Alþýðublaðið - 04.06.1988, Page 36
36
Laugardágur 4. júní Í9&8
TÓNLIST
Gunnar H. Arsælsson
skrifar
... mennskt rafmagnsstuð, hrein orka
Rolo McGinty í The Woodentops í viðtali við Alþýðublaðið
Á dögunum var stödd hér á
landi breska hljómsveitin
THE WOODENTOPS. Hélt
hljómsveitin tónleika á Hótel
íslandi að viðstöddu miklu
fjölmenni. Undirritaður missti
þvi miður af þessum stór-
viöburði í tónlistarrlífi hér-
lendis en eins og margir vita
eru Woodentops að mörgum
álitin ein besta hljómsveit
Bretlands um þessar mundir.
í sárabót fékkst aðalmaður
hljómsveitarinnar, Rolo
McGinty, hins vegar til þess
að koma í viötal og var það
tekið á Hótel Borg. Viö höfð-
um 20 minútur, því meðlimir
Woodentops voru í óða önn
að búa sig undir brottför og
eins gott að nota tímann vel.
Ég byrjaði á því að spyrja
Rolo um stofnun hljómsveit-
arinnar:
„Hún var stofnuð sumarið
’84. Ég hafði samið nokkur
lög og í stað þess að fá at-
vinnuspilara til þess að spila
lögin mín ákvað ég aó fá vini
mína með mér í staðinn. En
þeir höfðu aldrei spilað á
hljóðfæri og ég aldrei sungið
í popphljómsveit. Því lá bein-
ast við að byrja á því að æfa
sig á hljóðfærin. Við æfðum
stanslaust í sex mánuði en
eftir það spiluðum við i partý-
um, vöruskemmum og þess
háttar furðustöðum. I árslok
’84 spiluðum við svo í fyrsta
skipti í almennilegum klúbbi.
Þar hittum við Julian Cope úr
Teardrop Explodes, The
Smiths og fleiri fræga aðila.
Þessir tveir fyrrgreindu buðu
okkur að vera upphitunar-
hljómsveit hjá sér og við þáð-
um það.“
En hvers vegna stofnað-
irðu Woodentops?
„Vegna þess að tónlist hef-
ur alltaf verið gleðivaldurinn í
lífi mínu og mig langaði ein-
faldlega til þess að spila.
Mér datt hins vegar ekki í
hug að þetta yrði mitt lifi-
brauð.“
Hvað varst þú að gera áður
en þú stofnaðir Woodentops?
„Ég var eiginlega bara að
sóatímanum. Hætti í skóla
þegar ég var 16 ára og þá fór
ég að vinna ýmisskonar störf
sem ekkert höfðu neina fram-
tíð í sér, sem sagt alger tíma-
sóun.“
Gætirðu rakið fyrir mig í
stuttu máli það sem í megin-
atriðum hefur gerst hjá
Woodentops síðast liðin þrjú
ár eða svo?
Rolo andvarpar, klórar sér í
kollinum en byrjar svo:
„Sko, við byrjuðum á því að
gefa út smáskífuna „Plenty".
Síðan spiluðum við smávegis
í útvarpi og það var eftir það
sem áhugi stóru útgáfufyrir-
tækjanna vaknaði. Það hafði
hellingur af fyrirtækjum sam-
band við okkur og buðu okk-
ur samninga. Þetta voru fyrir-
tæki á borð við EMI, Polydor,
Virgin, Rough Trade og
Phonogram. Eftir að hafa velt
tilboðunum vel fyrir okkur
ákváöum við að taka tilboði
Rough Trade því okkur fannst
að þar sætu listræn sjónar-
mið i fyrirrúmi en peninga-
sjónarmið hjá hinum fyrir-
tækjunum. Éftir að hafa skrif-
að undir tóku við nær enda-
laus ferðalög og tónleikar. í
júni ’86 kom svo út okkar
fyrsta breiðskífa og bar hún
heitið „Giant“. Upptökustjórn
var í höndum Bob Sergeant
og að mínu mati náöi hann
virkilega miklu út úr hljóm-
sveitinni en ég held að hann
hafi misskilið okkur pínulítiö
því mér finnst að hann hafi
gert plötunaof melódíska.
Hann setti alltof mikið af litl-
um hljómborösmelódíum hér
og þar því hann er sjálfur
hljómborðsleikari. Eftir að
„Giant“ kom út fórum við í
tónleikaferð til þess að
kynna hana og afraksturinn
af túrnum var hljómleikaplat-
an „Live Hypnobeat Live“
sem er í rauninni megnið af
„Giant“ og nokkur önnur lög.
Mér finnst LHL gefa mun
betri mynd af því hvernig
hljómsveit við erum þvi í
rauninni erum við miklu
hrárri og kraftmeiri en
„Giant“ gaf til kynna. Með
okkur á þessari plötu vann
bandaríkjamaðurinn Scott
Litt sem ásamt mér stjórnaði
upptökum á okkar nýjustu
plötu, „Woodenfoot Cops on
the Highway". Sú plata er
langtum kraftmeiri og á
henni gátum við virkilega
notað fiðluna því okkur lang-
aði alltaf að nota fiðluna
miklu meira en við höfðum
gert. Þetta er svona í megin-
máli það sem hjá okkur hefur
gerst undanfarin þrjú ár eða
svo.“
Bjuggust þið við svo já-
kvæðum viðtökum þegar
„Giant“ kom út?
„Alls ekki og ég er mjög
ánægður með þær viðtökur
sem platan fékk því oftar en
ekki er ekkert að marka það
sem gagnrýnendur segja
vegna þess að þeir eru svo
uppteknir við að éta upp eftir
hvor öðrum í skrifum sínum."
(Við þessi orð spratt fram
kaldur sviti á undirrituðum,
mér fannst eins og ég hefði
verið sleginn með sleggju en
Rolo hélt ótrauður áfram)
„Auðvitað eru til gagnrýnend-
ur sem skrifa mjög málefna-
lega en svo eru aðrir sem
skipta um skoöun á klukku-
tímafresti og slíkum mönn-
um er ekki treystandi.“
Nöfnin á plötunum ykkar
eru svolitið skrýtin, hvers
vegna?
„Giant hét þessu nafni ein-
faldlega vegna þess að þetta
var stærsti viðburður sem viö
höfðum upplifað á þeim tíma.
Nafnið á okkar nýjustu plötu
„Woodenfoot Cops on the
Highway” er þannig til komið
að ég var svo oft stoppaður
af þjóðvegalöggunni á leið-
inni heim úr hljóðverinu eld-
snemma á morgnana. Ekki
bætti úr skák að bíllinn minn
var hressilega klesstur og
nafnið visar til hins stirða
göngulags lögregluþjónanna
þegar þeir ganga að bílnum
til að skoða ökuskírteinið og
spyrja þig spurninga."
Á Woodenfoot... starfa
ýmsir aðrir tónlistarmenn
með ykkur s.s. svissneski
dúettinn Yello og Gary Lucas
úr Captain Beefheart. Hvers
vegna starfið þið með öðrum
listamönnum?
„Það er einfaldlega vegna
þess að maður lærir af þessu
fólki. Og þetta eru allt vinir
okkar, t.d. er gitarleikarinn
Gary Lucas góðvinur okkar
frá New York. Alla þá sem
spiluðu með okkur og að-
stoðuðu langaði einfaldlega
til þess og gerðu það án
þóknunar. Við tókum upp
helling af efni með þessu
fólki en við vissum ekki hvort
við ætluðum að nota eitthvað
af þvi á plötunni. Sumt fór á
hana en annað ekki. T.d. fór
ekkert af þvi efni sem við tók-
um upp með reggílistamann-
inum Lee „Scratch” Perry á
plötuna vegna lagalegra
múra og samningsákvæða."
Það eru tvö lög á Wooden-
foot... sem mér finnst hafa
mjög vélrænan blæ yfir sér.
Þetta eru lögin Wheels turn-
ing og In a dream. Ert þú
sammála mér í þessu efni?
„Já, en fyrir mér var seinna
lagið aldrei klárað því tíminn
rann út fyrir framan nefið á
okkur. En hugmyndin á bak
við Wheels turning var sú að
steypa saman tæknivæddum
nútímavinnubrögðum og
eldri tónlistarhefðum. Við
vorum að reyna að búa til
einskonar „tónlistarlegt vél-
menni“ úr þessu tvennu og
mér fannst það takast mjög
vel.“
En þú semur líka Ijúfar
ballöður og notar mikið
kassagítar.
„Já, það er vegna þess að
mér finnst kassagítarinn
alveg yndislegt hljóðfæri og
nauðsynlegt að hafa hann
með. Eg elska einfaldlega
hvernig hann hljómar og ég
hef aldrei gert plötu án þess
að hafa hann með. Svo er líka
mjög gott að semja á hann.“
Hljómborðsleikurinn hefur
alltaf verið i höndum kvenna,
hvers vegna?
„Því mér finnst það skapa
skemmtilegri stemmningu
innan hljómsveitarinnar.
Fyrst var Alice Thompson
með okkur og hún spilaði
eingöngu á tónleikum en ég
tók við þegar í hljóðverið
kom. Alice varð að hætta
vegna þess að hún var ein-
faldlega ekki nógu góð. í
staðinn fyrir hana kom Anne
Stephenson sem í rauninni
kunni ekkert á hljómborð,
aðeins fiðlu, þegar hún gekk
til liðs við okkur. En hún var
fljót að taka viö sér og á
Woodenfoot... spilaði hún
bæði á fiðlu og hljómborð.
Hún er orðin alveg prýðis-
góður hljómborðsleikari."
Ef við snúum okkur að
textagerð þinni, gætirðu sagt
mér um hvað þeir eru?
„Þeir fjalla um ýmislegt.
Margir eru úr daglegu lífi
mínu og annarra. Sumir eru
bara einskonar hugrenningar
um pólitlk, tilfinningar, eins-
konar smámyndir sem verða
til í huganum og yfirleitt þá
tek ég þessi hugsanabrot og
raða þeim saman I heillega
mynd sem ég leitast við að
hafa á sem einföldustu máli.“
Kemur fram þjóðfélags-
gagnrýni í textum þínum?
„Já, en ég fer mjög varlega
I það vegna þess að mér
finnst aðrir betur til þess
fallnir en ég að gagnrýna
þjóðfélagið. Það sem ég
gagnrýni vita flestir sem eru
með eitthvað á milli eyrn-
anna.“
En hvað meö þriöju plöt-
una, er hún á leiðinni?
„Ekki strax því við erum
ennþá að fylgja Wooden-
foot... eftir. Ég á hins vegar
fullt af efni heima en loksins
þegar tími gefst til að setjast
niður og pæla í hlutunum þá
er ég viss um að ég læt eins
og þessi lög séu ekki til. Ég
er þannig að mér finnst allt
hafa breyst þegar við komum
heim eftir tónleikaferð og þá
lít ég allt öðrum augum á
hlutina.“
Þú hlýtur þá að líta á þig
sem listamann i stöðugri þró-
un?
„Já, það geri ég þvi um
leið og maður eldist þá hlýt-
ur maður aö þroskast og
hugmyndir minar og viðhorf
hljóta því að breytast."
Snúum okkur að íslands-
dvölinni, hvernig líkaði þér að
spila hérna?
„Mjög vel en það er eitt
sem ég get ekki hætt að
hugsa um og það er fólkið
sem var í öryggisgæslunni.
Það var alveg snargeggjað.
Það tók meira að segja síga-
rettur út úr fólki, hvers vegna
veit ég bara alls ekki. Og
áður en við byrjuðum að
spila hafði sviðið verið afgirt
með köðlum til þess að
áheyrendur kæmu ekki of ná-
lægt en þannig vill ég alls
ekki hafa það. Þvi létum við
fjarlægja þessa kaðlaskratta.
Eg vil finna nálægð við tón-
leikagesti."
Hvernig fundust þér tón-
leikagestir?
„Góðir, mjög góðir, svolítið
spenntiren frjálslegir. Það
tók þá að vísu nokkrar mínút-
ur að komast í gang en eftir
það gekk allt eins og í sögu.
Ég hlakka mjög til að koma
hingað aftur og ég ber alveg
sérstakar tilfinningar í garð
landsins því ísland var fyrsta
landið utan Englands sem ég
kom til þegar ég var yngri.
Mér finnst líka þetta land ein-
faldlega lifandi ennþá, ég
meina fossarnir, árnar og öll
þessi æðislega náttúra.”
Þegar hér var komið í við-
talinu voru félagar Rolo orðn-
ir áhyggjufullir og stóðu tví-
stígandi frammi í anddyri, allt
var tilbúið undir brottför. Því
var ekki um annað aö ræða
en að dúndra lokaspurning-
unni á Rolo.
TilgangurThe Wooden-
tops?
„Fyrir mér er tilgangur
hljómsveitarinnar sá að gefa
fólki rafmagnsstuð, mennskt
rafmagnsstuð, hreina orku
sem það getur gert hvað sem
ervið. Við í hljómsveitinni
notum þessa orku til þess að
skapa tónlist. Ég hef fengið
bréf frá fólki sem hefur ekki
getað sofnað eftir tónleikana
okkar vegna þess að það
fann einhverja orku sem lét
því líða vel og kom af stað já-
kvæðum hugsunum hjá því
um lífið og tilveruna og um-
fram allt það sjálft. Við viljum
gefa frá okkur hráa, upp-
byggjandi orku og þegar viö
eldumst verðum við að halda
í þessa orku því hún er mjög
mikilvæg rétt eins og barns-
legi þátturinn í okkur, gleðin,
forvitnin og öll sú sjálfs-
ánægja sem fylgir því að vera
barn. En þegar maður vex úr
grasi þá er svo mikil hætta á
því að maður verði sljór í
höfðinu. Við berjumst gegn
því með tónlist okkar. Við
berjumst gegn sljóleika."
Að þessum orðum mælt-
um hentist Rolo upp úr stóln-
um og tók stefnuna á rútuna
sem beið eftir honum. En
fyrst varð hann að fara fram-
hjá Ása í Gramminu sem
stóð skælbrosandi álengdar.
Án hans hefði þetta viðtal
ekki orðið að veruleika og
kann ég honum bestu þakkir
fyrir liðlegheitin. Ási stökk
einnig upp i rútuna sem
augnabliki síðar var horfin
og eftir sat þykkt díselský
sem hreyfði sig hvergi.
GHÁ