Alþýðublaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 4
4 u. taugarclagur-26, >úníd988 fll»llllll!lfl)lll Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaður helgarblaðs: Þorlákur Helgason Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Ómar Friðriksson. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 kr. um helgar. AÐ VERNDA ÞAÐ FEGURSTA OG RESTA Fermingin var umræöuefni prestastefnu sem lauk í Reykjavík í gær. Nær allir unglingar landsins játast undir merki kirkjunnar meö staöfestingu sinni á fermingardag- inn. Þaö er því eólilegt aö kennimenn þjóðarinnar velti fyrir sér stöðu fermingarinnar í íslensku kirkjunni og í samfélaginu. Þó aö ekki hafi komið fram á íslandi aö fermingarbörnum fækki á síðustu árum eins og gerst hefur á Norðurlöndum, er ekki þar meö sagt að fermingar- undirbúningureöa þaö tilstand sem er í kringum ferming- una, styrki börn í trú eöa efli vitund þeirra um helbrigt líf. Sérstök könnun varframkvæmd meöal prestaog benda niðurstöður hennar til þess aö þeir séu harla ánægðir meö þjónustuna — og sjái lítt athugavert viö veisluhöld sem fylgjafermingunni. Fyrir rúmum tveimuráratugum sá prestastefna ástæöu til aö vara viö. 1965 ályktuóu prestar gegn „öfgafullum veisluhöldum í sambandi viö fermingar og óhóflegum fermingargjöfum“. Með vaxandi velmegun í þjóðfélaginu hefur minna boriö á gagnrýni. Engu að síöur er ekki minni ástæöa í dag en fyrir einhverjum ára- tugum aó leiða unglinga um refilstigu samfélagsins. Mitt í allri velmeguninni afhjúpast einmannaleiki og afskipta- leysi. Það er af að börn njóti handleiðslu hinna fullorönu í óbreytanleika hversdagsleikans eins og hann var um aldir í landinu. „Velmegunin" hefur fært tómiö inn í stáss- stofur borgarlífsins og inn í sálarlíf allt of margra ung- menna. Og ekki hefur hraðinn fært okkur nær sannleikanum. „Þjóölíf vort er allt sýkt af örvita æði á öllum sviðum, æöi sem beinlínis og óbeinlínis stefnir aö mannfórnum, stefnir einmitt aö því aö mylja þaö fegursta og besta sem viö eigum í æsku landsins." Þessi aðvörun Eyvindar Erlendssonar, sem hann reit í síöasta helgarblað Alþýöu- blaösins, ber aö skoöa í Ijósi atburða líöandi stundar. Erum við aö mylja þaö fegursta sem viö eigum með hraðanum? Pétur Sigurgeirsson biskup minntist á hlut tækninnar í þjóðfélaginu á prestastefnunni: „Er verið að bjarga til aö tortímaog læknatil að líða?“ Þaö hlýturaö vera hlutskipti vísindannaog tækninnarað leiða okkur til betri skilnings á mismun góös og ills. Aö færa okkur nær manngildinu. Ætlar kirkjan ekki aö ryöja úr vegi þeim misfellum sem trjóna upp úr á vegslóð vorri? Það hlýtur aö vera hlutverk stofnana eins og kirkjunnar aö gefa gaum aö fallvaltleika mannsálarinnarog stika leióinatil betra lífs. Allt of margir vegvísar leiða allt of marga á villigötur. Það verður tekið eftirniðurstöóum prestastefnu — ekki bara þeim sem lúta aö fermingunni. „RANKI ALLRA LANDSMANNA" r Ariö 1988 telja menn sig enn geta gert tilkall til embætta af því aö þeir hafi fæöst undir ákveðnum sólarmerkjum. Nú þegar bankastjórastóll losnar í „banka allra landsmanna" þykir ofureðlilegt í helminga- skiptasamfélaginu aö einhver flokkur eigi sætið. Fyrir stuttu yfirgaf Sjálfstæðismaður stól og settist maóur af sama kyni í hann. Nú hefur setan losnað undan Fram- sóknarmanni og samflokksmanni ætluö völdin. Á sama tíma kvistast út um slæma skuldastöðu framsóknar- fyrirtækja. Var nokkur að tala um hagsmunagæslu? FRÉTTIR Þorgils Ottar Mathiesen, landsliösfyrirliöi, gaf sér eilitinn tima til aö pústa á æfingu hjá Bogdan í gær. Þaö er greinilega ekki tekiö út meö sældinni að komast i hóp þeirra bestu i heiminum. A-mynd/Róbert SVITI FRANI AÐ SEOL Handboltalandsliðið œfir tvisvar á dag alla daga vikunnar nema sunnudag. Leikur hátt í tuttugu landsleiki fram að ólympíuleikum. Handboltaliöiö velkist varla í vafa um hvað lifið snýst þessa dagana. Að minnsta kosti gefst landsliðsmönnun- um ekki færi á að hugsa um mikið annað en handbolta. Æfingar eru tvisvar á dag, alla daga vikunnar nema sunnudaga. Þessi stranga dagskrá er liöur í undirbún- ingi fyrir ólympíuleikana sem hefjast i Seol i Suður-Kóreu seinni hluta september. Auk æfinganna verða leiknir hátt í tuttugu landsleikir, hér heima og erlendis. Allt kostar þetta peninga og landsliðs- menn hafa lagt sitt af mörk- um við fjáröflunina, með því að syngja sérstakan baráttu- söng inn á hljómplötu meö aðstoð sjarmörsins og tón- listarmannsins Valgeirs Guð- jónssonar. Platan kemur út um mánaðamótin júli-ágúst. Að sögn Guðna Halldórs- sonar framkvæmdastjóra Handknattleikssambandsins fer landsliðið til Vestur- Þýskalands þann 7. júlí þar sem leikið verður við V-þýska landsliðið í Hamborg. Þaðan verður farið yfir Tjaldið til Austur-Þýskalands og keppt á sterku 6-þjóða móti dagana 12.-17. júlí. Meðal mótherja verða auðvitað A-Þjóðverjar svo og heimsmeistarar og ólympíumeistarar Júgóslavar. Eftir Þýskalandsför kemur landsliðið heim til æfinga, en leikur við V-Þýska landsliðið hér heima dagana 24. og 25 júlí. Þann 31 júlí verður flogið til Spánar til að taka þátt í 6-þjóða móti dagana 1. til 7. ágúst. Á heimleiðinni verður millilent í Frakklandi og leiknir tveir leikir við franska landsliðið. Flugleiðamótið verður síð- an 20.-25. ágúst. Þar leika Sovétmenn, Svisslendingar og Spánverjar auk A og B landsliða íslands. Síðustu leikir i undirbún- ingi fyrir ólympíuleikana verða 8. og 9. september við Dani í Laugardalshöll. Til Seol flýgur landsliðið þann 11. september, en fyrsti leikur verður þann 20. september. Handknattleikssambandið hefur lagt gífurlega vinnu og metnað í undirbúninginn. Að sögn Guðna Halldórssonar er fjáröflun með ýmsum hætti. Seld hafa verið fyrstadags- umslög og gefin verður út myndarleg leikskrá vegna Flugleiðamótsins. Þá er í gangi happdrætti sem dregið verður í eftir ólympiuleikana. „Þetta dæmi gengi ekki upp nema við nytum stuðn- ings almennings og hinna ýmsu aðila. Ekki síst Flug- leiða , þetta væri vonlaust án þess,“ sagði Guðni Halldórs- son. Handknattleikssambandið tók þá stefnu áður en undir- búningur hófst fyrir ólympíu- leikana, að séð yrði til þess að landsliðsmennirnir yrðu ekki fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þátttökunnar. Þeir fá því greitt upp í vinnutap. Guðni vildi ekki segja um hvaða upphæö væri að ræöa, en sagði aðspurður að um væri aö ræða sömu upphæð fyrir alla. Fram að þessu hefur að mestu verið komist hjá meiðslum leikmanna. Alvar- legasta áfallið varð í vikunni þegar Valdimar Grímsson, hornamaður, ristarbrotnaði á æfingu. Vonast er til að Valdimar verði heill fyrir leik- ana, þótt fyrirsjáanelga verði hann af veigamiklum þáttum í undirbúningnum. „Við verðum bara að vona að komist verði hjá frekari meiðslum og að leikmennirn- ir þoli þetta gífurlega álag,“ sagði Guðni Halldórsson. Ungir framsóknarmenn í vígahug VILJA STJÓRNINA FEIGA Samband ungra fram- sóknarmanna hefur boðað miðstjórnarfund hjá sér þann 1. júlí næst komandi. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins verður á fund- inum þrýst á um að mið- stjórn flokksins veröi kölluð saman hið fyrsta, en ekki undir haustið eins og framkvæmdastjórn flokksins taldi til greina koma eftir að hafa fjallað um efnahags- aðgerðir ríkisstjórnarinnar þann 16. maí s.l. í drögum að ályktun fundar SUF er, samkvæmt heimildum blaðs- ins, fast kveðiö að orði um stjórnarsamstarfið og í samtali við blaðiö sagði Gissur Pétursson, formaður SUF, að margir ungir framsóknarmenn vildu að stjórnin springi hiö fyrsta og boðað verði til kosninga. Venjulega boðar fram- kvæmdastjórn til miðstjórn- arfundar í flokknum, en samkvæmt lögum Framsókn- ar þarf ekki nema 1/3 flokks- manna til. Af miðstjórnar- mönnum koma 34 úr röðum SUF, en ekki þarf nema 39 miðstjórnarmenn til að óska eftir fundi. Samkvæmt heimildum blaðsins er í drögum að ályktun miðstjórnarfundar SUF fast kveðið að orði um stjórnarsamstarfið, og það sem ungir framsóknarmenn vilja kalla aðgerðarleysi í efnahagsmálum. Krefjast þeir m.a. gengisfellingar strax. „Það eru ungir framsóknar- menn sem myndu helst vilja að stjórnin springi sem allra fyrst og boðað yrði til kosn- inga. Hvort það verður heild- arskoðun SUF eftir þennan fund verður bara að koma í Ijós,“ sagði Gissur Pétursson formaöur SUF við Alþýðu- blaöið í gær. Einn af forystumönnum flokksins sem blaðið ræddi við taldi hins vegar litlar líkur á því að boðað verði til mið- stjórnarfundar. Hann sagði sína tilfinningu, að litið drægi til tíðinda í sumar þar sem enn væri ekki séö hvern- ig tekist hefði til við síðustu efnahagsaðgerðir. „Ungir framsóknarmenn hafa alltaf látið hátt,“ sagði hann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.