Alþýðublaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 25. júní 1988 Tíðindi úr verkalýðssögu Félagstíöindi áhugafólks um verkalýössögu, 1. tbl. 2. árg. er komið út. í heftinu eru m.a. birtar myndir sem Sig- urður Guttormsson tók á ár- unum 1930-1945 og sýna mannabústaði, einkum kot fátækra. Þá er í heftinu skrá yfir rannsóknir, sem snerta líf og störf launamanna. Kennir þar ýmissa grasa en á hverju ári rita háskólanemar fjölda frásagna og greina frá rannsóknum á sínu sviði — einkum í sögu. Seyðisfjöröur 1897.1 þessu húsi var fyrsta verkamannafélagið á íslandi stofnað. I þvi bjó Johannes Oddsson einn stofnanda Verkamannafélags Seyðisfjarðar. (Ljósm.: Sigurður Guttormsson/Sögusafn verkalýðs- hreyfingarinnar) Þrjár nýjar uglubækur Uglan — íslenski kilju- klúbburinn sendi nýlega frá sér nýjan kiljupakka. í honum eru þrjár bækur: Vesalingarnir I eftir Victor Hugo, Brunabíllinn sem týndist eftir Maj Sjöwall og Per Wahlöö og þriója bindi Kvikmyndahandbók- arinnar eftir Leslie Halliwell. Ný útgáfa á Vesalingun- um sætir nokkrum tíðind- um. Bókin kom fyrst út á íslensku á árunum 1925-28 og var þá í fimm bindum, þýdd af Einari H. Kvaran, Nýja flugvallarhótelið í Kefla- vík er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi; fyrsta flokks hótel í aðeins 5 mínútna fjarlægð frá flugstöð Leifs Eiríkssonar. Til Reykjavíkur er 40 mínútna akstur. Á Flughótelinu eru 39 vönduð og vel búin herbergi og 3 svítur. í hverju herbergi er sími, útvarp, sjónvarp með gerfihnattamót- töku, vídeótæki, míníbar og að sjálfsögðu bað eða sturta. Allt er gert til að gestum líði sem best. Flughótelið býður einnig full- komna aðstöðu fyrir ráðstefnur og samkomur. Við tökum á móti pöntunum og veitum upplýsingar í síma 92-15222. Höfum opnað nýtt og glæsilegt hótel í Keflavík Ragnari E. Kvaran og Vilhjálmi Þ. Gíslasyni. Sú útgáfa var nokkuð stytt og auk þess var ekki þýtt úr frönsku. Torfi H. Tulinius, bókmenntafræðingur, hef- ur farið yfir þýðinguna og borið saman við frummál, lagfært og aukið við eftir ástæðum. Nýja útgáfan verður því nokkru lengri en þó prentuð í fjórum bindum í stað fimm áður. Leikgerð af Vesalingunum hefur farið sigurför víða um lönd undanfarin ár og var sýnd við góðar undir- tektir í Þjóðleikhúsinu í vetur. Vesalingarnir er merk alþýðleg frásögn, enda hafði sagan mikil áhrif á marga höfunda og hugsuði á síðustu öld. Fyrsta bindið sem nú kemur út er 304 bls. að stærð; Teikn hannaði kápu, en á henni er hluti af málverkinu Absint eftir Edgar Degas. Bókin er prentuð hjá Nörhaven a/s í Danmörku. Brunabíllinn sem týnd- ist er endurútgáfa á sænskri spennusögu sem kom út hjá Máli og menn- ingu fyrir átta árum. Þriðja bindi Kvikmynda- handbókarinnar nær frá I til N í stafrófinu. Eftir því sem bætist við þetta verk verður það nýtilegra. Nú eru ókomin tvö bindi af Kvikmyndahandbókinni og er ráðgert að þau komi út á árinu. Nýjr menn á Árbergi Fyrir skömmu tóku mat- reiðslumeistararnir Magnús Ingi Magnússon og Jakob Magnússon við rekstri veit- ingahússins Árbergs að Ármúla 21. Nýju veitingamennirnir í Árbergi muni kappkosta að halda á lofti merki fyrri eig- enda og reka þægilegan mat- sölustað með góðan heimil- ismat, ásamt því að reyna fyr- ir sér á nýjum slóðum. Hinir fjölmörgu viðskiptavinir Arbergs þurfa því ekki að ótt- ast að fá ekki soðninguna og grjónagrautinn í hádeginu, en þeir mega líka eiga von á ýmsum spennandi réttum á matseðlinum. Myndlistar- félag Árnes- sýslu Sýning á verkum félaga i Myndlistarfélagi Árnessýslu var í Tryggvaskála á Selfossi um þjóðhátíðina. 13 sýndu verk sín, olíumálverk, krítar- myndir og hvers kyns mynd- verk önnur. Viða um land eru starfandi félög áhugamanna um myndlist.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.