Alþýðublaðið - 04.06.1988, Síða 22
22
Laugardagur 4. júni 1988
Ellefu tilbúnir fiskréttir fást nú frá Fiskgœði:
„Hyllir loks undir
samninga erlendis"
segir Eyjólfur Þorkelsson framkvœmdastjóri
Nokkur fyrirtæki á íslandi
hafa á undanförnum árum
reynt aö selja fullbúna fisk-
rétti til útlanda. Árangur
þessara fyrirtækja hefur ver-
iö misjafn og mörg fyrirtækj-
anna hafa lognast útaf. Menn
hafa ekki verið í minnsta vafa
um aö gæðin hafi verið mikil.
Það sem hefur vantað á, að
þetta hafi tekist er fyrst og
fremst markaðssetning vör-
unnar. Það kostar sitt að
markaðssetja nýja vöruteg-
und. Margfalt meira en flest
íslensk fyrirtæki ráða við.
Eitt íslenskt fyrirtæki, Fisk-
gæði hf. í Reykjavík, virðist
nú vera langt komið með að
ná árangri í sölu á fulibúnum
fiskréttum á Evrópumarkað.
Hins vegar vilja forráðamenn
þess ekki gera mikið úr þess-
um möguleika enn. Segja að
ekkert sé „pottþétt“ fyrr en
samningur sé undirritaður.
Fiskgæði framleiðir nú ellefu
gerðir af fiskréttum fyrir inn-
anlandsmarkað og hafa þeir
allir líkað mjög vel.
Eyjólfur Þorkelsson
framkvæmdastjóri Fiskgæða
sagði þegar Alþýðublaðið
ræddi við hann, að fyrirtækið
Fiskgæöi væri nokkurra ára
gamalt. Fyrstu árin hefði fyr-
irtækið verið tilraunaverk-
smiðja, fyrst og fremst í vöru-
þróun og vélbúnaði. Mar-
bakki hf. og fleiri aðilar hafi
svo fyrir einu og hálfu ári tek-
ið þátt i hlutafjáraukningu
fyrirtækisins og þá í þvi
skyni að hefja útflutning á
fullbúnum fiskréttum.
„Við höfum framleitt fisk-
rétti fyrir innlendan markað
frá því í janúar 1987. í fyrstu
buðum við þrjár tegundir, en
nú eru þær orðnar ellefu.
Helstu framleiðslutegundir
eru ýsurúllur, ýsulettur og
fiskgratin, en allir þessir rétt-
ir hafa líkað mjög vel,“ segir
Eyjólfur.
Ein rúlla á sekúndu
Afkastageta véla Fiskgæða
er það mikil, að anna má inn-
anlandsþörfinni með örfárra
daga framleiðslu I hverjum
mánuði. Afkastamesta vélin
sem fyrirtækið býr yfir, býr til
ostafylltar ýsurúllur og er
ekki nema eina sekúndu að
búa til hverja rúllu.
„Það má því segja að við
höfum tækin til að framleiða
fyrir erlendan markað," segir
Eyjólfur og bætir við, „en
markaðssetning á erlendum
mörkuðum kostar bæði tíma
og mikið fé. Eftir að hafa
unnið að markaðssetningu á
erlendum mörkuðum í eitt og
hálft ár, má segja að nú hylli
loks undir árangur. í upphafi
ákváðum við að einbeita okk-
ur að þremur svæðum: það
eru Bretland, Þýskaland og
Svíþjóð. Við erum lengst
komnir í Bretlandi og þótt
hylli undir samning þar, þá er
hann ekki enn staðfestur og
vonbrigðin hafa áður orðið
mikil á þessu sviði.“
Um viðtökurnar á innan-
landsmarkaði sagði Eyjólfur
að þær hefðu verið góðar.
Framleiðslan hefði líkað vel.
„íslendingar eru kröfuharðir
um gæði og við teljum okkur
hafa lagfært margt í okkar
framleiðslu af því sem mark-
aðurinn hefur kennt okkur, þó
oft gildi nú ekki það sama
hér heima og erlendis."
Hráefniö keypt
á fiskmörkuðum
Þeir Fiskgæðamenn kaupa
allt hráefni til vinnslunnar á
fiskmörkuðunum í Hafnar-
firði og Reykjavík. Eingöngu
nýr línu- og handfærafiskur
er keyptur og því komu þeir
tímar t.d. I vetur að fyrirtækið
þurfti að bíða eftir að fá nýtt
hráefni. Sjálfvirkni er mjög
mikil í verksmiðju Fiskgæða
og þar þarf aðeins 5-6 manns
við vinnu.
Þar sem Fiskgæði hafa
enn sem komið er eingöngu
selt á innanlandsmarkað, var
Eyjólfur spurður hvort mikil
söluaukning hefði átt sér
stað. Kvað hann að á smá-
sölumarkaði hefði ekki orðið
um verulega aukningu að
ræða. Aukningin hefði orðið
til matsölu- og veitingastaða.
þessir staðir nýttu sér að fá
réttina forsteikta eða tilbúna
frá Fiskgæðum. Með þessu
móti fengist verulegur vinnu-
sparnaður á stöðunum og
ekkert hráefni færi til spillis.
Erlendi markaðurinn
rœður framtíðinni
Og hver er svo framtíð fyr-
irtækisins? „Framtíðin er öll
komin undir því að við náum
fótfestu á erlendum mörkuð-
um á þessu ári. Fram til
þessa höfum við notið
styrkja og einnig fengið lána-
fyrirgreiðslu. Að vísu er eigið
fé fyrirtækisins töluvert, en
það er allt bundið í tækjum.
Við ætlum okkur ekki að
bæta við fleiri tegundum og
erlendis ætlum við eingöngu
að selja fylltar fiskrúllur og
forsteikt og röspuð fiskflök.
Við hljótum að trúa því, að
fiskréttir frá íslandi séu sölu-
vara og það er ekki ósenni-
legt að álykta að meö þessari
aðferð tvöfaldist hráefnið að
verðmæti," segir Eyjólfur.
Hann sagði að heimsóknir
útlendinga til Fiskgæða
væru tiðar. Þeim líkaði ýsu-
rúllurnar sérdeilis vel. Sam-
komulag hefði oft náðst um
verð, en fram til þessa hefði
stóra spurningin alltaf verið
hver ætti að markaðssetja
vöruna.
Tollar erlendis á fiskréttum
frá Fiskgæðum eru ekki háir,
þar sem réttirnir teljast ekki
fullbúnir, heldur aðeins for-
steiktir. Ef réttirnir teldust
fullbúnir þá lentu þeir í 15 til
18% tollum hjá Evrópubanda-
laginu og þá væri hreint von-
laust að hugsa sér að ná
árangri þar með framleiðslu á
íslandi í huga.
Eyjólfur Þorkelsson ásamt Þorsteini Ólasyni matreiðslumanni. A-mynd. Róbert.