Alþýðublaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 19
Laugardagur.25. júní 1988 19 Kevin Whitton hóf feril sinn með bullunum-17 ára. Þá braut hann glugga í rútu sem flutti áhangendur and- stæðinganna í Chelsea, þar sem Whitton ólst upp. 5 ár- um síðar var honum stungið fyrst inn fyrir ofbeldi, en var fljótlega látinn laus og hélt uppteknum hætti með stuðn- insgmönnum Chelsea-liðs- ins. Að loknum leik einum barst leikurinn inn á krá, þar sem Whitton stakk gestgjaf- ann í kinn „þannig að hægt var að stinga hendinni inn“. Eftir harmleikinn á Heysel- leikvanginum í Brussel, þar sem 39 voru myrtir eftir „Bullurnar“ sem öllu umturna á knattspyrnu (víg) völlum Evrópu eru kraftakarlar úr lœgstu stéttum bresks samfélags. Þú verður að geta drukkið; slegist og bjargað þér sjálf- um. otboosieg siagsmai að leík Liverpool og Juventus lokn- um, hefur breska vísinda- menn ekki skort fjármagn til að komast að eðli „bullar- anna“. Patrick Murphy við há- skólann í Leicester segir m.a. um ofbeldisseggina: „Þeir koma úr verkalýðsstétt, þar sem karlmannsdyggðir eru í hávegum hafðar. Maður verð- ur að geta drukkið og slegist og bjargað sér í götuvígum hversdagsleikans. Þetta eru stórborgarbörnin sem ekki hafa gengið menntaveginn, og hafa verð rifin upp með rótum vegna skilnaðar eða vegna þess að húsin hafa verið rifin. Unglingarnir reyna að fá uppreisn æru i hópi bullanna, enda eiga þeir fáa að og stofnanir samfélagsins vilja ekki vita af þeim. Há- punktur alls eru slagsmálin við áhangendur hins knatt- spyrnuliðsins, knattspyrnu- leikurinn skiptirekki máli.“ Margir eru á því að Margrét Thatcher forsætisráðherra eigi nokkra sök í máli. Þó að hún fyrirlíti bullar.a hafi hún í raun með því að hefja sigur- inn i Falklandseyjarmálinu til skýjanna, ýtt undir misskilda föðurlandsást, sem bullarnir beiti fyrir sig á f ótboltavöll- um í erlendri höfn. Murphy segir: „Bullarnir líta augljós- lega á sig sem fulltrúa Englands. Þeir líta niður á aðra og telja sig yfir útlend- inga hafna. Oftlega hafa þeir sýnt nasistíska tilburði og af athöfnum þeirra er einfalt að segja að þeir séu hægri sinn- aðir í pólitik." Prófessor Murphy telur að ríkisstjórn Thatcher sé allt of þröngsýn í málinu. Vandamál- ið heimfæri hún upp á fót- boltann og leiti lausna hjá íþróttafélögum. „Hér er um að ræða krakka sem voru yf- irgefnir í skóla, og sýna yfir- völdum enga virðingu. Þegar þeir eru meðhöndlaðir meö fyrirlitningu, svara þeir í sömu mynt — og fyrirlíta allt sem samfélagið setur á stall. Lausnin er i þeim meðulum sem samfélagið hefur, menntun, vinnu, húsnæði og samkennd sem er einhvers virði.“ Lausn á vandanum er m.a. að finna i samkennd sem er einhvers virði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.