Alþýðublaðið - 04.06.1988, Qupperneq 26
26
Laug^rda,g,ur 4., j.úaí ~|9Q£j
ar ég var kominn um 3-4 m(l-
ur norður fyrir eyjuna kom
höfrungur. Hann gerði eins
og þeir gera oft, — synti
nokkrar ferðir meðfram bátn-
um, en ólikt mörgum öðrum
þá kom hann aftur og aftur.
Ég undraðist hvað hann ent-
ist til að eltast við bátinn, þar
sem báturinn varekki gang-
mikill. Hann var búinn að elta
mig upp undir klukkutima,
þegar hann hvarf. Ég var
hættur aö hugsa um hann,
þegar hann kom aftur, eftir
svona 10 mínútur. Hann
skildi síðan ekki við mig fyrr
en ég átti eftir um 5-6 milur í
Grímsey. Fylgdi mér einar 15
mílur.
Ég gerði það að gamni
mlnu að tala alltaf til hans
þegar hann kom upp hjá
bátnum. Ég efast um að hann
hafi heyrt til mín, en ég talaði
við hann í vingjarnlegum tón
og alltaf kom hann aftur.“
Selir eru lítið við Grímsey,
þó i sögnum sé minnst á
selavöðursem gerðu mikinn
usla kringum eyjuna. Harald-
ur talar um selina líkt og
höfrungana. „Þetta er mann-
leg skepna," segír hann og
rifjar upp söguna um her-
menn Faraós, sem allir urðu
að selum í Rauða hafinu eftir
að hafa elt ísraelsmennina
og söguna „Mér er um og ó,
sjö börn á ég i sjó og sjö á
landi þó“. Hann minnist síðan
atviks, þegar hann drap kóp i
Básavík í Grímsey:
„í einhverri veiðigleði náði
ég honum áður en hann
komst í sjóinn. Hann var í
hvítu hárunum og ég sá hann
þegar ég hljóp niður i fjör-
una, en hélt fyrst að þetta
væri vængbrotinn mávurog
ætlaði bara að drepa greyið. í
einhverri veiðigleði greip í
lappirnar á honum þannig að
hausinn slóst við stein og
hann rotaðist. Ég fór síðan
með hann heim og hann var
sendur í verkun og stoppaður
upp. Ég átti þetta skemmti-
lega dýr uppstoppað en sé
alltaf eftir að hafa drepið
greyið. — Hefði átt að leyfa
honum að vera þarna."
Haraldur segist á margan
hátt skilja sjónarmiö hval- og
selverndunarfólks þótt í mál-
flutningi þeirra séu vissulega
miklir öfgar. Hann segir
ótækt að áróður þeirra skuli
geta kippt fótum undan grón-
um atvinnuvegum, t.d. Græn-
lendinga sem I dag eiga ekki
markað fyrir selskinnin. Þá
segist hann óttast aö innan
skamms megi búast við mikl-
um selavöðum norðan úr
hafi. „Það hlýtur að skipta
máli hvort það eru dreþin tvö-
hundruð þúsund dýr fyrir
norðan okkur, eða hvort þau
fá endalaust að fjölga sér.
Allt fram á þessa öld, á
hverju einasta ári komu vöð-
ur að Grímsey og fældu allan
fisk I burtu af grunnslóð,"
segir Haraldur og minnist
þess að Grímseyingar hafi
fengið fisk alveg upp við
fjöru, sem hrakist hafi undan
selavöðum. „Menn gogguðu
þetta I land og ræddu um
hver við annan, þegar llða fór
á veturinn, hvort yrði gogg-
fiskur um vorið.“
Við Grímsey er hrygningar-
stöð og hefur alltaf verið,
segir Haraldur. Þarna hefur
fiskur komið á hverju vori til
hrygningar. „Það var kallað
vorhlaup, og fiskurinn veidd-
ist I hin ýmsu veiðarfæri. Það
gerðist hins vegar oft að sel-
urinn kom og gerði mikinn
usla. Hann á þvl miður eftir
að koma aftur og gera jafnvel
enn meiri usla en var þá.“
Björgunarsund
í svarta þoku
„Sá sem hefur veriö yfir 50
ár á sjó, hlýtur alltaf að hafa
kynnst einhverju slíku," segir
Haraldur þegar blaðamaður
spyr klasslskrar spurningar
um hættur hafsins. „Ég
missti mann út I leiðinda-
veðri út við Kolbeinsey. Ég
stakk mér eftir honum og
tókst að ná honum, en þaö
gekk illa að ná okkur sjálfum.
Munaði raunar minnstu að
við týndumst, því það var
svarta þoka. En þetta hafðist
þótt hann væri orðinn með-
vitundarlaus og ég væri far-
inn að sjá stjörnur. Það mátti
ekki miklu muna.“
Haraldur segir að slík
reynsla brenni sig eflaust
fast I menn, en alltaf megi
búast við að slíkt geti gerst
þótt menn voni að þaö hendi
ekki. „Þetta er eins og með
önnur óhöpp, einn góðan dag
lendir maður I þessu sjálfur.
Ég held því að menn taki
þessu sem slíku og æðrist
ekki eða óskapist yfir þv(.“
Haraldur er ósáttur við það
sem hann kallar „áróður um
hættur I smábátum". Hann
segir greinilegt að mikið sé
talað af mönnum sem þekki
lítiö til mála. „Grímesy er að
mörgu leyti dæmigerður
staður fyrir þessi litlu sjávar-
pláss okkar. Þar hefur ekki
farist maður við fiskveiðar á
þessari öld. Þótt þar hafi allt-
af verið slæm lendingarskil-
yrði og höfnin léleg ennþá.
Við erum á einu versta haf-
svæði við landið, þar sem
skiptir um veður eins og
hendi sé veifað. Þessar litlu
fleytur hafa þó alltf borið
mann að landi, a.m.k. hafa
ekki orðið slys á mönnum
þótt bátur hafi sokkið."
Grímseyingar
þurfa ekki harðstjórn
„Veðursins vegna eru engir
tveir dagar á sjónum eins,“
segir Haraldur og nefnir sem
dæmi eyjuna sína. „Ef ísland
er á mörkum hins byggilega,
þá er Grímsey það svo sann-
arlega. Hluti eyjarinnar liggur
norður I íshafi. Þarna gerir
einhver verstu verður við
strendur landsins. Grímsey
er hvergi I skjóli fyrir neinni
átt. Það gnauða um þetta
sker allir vindar allra átta.
Menn vita þetta, hafa vanist
þessu og telja þetta raunar
jafn sjálfsagt og gang himin-
tunglanna. Þetta er og verð-
ur.“
Haraldur segir Grímsey
vera kjörstað fyrir smábátaút-
gerð, af þeirri einföldu
ástæðu að þar eru miðin
nánast við bæjardyrnar. Þótt
ekki sé hægt að sækja frá
meginlandinu, þá geta trillu-
karlarnir I Grímsey skotist út
þegar færi gefst um leið og
veðri slotar. Hann er hins
vegar ekkert yfir sig hrifinn af
afskiptum stjórnmáiamanna
af trilluútgerðinni I Grímsey.
„Vegna hafnarinnar erum
við dæmdir til að vera með
minnstu gerð af bátum, en
svo er verið að straffa okkur
fyrir að vera með þessa litlu
báta,“ segir hann og bætir
við að þótt flestir séu á þeirri
skoðun að stjórna þurfi
þorskveiðum við ströndina að
einhverju leyti, þá þurfi ekki
að fara út I hreina vitleysu I
þeim efnum. „Það á ekki rétt
á sér að stjórna með harðri
hendi smábátaútgerð I
Grímsey, sem er einasta eina
atvinnan sem menn hafa.“
Honum finnst raunar að
taka eigi sérstakt tillit til
þessarar sérstöðu sem
Grímseyingar hafa. „Það er
ekki hægt annað.
Það á að vera grundvöllur
fyrir útgerð allra þessara litlu
báta, sem eru búnir að sýna
að þeir skila mestu hag-
kvæmni I veiðunum. Þeir
skila líka besta hráefninu.
Litlu bátarnir I Grímsey skila
meira að segja jafngóöu hrá-
efni úr þorskanetum og
stærri bátar, vegna þess aö
við getum nýtt hverja stund
til að skreppa I netin. Á
svona stað eins og Grlmsey
á að gefa mönnum kost á að
fiska þann stutta tíma sem
hægt er að róa, þvl auðvitaö
stunda menn ekki netaveiðar
á þessum fleytum I svartasta
skammdeginu. Menn eiga því
að hafa frjálsar hendur."
Haraldur telur einnig að
slíkt fyrirkomulag geti oröiö
lyftistöng fyrir Grímsey, ef
menn hefðu þar meira veiði-
frelsi. „Víst væri sannarlega
gott að fá dugnaðarfólk út I
eyjuna, þvl að þetta er eigin-
lega allt of lltið samfélag til
að standa eitt og sér. En þá
er það bara höfnin sem
skammtar þetta, því þótt við
vildum tekur höfnin ekki fleiri
báta. í hafnarmálum verður
eitthvað að gera. Staður eins
og Grimsey sem skilar fiski
að landi fyrir minnstan pen-
ing, á að fá að njóta sinnar
sérstöðu. Hann á að byggja
upp.“
Grlmseyingar eiga sinn
fulltrúa I stjórn Landssam-
bands smábátaeigenda, því
þar situr Haraldur og leynir
sér ekki áhugi hans á við-
fangsefninu. Hann rifjar upp
stríðið sem var I vetur I kring-
um umræðu um kvótalögin
og ákvæðin um smábátana:
„Manni finnst stundum að
það sem sett var fram, vera
af hreinni og beinni skamm-
sýni, svo ekki sé meira sagt.
Furðanlega margir hafa horn
I síðu þessara litlu báta. Það
er næstum óskiljanlegt, því
ég tel að það að hafa nokkuð
frjálsar smíðar og veiðar á
litlu bátunum, létti all veru-
lega þeim þrýstingi sem er á
stærri flotanum. Mönnum
með ríka athafnaþrá er þó
leyft að veiða á minni bátum
og geta þannig veitt sinni þrá
útrás. Ef allt væri bundið á
klafa og engu hægt að
hreyfa, þá stæðist þetta kerfi
ekki,“ segir Haraldur en bæt-
ir við að það sé engin óska-
staða útgerðarmanna, að
eiga bara frelsi til að smíða
sér bát undir sex tonnum.
„Það er engin kjörstærð is-
lenskra sjómanna. Langt frá
þv(.“
Minni líkur á lúðu
en lottóvinningi
Er ofveiði? Haraldur segir
erfitt að svara þeirri spurn-
ingu, þótt greinilega megi
merkja að minna sé af hinum
ýmsu tegundum I sjónum.
Þannig virðist lúða t.d. vera
horfin. „Það eru miklu minni
líkur á (dví að fá lúðu en vinna
I lottóinu."
Haraldur segir reyndar að
áður fyrr hafi það farið mjög
eftir mönnum hvort þeir
fengu lúðu eða ekki. „Strax
sem stráklingur lenti ég I þvl
að vera alltaf að festa I lúð-
um. Ég réði ekkert við þetta
og heppinn að vera ekki
kippt fyrir borð, því þær strik-
uðu af svo miklum krafti. Ég
man t.d. að ég setti I tvær
stórlúður sama daginn og
ekki var óalgengt að fékkst I
lúðu I róðri. Það voru lagðar
lóðir og aflaðist oft vel á, en
nú hefur ekki þýtt að leggja
lóð. Luðan virðist bókstaflega
horfin."
Að sögn Haraldar hefur
orðið mikil breyting á stærð
fisks sem veiddur er á hand-
færi, miðað við það sem
gerðist áður fyrr.
„Eftir að síldin hvarf var
þorskurinn I síli og loðnu. En
nú er loðnan horfin að mestu
af þessari slóð og aöalæti
stóra þorsksins er karfi. Það
er t.d. hóll þarna norð-austur
af Grímseynni og þar liggur
oft vænn þorskurkarfa, I
karfa.“
Á sínum tíma lá landhelgin
þarna um, sex mílurnar, og
togbátar fóru af og til á hól-
inn og „hreinsuðu hann“.
Þarna fengu Grimseyingar oft
góðan þorsk og bölvuðu tog-
bátunum. „En síðan að línan
var færð út og aldrei verið
þarna troll, er allt fullt af
karfa. Það er bara undantekn-
ing að þar fáist góð þorsk-
veiði. Hvort þetta spilar sam-
an, skal ég ekki segja, en við
höfum oft talaö um hvort
ekki veiti af að fá einhvern til
að toga hólinn og hreinsa
hann, svo þorskurinn komist
að.“
Sambúðin við KEA
Um tíma gerði Haraldur út
frá Vestmannaeyjum, á eigin
bátum. Hugurinn stefndi þó
alltaf á heimaslóðir, enda
hafði hann og hefur trú á, að
Grímsey sé til þess fallin að
vera blómlegur útgerðarstað-
ur með mun fleiri íbúa en eru
I dag.
Undanfari þess að hann
flutti aftur til Grlmesyjar, var
sá að frystihús sem rekiö
hafði verið á eynni og gerði
það að verkum að allir höfðu
atvinnu, a.m.k. yfir sumartím-
ann, fór á hausinn. Þetta or-
sakaði að sjö eða átta fjöl-
skyldur fluttu burt og eyjan
var við það að leggjast I eyði
á árabilinu frá 1950-60. „Ég
hafði það miklar taugar til
plássins að ég vildi gera mitt
svo það yrðu ekki endalokin.
Þá fór ég út I það að byggja
fiskvinnslu."
Það var þó ekki gert einn
tveir þrír, því ýmis Ijón voru á
veginum." Það má segja að
maður hafi lent I vandræðum,
því þar var fyrir Kauþfélag
Eyfirðinga,“ segir Haraldur.
„Maður hafði á tilfinningunni
að þeir teldu sig eiga plássið
og vildu ekki að aðrir væru
að kássast upp á sínar júss-
ur. En áður en ég fór út I að
byggja fór ég til Jakobs Frí-
mannssonar kaupfélagsstjóra
á Akureyri og spurði hann
hvort Kaupfélagið vildi
byggja fiskvinnslu I Grímsey.
Hann svaraði þessum orðum:
„Við hvorki munum né viljum,
því það er ekki á stefnuskrá
kaupfélagsins." Haraldur
spurði hann þvl hvort hann
vildi selja gömul hús sem
Kaupfélagið átti I eynni.
„Hann var eiginlega búinn að
gefa samþykki sitt fyrir því,
en þau sem voru með útibúið
I Grímsey voru þvl alveg
andvíg."
Haraldur byggði því, verk-
aði af sínum bátum og keypti
einnig af körlunum. „Þetta
gekk svona sæmilega í tvö
ár, en þá kom kaupfélagiö og
fór að byggja. Þeir byrjuðu
reyndar á því aö laga gömul
hús og ætluðust eflaust til
þess að ég færi á hausinn
með hús mitt og þeir næðu
því. Það varekkert annað
sem vakti fyrir þeim, en það
tókst ekki. Mér tókst að
halda þessu og þá urðu þeir
að fara að byggja og bæta
við.“
í dag er Haraldur með tvær
trillur og verkar af eigin bát-
um, en ekki nema I mjög litl-
um mæli af öðrum. Sjálfur
rær hann á öðrum en synir
hans tveir róa einnig.
Á slnum tíma stóð hann
frammi fyrir því að velja um
það hvort hann færi I Sjó-
mannaskólann eða I íþrótta-
kennaraskólann. „Ég hafði
eiginlega meiri löngun til
þess að fara I íþróttakennara-
skólann, en ég gat ekkert
gert I Grímsey með slíkt próf
upp á vasann. Þá hefði ég
orðið íþróttakennari á trillu
úti I Grímsey. Ég fór því I Sjó-
mannaskólann, því maðurvar
alltaf að vonast til að nú færi
að koma höfn. En árin liðu og
áratugirnir en ekkert gerðist.
í dag er stærsti báturinn 29
tonn og kannski 29 tonnum
of stór, eins og sumir segja.“
Framtíðin veltur
á friðinum
Það er líklega við hæfi að
enda viötal viö Harald með
spurningunni um framtíð
Grímseyjar: „Ég myndi segja
að (Dað ríki mikil bjartsýni hjá
fólki,“ svarar hann og bendir
á að margt af ungu fólki
standi I íbúðabyggingurp, eða
ætli sér að byggja. „Ef
Grímseyingar fá að vera I
friði til að stunda sínar veiðar
og geta verið öruggir með
sína báta, þá eru fáar ver-
stöðvar sem gætu staðið sig
betur.“ Hann segir að ef vel
eigi að vera, þá þurfi íbúatal-
an að vera 400-500 svo
Grímsey standi undir nafni
sem sjálfstætt sveitarfélag.
„Það er margt sem hrindir
fólki frá, eins og t.d. kennslu-
málin sem eru I algjörum
ólestri. Einum vetri fyrir ferm-
ingu þarf að senda börnin I
skóla upp á fastalandið."
Þá eru Grímseyingar einn-
ig prestslausir. „Þaö er ekki
það að við getum ekki lifað
án prests, heldur hitt að
prestur yrði viss lyftistöng
fyrir byggðalagið. Prestur I
Grlmsey ætti að vera með
kennsluskyldu. Það myndi
skapa festu I kennslumálum.
Hann ætti að vera skólastjóri
llka. Það eru oft á tíðum
prestarnir sem halda uppi fé-
lagslífi og músíklífi, en við
erum það illa sett hér núna
að við erum hvorki með prest
né organista."
Pálmi Matthíasson er
prestur Grímseyinga núna
„hlaupaprestur", og að sögn
Haraldar þjónar hann launa-
laust. Pálmi er sem kunnugt
er prestur á Akureyri, en hef-
ur skyldum að gegna gagn-
vart Grímseyingum. „Það er
þegnskylduvinna fyrir Pálma
að þjóna Grlmsey. Þegar Pét-
ur Sigurgeirsson, biskup okk-
ar ágæti vinur, var prestur I
Grímsey á undan Pálma
Matthíassyni fékk hann hálf
laun presta fyrir þjónustuna.
En nú þegar hann hættir og
annar tekur við er sá launa-
laus. Ég var alltaf að vona að
biskup, sem var prestur okk-
ar, tæki á þessum málum fyr-
ir okkar hönd, en það hefur
ekkert gerst.“
Þá segir Haraldur að ýmis-
legu sé áfátt I samgöngumál-
unum, meira en snýr að höfn-
inni einni saman. Hann segir
að sárlega vanti flóabát I
staðinn fyrir Drang, sem „tek-
inn var af Grímseyingum fyrir
nokkrum árum siðan“. í dag
eiga Rlkisskip að þjóna
Grímsey, en vegna stærðar
skipannaog hafnleysunnar
llða oft vikur og mánuðir áð-
ur en skipin geta lagst að
þótt áhafnir skipanna leggi
sig allar fram. Þá var I stað-
inn fyrir Drang ákveðið að rík-
isstyrkja flugsamgöngur við
eyjuna. Haraldur segist efast
um að það hafi reynst ódýrari
kostur. Það voru um 10 eða
12 milljónirsem ríkið borgaði
árlega með Drangi. Þetta
þótti óhæfa og hingað kom
hópur alþingismanna til að
koma okkur I skilning um að
við leystum allan vanda með
því að losa okkur við Drang.
Það komu meira að segja þrír
frá einum og sama stjórn-
málaflokknum, til þess að
telja okkur á að losa okkur
við þetta vandræðabarn. En
hvaó skeði svo? Þessi bátur
var sendur I siglingar vestur I
Karabíska hafiö, til að sigla
við strendur Bandaríkjanna.
Þá var I lagi að veita honum
10 milljóna króna styrk til
þeirra siglinga. „Þegar upp er
staöiö veit ég ekki hvað mik-
ið hefur sparast við að lát.a
Drang fara,“ segir Haraldur
og bendir á að ferðamenn
séu nánast hættir aö koma
til eyjunnar, sem annars hef-
ur þetta mikla aðdráttarafl
vegna náttúrufegurðar, fugla-
llfs og sérstöðu sinnar.
Þrátt fyrir að Haraldur telji
að ýmislegt megi betur fara I
Grímsey og lengi hafi hann
beðið eftir höfninni sem
hann veðjaði á þegar hann
fór I Sjómannaskólann, seg-
ist hann vera bjartsýnn á
hafnarbætur I Grímsey. Og
hann velkist ekki I vafa um
hvar hann vill helst vera, — á
eyjunni norður við heim-
skautsbaug.