Alþýðublaðið - 13.08.1988, Page 13

Alþýðublaðið - 13.08.1988, Page 13
Laugardagur 13. ágúst 1988 Sogn í Ölfusi: Á tíu árum hafa innritanirnar verid 4120 „Það er enginn vandi að afvatna alkóhólista. Vandinn er að fyrirbyggja að hann fari aftur í efnið, “ segir Sig- urður Gunnsteins- son dagskrár- stjóri. X m laga okkar erlendis. Það má því segja að við byggjum á alþjóðlegri reynslu." ÁRANGURINN ÞAÐ BESTA — Hvað er þér efst í huga eftir 10 ára starf á Sogni? „Við sjáum árangur. Veru- legan árangur. Margir koma inn til okkar á árinu núll, ef ég má orða það svo. Styrktar- félag Sogns heldur hér ár- lega sumarhátíð og þá koma nýir Sognverjar sem gamlir og skemmta sér saman eina helgi. í sumar tókst hátíðin sérlegavel. Þar sámaðurárang urinn samankominn í ein- um samstæöum hópi. tg gekk bara á milli og naut þess að horfa á fólk sem hafði tekið ótrúlegum þroska og framförum eftir að það slapp úr fangbrögðum Bakkusar. Ég sá fjölskyldur sem höfðu endurnýjast; það sem áður var brotið var nú bætt. Þess vegna segi ég: Mér er efst í huga að sjá árangurinn. Það er besta við- urkenningin sem ég og við sem störfum við SAÁ höfum fengið." BYRJADI SEM KOKKUR Sigurður hefur verið starf- andi á Sogni næstum því frá því húsiö var tekið í notkun. Hann byrjaöi í desembermán- uði 1978 en húsið hóf starf- semi sína í ágúst sama ár. Sigurður, sem sjálfur hefur farið í meðferð og er óvirkur alkóhólisti, byrjaði að starfa á Sogni sem kokkur, en gerð- ist brátt ráðgjafi og tók siðan við forstöðustarfi á Sogni sem hann gegnirenn þann dag í dag. Hann segir að að- staðan hafi stórbatnað gegn- um árin, í fyrstu hafi allt starfsliðið aðeins haft níu fermetra herbergi til umráða, og þar var samankomið vakt- in, ráðgjöfin og önnur skrif- stofuaðstaða: „Maðurvar með höndina í vasanum á næsta manni, svo þröngt var í herberginu. En þetta gekk fyrstu árin. Siðan hefur starfsaðstaðan stórbatnað. í dag gengur reksturinn vel, hann er fjármagnaður af Tryggingastofnun og frjálsum framlögum og Styrktarfélag Sogns hefur styrkt okkur með gjöfum og framlögum og vinnu. Styrktarfélagið heldur tvær hátíðir árlega; vetrarhátíðina i Reykjavik og svo sumarhátíðina á Sogni. Hún tókst sem sagt með prýði í ár sem ávallt og kannski enn betur; það voru samankomnir 1.800 manns þegar mest var. Það var stór- kostleg stund, því það að horfa á árangurinn er svo spennandi," segir Sigurður Gunnsteinsson, dagskrár- stjóri á Sogni. Alþýðublaðið óskar Sogni og Sognverjum til hamingju með afmælið. STRIK/SÍA

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.