Alþýðublaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 6
6 Mynd: Jim Smart Utfærsla íslensku landhelginnav ÞRENGIR AO FÆREYINGUM Atli Dam lögmaöur Færeyja og Sólvá kona hans hafa ver- iö í opinberri heimsókn á ís- landi. Heimsóknin er aö sumu leyti óvanaleg, þar sem landstjóri Færeyja er ekki þjóðhöföingi í eiginlegri skilningi. Þegar Vigdís forseti heimsótti Færeyjar í fyrra tók landsstjórnin á móti henni en ekki Margrét Þór- hildur Danadrottning. Þaö var líka óvanalegt. Atli Dam sem er vélaverk- fræöingur er æöstur embættismanna í Færeyjum — forsætisráðherra upp á færeyska vísu. Samskipti íslands og Fær- eyja hefur ævinlega veriö undir merkjum bræöralags. Atli segir að gestrisni Vigdís- ar forseta hafi verið meö einsdæmum. Hvar vetna hafi sér verið tekið meö kostum. Lífsgjöf landanna er hafiö. Veðurfar og staöhættir eru svipaöir. Það var þoka i Fær- eyjum allan daginn sem skyldi haldið heim á leiö eftir vináttuheimsókn á íslandi. Það var þó örstuttur tími sem fór í spjall okkar, því aö Flug- leiðir reyndu án afláts — en árangurslaust — aö koma lögmanninum og fylgdarliöi til Færeyja. Viötalið fór fram á Hótel Sögu vestur á Melum í Reykjavík. „Kallar á niðurstöðu hið hráðasta “ — Viltu Atli aö samskipti Færeyja og íslands séu beint á milli landanna eða undir vestnorrænum merkjum með Grænlendingum? „Við þörfnumst hvoru tveggja. Viö þurfum á tvíhliða samstarfi aö halda vegna þess aö margt er sérstakt með löndunum tveimur. Veiöiheimildir, hafsbotnsrétt- indi, Rockallmálið og fleira snerta löndin tvö ööru frem- ur, en viö verðum líka aö efla vestnorrænt samstarf — Hér á ég einkum viö það sem er aö gerast i Evrópubandalag- inu. Viðtal: Þorlákur Helgason Ef viö verðum utan Evrópu- bandalagsins þegar innri markaði veröur komið á í Bandalaginu 1992, og Noreg- ur gerist aðili aö EB og Sví- þjóö nær sérstöku samkomu- lagi viö EB, verða löndin þrjú, Grænland, Island og Færeyj- ar í erfiöri aðstöóu. Og sú staöa kallar á vestnorrænt samstarf umfram allt. Við aðild Noregs aö Evrópubandalaginu — hvern- ig svo sem því yrði háttaö — yrði EB sjálfu sér nóg um fisk, og gæti jafnvel orðið út- flytjandi vegna stærðar fisk- veiða Norðmanna. Þess vegna er okkar staöa ákaf- lega alvarleg og kallar á niöurstöðu hiö bráöasta." segir Atli Dam — Hefurðu rætt þetta við íslenska kollegan? „Ég hef komið inn á þessi mál í ræðum hér á íslandi í þessari ferð.“ — Hefurðu rætt það opin- berlega? Atli Dam lögmaður Fœreyja í einkaviðtali við Alþýðublaðið. „Nei, ekki opinberlega. En við munum hittast óformlega í Þórshöfn í júlí nk. Þorsteinn Pálsson, Jonathan Mozfeldt og ég. Þaö er Ijóst að viö verðum aö ræða hvaða leiðir koma til greina.“ Aukin hætta á höfunum — Vestnorræna þing- mannaráðið hefur verið inni á hugmyndinni um kjarnorku- leysi í úthöfunum. „Við höfum ekki bundið hendur landanna í þeim efn- um, en Vestnorræna þing- mannaráðið samþykkti álykt- un á fundi sínum í hitteðfyrra á íslandi, þar sem þvi er lýst yfir að vestnorræna hafsvæð- ið eigi að vera laust við kjarn- orkuvogn. Við megum hins vegar ekki gleyma því að utanrlkismál Grænlendinga og Færeyinga falla undir dönsku ríkisstjórnina. Við Færeyingar teljum ákaflega mikilvægt að haf- svæðið sé friðað, og við höf- um þess vegna beitt okkur mjög — þó að það sé kannski einfeldni að sann- færa sig um að það sé hægt að gera hafsvæðið algjörlega kjarnorkuvopnalaust. Én ef við vinnum ekki að settu marki munum við ekki ná nauðsynlegri tryggingu og þeim samningum sem við vit- um að eru fyrir hendi um flutning vopna og eftirlit með aðgerðum. Þetta verður sér í lagi mikilvægt eftirað kjarna- oddarnir verða fjarlægðir í Evrópu, þvi að þá getur maður ímyndað sér að til- raunir fari einkum fram á höf- unum með flytjanlegum flaugum. Það þýðir að stærri tilraunir fari fram á höfunum með aukinni hættu.“ — Þú heldur að kjarnorku- tilraunir færist yfir á hafið? „Já, það er hætta á þvl. Við höfum vakið máls á hættunni á þeim vettvangi sem við höfum getað, í Norð- urlandaráði t.d. og við vorum í þingmannahópnum sem lagði fyrstu drög aö tillögum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.