Alþýðublaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 21
- Laugardagur-25, iúní,1988 PRESTASTEFNA 1988 þeirra augum er ekki eins mikilvægt aö kenna þeim, virkja þau til kirkjunnar eöa að fermingin geti veitt þeim svör við áleitnum sþurning- um. En þessi markmið eru þó öll mikilvæg við fermingar- undiröúninginn að mati prestanna í könnun Péturs. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, Seltjarnarnesi Hrópandi þörf á fleira fólki í söfnuðina Sr. Sólveig Lára Guð- mundsdóttir sóknarprestur á Seltjarnarnesi hefurverið í undirbúningsnefnd um ferm- ingarkönnunina. „Það kemur í Ijós í niður- stöðum að prestar vilja meiri samræmingu í undirbúning fermingarinnar. Áherslur eru mjög mismunandi, þó að meginmarkmiðin séu þau sömu. Flestir telja að mark- mið fermingarfræðslunnar eigi fyrst og fremst að vera að efla og styrkja trú, í öðru lagi telja þeir fræðsluna en númer þrjú að virkja börnin í kirkjunni. Þessi þrjú meginmarkmið verða leiðarljós að áframhald- andi starfi í kirkjunni. eiða okkur í samræmingi og við og gerð námskrár. iá nota við fermingaruiiair- búninginn," segir Sóiveig Lára. Áður en sr. Sólveig Lára var kosin prestur á Seltjarnarnesi fyrir tveimur árum hafði hún verið aðstoðarprestur í Bú- staðaprestakalli í þrjú ár. „Ég var búin að kynnast því hvernig var að vera prest- ur í stóru prestakalli, og þó að þetta prestakall sé helmingi minna er feiki nóg að gera 24 klst. á sólarhring. Það er hrópandi þörf á .fleira fólki í söfnuðina ekki síst til að sinna fermingarundirbún- ingnum. Það er svo margt sem þarf að gera í söfnuðinum sem er útilokað að þresturinn komist einn yfir.“ Birgir Ásgeirsson, Mosfelli Þar höfum við þetta allt saman Sr. Pétur Sigurgeirsson biskup „Það er hægt að bæta fermingarundirbúning á ótal vegu, skipta upp í smærri hópa, breyta aldrinum, bæta við efni og fá fleira starfsfólk í undirbúninginn með prest- inum, og líklegast væri skemmtilegast að vinna með 10-11 ára börnum i trúarmót- un. En kannski hef ég mestan áhuga á því að reynt yrði að afmar'ka meira efni til kennslu en orðið er. Þau kver sem eru í notkun eru ekki nógu markviss finnst mér,“ segirsr. Birgir Ásgeirsson í Mosfellsprestakalli. — Að hvaða leyti? „Ég vil t.d. helst fá litla handbók við hendina og biblíuna — og ekkert annað. Biblían er bók sem hefur fjar- lægst okkur, en þar höfum við þetta allt saman. Biblíu- sögukennsla er góð i sjálfu sér en maður kemst ekki í samband við biblíuna. Fólk talar um að maður sem hefur biblíuna við hend- ina eða er að vitna í hana, sé einhver bókstafstrúarmaður, sem er ekki í takt við raun- veruleikann. Þetta er mikill misskijningur." — Á þetta við um aðra en fermingarbörnin? „Já, fólk líður fyrir það að þekkja ekki þessa bók. En komist þaö á biblíulestra eru það yfirleitt mjög vel heppn- aðir hópar. Séu tekin upp ein- hver ákveöin efni eins og hjónabandið eða sorg, þá er hægt að nota biblíuna mjög vel í umræðuhópum." — Án þess að vera kallað- ir bókstafstrúarmenn? „Já, kristnir menn hljóta að leita í þær auðlindir sem við eigum.“ Sr. Birgir segir Mosfells- söfnuð hafa tvöfaldast á 12 árum og þar áður tvöfaldast á 6 árum. Sóknarbörnin eru í dag um 4 þúsund. — Fjarlægist þú ekki sóknarbörnin eða þau þig, þegar sóknin stækkar svona ört? „Jú, maður verður svolítið þversum verandi i bænda- samfélagi en samt í bæ. Maður reynir að hegða sér eins og sveitaprestur og get- ur það ekki. Það myndast óhjákvæmilega togstreyta út af prestinum og hjá honum sjálfum, en maður verður að sætta sig við breytingarnar og gera gott úr þeim,“ segir sr. Birgir. Gunnþór Ingason, Hafnarfiröi Byggja upp mannlíf á dýpri forsendum — Hvaö er efst á baugi hjá kirkjunni i dag að þínu mati? „Mér finnst brýnast að skipuleggja starf safnaðanna á nýjan máta, þannig að Ijóst sé að kirkjan er fyrst og fremst samfélag og verður að koma fram í þeirri mynd,“ segir sr. Gunnþór Ingason prestur í Hafnarfirói. „Til skamms tíma hefur kirkjan verið i fornu fari, klerkurinn úr sveitinni var í svipuðum stellingum og að- stæður hans taldar geta verið með svipuðu sniði í fjölbýli eins og í dreifbýli, en því er alls ekki að heilsa. Þess vegna verður kirkjan að tileinka sér nýja starfshætti og prestur sem var í miöju mannlífs í sveitasamfélaginu er úti á jaðri í þéttbýlinu. Sú staða hentar hvorki honum né kirkjunni." — En getur kirkjan aö- lagast samfélaginu? „Þeir sem hlúa að kirkju- legu starfi verða að átta sig á erindi hennar til samfélags- ins hverju sinni, og síðar I samfélaginu sem hún starfar I — og vinna í samræmi við þá þekkingu. Eitt af því sem mér þykir miður í okkar samfélagi er að kynslóðirnar eru líkt og sundraðar hver frá annarri. Kirkjan ætti að stuðla að því að ungir og aldnir ættu sam- leið." — Er ekki samkeppnin við kirkjuna mikil frá fjölmiðlum og öðru sem vilja gleypa fólk? „Jú að sjálfsögðu, en kirkjan hefur sitthvað fram að færa sem snertir þýðingu mannlífs og verðmæti. Það eru ýmis skelfileg teikn sem hræða mig. Banaslys eru í umferðinni, af þvi að menn keyra ölvaðir á ofsa hraða á fjölförnum götum. Þetta gefur til kynna að sálarlíf sé ekki i lagi og ungt fólk virðist hvorki bera virðingu fyrir sjálfu sér né öðrum. Ér ekki ýmsu ábótavant, og átta menn sig þá ekki á því að það þarf að byggja upp mannlíf á dýpri forsendum en hefur verið? Menn verða að gera upp við sig hvort þeir vilja hafa mannlíf svona eða byggja það á meiri skuldbindingum og ákvörðunum á siðferðileg- um forsendum, þá verður að byggja það á lífsvirðingu trúarinnar, þar sem menn bera virðingu fyrir sjálfum sér, meðbræðrum og þekkir kærleika guös sem grundvöll alls lífs,“ segir sr. Gunnþór. Dalla Þóröardóttir, Miklabæ Áreiðanlega hrútleiðin- leg í þeirra augum „Það er mikilvægt að prestar fái kver, sem prestar 'geti stuðst við, ekki til þess að allir geri það sama, en að þau verði mörg svo að prest- ar geti valið úr. Þar sem ég var prestur fyrir vestan sömd- um við einfaldlega sjálf kver,“ segir sr. Dalla Þórðardóttir. — Heldurðu að kynslóða- skipti séu ekki meðal presta? „Það virðist ekki vera áber- andi mikill munur eftir aldri hvernig prestar þjóna i ferm- ingarfræðslunni.1' — En almennt? „Það hlýtur að vera. Fólk sem er á þrítugs aldri og það sem er yfir sextugt hugsar ekki eins.“ — Þurfið þið sem eruð í yngri kantinum þá að hafa eins miklar áhyggjur af ferm- ingarundirbúningnum eins og hinir eldri? „Jú, ég held það. Börnin sem ég er að ferma eru 13 ára, en ég er þrítug og þaó er svo langt síðan ég var 13 ára. Ég er áreiðanlega alveg hrút- leiðinleg í þeirra augum alveg eins og sá sem er 60-70 ára.“ Dalla er prestur í Miklabæ í Skagafirði. — Likar þér vel i sveitinni? „Já, mér líkar bara vel.“ — Er ekki allt annað að þjóna í dreifbýli en þéttbýli? „Jú, þetta er mjög rólegt, og persónulegt." — Er þetta bara ekki sitt hvort starfið að þjóna í þétt- býli og dreifbýli? „Helgihaldið er hið sama og prestsverkin eru hin sömu. Við vinnum ekki öðru vísi, en áherslurnar eru vænt- anlega aðrar, t.d. húsvitjum við meira.“ — Eru ekki áherslur ykkar kvenpresta aðrar en karl- anna? r,,21 „Það fylgir því sem er að gerast í öðrum stéttum sér- staklega í störfum sem krefj- ast háskólamenntunar að konum fjölgar. Það er eðlilegt að áherslur okkar verði aðrar. Við, velflestar konurnar sem eru prestar erum mjög áhugasamar um kvennaguð- fræði, en það hefur ekki verið athugað hvort við leggjum áherslur á aðra þætti en karl- arnir. En það er á það að líta að karlar hafa mótað allar hefðir í kirkjunni í gegnum aldirnar.“ — Kirkjan tekur við ykkur? Sums staðar hafa konur sem vilja taka vígslu mætt ana- spyrnu innan kirkjunnar. „Sem betur fer hefur aldrei kastast í kekki og allt gengið friðsamlega fyrir sig og eðli- lega.“ Baldur Kristjánsson, Höfn Grœjar varla upp barnið í kaupfélaginu Fyrir prestastefnu var hald- inn aðalfundur Prestafélags Islands, en formaður þess er sr. Sigurður Siguróarson þrestur á Selfossi. Sérstakur aukafundur var um kjaramál presta. „Prestum var heitt í hamsi,“ segir sr. Baldur Krist- jánsson sóknarprestur í Hafnarprestakalli í Horna- firði. „Þeir telja sig hafa dregist aftur úr í launum.“ — Er ekki nóg að prestar fái umbun sinna verka á annan hátt? Er prestsþjón- ustuna ekki köllun? „Það kann að vera, ef prestar væru það hamingju- samir að vera einhleypir, en þeir hafa flestir skyldur um- fram sjálfan sig — og prestar eru töluvert metnir eins og aðrir í þessu samfélagi eftir því hvað þeir eru góðir skaffarar. Maki sóknarprest hefur t.d. alls ekki sömu möguleika að vinna utan heimilis og gerist og gengur meðal flestra annarra stétta.“ — Hvað er brýnast í kirkjunni í dag? „Hugur minn er upptekin af umræðunni um ferming- una. Fermingin er feikilega mikil hátíð fyrir alla og komin út fyrir allt velsæmi. Eg hef veriö að leika mér að þvi að reikna veislurnar og gjafirnar hjá 50 fermingarbörnum eins og eru hjá mér á Höfn. Veisl- urnar hjálpa til í byggða- röskuninni, því að ætli láti ekki nærri að 3-4 milljónir renni til Reykjavíkursvæðis- ins, þvi að fólk verslar gjafir og annað, þegar farið’ er suöur.“ — Er allt fínna fyrir sunnan? „Fermingargjafir eru það miklar að þú verslar þær tæpast í kaupfélaginu. Það má lika segja að suð- urferðir eru notaðar til að græja barnið upp, láta hann eignast allt sem hann þarf að eignast á unglingsárunum.” — En kemur ekki fram i könnun Péturs Péturssonar um ferminguna að prestar eru harla glaðir yfir veislun- um? „Það má vel vera, enda njóta þeir góðs af ef þeir nenna að mæta í fermingar- veislurnar,” segir sr. Baldur og hlær við.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.