Alþýðublaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 2
2 Laugardagúr'25. júni 1988 LITILRÆÐI Flosi Ólafsson skrifar Stundum þegar ég er hnuggínn eöa dap- ur í bragöi hugsa ég sem svo: — Þessi andskotans ólund gengur ekki. Þaö hlýtur aö vera hægt að komast þurrum fótum bæjarleið í þessum táradal. Og svo fer ég aö hugsa um þaö, hvaö gæti nú helst oröið til þess aö koma mér í þetta eftirsókn- arverða sólskinsskap, sem allir eru einlægt aö fjasa um. Mín aðferð eraö ná í blööin og lesa gaum- gæfilega, frá orði til orós, þaö sem í þeim stendur. Og viti menn. Áöur en varir leik ég við hvern minn fingur, hugarvílið er horfið eins og dögg fyrir sólu og ég orðinn hlátur- mildari en erviö hæfi fyrir viröulegan mann á mínu reki. Myndbrengl og fyrirsagnir eru mínar ær og kýr. Ein fyrirsögn í blaöi getur jafnvel orðið aflvaki langvarandi kátínu, jáenst mérheilu dagana, vikur, jafnvel mánuöi og ár, eöaævi- langt. Og, ef þió vissuð, elsku vinir mínir, hvað vel lukkuð myndbrengl geta orðió mér upp- spretta mikillar og ómældrar gleði. Þaö hálfa væri nóg. I gærmorgun rak ég höfuðið í náttborös- hornið þegar ég var aö fara framúr, sem var auðvitað engum öðrum að kenna en mér sjálfum. Af langri reynslu áég að vera farinn að vita, að það er alltaf affarasælast að skjótafótunum fram af rúmstokknum áund- an höfðinu. Nema að við þetta komst ég í manndráps- skap, sem ég lét svo bitnaá heimilisfólkinu, eins og lög gera ráð fyrir. Það var svo ekki fyrr en búið var að gefa mér kaffi, að ég gat náð í blöðin, svonaeins- og til að lappa aðeins uppá sálarástandið. Og viti menn. Ekki var ég kominn nema á aðra síðuna í Morgunblaðinu, þegar ég rakst einmitt áóskafyrirsögn, fyrirsögn sem breytti dimmunni í dagsljós, súldinni I heið- ríkju, ólundinni í kátínu. Fyrirsögnin var svona: LÖGREGLUMAÐUR SLEGINN AFTAN Á HNAKKANN. Þarna sat ég í stólnum himinlifandi yfir því að maðurinn skyldi þó ekki fá höggið framaná hnakkann. Og í framhaldi af þessu fórég svo að leiða hugann að því hvað væri framaná óæðri endanum á mannskepnunni, og hló mig svo máttlausan að þessari dæmalausu aula- fyndni. Jávinirmínir. Lítiðerungs mannsgaman. Allir hafa einhvern tíma lesið um það hví- lík ógæfa fylgir happdrættisvinningum. Ég er einlægt að fá allskonar lotteríis- vinninga, nú síðast för til Italíu fyrir tvo. Þessi vinningur var lengi búinn að valda mér ómældu hugarangri, þegar ég rakst á grein í Morgunblaðinu 11. júní undir fyrir- sögninni: ÍTALSKA BEINT í ÆÐ. Ég hafði semsagt hugsað sem svo, að ís- lenska sumarið væri ónýtt, ef ég færi að þvælast til Ítalíu í hitasvæluna þar, þegar sumarblíðan væri I hámarki hérna heima, og það sem mér fannst þó verra og þungbær- ara, er sú staðreynd, að ítalir tala annað tungumál en ég, semsagt ítölsku. I Morgunblaðsgreininni segir frá því, að nú sitji nokkrir tugir manna þrjá tíma á dag í Odda, húsi Félagsvísindadeildar Háskól- ans, og — einsog segirorðrétt í greininni — noti öll skilningarvit til aö komast inní ítalskt mál og menningu. Nú hoppaði hjartað í mér hæð sína í ölI- um herklæðum, því ég fann að hér var enn ein blaðagreinin, til þess fallin að koma mér í sólskinsskap. Og ég las greininagaumgæfilega, orð fyr- ir orð og fann hvernig ég varð léttari og létt- ari í skapi eftir því sem á leið: — Vandinn er að ítalska er ekki enska... það eru aðrar ástæður sem draga fólk að ítölskunámi en enskunámi...Nemendur koma ekki á námskeið til að læra að biðja um bolla af kaffi á ítölsku, heldur til að skilja hvað kaffibolli er fyrir ítala....Við viljum koma til móts við þessar óskir með því að kenna málið hratt og vel „bene e presto“... svo að þeir sem, sem nú geta aðeins þagað á ítölsku, geti fengið útrás seinna meir. Og nú var ég kominn I sólskinsskap, sem átti eftir að breytast I langvarandi kátínu, eftir að ég var búinn að skoða myndina sem fylgdi. — Italska beint í æð, hugsaði ég og hló eins og vitfirringur. Eg get sagt ykkur það, elsku vinir mínir, að þegar svona myndir birtast með svona greinum í svona virðulegum blöðum, þá kemst ég í sálarástand sem jaðrar við himnaríkissælu og þessvegna birti ég myndina hér. Ég hef frá því ég sá þetta exemplar af Morgunblaðinu 11. júní verið að velta því fyr- ir mér hvar þessi mynd hafi átt heima og hallast helst að því að hún hafi átt að fylgja frétt um Kynfræðslustöðina sem verið var að setja á laggirnar á dögunum, en á þeirri menntastofnun kvað það vera aðalnáms- greinin að kenna konum að vera sjálfum sér nógar. En svo ég verði ekki ásakaðurfyrirótukta- skap, þá vil ég taka það skýrt fram að ég er klár á því að hér hafa orðið myndbrengl í Mogganum að þettaerekki endurmenntun- arstjóri Háskólans á tali við skólastjóra Mondo Italiano. Það sem mestu máli skiptir þó fyrir mig er, að útaf þessu öllu er ég í þessu líka sól- skinsskapinu og verð áreiðanlega framund- ir mánaðamót, ef ekki ævilangt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.