Alþýðublaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 9
Laugardagur 25. júní 1988 9 Með lýðræði Gabriel Carcia Marquez, Glenda Jackson, Julie Christie, Peter Ustinov og Bibi Anderson verða meðal þátttakenda á mikilli menn- ingarviku í Chile 11.-17. júlí. Tilefnið er að minnast Pablos Neruda, en undirbúnings- nefndin vonast til þess að vikan muni líka styðja við bakið á þeim sem vilja endur- vekja lýðræði í Chile. í nóv- émber verður kosið um örlög herstjórnar í Chile. Pinochet verður að öllum líkindum eini frambjóðandinn og verði meirihlutinn á „jái“ í kosning- unum mun herstjórnin sitja til 1997. Glenda Jackson Barbara Hendricks syngur 19. ágúst á Edinborgarhátiðinni. Pantið miða tímanlega Edinborgarhátiðin verður 14. ágúst — 5. september. Ef þú ætlar að sækja hana heim verðurðu aö fara að panta miða, segja skipuleggjendur. Meðal þeirra sem þar birtast eru Jorma Hynninen baritón- söngvari sem var hér á Lista- hátíð og sópransöngkonan Barbara Hendricks. í fótspor pabba 7 ár eru liðin frá dauða konungs reggítónlistarinnar, Bob Marley. Arftaki hefur ekki fundist, en sonur hans þykir feta í fótspor pabba síns. David „Ziggy“ Marley, sem er 19 ára, hefur nýlega sent frá sér þriðju plötuna: „Conscious Party“. Ziggy leik- ur i hljómsveitinni Melody Makers. „Við eigum að nota tónlistina til að hafa áhrif á fólk og breyta heiminum — ekki til þess að verða lista- menn. Rætur heimsins eru í Afríku, og sé hún vökvuð munu aðrir njóta og heimur- . inn blómstra," segirZiggy Marley. U HOLDUM VIÐ í AUSTUR Vlþýðuflokksfélögin í ReykjavílclDgReýÍ^Í^I'rtárai'sameigin- lega sumarferð laugardaginn 2. júlí, og að þessu sinni er haldið í austurátt. FERÐ AÁÆTLUN: 6. Næsti áfangastaður er skíðaskálinn í HveradölumT Par verður tekið á móti hópnum með veglegri víkingaveislu. Ef vel viðrar verður grillað úti. 7. Áætlaður komutími til Reykjavíkur er kl. 23:00. Lagt af stað frá B.S.Í. kl. 9:30. Komið við í Hveragerði kl. 10:30 og á Selfossi kl. 11:00. Þar bætast í hópinn hressir félagar af Suðurlandi. Ekið sem leið liggur í Þjórsárdal. Par verður snætt nesti sem hver og einn tekur með sér. Við skoðum þjóðveldisbæinn og rústirnar að Stöng. Farið í sund (munið að taka með sundföt). Eftir hressandi sundsprett höldum við upp á hálendið og virkjanirnar við Hrauneyjarfoss og Sigöldu heimsóttar. Haldið af stað til Hveragerðis þar sem gerður verður stuttur stans og litast um undir leiðsögn heimamanna. Reyndir leiðsögumenn verða á hverjum viðkomustað. Fararstjóri verður Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins. Miðaverð er kr. 1800 og 800 fyrir 12 ára og yngri. Greiðslukortaþjónusta. Skráning fer fram á skrifstofu Alþýðuflokksins að Hverfisgötu 8-10, s: 29244 frá 10-16 alla virka daga og á Suðurnesjum í síma 13966. Skráningu lýkur þriðjudaginn 28. júní. ALÞÝÐUFLOKKURINN 1. 2. 3. 4. 5.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.