Alþýðublaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 12
12
Laugardagur 6. ágúst 1988
eða nýju
fötin
keisarans?
Hljóðsnældur með skilaboðum, sem eyrað nemur
ekki, hafa selst grimmt í Bandaríkjunum á undanförn-
um árum. Um er að ræða nokkurs konar heilaþvott, sem
menn nota annað hvort á sjálfa sig eða fólkið í kringum
sig. Sálfræðingar og læknar telja hins vegar ósannað að
skilaboðin hafi þau áhrif, sem framleiðendur lofa.
Nú er farið að selja þessar umdeildu kassettur hér á
landi. Þess vegna velta menn þvi fyrir sér, hvort þetta
verður næsta „æðið“, sem grípur þjóðina — nú þegar
allir hafa eignast fótanuddtæki, litla ljósálfa, afruglara,
útigrill og eyrnalokka sem hjálpa fólki að hætta að
reykja.
Þráir þú aö draumadísin/prins-
inn fái þig á heilann? Þeir fyrir
„westan“ telja sig hafa ráð við þvi,
eins og mörgu öðru. Þú átt bara að
gefa ástinni þinni kassettu með
skilaboðum, sem einungis heilinn
nemur — ekki eyrað — en slíkar
snældur eru nú framleiddar í
Bandaríkjunum í tonnatali.
Næsta skref er að sjá til þess að
viðkomandi spili snælduna daginn
út og inn og BINGO: Þá mun sá,
sem þú þráir, líka fara að þrá þig.
Árangurinn er sagður svo krass-
eftir
Jóninu
Leósdóttur
andi, að fórnarlambið líti hreiniega
ekki við öðrum upp frá þvi. Eða,
eins og segir í einni auglýsingunni:
„Hann mun elska þig heitar en áður
og vera þér trúr, enda sannfæra hin
leynilegu skilaboð hann um að þú
sért "glæsilegasta, kynþokkafyllsta
og eftirsóknarverðasta kona í heim-
inum. Hann mun heldur ekki líta
við daöurdrósum, því honum finnst
aðrar konur orönar ósköp litlausar
og óaðlaðandi.“ Það er ekki ama-
legt...
Framleiðendur fullyrða einnig,
að fólk geti beitt sjálft sig þessum
kassettu-brögðum. Með því að láta
ógreinanleg skilaboð dynja á heila-
búinu á t.d. að vera hægl að hætta
að reykja og drekka, minnka
streitu, fá aukið sjálfsálit og öryggi,
grennast, sofa betur, auka ánægj-
una af kynlífi og ótalmargt annað.
Neikvæð manneskja — sem á am-
erísku myndi kallast „spoilsport"
eða gleðispillir — hugsar þá
kannski með sér: „Fyrst lausnin á
öllum þessum vandamálum er
svona einföld, hvers vegna eru þá
ekki allir jarðarbúar fyrir löngu
orðnir afslappaðir, hamingjusarn-
lega giftir, grannir, reyklausir,
ódrukknir og fullnægðir?" En út í
slíka sálma fara framleiðendur af
einhverjum ástæðum ekki.
Sálfræðingar og geðlæknar vita
hins vegar sitt af hverju um heilann
og starfsemi hans og eru alls ekki
sannfærðir um að földu skilaboðin
á snældunum skili árangri. Það er
þó Ijóst og óumdeilanlegt að heil-
inn getur numið skilaboðin. Deilan
snýst einungis um það hvort skila-
boðin nái aö „festa rætur“ í heila-
búinu og hafa þar með áhrif á at-
ferli þess, sem meðtekur þau.
íslenskt póstþjónustufyrirtæki í
Garðabæ, Námsljós, hóf nýverið
sölu á bandarískum kassettum með
földum skilaboðum á ensku. Kosta
þær tæpar 2.000 krónur stykkið.
Þetta eru allt snældur, sem menn
eiga að nota sjálfir. Þeir hjá Náms-
Ijósi sögðust telja hæpið að selja þá
tegund, sem nota ætti á grunlaust
fólk. Lítil reynsla er ennþá komin á
móttökurnar, en aðstandendur fyr-
irtækisins segjast bjartsýnir á að
markaður sé fyrir þessa vöru hér á
landi. í stuttu kynningarriti frá
Námsljósi segir m.a.:
„Undirmeðvitundin getur numið
og unnið úr skilaboðum, sem með-
vituð skynjun svo sem heyrn og
sjón verður ekki vör við — boðin
eru neðan marka dagvitundar.
Virkni þessarar tækni hefur verið
staðfest opinberlega í Bandaríkjun-
um með sérstökum lögum, sem
banna notkun neðanmarkaboða í
auglýsingaskyni.“
Ennfremur segir í bæklingnum:
„Rannsóknir sýna, að hljóðleiðslan
byrjar að verka strax og farið er að
hlusta og að áhrifin eru í beinu hlut-
falli við hlustunina. Því meira sem
hlustað er, því meiri verða áhrifin.
Þegar hljóðleiðslu er beitt til að
breyta ávana, sem t.d. hefur staðið
svo áratugum skiptir, er ekki nema
eðlilegt að það taki nokkurn tíma.
Þannig getur þurft að hlusta á við-
komandi snældu um nokkurra
vikna skeið eigi hún að aðstoða ein-
staklinginn við að htetta reykja,
grennast eða draga úr ofneyslu
áfengis.
Rannsóknir hafa m.a. leitt í ljós
að gagnstætt við matarkúra þá
haldast áhrif hljóðleiðlsu þannig að
sá, sem grennist, fitnar ekki jafnóð-
um aftur.“
Þetta hljómar sem sagt nógu vel,
en það er annað mál hvort fólk trúir
þessu.
TEIKNING: JÓN ÓSKAR