbœtt Þær raddir hafa heyrst í Hafnarfirði að nú þegar Sjóla- stöðin væri komin með tvo frystitogara, myndu forráða- menn fyrirtækisins jafnvel hætta rekstri frystihúsanna tveggja, sem það rekur og sagt er að sumar konurnar sem starfa í fiskvinnslunni óttist jafnvel um sína vinnu. Hvað er til í þessu? „Við erum aldeilis ekki á þeim buxunum að hætta með frystihúsin," segir Har- aldur og bætir við. „Rekstur frystihúsanna verður með svipuðu formi og áður. Við munum áfram selja aflann af Otri á fiskmarkaðnum í Hafn- arfirði og kaupa síðan þann fisk, sem við þurfum þar. Það hefur sýnt sig að á því ári, sem liðið er frá þvl að fisk- markaðurinn tók til starfa, að þetta nýja form við öflun hrá- efnis fyrir frystihúsin hentar okkur betur, en það gamla. Það er að segja þegar litið er á útgerðina og frystihúsin, sem eina heild. Á næstunni tökum við í notkun nýja vinnslulínu f öðru frystihúsinu, í þeim til- gangi að sérhæfa okkur enn frekar og ná þar með betri árangri. Fiskmarkaðurinn hefur gert okkur kleift að fara út í mikla sérhæfingu, og leggja áherslu á flakavinnslu í frystihúsinu við Óseyrar- braut, en í frystihúsinu við Strandgötuna leggjum við áherslu á vinnslu fyrir Jap- ansmarkað, heilfrystingu og aðra grófari vinnslu. Þar erum við líka með mjög öfluga ís- framleiðslu og framleiðum 90 tonn af ís á sólarhring og is- verksmiðjan hjá okkur mun vera sú önnur stærsta á land- inu.“ Fiskmarkaðarnir verða áfram Jafnframt þvi að gegna framkvæmdastjórastörfum hjá Sjólastöðinni hf. þá er Haraldur einnig stjórnarfor- maður Fiskmarkaðarins í Hafnarfirði og við spurðum hann að lokum hvaða reynslu hann teldi komna af fisk- markaðnum. „Ég er sannfærður um að fiskmarkaðirnir verða áfram. Það er hinsvegar ýmislegt sem mætti kannski breyta. Nú er verið að ræða um meiri samtengingarmöguleika á milli fiskmarkaðanna hér á Suðvesturhorninu og það eitt gæti haft töluverðar breyting- ar í för með sér. Það er Ijóst að aldrei getur orðið ein- göngu um fjarskiptamarkaði að ræða. Gólfmarkaðir þurfa ávallt að vera fyrir hendi, en spurningin er hverstu stórir þeir eiga að vera og einnig hvort þurfi nema einn gólf- markað á hverju markaös- svæði. Hér á okkar svæði, eru sömu kaupendurnir á öll- um mörkuðunum, þótt selj- endurséu fleiri. Með nánari samvinnu markaðanna nýttist tími kaupenda mikið betur, það er að segja; þeir þyrftu styttri tima á hverjum degi til hráefniskaupa og ég tel það vera mjög mikilvægt, að slíkt geti orðið,“ sagði Haraldur að lokum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.