Alþýðublaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 17
Laugardagur 25. júní 1988 17 Gary Christian, söngvari The Christians var hetja fyrra kvöldsins og fór á kostum. í henni bretarnir Allan Murphy (gítar) sem m.a. hefur spilaö meö Level 42, Preston Heyman sem bariö hefur húðir hjá Terence Trend D’arby og bassaleikarinn þel- dökki frá Memphis U.S.A. Busta Jones sem eitt sinn vann mikiö með Talking Heads og Brian Eno. Ekki amaleg liösskipan þetta. Strax voru líka ákaflega þétt og léttleikandi, tilbúin til að bæta upp fyrir kvöldiö áöur. Þau náðu upp góðri stemmn- ingu meðal áheyrenda t.d. með lögum eins og Look me in the eye, Worry ’bout you, Sofandi í leigubíl hjá Hreyfli (ansi fyndinn titill!) og Face the Facts. Útlendingarnir stóðu sig með stakri prýði og var sérstaklega gaman að fylgjast með tilþrifum Busta Jones bassaleikara og Allan Murphy gítarleikara. Pottþétt- irspilarar. Ekkert uppklapp var hjá Strax því rúmlega fjögur þúsund áhorfendur vissu að næstir yrðu Blow Monkeys frá Bretlandi. En fyrst kom langt, langt, langt hlé. Og loksins kom að þvi að liðsmenn Blow Monkeys hófu leik sinn á laginu Wicked ways af sinni annarri plötu, Animal Magic. Því næst var keyrt í Digging your scene af sömu plötu. Þetta lag kannaðist lýðurinn vel við og lét hressilega í sér heyra. Fleiri toppsmelli fluttu Blow Monkeys s.s. It doesn’t have to be this way af síðustu plötu sveitarinnar. í kjölfar þess fylgdi lagið Don’t give it up þar sem Dr. Robert, höfuð og herðar Blow Monkeys, ímyndar sér að hann hitti hinar ýmsu persónur s.s. Jesús Krist, Kenny Dalglish og Díönu prinsessu á förnum vegi. Já, Dr. Robert er ekkert að skafa utan af hlutunum og gagnrýnir þá á óvæginn hátt eins og t.d. í laginu The day after you þar sem hann ræðst á Margréti Tadsjér, járnfrúna bresku. Hinsvegar voru áhorfendur ekki í nein- um pólitískum þenkingum heldur skemmtu sér hið besta. Blow Monkeys léku i allt 14 lög, flest þeirra af fyrri plötum og að þeim loknum labbaði Dr. Robert út af svið- inu í glansandi fínu jakka- fötunum sínum. Tónleikunum var lokið og það þýddi að Lista-poppi var einnig lokið. Óhætt er að segja að vel hafi til tekist í ölium meginatrið- um. Þá er bara að bíða í tvö ár til viðbótar eftir næstu poppveislu en væri þá ekki alveg tilvalið að fá eitthvaö virkilega stórt nafn og ekki væri verra að fá eitthvað frá Ameríku enda kominn tími til að hvíla Bretaveldi um stund. G.H.Á. ÍH>yi)llf!IÍIHII FYRIR 50 ÁRUNI Louis sló ur strax Schmeling nið- í fyrstu lotu. Inefaleikurinn i New York í gærkvöldi. -- -..-T-- JOE LOUIS. ’ MAX SCHMELING. LONDON í morgun. FÚ. IGÆRKVELDI fóru fram hnefaleikar í New York milli svertingjans Joe Louis og Þjóðverjans Max Schmeling. Skemtifor til Mng- vaila á snnnndaginn. AlÞýðuflokksfél. gengst fyrir ódýrri skemtifðr fyrir félagana A LÞÝÐUFLOKKSFÉLAG ■**■ Reykjavíkur efnir til skemtifarar fyrir fclaga sína á sunnudaginn kemur til Þing- valla. Joe Louis sigraði þegar í fyrstu lotu. Á tveimur mínút- um og fjórum sekúndum hafði hann slegið Schmeling þrisvar niður. Verður farið í bifreiðum frá Steindóri og iagt af stað kl. 9 t. h. frá Alþýðuhúsi Reykja- víkur, ef veður verður gott. Farið verður úr bílunum upp í Almannagjá og verður þar sameiginlegt borðhald, og verða allir að hafa miðdagsmat- inn með sér. Kl. 4 verður sam- eiginleg kaffidrykkja í stóra salnum í Valhöll, en heim verð- ur farið um kl. 8. Göhbels boðar að Gyðing- um verði framvegis bönn- nð öll verzlun i Þýzkalandi OfsAknirnar vekja megna andúð i Amerfku LONDON í morgun. FÚ. T RÆÐU, sem Göbbels flutti ■*• í gœrkveldi, sagði linnn, að innan skainms yrði gerðar gagngerðar ráðstafanir til þess að binda enda á alla viðskifta- lcga starfsemi Gyðinga í Þýzka- landi. Dr. Göbbels hélt því fram, að 3000 Gyðingar hefðu flutt tíl Berlíinar nýloga frá öðrum stöð- um í Þýzkalandi. Harm sagðist ekki vera með- mæltur þvi, að gluggar á verzl- unarhúsum Gyðinga væru rnerkt- ir, etns og átt hefði sér stað undanfarna daga, en hins vegafr væri gott að fólk vissi hvaða verzlanir væru eign Gyðinga og hverjar ekki. Har.n kvað öðrum ])jóöum ekkert koma við, hvorjar ráðstafanir Þjóðverjar gerðu i sÍTiu eigin Iandi gagnvart Gyð- ingum. „New York Times" ritar i dag la.nga ginein uan nýju Gyðinga- ofsókmnner á Þýzkalandi og segir, að fnegnir um I>essa at- burði hafi vakið hinn niesta ó- hug í New York. Andúð sú, sem Þýzkaland baki sér með þessum ofsóknum, geti mjög auðveld- lega orðið ti-1 þess að skaða Þýzkaland stórkostlega i Banda- rikjunum. Japanir set]a her á land hjá Swatow í Suður-Kína.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.