Alþýðublaðið - 13.08.1988, Side 5
Laugardagur 13. ágúst 1988
FRÉTTIR
Eyðimerkurhálsar
Matvöru verslanir
„HRUN BLAS-
IR VID“
Matvöruverslanir hafa orö-
id mjög illa úti vegna krepp-
unnar í efnahagslífinu. Ef
ekkert veröur ad gert má bú-
ast viö stórfelldu hruni í
verslunargeiranum.
Heildverslanir hafa einnig
átt í miklum erfióleikum
vegna vanda veitingahúsa og
minni verslana. „Það mun
heldur aukast en hitt aö fyrir-
tæki í verslun geti ekki staö-
iö í þessu lengur. Ef ekkert
veróur aö gert blasir við stór-
kostlegt hrun á mjög stórum
markaði í verslun," sagöi
Hrafn Bachmann, eigandi
Kjötmiðstöðvarinnar, er Al-
þýðublaðið hafði samband við
hann í gær. Hrafn sagði að
eigendur fyrirtækja í verslun
yrðu að fórna miklu til að
koma í veg fyrir gjaldþrot.
Framfœrslu vísitalan
42,5% verðbólga síb-
astlibna télf mánubi
Vísitala framfærslukostn-
aöar hækkaöi um 2,1% i júlí-
mánuöi og svarar þaö til
29,1% verðbólgu á ári. Und-
anfarna þrjá mánuöi hefur
vísitalan hækkaö um 9,3%
sem jafngildir 42,5% verö-
bólgu á ári. Síðastliðna tólf
mánuöi hefur vísitalan hækk-
aö um 28,8%.
Verðhækkun ýmissa vöru-
og þjónustuliða olli um 0,5%
hækkun vísitölunnar, og
hækkun á mat- og drykkjar-
vöru, svo og húsnæðiskostn-
aður, ollu 0,4% hækkun hvor
liður. Síðan koma afnotagjöld
pósts og síma og bensín-
hækkun með 0,3%
Út er komin platan Eyöi-
merkurhálsar meö Rúnari Þór
Péturssyni. Platan er gefin út
i tilefni 10 ára afmælis SÁÁ
og rennur allur ágóði af
henni til styrktar SÁÁ. Fjöl-
margir tónlistarmenn koma
fram á plötu Rúnars, og gáfu
ailir söngvarar vinnu sina.
Platan inniheldur 10 lög og
eru lög og textar flest eftir
Rúnar, en einnig eiga Stefán
Davíðsson, Sverrir Stormsker,
Jónas Friðgeir og Heimir Már
texta við nokkur lög. Pétur
nýtur aðstoðar fjölmargra
söngvara og má þar nefna
Bubba Morthens, Egil Ólafs-
son, Sverri Stormsker og
Felix Bergsson. Lagaflutning-
urinn er í höndum Rúnars
sjálfs en einnig koma margir
tónlistarmenn þar viö sögu.
Platan verður fáanleg í
hljómplötuverslunum eftir 10.
september, og sér SÁÁ um
dreifingu hennar.
46 fulltrúar peningastofnana sátu vinnu-
fund með viðskiptaráðherra í gœr. Innláns-
stofnanir munu lœkka nafnvexti óverð-
tryggðra lána eftir 20. ágúst og búist er við
hœgfara lœkkun nafn- og raunvaxta með
haustinu. Peningamenn vara við skerðingu
lánskjaravísitölunnar.
Innlánsstofnanir munu lík-
lega lækka nafnvexti óverð-
tryggðra kjara upp úr 20. maí
eftir að lánskjaravísitalan í
ágústmánuöi hefur verið birt.
Seðlabankinn leggur áherslu
á að slik lækkun eigi sér
stað og telur öll skilyrði vera
til þess. 46 fulltrúar fjár-
magnsmarkaöarins sátu
vinnufund með viöskiptaráö-
herra i gær þar sem fjallað
var um niðurstöðu verötrygg-
ingarnefndar og greinargerö
Seðlabankans um þróun
vaxta aö undanförnu.
Á vaxtaþinginu kom fram
að fulltrúar bankakerfisins og
annarra fjármagnsstofnana
virðast á einu máli um að
varlega beri að fara i breyt-
ingar á lánskjaravísitölu og
enginn mælti með beinni
niðurfærslu vaxta með
stjórnvaldsaðgerð. Þeir voru
þó sammála um að brýnt
væri að eyða óvissu á pen-
ingamarkaðnum og að 1/2%
lækkun vaxta á ríkisskulda-
bréfum gæti orðið leiðandi
fyrir vaxtalækkun á næstu
mánuðum í kjölfar sam-
ræmdrar niðurstöðu i pen-
inga- og efnahagsmálum rík-
isstjórnarinnar.
Menn voru ekki á einu máli
um ágæti þess að koma á
föstum vöxtum verðtryggðra
lána eins og verðtrygginga-
nefndin gerði tillögu um.
í inngangsorðum viðskipta-
ráðherra kom frarn að hann
telur þátt fjármagnskostnað-
ar í rekstrarvanda atvinnuveg-
anna oft á tíðum ýktan. Áætl-
un Þjóðhagsstofnunar sýni
að vaxtakostnaður sjávar-
útvegs var um 6% af heildar-
tekjum 1986 og 4% fyrir at-
vinnuvegina í heild. „Miðað
við vaxtaþróun 1987 og það
sem af er 1988, eru þessar
tölur án efa hærri nú, en þó
naumast meira en hálfu
hærri,“ sagði ráðherra.
Benti hann á að vaxtamun-
ur á innlendum lánskjörum
væri á bilinu 7—12%, á móti
lánskjörum með gengisvið-
miðun.
Sagði ráðherra að íhlutun
hins opinbera til að lækka
vexti væri neyðarúrræði,
enda yrði að treysta þvi að
bankaráðin mótuðu ábyrga
stefnu í vaxtamálum eins og
þeim ber skv. lögum.
Á vaxtaþinginu kom einnig
til umræðu að lækka vaxta-
gólfið með því að taka við-
skipti lífeyrissjóðanna og
húsnæðiskerfisins til athug-
unar. Voru m.a. uppi hug-
myndir um að ríkið hyrfi frá
fastbundinni sölu skulda-
bréfa til lífeyrissjóðanna og
að þeir leituðu sjálfir bestu
ávöxtunar á markaðnum. í
bréfi Seölabankans, sem lagt
var fyrir vaxtaþingið, segir að
jöfnun lánskjara milli íbúða-
lána og annarra fjárfestingar-
lána myndi stuðla að lækkun
almennra vaxta og draga úr
heildareftirspurn eftir lánsfé.
Sagði Jóhannes Nordal
seðlabankastjóri við frétta-
menn eftir fundinn að lágir
vextir á húsnæðislánum yllu
þrengingum á lánamarkaðn-
um og hækkun á fasteigna-
verði. Hækkun vaxtanna gæti
leitt til þess að almenna
vaxtastigið á markaðnum
færi lækkandi. Bjuggust fjár-
málamennirnir og ráðherra
við að á næstunni mætti
búast við lækkun bæði nafn-
og raunvaxta, en það yrði að
gerast samhliða öðrum
aðgerðum og stöðugleika í
efnahagslífinu. Sagði
Jóhannes Nordal að þó
samanburður við önnur lönd
sýndi að raunvaxtastigið væri
í hæsta lagi hér mætti finna
önnur lönd þar sem vextirnir
væru hærri.
Þessi mál eru nátengd
skipulagsbreytingum á fjár-
magnsmarkaði sem unnið er
að í viðskiptaráðuneytinu. Sjá
fréttaskýringu bls. 10 um
undirbúning frumvarps um
eignarleigufyrirtæki.
Eftir vaxtaþingið gáfu fulltrúar lánamarkaðarins sér tima til að setjast niður með fréttamönnum og útskýra breyttar aðstæður á fjármagns-
markaðnum. A-mynd/Róbert. “
Vaxtaþing viðskiptaráðherra
LAGST GEGN LÖGÞVING-
AÐRI VAXTALÆKKUN
Unglingar í trjárœkt
SAMNINGAR EKKI BROTNIR
segir Halldór Björnsson hjá Dagsbrún
Verkamannafélaginu Dags-
brún hafa borist kvartanir
vegna fæöis- og hreinlætis-
aðstöðu unglinga sem vinna
að plöntun trjáa á vegum
Reykjavíkurborgar og Skóg-
ræktarinnar á Hólmsheiði við
Reykjavík. Fulltrúar frá Dags-
brún og Reykjavíkurborg
ætla að kanna allar aðstæður
næstkomandi miðvikudag,
en Halldór Björnsson, vara-
formaður Dagsbrúnar, telur
málið á misskilningi byggt.
Eins og aðrir starfsmenn
Reykjavíkurborgar fá ungling-
arnir sérstaka kostnaðar-
greiðslu sem nemur 4.800
krónum á mánuði. Ungling-
arnir halda gjaldinu óskertu
og verða þvi að fæða sig
sjálfir. Starfsmenn borgarinn-
ar sem hafa aðgang að mötu-
neyti verða hins vegar að
endurgreiöa 2.800 krónur.
Einhverjir unglinganna komu
til Dagsbrúnar á dögunum
þar sem þeir héldu að þeir
fengju kostnaðargreiðsluna
ekki greidda. Svo var þó ekki.
„Eftir að hafa skoðað mál-
ið gét ég ekki séð að samn-
ingar á krökkunum séu brotn-
ir,“ sagði Halldór Björnsson i
samtali við Alþýðublaðið.